Dáinn, horfinn, harmafregn

Andast hefur á heimili sínu frægasta hundkvikindi Íslandssögunnar. Kertafleytingar á Tjörninni í kvöld. Blysför niður Laugaveginn. Jóhanna Sigurðardóttir leggur krans á leiði óþekkta hundsins. Svo  fara allir heim og gráta sig í svefn.
mbl.is Lúkas dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Er ekki helvítis kvikindið örugglega dautt í þetta sinn?

corvus corax, 22.2.2011 kl. 09:38

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hahaha.....þar komstu við auman blett, corvus corax. Hver veit nema kvikindið birtist ljóslifandi eftir nokkrar vikur, hann virðist eiga 9 líf.

Baldur Hermannsson, 22.2.2011 kl. 12:11

3 identicon

Var Lúkas litli nokkuð köttur?

núll (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 12:36

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

...og hann sem Samfylkingin ætlaði að gera tímabundið að forsætisráðherra...

Viggó Jörgensson, 22.2.2011 kl. 13:22

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Viggo, það var þegar menn héltu að hann væri sonur Jóhönnu.

Baldur Hermannsson, 22.2.2011 kl. 13:38

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

...og sígjammandi, sami svipur og sama hárgreiðsla...

það var von

Viggó Jörgensson, 22.2.2011 kl. 14:01

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Lúkas var kannski fleirum harmdauði, en það er annað mál.

Baldur Hermannsson, 22.2.2011 kl. 14:05

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Til að enginn misskilji nú kersknina í okkur

þá vonum við íhaldsmenn að frú Jóhanna Sigurðardóttir lifi vel og lengi

og minni landsmenn á að kjósa ekki aftur vinstri stjórn um okkar daga.  

Viggó Jörgensson, 22.2.2011 kl. 14:31

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svo sannarlega vonum við það ......... 120 ára lágmark.

Baldur Hermannsson, 22.2.2011 kl. 14:37

10 identicon

Sæll. Þú skalt varast að henda gaman af hundum. Hundurinn er heilagt dýr samkvæmt forntrú Persa, englar í dulargerfi sendir til að gæta mannanna. Snorri Sturluson segir að okkar ættflokkur komi upprunalega frá Persíu, og margt bendir til hann hafi rétt fyrir sér. Hann var einnig heilagt dýr meðal allra merkustu fornþjóða heims. Hundurinn er besti vinur manns, samferðamaður hans um árþúsundir, og dauði hunds er alltaf harmafregn öllum góðum mönnum. Þú skalt virða vini þína.

Hundavinur (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 21:05

11 identicon

Þú skallt líka hafa í huga að ef að Snorri hefur rétt fyrir sér þá eru guðir okkar Íslendinga forfeður vorir upprunnir frá ákveðnum ættbálki frá landi Persa. Þessir menn trúðu á heilagleika hundsins, rétt eins og Forn-Egyptar sem skírðu björtustu stjörnu himinsins eftir hundinum. Svo djúpvitrir hafa þessir miklu hundavinir verið að þeir urðu síðar goð okkar Íslendinga. Þú skallt ekki láta þig dreyma um að þú sérst klárari en forfeður þínir Æsirnir og Forn-Egyptar. Allir vitrir menn virða hundinn...Gerð þú það sama.

Hundavinur (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 21:09

12 identicon

Í Heimskringlu stendur að Óðinn hafi verið konungur í Tyrklandi en ekki Persíu.  Á tímum Óðins voru lönd tyrkja annar staðar en þau eru í dag, þ.e. Anatólía eins og grikkir nefndu landið.  Tyrkir bjuggu upphaflega í Mið-Asíu.

Jóhannes (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 23:00

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hundavinur, ég sé þess hvergi stað í okkar gömlu skræðum að forfeður okkar hafi trúað á hunda. Er þetta ekki einhver misskilningur?

Baldur Hermannsson, 22.2.2011 kl. 23:03

14 Smámynd: corvus corax

Alveg er mér skítsama hvaða bulli Persar trúðu í fornöld. Fyrir mér er það ekki sannleikur. Annars eru hundar ágætir, hundaeigendur eru hins vegar upp til hópa hrokafullt snobbhyski sem telja að reglur um hundahald eigi ekki við um þá, bara einhverja aðra.

corvus corax, 23.2.2011 kl. 07:56

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér þykir fyrir því að særa þig, corvus corax, en nú vill svo óheppilega til að við erum sammála.

Baldur Hermannsson, 23.2.2011 kl. 10:00

16 identicon

Varðandi frægasta hund Íslands eða íslandssögunnar þá má ekki gleyma hundi Alberts Guðmundssonar, Lucy;
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4636273
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=243482&lang=4
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3239723&issId=237792&lang=da

Kv. Magnús

Magnús Másson (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband