Þetta er rétt hjá kerlingarálftinni

Það er vafalaust rétt hjá kerlingarálftinni gráu að lengra varð ekki komist í þessum samningum. Hvers vegna? Vegna þess að ríkisstjórnin er búin að gefast upp fyrir löngu. Hún gafst upp þegar skötuhjúin Jóhanna og Steingrímur gleyptu hrákasmíð Svavars án þess að depla auga og reyndu að svindla henni óséðri gegnum þingið. Þá glottu bresku fantarnir út að eyrum. Eftir þetta hafði stjórnin enga vígstöðu.

Góður forsætisráðherra með góða ríkisstjórn hefði sparkað Svavari öfugum niður tröppurnar og hent hrákasmíðinni á eftir honum. Þá hefðum við haft vígstöðu í málinu. Þá hefðum við náð betri samningum.


mbl.is Lengra varð ekki komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smekklegt og málefnalegt hjá þér, eða hitt þó heldur.

Björn Ólafsson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 23:10

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, málefnalegt að sjálfsögðu, um smekkvísina má alltaf deila.

Baldur Hermannsson, 18.10.2009 kl. 23:11

3 Smámynd: Offari

Ég átti nú reyndar von á því að Steingrímur yrði harðari. En hann var snöggur að lúffa fyrir Esb.

Offari, 18.10.2009 kl. 23:28

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Steingrímur er orðinn mjúkur maður. Hann hefur alltaf leikið töffara en nú sjá allir í gegnum hann. Hann er kellingin bak við eldavélina.

Baldur Hermannsson, 18.10.2009 kl. 23:32

5 Smámynd: Björn Birgisson

Ótrúlega aumkunarvert að verða vitni að því að sjá mestu glæpamenn Íslandssögunnar sparka í það fólk, sem reynir að taka til hendi, til að bjarga því sem bjargað verður, eftir linnulausar raðnauðganir frjálshyggjunnar á okkar ástkæra landi. Þekkja aumingjar þessa lands aldrei sinn vitjunartíma?

Björn Birgisson, 19.10.2009 kl. 00:03

6 identicon

Nei aumingjar þessa lands eru enn í ríksstjórn og restin af þeim situr á alþingi.

(IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 08:56

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég bara trúi ekki að þetta verði ofaná

Jón Snæbjörnsson, 19.10.2009 kl. 09:16

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Magnað hvernig kratar, margir hverjir, festa sig í þeirri röksemdafærslu að úr því að hrunið sé öðrum að kenna þá megi ekki gagnrýna Norrænu velferðarstjórnina ef hún stendur sig illa. Þetta er bilun.

Við vitum að hendur Steingríms og VG eru hreinar af hruninu. En það veitir flokk hans engan rétt til að semja um vonda lausn. Að fallast á afarkosti. Að standa ekki á rétti þjóðar sinnar. Að láta Brown komast upp með að vaða yfir Ísland á skítugum skónum.

Steingrímur sjálfur gekk svo langt í ræðu um IceSave, fyrir atkvæðagreiðsluna í ágúst, að hann blandaði hiklaust saman orsökum og afleiðingum. "Ég skal þá vera Holta-Þórir" sagði hann. Af því að hann sé að taka til þá sé ljótt og bannað að vera gagnrýninn og gera kröfur.

Haraldur Hansson, 19.10.2009 kl. 11:57

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er skarplega athugað hjá þér. Skötuhjúin leiðinlegu tönnlast alltaf á þessu. Það er eins og þau megi gera hvert axarskaftið af öðru og haga sér eins og hreinræktuð fífl vegna þess að einhvern annar gerði einhverntíma einhver mistök. Þvílíkur lýður.

Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 12:28

10 identicon

Nú þarf bara að lúskra duglega á skrílnum sem ætlar að fjölmenna
á Austurvelli í dag. Ekki satt Baldur?

Gorgeir (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 13:09

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Allt er rétt og satt sem þú segir Baldur um Svika-Móra og Jóhönnu. Hins vegar erum við að nálgast góða stöðu í Icesave-deilunni og það er auðvitað þrátt fyrir afskipti þeirra trölla-hjúa.

Þann 23. þessa mánaðar fellur Icesave-málið á tíma, því að andskotar okkar í Bretlandi og Hollandi voru svo vitlausir að samþykkja ekki ábyrgð Alþingis á Icesave-reikningunum með skilyrðunum. Alþingi þarf bara að afnema þau lög, ef þau renna ekki út af sjálfu sér og Tryggingasjóðurinn verður ábyrgur fyrir Icesave-kröfum, án ábyrgðar Alþingis.

Þá er málið komið í þann farveg sem landsmenn hafa alltaf viljað. Bretar og Hollendingar geta farið í mál við Tryggingasjóðinn. Þeir geta einnig farið í mál við Ríkið ef þeir vilja og þá kemur réttarstaða málsins í ljós.

Nýjasta tilskipun ESB um innistæði-tryggingar nefnist Tilskipun 2009/14/EB og leysir af hólmi þá gömlu sem nefnist Tilskipun 94/19/EB. Um Icesave gildir gamla tilskipunin, en sú nýja er enn frekari sönnun þess að við megum ekki greiða Icesave-reikninginn.

Umfjölun: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/966413/

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.10.2009 kl. 13:33

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég veit ekki betur en að þessi Icesavesamningur sé arfleifð frá sjálfstæðismanninum Baldri Guðlaugssyni. Hann var verkfræðingurinn að megindrögum hans og núverandi stjórn er búin að vera með sveittan skallann að reyna að rúlla ofan af þessari hörmung sem sjálfstæðismenn skyldu eftir sig.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.10.2009 kl. 16:59

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er ekki út í bláinn hjá þér Bína. Efnahagskerfi Evrópu riðaði til falls, Geir og Solla voru með hnífinn á barkanum og áttu enga úrkosti. Þegar samninganefndin var send utan væntu menn betri árangurs, því þá var versta hríðin liðin hjá. Stóru mistökin voru þau að senda ekki utan hæfa samningamenn og þegar skötuhjúin síðan kokgleyptu afurðir Svavars var allt tapað.

Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 17:10

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég elska ekki Icesave, en verð þeirri stundu fegnust er það mál er afstaðið, kannski ég heyri þá ekkert um það næstu árin, ein voða bjartsýn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2009 kl. 17:43

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Milla, ég skil þig svo vel. Við erum eins og maður sem á að taka af lífi í rafmagnsstólnum, við höfum beðið eftir þessu í mörg ár og þegar böðullinn rykkir í handfangið er það viss léttir.

Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 17:48

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svolítið sérstök samningatækni að byrja á því að gefast upp og setjast svo við samningaborðið

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2009 kl. 17:52

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnar - nákvæmlega það sem gerðist.

Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 17:55

18 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jakobína, ég biðst undan þeirri alhæfingu sem þú ert að leika þér með.

 

Verið getur að Baldur Guðlaugsson hafi komið að gjörð Icesave-samningsins, en mig grunar að hann hafi verið hættur störfum í Fjármálaráðuneytinu, þegar um hann var vélað. Samningurinn var alfarið á vegum og ábyrgð Icesave-stjórnarinnar og fyrrverandi starfsmenn í Fjármálráðuneytinu bera enga ábyrgð á honum.

 

Icesave-samninginn er hins vegar með rökum hægt að rekja til inngöngu landsins á Evrópska efnahagssvæðið og ábyrgð á þeim gerningi bera fyrst og fremst Sossarnir í Aþýðuflokknum, sem nú er marga að finna í Samfylkingunni. Þar á meðal er Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðisson.

 

Um Icesave-samninginn er því fráleitt hægt að segja, að hann sé arfleifð Baldurs Guðlaugssonar og varla er hægt að telja Baldri til lasts að hann er hugsanlega í Sjálfstæðisflokknum. Að því er ég bezt veit er Baldur ekki verkfræðingur og ólíklegt þykir mér að nokkur verkfræðingur hefði lagt nafn sitt við Icesave-samninginn. 

 

Icesave-stjórnin hefur ekki verið að rúlla ofan af neinum vandamálum heldur unnið stýft að því að skapa sem mestan vanda, með þrákelkni um inngöngu í Evrópska efnahagssvæðið. Á meðan þessi stjórn tekur hverja ranga ákvörðunina af annari, blæðir efnahag landsins. Stjórnin neitar staðfastlega að gæta hagsmuna landsmanna og neitar ráðgjöf sem henni stendur til boða úr öllum áttum. Icesave-stjórnin hefur leitt yfir þjóðina slíka óáran, að hennar mun verða minnst um ókomnar aldir sem verztu stjórn í sögunni.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.10.2009 kl. 18:24

19 Smámynd: Björn Birgisson

Ja, hérna. Verri en stjórn Geirs H. Haarde? Hélt að þar væri botninn. Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt. Þakka fræðsluna. Ég borga svo bara við kassann!

Björn Birgisson, 19.10.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband