Ragnar kommúnisti er ættjarðarvinur

Ragnar Árnason prófesor í hagfræði við Háskóla íslands er kunnur kommúnisti en hann er líka ættjarðarvinur. Hann kenndi mér einu sinni á stuttu námskeiði fyrir langa löngu og féll mér vel við hann.

Nú hefur Ragnar tekið af skarið. Hann hefur þurrkað burt síðustu efasemdirnar úr brjósti mér. Í Mogganum í dag segir Ragnar, bls. 2 :

"Að segja að aðild að EES og möguleg aðild að Evrópusambandinu séu í hættu, að hugsanlega fengjum við ekki lán frá AGS, eru hreinir smámunir í samanburði við Icesave".

Og Ragnar segir ennfremur: "Sýn forsjármanna landsins virðist vera eitthvað brengluð".

Vilja þingmenn virkilega leggja Ísland í eyði? Hrekja æskulýðinn burt svo við einir sitjum eftir sem erum ýmist öryrkjar eða haltrandi gamalmenni? Nú er orðið krystaltært að Icesave verður byrði sem við getum ekki borið. Það kann vel að vera að einhverjir útlendingar fari í tímabundið fýlukast ef við borgum ekki en það er þó milljón sinnum skárra en að láta þá drepa íslensku þjóðina.


mbl.is Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og eins og margir kommúnistar virðist Ragna vera sannfærður um að fiskurinn í sjónum eigi að vera í afdráttarausri séreign manna á borð við Magnús Kristinsson þyrluflugmann.

Árni Gunnarsson, 1.12.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband