Ragnar veit lengra en nef hans nær.

Við þurfum að halda til haga ummælum sem þessum. Ragnar Hall er maður sem mark er takandi á. Hann benti fyrstur manna á nauðsyn þess að inn í samninginn yrði sett skilyrði sem kæmi í veg fyrir að Icesave skuldbindingar okkur keyrðu ríkið í kaf. Það hefur síðan verið kallað Ragnar Hall skilyrðið.

Nú er ekkert slíkt skilyrði í þessum nýja samningi, en Ragnar Hall virðist þó álíta hann ásættanlegan. Ragnar veit lengra en nef hans nær en ég hlakka til að heyra skoðanir annarra vísdómsmanna.


mbl.is Hlynntur núverandi samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

´´Ragnar veit lengra en nef hans nær,, svo segir þú Baldur. Ég veit ekki hvað hann sér með sínu nefi,en hann hefur  ´´góðan,,, ráðgjafa sem heitir Gestur Jónsson,ala Baugslögfræðingur með meiru. Já já það er nú svo.

Númi (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 12:35

2 identicon

Heill og sæll Baldur; sem aðrir gestir þínir !

Tek undir; með Núma.

Hver Andskotinn; hefir hlaupið í þig, Baldur minn ?

Eina, sem Bretar og Hollendingar geta farið fram á, er framsal okkar, á liðleskjunum Jóhönnu - Steingrími og Engeyjar- Bjarna, til þeirra, svo fram komi, Baldur.

Oftlega; hefir þér tekist betur til, en nú, fornvinur góður, í þínum skrifum.

Öngvu að síður; með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 12:54

3 Smámynd: Púkinn

Það eru margir sem líta þannig á að núverandi samningur sé það illskásta í stöðunni.   Vandamálið við dómstólaleiðina er að hætt er við að Bretar og Hollendingar geri þá kröfu að innistæðueigendum föllnu bankanna verði ekki mismunað eftir staðsetningu útibúa.

Málið er nefnilega það að þótt það megi rökstyðja að íslenskum stjórnvöldum hafi aldrei borið stylda til að bjarga innistæðueigendum umfram það sem tryggingarsjóðurinn dugði til, þá er staðreyndin sú að það var gert, en aðeins fyrir útibú á íslandi - ekki útibú erlendis.  

Ég er ekki löglærður, en þetta lítur út eins og mismunun - og ef Bretar/Hollandingar vinna mál á þeim forsendum, þá verður niðurstaðan fyrir Ísland mun verri en fyrirliggjandi samningur.

Púkinn, 21.2.2011 kl. 12:58

4 identicon

Þessi maður, Ragnar, er greinilega vingull. Hann stendur ekki fyrir neitt nema þetta ákvæði sitt og ætti því auðvitað að standa með því. Það vantar í hann alla hetjulund. Nei, hlustum á Davíð Oddsson, þar fer hetjan mikla.

Jafningi hans enginn er

alheims meðal þjóða.

Af öllum Davíð Oddsson ber

Íslands-hetja góða.

stormsveipur (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 13:42

5 identicon

Sæll.

Vandinn við lögspekinga er sá að pólitískar skoðarnir þeirra ráða um of lögspekilegu mati þeirra. Lögfræði er engin nákvæmnisvísindi og ég held að Ragnari, og fleirum, væri nær að skoða EES reglurnar sjálfar um innistæðutryggingasjóði. Ég sá eitthvað fimbulfamb áðan á eyjan um að fara með þetta mál til Haag eða jafnvel EFTA dómstólsins en þetta eru innihaldslausar vangaveltur. Landsbankinn var íslenskt fyrirtæki og varnarþing þess er héraðsdómur Reykjavíkur. Þetta er ekki flókið mál þó menn séu í sífellu að þvaðra um þetta án nokkurrar raunverulegrar þekkingar á þeim staðreyndum sem máli skipta.

Vel má vera að Ragnri finnist þessi samningur ásættanlegur en það kemur málinu bara ekkert við. Hann ætti þá t.d. að stinga upp á því að allir sem vilja þennan samning skrái sig einhvers staðar og borgi hann því ég t.d. vil ekki borga þessa vitleysu, vandamál einkafyrirtækja á ekki að ríkisvæða frekar en gróða þeirra!!!

Annars geri ég það hér með að tillögu minni að lögfræði og hagfræði verði hér eftir kallaðar lögspeki og hagspeki líkt og til er grein sem heitir stjörnuspeki (sem ekki má rugla saman við stjörnufræði). Lögspekilegu sérfræðiálitin í fjölmiðlamálinu voru jafn mörg og sérfræðingarnir og langflestir hagfræðingar sáu ekki fyrir hrunið. Svo voru nú nokkrir hagspekingar sem sáu ekkert athugavert við að þjóðin borgaði 700 milljarða skuld sem var ekki hennar. Hvers konar fræði eru þetta?

Helgi (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 13:55

6 identicon

Það er rétt Baldur að svona ummælum þarf að halda til haga. Ekki er það þó vegna vísdóms þeirra heldur vegna heimsku. Ragnar Hall er að hlýða kalli valdakjarna Sjálfstæðisflokks og eins og þú bendir á, varpar hann nú til hliðar þeim fyrirvara sem hann sjálfur varð þekktur fyrir.

 

Þetta fólk vill fórna sjálfstæði landsins til að þóknast nýlenduveldunum. Með samþykkt Icesave-laganna værum við að afsala Íslandi lögsögu yfir Icesave-málinu, en það jafngildir afsali sjálfstæðis.

 

Lögsöguleiðin er eina leiðin sem uppréttir Íslendingar geta sætt sig við. Þessi leið er leið sjálfstæðs ríkis og byggir á virðingu fyrir lögsögu þess. Lögsaga merkir lög landsins og framkvæmd laganna. Öll sjálfstæð ríki halda fast í sína lögsögu og gefa hana ekki frá sér ótilneydd. Einungis menn með þrælslund láta sér koma til hugar að fórna lögsögu landsins.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 14:03

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta eru athyglisverðir punktar sem menn hafa dregið saman hér. Okkar vandi er ekki síst sá að við erum aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og höfum skuldbundið okkur til þess að fylgja ýmsum reglum, sem nú gætu komið okkur í koll hastarlega.

Baldur Hermannsson, 21.2.2011 kl. 15:06

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Baldur, Ragnar rökstyður þetta ekkert, engin lagarök, engin dómafordæmi.

Íslensk stjórnvöld mega hafa brugðist, en hvaða lög ESB leyfa að heil þjóð sé dæmd í skuldaþrældóm vegna vanrækslu embættismanna???

Og í hverju er þessi meinta vanræksla fólgin.  Heil eftirlitsstofnun var sett á laggirnar til að fylgjast með framkvæmd EES samningsins.  Eins bar framkvæmdarstjórn ESB skylda til að fylgjast með. 

Nefnir Ragnar dæmi um ábendingar sem íslensk stjórnvöld sinntu ekki???

Það eru til ummæli þar sem þeim er hrósað, og þau ummæli voru birt þegar reynt var að róa markaðinn vorið 2008.

Tilskipun ESB um innlánstryggingar setja þær kvaðir á gistiríki að fylgjast með starfsemi útibúa, og þau eiga að meta tryggingasjóði heimalands.  Ef um opinbera vanrækslu var að ræða,  eða hann sinnti ekki skyldu sínum af öðru leiti, þá bar þeim skyldu til að láta útibúin borga í tryggingasjóði heimalandsins.

Og Loftur getur peistað til þín sönnun um að Landsbankinn borgaði í breska innlánstryggingasjóðinn.

Baldur, hvorki þú eða Ragnar rökstyðjið ályktanir ykkar einu orði, en þið treystið á að orðspor ykkar verði til þess að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins bjargi flokksforystunni og kjósi yfir sig skuldaþrældóm.

Hvað orð notaðir þú yfir slíka tryggð stuðningsmanna Steingríms???

Las ég ekki einhvern tímann hjá þér orð þar sem orðið "hundur" kom fyrir í samheiti???

En ég er ekki gáfaður hægri maður, en Loftur er það.

"Einungis menn með þrælslund láta sér koma til hugar að fórna lögsögu landsins."

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2011 kl. 15:17

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ómar, ég hef ekki gert upp hug minn ennþá og ætla að skoða öll gögn vel og vandlega áður en ég geng í kjörklefann. Ég rek engan áróður í þessu máli og hyggst ekki gera það.

Baldur Hermannsson, 21.2.2011 kl. 16:16

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja, gott og vel, rökin eru þau sömu og síðast.

Nema að það er minni líkur á að bretar vinni málið, hafi þær þá verið einhverjar.  Úr bréfi framkvæmdarstjórnar ESB til norsku fréttaveitunnar ABC, þýðing eftir Loft Alitice.

"Svar framkvæmdarstjórnar ESB til ABC

1. Spurning.

Fela tilskipanir ESB um innistæðu-trygginar það í sér, að aðildarríkjunum
beri skylda til að bæta tjón sem kann að verða af gjaldþrotum banka og er
umfram þær bætur sem innistæðu-trygginga-kerfi viðkomandi lands getur greitt
vegna glataðra inneigna ?

Svar við 1. spurningu: NEI. Tilskipunin (líklega 94/19/EB) tilgreinir
greinilega, að bankarnir eiga að fjármagna innistæðu-trygginga-kerfin að
stærstum hluta. Á nærsta áratug munu bankarnir (í Evrópu-ríkinu) verða að
fjármagna fyrirfram-sjóð (ex-ante) sem nemur 1,5% af tryggðum innistæðum. Ef
sú upphæð verður ekki talin nægjanleg, er hægt að krefja þá um sem nemur
0,5% til viðbótar og yrði það fé greitt eftirá (ex-post), það er að segja
eftir gjaldþrot. Enn fremur ef nauðsyn krefur, er gert ráð fyrir lántökum
sem nema 0,5% hjá tryggingasjóðum annara aðildar-ríkja.

Þessi fjármögnun ætti að vera fullnægjandi til að mæta meðal-stóru
banka-gjaldþroti. Ef þetta fjármagns reynist samt ekki nægilegt, er
nauðsynlegt að trygginga-kerfin hafi neyðar-áætlanir um hvar
viðbótar-fjármagn verði fengið. Einn möguleiki er til dæmis að
trygginga-kerfin gefi út skuldabréf. Hér getur ríkið komið inn með fjármagn,
en tilskipunin tekur ekki afstöðu til þess og ríkisábyrgð kemur ekki til
sögunnar, nema um það hafi verið tekin ákvörðun og reglum Evrópu-ríkisins sé
fylgt um ríkis-styrki. Ríkisábyrgðar er því ekki krafist, hvorki óbein eða
beint, heldur er ákvörðun um slíkt í höndum einstakra aðildar-ríkja.

2. Spurning.
Ef bankahrun verður, hvaða áhættu mun þetta (ríkisábyrgð ?) skapa
aðildarríkjunum, að mati fulltrúans (Michel Barniers í Framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins) ?
Svar við 2. spurningu: Sú fjármögnunar-leið sem lýst er að framan, er til
þess ætluð að ekki komi til þess að skattgreiðendum verði sendur
reikningurinn og myndi losa ESB-ríkin undan slíkri byrði.

Þessi skýra afstaða lá ekki fyrir þegar þú sagðir síðast Nei Baldur, samt tókstu áhættuna.  Og þú hlóst af félaga Ragnars, Gesti þegar hann vann lögfræðiálit fyrir ríkisstjórnina, hann reyndi þó að rökstyðja.

Slíkt gerir Ragnar ekki.

Það er kannski málið, fullyrða án þess að rökstyðja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2011 kl. 16:33

11 identicon

Er Ragnar ekki lögmaður Baugs? Og sonur hans lögmaður Hannesar og Pálma? Hvenær er lögmaður vanhæfur til að gefa hlutlaust álit? Meðal stærstu skuldara í lok september 2008, viku fyrir hrun bankanna voru eftirfarandi: (upphæðir í milljónum evra og íslenska upphæðin í milljörðum í sviga).

Jón Ásgeir Jóhannesson 864,3 (125,7)

Björgólfur Guðmundsson 516,8 (75,2)

Björgólfur T Björgólfsson 481,7 (70,1)

Ása K Ásgeirsdóttir 430,6 (62,6)

Jóhannes Jónsson 429,7 (62,5)

Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir 390,7 (56,8)

Hannes Þór Smárason 410,6 (59,7)

Pálmi Haraldsson 236,9 (34,5).

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 18:37

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mann sundlar af þessum tölum, Elín. Ég skef ekkert af Ragnari Hall, en hann er tvímælalaust klókur lögmaður og veit sínu viti.

Baldur Hermannsson, 21.2.2011 kl. 18:42

13 identicon

Nú verðum við að standa saman gegn spólvitlausum öfgamönnum.

Doddi (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 23:12

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað nú Sveinn Pálsson, þú sem ert sjálfur einn af spólvitlausustu öfgamönnum landsins ...... hættu nú alveg.

Baldur Hermannsson, 21.2.2011 kl. 23:54

15 identicon

Komið þið sæl; að nýju (utan; S. Rosenkranz Pálssonar, vitaskuld) !

Baldur !

Hinn öfga''lausi'' höfundur textans, (í athugasemd nr. 13), má ekki til þess hugsa, að hin ágæta upptalning Elínar Sigurðardóttur (nr. 11), fái lengi að standa, hér í kerfinu þínu, því að,, Elín gæti styggt þau Jóhönnu - Steingrím og Engeyjar- Bjarna, átrúnaðar Goð Sveins, með því að hnýta í þetta lið.

Glæpaliðið; í upptalningu Elínar, er nefnilega lífakkeri Stjórnarráðs seta, í áframhaldandi hryðjuverkum þeirra, á hendur Íslendingum og íslenzkum hagsmunum, Baldur minn - hvað; þú,, sem Elín skoðið bæði, af gaumgæfni.

Með beztu kveðjum; sem fyrr - öngvum; til Sveins Rosenkranz Pálssonar /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 00:09

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

mjög ánægður með þetta viðhorf þitt Baldur, þú ætlar að taka þó ekki væri nema örlítið mark á mínum orðum sýnist mér!

Að öðru leiti hef ég aðeins því við að bæta, að það er nú full mikill vindbelgingur hérna á sumum og þá sérstaklega á einvherjum er kallar sig Helga.Einkar broslegur er hann að þykjast geta fundið hjólið upp aftur með endurskírn á tvennum fræðum, sem þó fyrir lifandislöngu hafa verið nefnd speki og allir sæmilega lesnir menn vita. Og þeir sem eitthvað hafa nú sett sig inn í Icesaveósköpin, vita sömuleiðis, að á fyrsta stígi verður að úrskurða hvort um samningsbrot sé að ræða og það verður ekki gert nema fyrir alþjóðlegu dómsúrskurðarvaldi.

Magnús Geir Guðmundsson, 22.2.2011 kl. 01:54

17 Smámynd: Þórður Einarsson

Samkvæmt upptalningu Elínar skuldaði þessi klíka 477 milljarða samtals.Væri nú ekki ráð að fara í harkalegar innheimtuaðgerðir og

frysta allar eigur þessa fólks og afhenda Bretum og Hollendingum pakkann.Atvinnulausir Íslendingar við hungurmörk borga þetta aldrei.Upphæðin skiptir ekki meginmáli ,það er prinsippmál að borga ekki fyrir þetta lið.Fyrir utan það að engin vinnur sér inn virðingu með því að standa ekki fast á rétti sínum.Ég segi NEI

Þórður Einarsson, 22.2.2011 kl. 03:51

18 identicon

@Magnús Geir:

Þú ræður auðvitað hvað þú kallar vindbelgshátt. Það eina sem ég var að benda á að ekki er hægt að treysta sumum "fræðingum" í blindni þó þú segist sjálfsagt hafa vitað það í langan tíma. Þú sást hrunið kannski líka fyrir? Hér er ekki um neina uppfinningu að ræða heldur einungis verið að benda á ákveðið atriði sem vert er að vekja athygli sem flestra á. Langfæstir hagfræðingar sáu hrunið fyrir, það eru ekki mikil fræði. Af hverju eru hagfræðiprófessorarnir ekki látnir svara því hvers vegna þeim sást yfir hrunið? Svo nefnir þú alþjóðlegt úrskurðarvald, hvaðan kemur það? Í reglum ESB/EES kemur fram að varnarþing málsins er hérlendis. Af hverju kemur EFTA dómstólnum þetta við? Gott væri ef Ómars Geirsson yrði svo almennilegur að grafa upp staðreyndir þessa máls, þ.e. hvar okkar varnarþing er og lögsögu dómstóla í málinu.

Það eru heldur ekki mikil fræði ef sérfræðiálit í lögfræði eru jafn mörg og sérfræðingarnir. Sérðu fyrir þér t.d. 3 eðlisfræðinga komast að 3 mismunandi niðurstöðum þegar forsendurnar eru þær sömu (t.d hitaleiðni)? Á þetta er ég einfaldlega að benda eins og þú sérð vafalítið ef þú lest afslappaður aftur það sem ég skrifaði. Eftir stendur þó auðvitað að sumum þessara fræðinga er ekki hægt að treysta fyrir húshorn þó þeir séu sprenglærðir. Man ekki einhver eftir dómsdagsspám Þórólfs M prófessors og hans Gylfa M? Ekki vantaði lærdóminn hjá þessum herramönnum. Ég er einfaldlega að vara við því að um of sé tekið mark á "sérfræðingum". Ef þú vilt kalla það vindbelgingshátt er það í góðu lagi :-)

Það sem ég sakna í þessari umræðu er það sem Ómars Geirsson bendir á í # 10. Innlegg Ómars er mjög þarft og fleiri mættu vera jafn málefnalegir og hann. Þetta mál allt saman snýst um ákveðna fasta punkta en ekki hræðsluáróður eins og hvað gerist ef neyðarlögin halda ekki eða ef hitt gerist o.s.frv. Það eru allar líkur á að þau haldi enda hefur ESA meira að segja komist að þeirri niðurstöðu. Svo þegar ofan á það er bætt það sem Ómar bendir á í # 10 stendur eftir hömlulaus hræðsluáróður fræðinga og fjölmiðlamanna. Umræðan um Icesave III þarf að komast á annað plan en hún hefur verið á en það kom svo sem ekki á óvart hvernig fjölmiðlamenn létu og munu láta eins og ég benti á nýlega á þessu ágæta bloggi hans Baldurs.

Helgi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 11:04

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Helgi, það er með mig eins og allflesta landsmenn, held ég megi segja, að ég er vanburðugur að mynda mér eigin skoðanir á þessu máli sem nú er skotið til þjóðarinnar. Ég er búinn að fara á vef fjármálaráðuneytis og þar er hægt að skoða öll skjöl samningsins ..... en það er ekki vinnandi vegur fyrir mann sem hvorki er löglærður né hagfræðimenntaður að pæla í gegnum þann flóka hjálparlaust. Það er geysilega brýnt að hlutlausir aðilar sem búa yfir fagþekkingu útskýri hina ýmsu þætti samningsins og hugsanlegar afleiðingar af dómsmáli.

Þessu máli er skotið til okkar allra ..... og reynslan sýnir ótvírætt að hagfræðingum er engan veginn treystandi til þess að skera úr um öll atriði. Það er rétt sem þú segir: kreppan er á vissan hátt kreppa hagfræðinnar.

Baldur Hermannsson, 22.2.2011 kl. 12:17

20 identicon

Sæll Baldur.

Alveg sammála #19 hjá þér. Þess vegna nefndi ég að ofan að við þyrftum að fá umræðuna á annað plan en þetta hræðsluáróðursplan - fjölmiðlar eru að reyna að hræða fólk til að samþykkja Icesave III en afar lítið fer fyrir efnislegri umfjöllun um samninginn. Hvers vegna? Af hverju má ekki draga fram aðra hagfræðinga t.d. Ragnar Árnason og fá þeirra álit? Er Björg eini prófessorinn sem hægt er að tala við? Er ekki málið að finna annan aðila sem er henni ósammála? Hvers vegna hefur EFTA dómstólinn lögsögu í þessu máli? Ég heyrði aldrei minnst á hann í fyrra.

Varstu búinn að sjá þetta:

http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1144499/

 Hafðu það sem best

Helgi (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 10:43

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Helgi, Jón Valur er toppmaður og ég skoða þetta.

Baldur Hermannsson, 23.2.2011 kl. 11:02

22 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður kveður samþykkt samnings þessa vandræðamáls vera hagkvæmari og betri lausn en hina leiðina. Við megum ekki hleypa þessu máli í eitthvert kæruleysi sem endar kannski með skelfingu. Verðum við ekki að koma atvinnulífinu aftur í gang og slá á atvinnuleysið? Sjálfur hefi eg ekkert haft að gera tæpa 3 vetur og mér finnst fyrir löngu kominn tími að leysa þetta mál.

Ef Icesave skuldin er 100 milljarðar þá eru það um 330.000 á hvert nef í landinu. Ef 500 milljarðar þá 1.650.000 eða hub 5-10 mánaðarlaun meðaljónsins. Hvort er ódýrara að borga nokkur mánaðarlaun og fá betri von um atvinnu eða ekkert?

Annars mætti strax handtaka útrásarliðið og koma því fyrir í BAUHAUS húsinu við Vesturlandsveg og ráða 100 manns sem fangaverði til að passa liðið svo það sleppi ekki.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.2.2011 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband