Færsluflokkur: Dægurmál

Ofbeldi gegn lögregluþjónum

Enginn átti von á því að þessi maður yrði tekinn lifandi. Bandaríska lögreglan er þekkt fyrir að afgreiða snöfurmannlega löggumorðingja og þarf þá eigi um sár að binda. Reyndar er það svo að samfélaginu ber að refsa harðlega þeim ofbeldismönnum sem ráðast að laganna vörðum í starfi. Lögreglumenn neyðast oftlega til þess að fara inn í erfiðar og stórhættulegar aðstæður og hafi þeir ekki hlífiskjöld af lögunum er við búið að margir verði fyrir hnjaski.

Sú hefur því miður orðið raunin hér á Íslandi. Lögreglumönnum er misþyrmt, fleygt í þá múrsteinum, þeir eru kinnbeinsbrotnir og bitnir og á skömmum tíma hefur það tvívegis gerst að hópar útlendra misyndismanna hafa ráðist á lögregluþjóna, neytt aflsmunar og slasað þá illilega. Dómar fyrir árásir á lögregluþjóna eru alltof mildir hér á landi. Sakamennirnir eru innan skamms komnir aftur út á strætin. Skilaboðin til undirheimalýðsins eru mjög óheppileg - það er allt í lagi að berja lögregluþjón, refsingin er væg og þar að auki kemur hún aldrei til framkvæmda því það er ekki pláss í fangelsunum.

Lágmarksrefsing fyrir árás á lögregluþjón í starfi ætti að vera 10 ára betrunarvist og enginn möguleiki á náðun eða styttingu refsivistar.


mbl.is Meintur morðingi skotinn til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjörbaugsgarður

Ég hef mikla samúð með þessu dugmikla fólki en ég er andsnúinn hugmyndinni um minnisvarða um þá þingmenn sem samþykkja Icesave. Ísland hefur átt marga skíthæla í aldanna rás og þykir ekki merkilegt þótt rúmlega 30 vinstri menn bætist í þann hóp. Og síst af öllu þykir mér við hæfi að reisa minnisvarða um landráðamenn. Ekki reistu Norðmenn minnisvarða um Vidkun Quisling. Þeir hafa á hinn bóginn heiðrað með ýmsu móti minningu þeirra sem börðust fyrir land sitt og fórnuðu lífinu í baráttu gegn útlendum innrásarher.

Mér þykir betur sæma að reisa minnisvarða á Þingvöllum um þá þingmenn sem greiða atkvæði gegn ógnarlögunum. Við skulum hafa þá í heiðri um ókomin ár.

Í mínum huga leikur enginn vafi á því lengur að það eru landráð að samþykkja Icesave samninginn. Við Íslendingar höfum ekki dauðarefsingu - sem betur fer - og við skulum láta nægja að láta þessi landráð varða við fjörbaugsgarð.

Jóhanna, Steingrímur, Ögmundur og allir þeir sem svíkja ættland sitt í tryggðum skulu dæmdir fjörbaugsmenn, fara úr landi og vera utan í þrjá vetur. Það ætti ekki að væsa um þetta fólk í Bretlandi eða Hollandi.


mbl.is Vilja minnisvarða um samþykkt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Finnur Ingólfsson Arion?

Þessi ríkisstjórn pukrast með alla hluti, ekkert er gefið upp, allt er falið og uppi á borðinu fræga, þar sem allt átti að vera - þar er ekki neitt. Þessi alltumlykjandi leyndarhyggja hefur líka gagntekið bankana sem starfa samkvæmt forskrift ríkisstjórnarinnar. Þar er mönnum mismunað gróflega og enginn segir neitt vegna þess að einungis bankamennirnir hafa heildarsýn á það sem er að gerast í reykfylltum bakherbergjum bankanna.

Pukur kallar á kviksögur. Stundum eru kviksögur ekki réttar en oft eru þær réttar. Nú hefur það gengið fjöllunum hærra að helstu eigendur Arions verði þeir landskunnu og sívinsælu Framsóknarforkólfar Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafsson. Þegar hlutabréf í Kapþingi féllu niður í brot á nafnvirði - vegna þess að útlendir bankar héldu að Ísland væri búið að vera fyrir fullt og allt - keyptu þeir upp hlutina fyrir slikk og nú hampa þeir herfanginu skellihlæjandi.

Á vissan hátt er gott að einhverjum skuli vera hlátur í hug.


mbl.is Kröfuhafar eignast Arion
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ragnar kommúnisti er ættjarðarvinur

Ragnar Árnason prófesor í hagfræði við Háskóla íslands er kunnur kommúnisti en hann er líka ættjarðarvinur. Hann kenndi mér einu sinni á stuttu námskeiði fyrir langa löngu og féll mér vel við hann.

Nú hefur Ragnar tekið af skarið. Hann hefur þurrkað burt síðustu efasemdirnar úr brjósti mér. Í Mogganum í dag segir Ragnar, bls. 2 :

"Að segja að aðild að EES og möguleg aðild að Evrópusambandinu séu í hættu, að hugsanlega fengjum við ekki lán frá AGS, eru hreinir smámunir í samanburði við Icesave".

Og Ragnar segir ennfremur: "Sýn forsjármanna landsins virðist vera eitthvað brengluð".

Vilja þingmenn virkilega leggja Ísland í eyði? Hrekja æskulýðinn burt svo við einir sitjum eftir sem erum ýmist öryrkjar eða haltrandi gamalmenni? Nú er orðið krystaltært að Icesave verður byrði sem við getum ekki borið. Það kann vel að vera að einhverjir útlendingar fari í tímabundið fýlukast ef við borgum ekki en það er þó milljón sinnum skárra en að láta þá drepa íslensku þjóðina.


mbl.is Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við munum enn þá Jón og Einar

Fantarnir í ESB byrjuðu á því að keyra íslensku þjóðina í gjaldþrot, svo hafa þeir margstagast á því, flissandi með pulsurnar standandi út úr kámugum kjöftunum, sötrandi kókið að senn muni Íslendingar koma skríðandi á fjórum fótum eins og grenjandi rakkar og grátbiðja um inngöngu í hið nýja Sovét-samband Evrópuríkja.

Stór hluti Íslendinga er því miður reiðubúinn að svíkja ættland sitt í tryggðum og forsprakki þeirra heitir Jóhanna Sigurðardóttir.

Skítseiðin hafa ekki reiknað með því að nokkur karlmennska væri eftir með íslensku þjóðinni en á ögurstundu kemur á daginn að enn rennur blóð í æðum okkar og enn höfum við hvorki gleymt Jóni Sigurðssyni né Einari Þveræingi. 


mbl.is ESB óttist að vera hafnað af Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er eiginlega skríllinn?

Það er gaman að sjá hvað þetta eru siðmenntaðir mótmælendur. Enginn kastaði múrsteinum í lögregluþjóna, enginn skeit í bréfpoka og kastaði í þinghúsið, enginn braut rúður og enginn kveikti í jólatrénu.

Hvað hefur eiginlega gerst með mótmælendur á Austurvelli. Jú, versti skríllinn, sá sem skeit og braut og barði, er kominn í ríkisstjórnina og ein er meira að segja orðin heilbrigðisráðherra.


mbl.is Vel mætt á útifund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú getur Ólafur bætt tjónið

Mun Ólafur Ragnar nota þetta einstæða tækifæri sem örlögin færa honum til þess að bæta fyrir misgjörðir sínar og ná sátt við þjóðina?

Ólafur undirritaði Icesave lögin á liðnu sumri með þeim útskýringum að það gerði hann í krafti fyrirvaranna sem Alþingi samþykkti - þessir fyrirvarar væri trygging fyrir hagsmunum Íslands. Nú eru þessir fyrirvarar að engu orðnir vegna ræfildóms Jóhönnu, Steingríms og Össurar.

Ólafur á því engan kost annan en synja nýju lögunum staðfestingar. Ólafur hefur hagað sér illa sem forseti og hann er búinn að gjöreyðileggja virðingu þessa fornfræga embættis. Hann hefði aldrei átt að vera forseti. Hann er alltof gallaður maður til að vera forseti.

En nú getur hann bætt tjónið til muna.


mbl.is Tíu þúsund skrifað undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi er skíthræddur

Gylfi Magnússon er skíthræddur við þetta mál. Hann er skíthræddur við ákvarðanir. Hann er sama markinu brenndur og aðrir ráðherrar í þessari ákvarðanafælnu ríkisstjórn.

Þegar ríkið tók yfir bankakerfið með öllum sköttum og skyldum höfðu menn uppi stór orð um að nú yrði allt gegnsætt og allt uppi á borðinu og fyllsta jafnræðis yrði gætt í hvívetna, en reyndin er önnur. Bankarnir pukrast með öll sín verkefni eins og þar fari fram í myrkum salarkynnum tuttugu mannsmorð á hverjum degi. Sumir eru keyrðir upp að veggnum og rifin af þeim sérhver króna en aðrir fá tugmilljóna afslætti og jafnvel milljarða. 

Einn mann veit ég um sem hafði offjárfest í einbýlishúsi og lúxusbifreiðum. Hann skuldaði 70 milljónir en bankinn afskrifaði 30 milljónir. Öðrum er látið blæða út. Það er ekkert jafnræði, ekkert gegnsæi og uppi á borðinu er nákvæmlega ekki neitt.

Gylfi Magnússon er kurteis maður og kemur vel fyrir en hann er huglaus og þorir ekki að gegna skyldum sínum. Hann er maðurinn sem á að sjá til þess að jafnræðis sé gætt en hann gerir það ekki.

Ég er farinn að spyrja mig eftirfarandi spurningar: ætli Sigmundur Davíð hafi bent á farsælustu leiðina þegar hann lagði til strax eftir hrunið 20% afskriftir handa öllum?


mbl.is Ráðherra segist ekki hafa beitt sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag lofsyngjum við Steingrím

Sjómenn eru alls góðs maklegir en það gengur ekki að þeir búi við önnur skattalög en aðrir menn á Íslandi. Fjölmargir sjómenn, og kannski flestir, þéna betur en gengur og gerist um landkrabba og þeir eru vel að þeim auði komnir. En það eru nákvæmlega engin rök fyrir sérstökum afslætti á sköttum þeirra. Þeir eiga að borga til samfélagsins eins og annað fólk. Sjómanna afslátturinn var aldrei annað en dæmigert siðleysi.

Ætli þetta sé í fyrsta skipti sem Steingrímur gerir eitthvað af viti?

Ég veit ekki um það, en hann á heiður skilinn fyrir að hafa þorað að taka af skarið í þessu máli og við skulum lofsyngja hann þangað til hann verður sér aftur til skammar eins og venjulega og þess verður örugglega ekki langt að bíða.


mbl.is Sjómenn búa við betri kjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallinn er Óskar fígúra........

Nú ert bjart yfir Íslandi.

Framsóknarflokkurinn hefur ætíð verið forsprakki afturhalds og spillingar á Íslandi. Hann hefur staðið markvisst gegn framförum þjóðfélagsins og sérhæft sig í hagsmunapoti og fyrirgreiðslu. Engin stjórnmálahreyfing í Evrópu á jafn biksvartan feril og Framsóknarflokkurinn.

En Framsóknarflokkurinn er að ganga í endurnýjun lífdaganna. Sigmundur Davíð og Höskuldur eru báðir ungir menn og vaskir og líklegir til að verða föðurlandinu góðir þjónar. Og nú hefur ungur maður steypt Óskari Bergssyni af stalli í Reykjavík.

Einar Skúlason er enn þá lítt skrifað blað í stjórnmálum. Það á eftir að koma í ljós hvern mann hann hefur að geyma. En verri en Óskar verður hann ekki. Með þessari ákvörðun hafa framsóknarmenn í Reykjavík gefið skýr skilaboð um að þeir vilji snúa baki við fortíð flokksins, snúa baki við spillingu og siðleysi í meðferð almannafjár og hefja nýtt líf í stjórnmálum.

Fallinn er Óskar fígúra, formyrkvun landsins barna.


mbl.is Einar sigraði Óskar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband