Færsluflokkur: Dægurmál

Haustannir hjá mér

Nú hefjast haustannir hjá mér og blogginu lokað um sinn. Ég þakka jafnt samherjum og andstæðingum fyrir fróðleg innlegg og skemmtilegar samræður. Það er gott að eiga samherja en án andstæðinga væri jarðvistin daufleg.

Björn er heimski kötturinn Svandísar

Þessi Björn Valur hefur augsýnilega greindarvístölu á við heimskan kött. Það er hárrétt hjá Árna að Svandís umhverfisráðherra hefur valdið gríðarlegum spjöllum á Suðurnesjum. Svandís þessi er ígildi 50 megatonna sprengju þegar atvinnulíf er annars vegar. Fólk úr öllum stjórnmálaflokkum nema vinstri grænjöxlunum hefur komið saman á Suðurnesjum og það heimtar Suðvesturlínu. Svandís er óvinur fólksins og Björn Valur er heimski kötturinn hennar.
mbl.is Fordæmir ræðu Árna Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við megum ekki reka Egil

Egill hefur of marga góða kosti til þess að vitlegt sé að flæma hann í burtu. Hann hefur sterkan persónuleika og það geislar af honum svona huggulegri sveitamannsdrýldni eins og oft er um rauðhausa. Hann á það til að missa þættina sína niður í stefnulaust raus og endalaus frammíköll, en það er trúlega vegna þess að hann er húðlatur og nennir yfirleitt ekki að setja sig inn í málin. En þegar Egill er í gírnum stendur enginn honum á sporði. Samtal hans við Evu Joly er einn af hápunktum sjónvarps á Íslandi. Og yfirleitt tekst honum vel upp þegar hann talar maður við mann. Það er vegna þess að hann er eðlisgreindur og vel lesinn.

Að sjálfsögðu er Egill alltof hlutdrægur. Við verðum að viðurkenna að þar hefur Björn hárrétt fyrir sér. En það er óskemmtileg lausn að reka kauða. Sjónvarpið færi illa út úr því. Viturlegra væri að búa til annan þátt með öðrum þáttastjórnanda, sem fengi að halla sér á hægra kantinn. Þá fá allir eitthvað og enginn þarf að sýta.

Mætti ég koma með tillögu? Látum Björn Bjarnason fá umræðuþátt á móti Agli. Björn er gerólíkur Agli en á það sammerkt með honum að vera sterkur persónuleiki, gáfaður og vel lesinn.


mbl.is Björn og Egill elda grátt silfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfhætt hjá Óskari Bergssyni

Gilda þessar siðareglur líka fyrir Óskar Bergsson? Þá er nú fljótlega sjálfhætt hjá þeim lymskufulla manni.
mbl.is Siðareglur borgarfulltrúa staðfestar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rottur í holræsum en ekki fjárhirslum

Þar sem Framsóknarflokkurinn situr við kjötkatlana, þar hnignar heiðarleika en spilling þrífst sem aldrei fyrr. Þetta er algilt lögmál. Ekki er vitað um neinar undantekningar. Óskar Bergsson er holdgervingur Framsóknarflokksins og holdtekja alls hins versta sem sá flokkur stendur fyrir. Það er hörmulegt til þess að hugsa að þessi maður skuli róta eins og rotta í fjárhirslum Reykjavíkurborgar beint fyrir framan auglit Sjálfstæðismanna. Rottur eiga að vera niðri í holræsunum en ekki í fjárhirslum Reykjavíkurborgar. Það er betra að vera í stjórnarandstöðu heldur en í stjórn með Óskari Bergssyni
mbl.is Sakar framsóknarmenn um spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er rétt hjá kerlingarálftinni

Það er vafalaust rétt hjá kerlingarálftinni gráu að lengra varð ekki komist í þessum samningum. Hvers vegna? Vegna þess að ríkisstjórnin er búin að gefast upp fyrir löngu. Hún gafst upp þegar skötuhjúin Jóhanna og Steingrímur gleyptu hrákasmíð Svavars án þess að depla auga og reyndu að svindla henni óséðri gegnum þingið. Þá glottu bresku fantarnir út að eyrum. Eftir þetta hafði stjórnin enga vígstöðu.

Góður forsætisráðherra með góða ríkisstjórn hefði sparkað Svavari öfugum niður tröppurnar og hent hrákasmíðinni á eftir honum. Þá hefðum við haft vígstöðu í málinu. Þá hefðum við náð betri samningum.


mbl.is Lengra varð ekki komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver vill stöðva glæpalýðinn?

Það er ekki lengur vært á Íslandi fyrir þjófum og öðrum óþjóðalýð. Í næstu kosningum mun ég greiða þeim flokki atkvæði mitt sem heitir að gera stemma stigu fyrir glæpalýðnum.

Halló! Hver vill stöðva glæpalýðinn?

Ég hef komið á þetta safn og get borið vitni um að þetta var dýrlegur staður. Þvílík auðlegð sem þarna var saman komin. Auðlegð heillar mannsævi og meira en það. Safnið verður örugglega flutt úr landi því hér gengur ekki að hafa það frammi, þýfi sem margir þekkja, en erlendis er hægt að fá fyrir það 100-200 milljónir króna.


mbl.is Um 500 steinum stolið á Teigarhorni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég var í rétti......

Einu sinni var karl í Reykjavík, ferlegur þverhaus sem aldrei gaf sig. Hann lenti í hörðum árekstri á Hringbrautinni og sat fastur inni í bílnum, svo sækja varð slökkviliðsmenn til að skera hann úr flakinu. Þarna lá þverhausinn, alblóðugur og deyjandi, en ekki aftraði dauðinn honum frá því að gnísta tönnum og tuldra í sífellu: ég var í rétti...ég var í rétti......
mbl.is Viljum fá prestinn okkar aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pappírstígrisdýr böggar lækni

Á þessa frétt vantar bara haus og sporð. Þeir sem ekki þekkja til á Austfjörðum lesa þessa frétt og leggjast afvelta af undrun og skilningsleysi. En þá kem ég til bjargar eins og fyrri daginn.

Málið er að stjórnvöld breyttu fyrirkomulagi útreikninga á launum læknisins. Til þess var beitt Excel-skjali með tilheyrandi dálkum og breytistærðum. Læknirinn kom hvergi nálægt samningu þessa skjals því hann hefur ekkert vit á Excel. Hann er læknir en ekki tölvunörd.

Skjalið reyndist vitlaust hannað og læknirinn fékk ofgreitt í nokkra mánuði. Hann hefur ekkert vit á Excel, vissi ekkert hvað var í gangi, sá ekki mismuninn og hafði ekki hugmynd um að honum hefði verið ofgreitt.

Pappírstígrísdýr með grunnskólamenntun ræður heilbrigðismálum Austfirðinga. Tígrisdýrinu er í nöp við lækninn því hann er með derring iðulega. Læknar líta stórt á sig og eru yfirleitt með derring. Þeir hafa hjúkkur dansandi í kringum sig. Hjúkkurnar dýrka læknana sem guðir væru. Læknarnir halda því að þeir séu guðir og eru með derring eins og guðum sæmir.

Tígrisdýrið sá sér leik á borði og böggaði lækninn. Skjólstæðingar læknisins elska hann því hann situr niðri á fjörðum og rýnir í Austfjarðaþokuna  en hata tígrisdýrið því það býr á Egilsstöðum og er aðflutt. Sýslumaður kynnir sér málið og sér að læknirinn á enga sök í málinu og engin ástæða er til þess að hafast að.

Læknirinn kætist, alþýðan gleðst, tígrisdýrið verður fúlt. Allt er í járnum. Hrepparígurinn blómstrar. Símalínurnar glóa af baktali og áróðri. Þetta er Austurland í dag.

Þið lásuð þetta fyrst hér.


mbl.is Mótmæltu meðferð á lækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband