Nú getur Ólafur bætt tjónið

Mun Ólafur Ragnar nota þetta einstæða tækifæri sem örlögin færa honum til þess að bæta fyrir misgjörðir sínar og ná sátt við þjóðina?

Ólafur undirritaði Icesave lögin á liðnu sumri með þeim útskýringum að það gerði hann í krafti fyrirvaranna sem Alþingi samþykkti - þessir fyrirvarar væri trygging fyrir hagsmunum Íslands. Nú eru þessir fyrirvarar að engu orðnir vegna ræfildóms Jóhönnu, Steingríms og Össurar.

Ólafur á því engan kost annan en synja nýju lögunum staðfestingar. Ólafur hefur hagað sér illa sem forseti og hann er búinn að gjöreyðileggja virðingu þessa fornfræga embættis. Hann hefði aldrei átt að vera forseti. Hann er alltof gallaður maður til að vera forseti.

En nú getur hann bætt tjónið til muna.


mbl.is Tíu þúsund skrifað undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Ólafur Ragnar á tveggja kosta völ.

Hann nýtti synjunarheimild fyrstur forseta og gaf tóninn. Hann undirritaði IceSave með vísan í fyrirvara, sem nú eru horfnir.

Hann á ekki aðra kosti en að neita að skrifa undir eða segja af sér.


(Hressandi að sjá þig aftur á blogginu)

Haraldur Hansson, 28.11.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sömuleiðis Haraldur :)

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 16:23

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skást væri líklega að hann segði af sér.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 16:24

4 Smámynd: Björn Birgisson

Auðvitað skrifar Ólafur Ragnar undir, sem er í sjálfu sér afleitt. Hvað verður um okkur ef hann neitar að pára nafnið sitt? Hver andskotinn tekur þá við?

Björn Birgisson, 28.11.2009 kl. 17:34

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kommon Björn, er öll ævintýraþráin dauð sem fyrrum brann í æðum þér?

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 17:36

6 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, ertu að segja að synjun staðfestingar sé góð fyrir áhættufíkla? Hversu góð gæti hún orðið fyrir land og þjóð?

Björn Birgisson, 28.11.2009 kl. 17:48

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Íslendingar hafa alltaf þurft að standa á rétti sínu gagnvart Bretum. Líka núna.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 17:51

8 Smámynd: Björn Birgisson

Já, já, annars gaman að sjá þig hér aftur, gamli skunkur!

Björn Birgisson, 28.11.2009 kl. 17:54

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sömuleiðis Björn.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband