Hvar er eiginlega skríllinn?

Það er gaman að sjá hvað þetta eru siðmenntaðir mótmælendur. Enginn kastaði múrsteinum í lögregluþjóna, enginn skeit í bréfpoka og kastaði í þinghúsið, enginn braut rúður og enginn kveikti í jólatrénu.

Hvað hefur eiginlega gerst með mótmælendur á Austurvelli. Jú, versti skríllinn, sá sem skeit og braut og barði, er kominn í ríkisstjórnina og ein er meira að segja orðin heilbrigðisráðherra.


mbl.is Vel mætt á útifund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

haha bara rétt hjá þér - 100% rétt - skríllinn er inni og heldur fast í "sýndarmennskuna"

Jón Snæbjörnsson, 28.11.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe nákvæmlega.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 16:46

3 Smámynd: Ólafur Als

Já, mótmælaskiltin rykfalla í kjöllurum VG - en vonandi sjá "borgaralega" sinnaðir einstaklingar sér fært að mæta á Austurvöll að viku liðinni. Ég mætti í dag og stefni á mætingu í næstu viku - hver veit nema nógu margir karlar og konur geti sameinast um að hrista upp í stjórnvöldum ...

Ólafur Als, 28.11.2009 kl. 16:59

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ólafur, þeir geyma skiltin þangað til þeir lenda næst í stjórnarandstöðu sem vonandi verður fljótlega.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 17:03

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Held reyndar að þetta séu mikið til sömu íslendingarnir og mótmæltu s.l. vetur.  Skríllinn er á Alþingi og situr í stjórnkerfinu og bönkunum nú sem fyrr.

Magnús Sigurðsson, 28.11.2009 kl. 17:51

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er sjónarmið út af fyrir sig, Magnús. Við erum þó ekki að ræða um sama skrílinn.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 17:53

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er allt sami skríllinn þó svo að það séu smávægileg tilbrigði á því hverjir af þeim innvígðu eru lagðir í einelti.  Almenningur fær alltaf að borga brúsann og þrífa upp skítinn eftir þetta lið.

Magnús Sigurðsson, 28.11.2009 kl. 18:32

8 identicon

En hvað þetta er allt sorglegt.  Þú búinn að draga í dilka, -ekki búinn að átta þig á því að "skríllinn" var ekki handbendi neins stjórnmálaafls heldur réttlætis.  "Skríllinn" fór ekki fram á að VG eða Samfylkingin kæmust til valda.  Það var aðeins farið fram á breytingar.  Það er svo annað mál að þessar breytingar sem "skríllinn" vonaðist eftir urðu ekki og ekkert hefur ennþá raunverulega breyst.

Það sem uppúr stendur er að við, "skríllinn" sem á börn og erum með lán (sem í sumum tilfellum eru langt umfram eignir) á bakinu höfum ekki en fengið neinn vonarneista.  Sama ruglið heldur áfram, hvort sem það er hér á blogginu eða í þingsölum.  Held að þessi þjóð sé gjörsamlega glötuð.  En þér er kannski sama um það? - það eina sem skiptir þig máli er í hvaða stjórnmálaafli fólk tilheyrir.  Þú verður að átta þig á því að það er ekki það sem skiptir máli, eins og staðan er í dag.  Þú verður að átta þig á því að það er ein ástæðan fyrir því að Ísland er eins og það er orðið í dag.  

Jóhann Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 18:33

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ekki er ég sammála því, Magnús. Skríllinn á Austurvelli sem barði, skeit og grýtti, steypti löglegri ríkisstjórn og síðan hefur hvorki gengið né rekið á þessu landi. En það féll meira en ríkisstjórnin í þeim hamagangi - traust almennings á friði og reglu beið hnekki og sá skaði verður seint bættur.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 18:38

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jóhann, það er engin leið að átta sig á því hvað þú ert að fara. Og vertu svo vænn að gera mér ekki upp skoðanir eftirleiðis, ég er fullfær um það sjálfur.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 18:39

11 identicon

Eruð þið alveg sömu bjánarnir og pólitíkusar? Allt púður fer í hefðbundið hægri/vinstri þras hins týpíska sleða sem situr fastur í sama gamla farinu. Þessi hefðbundna óbeit ykkar á hugmyndafræði andstæðingsins er ekki það sem skila mun framförum fyrir Ísland. Er það ykkar framlag? Að halda áfram að trúa á einhverja froðusnakka sem tilheyra þessari eða hinni slagsíðunni í stað þess að gera eitthvað sjálf/ir. Eftir hverju eruð þið að bíða? Haldið þið virkilega að einhver hefðbundin stjórnmál séu það sem muni leysa okkar vanda. Nei og aftur nei. Það er komið að okkur. Okkur sjálfum, fólkinu í landinu. Það er nýja Ísland. Ísland hin upplýsta þjóð VAKNIÐ!!

Það er einmitt það sem æ fleiri sem ég tala við eru sammála um að Íslendingar hafi ekki efni á að sóa meiri tíma frá því að bretta upp ermarnar og fara að vinna. Burtu með pólitíkusa. Gefum þeim öllum frí og leyfum þeim að beita "hæfileikum"  sínum úti á almennum vinnumarkaði.  Fólkið í landinu, almenningur, er sá sem stendur í lappirnar og biðlað er til. Við því þarf að bregðast. Ekki  með því að þiggja þeirra ráð og þegja.  Hver segir að þeir séu hæfastir sem kunna bara gamla verklagið sitt. Hefur það sýnt sig að þeir séu svo  frumlegir í hugsun þessir RÁÐAmenn okkar. Nú þurfum við óhefðbundnar aðferðir. Nýjar nálganir þeirra sem eru óhræddir við hagsmunaklíkur og það STRAX!

Kári (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 18:42

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Enginn skríll í dag, heldur voru þarna virðulegir borgarar og fjölskyldufólk í meirihluta, rúmlega þúsund manns líklega.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2009 kl. 18:49

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kári, við verðum samt að hafa eitthvart skipulag á hlutunum, annað gengur ekki. Þú sérð nú hvernig fór fyrir Borgarahreyfingunni. Hún er sprottin beint upp af búsáhaldabyltingunni og þeim hugmyndum sem þú talar um. En upp úr slíku öngþveiti kemur ekkert gott, bara enn meira öngþveiti.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 18:56

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þannig á þetta að vera, Guðmundur. Við sjáum hvað skrílslætin færðu okkur: helmingi meiri vandræði og kannski algera glötun.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 18:57

15 identicon

Ábyrgð, festa, stöðugleiki. Halelúja og allt verður eins og áður. Ófrumleikinn stöðugur, festa á breytingaleysinu og ábyrg hagsmunagæsla. Er hugsanlega til annarskonar skipulag? Annarskonar forgangsröðun verkefna á listanum en viðhöfð er í dag? Sko rétt í þessu. Spaugstofan hefur tekið púlsinn. Fáum Spaugstofuna í ráðuneytin.

Kári (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 19:47

16 identicon

Það sárvantar skrílinn til þess að eitthvað af viti fari að gerast.

gamla (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 21:10

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já en gamla, skríllinn kom fjórum mönnum inn á Alþing og svo á hann auðvitað marga þingmenn í Vinstri grænum og Samfylkingunni. Ég fæ nú ekki séð að þessir skrílþingmenn fái miklu áorkað annað en koma sjálfum sér vel fyrir í hægindastólunum.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 22:58

18 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Humm..Ég var þarna..Auðvitað fór þetta vel fram..En það var mikill undirhiti!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 28.11.2009 kl. 23:01

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, þú hefðir verið öflug á Woodstock :)

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 23:02

20 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Baldur, það var ekki skríllinn sem barði, skeit og grýtti, sem steypti löglegri ríkisstjórn.  Það var sú ríkisstjórn því sem næst einfær um með ráðaleysi sínu, enda hafði hún ekki umboð, hvorki þjóðarinnar né þeirra sem mótmæltu á Austurvelli, til að takast á við þá stöðu sem upp var kominn.

Ég er sammála þér með að síðan ný stjórn tók við hefur hvorki gengið né rekið á þessu landi.  En það segir ekkert til um að það fólk sem mótmælti á Austurvelli, hvorki í s.l. vetur eða nú hafi verið skríll. 

Sjálfur fór ég á Austurvöll einn þessara janúar daga og hvorki skeit í bréfpoka og kastaði í þinghúsið, né braut rúður eða kveikti í jólatrénu.  Ég er meir að segja saklaus af því að hafa tekið þátt í að koma þeim stjórnmálamönnum á þing sem þar sitja nú, en það segir nú kannski meira um mig en þá.

Magnús Sigurðsson, 28.11.2009 kl. 23:16

21 Smámynd: Offari

Sæll Baldur. Ég er ekki þér sammála að eingöngu vinstri menn hafa staðið á austurvelli í búsáhaldabyltinguni.  Ég held að þetta hafi verið fólk sem vildi að ríkisstjórnin forgangsraðaði rétt.  Fólk fékk að kjósa aftur og hefur eflaust haft meiri trú á að vinstri flokkarnir myndu verja hag þeirra meir en raun var. Nú hefur það hinsvegar komið í ljós að þessi stjórn ver ekki þegna sína frekar en fyrri stjór því þarf að reka hana frá.

Þetta byrjar rólega en ég hef enga trú á að róin haldi. Þjóðin vill stjórn sem ver þegna sína og mun reka og kjósa til skiptis þar til þingmenn skilja hvað kjósendur vilja.

Offari, 28.11.2009 kl. 23:16

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús og Offari, það er því miður rétt að fyrri ríkisstjórn stóð sig ekki nógu vel en hún gerði þó meir en sú sem nú situr því hún gerir nákvæmlega ekki neitt. Ég sá í Mogganum í dag að á tveggja mánaða þingi hefur hún komið tvennum lögum fram, það er ekki beysið. Hún virðist ekki hafa hugmynd um hvað gera skal og ekki bætir úr skák að hún er sjálfri sér sundurþykk.

Þegar áfallið 1967 dundi yfir okkur þraukaði ríkisstjórnin út tímabilið og var búin að koma efnahag þjóðarinnar í lag fyrir lok kjörtímabilsins. Það er enginn vafi að Geir vildi endurtaka þetta og trúlega Solla líka, en Samfylkingin einfaldlega stóðst ekki skrílslætin á Austurvelli og stjórnin sprakk. Þá fórum við úr öskunni í eldinn og ofbeldisfullir mótmælendur bera stóra ábyrgð á því.

Ég hef yfirleitt enga trú á því að móðursýkisleg viðbrögð og æðisköst komi nokkru góðu til leiðar. Ég held að við höfum goldið þess að við höfum aldrei lent í styrjöld og hreinlega kunnum ekki að takast á við miklar hremmingar. Það kunna aðrar Evrópuþjóðir miklu betur en við. Svíar til dæmis tóku karlmannlega á málum þegar bankahrunið varð hjá þeim og þeir unnu sig af hörku út úr vandanum.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 23:36

23 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Skríllin (ég) mætti og varð fyrir nokkrum vonbrygðum með mætinguna. Sennilega er fólk ekki farið að finna afleiðingar aðgerða og aðgerðaleysis trúðanna 63, nægjanlega á eigin skrokki og ofbjóða nógu heiftarlega til að mæta. Það voru nefnilega þau element sem orsökuðu búsáhaldabyltinguna. Ekki VG (þó þeir hafi auðvitað nýtt sér hana).

Annars er færsla blogghöfundar út í hött og vitnar (vonandi) um einfeldningsskap viðkomandi.

Haraldur Rafn Ingvason, 28.11.2009 kl. 23:43

24 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er ekki sama kaliberi við að jafna í bankahruninu hjá Svíum.  En það er rétt hjá þér það sem fyrri ríkistjórn gerði betur en þessi var það að hún gerði ekki neitt.  Þessi hefur sundrað þjóðinni auk þess að vinna henni stórtjón með því litla sem hún hefur áorkað. 

Magnús Sigurðsson, 28.11.2009 kl. 23:45

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sæll Haraldur skríll, mér skilst á fréttum að mætingin hafi verið góð, hartnær 1000 manns þrátt fyrir nepjuna. Þú getur ekki búist við fleirum þegar engin eru skemmtiatriðin á borð við þau sem þú bauðst upp á síðasta vetur. Það finnst mér alla vega í minni barnslegu einfeldni.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 23:47

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, jú hún gerði allan skollann veslings stjórnin, hún var með vefsíðu þar sem allt var upp talið og það var ekki svo lítið. En auðvitað var það of lítið, því verður ekki neitað, og við hefðum viljað sjá meiri skörungsskap í stafninum. Ég ætlaði að kaupa Umsátrið í dag en úr því varð ekki, fór í staðinn að sjá The Serious Man, og ég vara eindregið við þeirri mynd.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 23:50

27 identicon

Alltaf batnar það. En þetta er þitt blogg og sem betur fer hefur það ekkert að segja. Æðisköst og móðursýkisleg viðbrögð mótmælenda á Austurvelli versus þroskuð karlmennska í alvöru styrjöld. Þú átt framtíðina fyrir þér sem samfélagsrýnir og endurreisnarsinni.

kari (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 23:50

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir kari, takk.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 23:52

29 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"Þú átt framtíðina fyrir þér sem samfélagsrýnir og endurreisnarsinni"

...og kvikmyndagagnrýnandi

Haraldur Rafn Ingvason, 29.11.2009 kl. 00:04

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk, takk, takk Haraldur. Ég roðna nú bara af öllu þessu hóli og er þó góðu vanur í þeim efnum. Ég hef ekkert minni mætur á Coen bræðrum en hver annar en þessi mynd þeirra er hreinræktað feilskot, hundleiðinleg og húmorinn (ef hann er einhver) þess eðlis að örugglega mjög afmarkaðir hópar í Bandaríkjunum eru með á nótunum.

Baldur Hermannsson, 29.11.2009 kl. 00:08

31 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Baldur varst það ekki þú sem gerðir heimildamyndina um "þjóðarsálina í gegnum aldirnar" um árið? 

Þar sem bent var á að helstu samgöngubætur fram að 20. öld voru að halda niðri í sér andanum og binda bjarg á bakið svo hægt væri að skríða yfir stórfljótin án þess að eiga það áhættu að fljóta upp, því engar voru brýrnar í þá daga.

Mér sýnist að stjórnmálmenn almennt ætli íslendingum að halda niðri í sér andanum með drápsklyfjarnar á bakinu.  Er það nema von að "skríllinn" mótmæli á meðan stætt er?  Jafnvel að einum og einum ungum "hermanni" hlaupi kapp í kinn, kasti grjóti og skít, þó svo að það verði málstaðnum aldrei til framdráttar.

Magnús Sigurðsson, 29.11.2009 kl. 00:11

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú jú, sú var tíðin. Ég hef alltaf dáðst að þessum gaurum sem botnskriðu fallvötnin. Kannski er það sú hernaðartækni sem mun gagnast okkur best þegar syrtir í álinn.

Baldur Hermannsson, 29.11.2009 kl. 00:16

33 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Botnskriðan væri allavega skárri en að stinga höfðinu í sandinn eins og strútur og vona að allt batni af sjálfu sér.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2009 kl. 00:35

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þessir gaurar komust þó ferða sinna þótt ferðamátinn væri hræðilegur. Nú erum við Íslendingar gersamlega stjórnarlaus þjóð, við höfum engan leiðtoga, hvorki Kalla litla biskup, forsetagerpið á Bessastöðum eða kerlingarkrákuna í stjórnarráðinu. Við erum aftur komnir á botninn og helkaldur vatnsflaumurinn gnýr um okkur ferlega.

Baldur Hermannsson, 29.11.2009 kl. 00:38

35 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Æi já..Svo satt! En óþolandi að verða að viðurkenna!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.11.2009 kl. 00:43

36 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ó... bara að DAVÍÐ kæmi aftur...

Haraldur Rafn Ingvason, 29.11.2009 kl. 00:54

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Haraldur, þú stórskánar með hverri færslu.

Baldur Hermannsson, 29.11.2009 kl. 00:56

38 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Skiptir ekki máli Davíð eða ekki Davíð..Við þurfum styrka og samhljóma stjórn..Hún er bara ekki fyrir hendi..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.11.2009 kl. 00:57

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, við þurfum annað hvort Davíð eða einhvern sem er ígildi Davíðs. Við verðum í tómu tjóni þangað til við fáum slíkan mann. Það stendur allt og fellur með sterkum leiðtoga þegar svona er ástatt. Það hefur enginn unnið sigur með druslur í foringja stað.

Baldur Hermannsson, 29.11.2009 kl. 01:00

40 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góða nótt vinur ;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.11.2009 kl. 01:02

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Góða nótt Silla mín og berðu bóndanum kveðju mína.

Baldur Hermannsson, 29.11.2009 kl. 01:04

42 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er ekki Egill Helga hluti af skrílnum? Það var hann sem bar ábyrgð á því að Eva Joly tók að sér að stýra rannsókn á aðdraganda þessa hruns. Þegar fólkinu var farið að ofbjóða hversu þungir þeir reyndust þessir steinar sem fyrri ríkisstjórn tönnlaðist svo oft á að ætti að velta við. Kannski ætlaði þetta fók að láta þessar "óháðu" skilanefndir um að velta þessu grjóti öllu? Manstu nokkuð Baldur minn eftir einhverjum fagnaðarópum sjálfstæðismanna þegar Eva Joly var ráðin til starfa?

Þau fóru alveg framhjá mér.

Árni Gunnarsson, 29.11.2009 kl. 15:33

43 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef nú sjálfur lokið lofsorði á Egil Helgason fyrir þetta viðtal og leyfi mér að hafa þó nokkrar mætur á þessari ljóngáfuðu norsku stelpu, hef enda mært hana mjög án þess að spyrja flokkinn minn álits. Um fagnaðaróp veit ég ekki, mér heyrist flestir taka henni vel nema hvað Brynjar Níelsson var eitthvað að hnjóða í hana.

Hvað þína leiðandi spurningu varðar, þá held ég að það orki ekki tvímælis að Egill Helgason er pöpull og hefur alltaf verið og í því er styrkur hans fólginn.

Baldur Hermannsson, 29.11.2009 kl. 19:18

44 Smámynd: Árni Gunnarsson

Baldur. Þetta skrílskjaftæði um fólkið sem vildi stjórnarbyltingu er engum til sóma. Sjálfum er mér sama þótt ég sé talinn heyra til einhverjum skríl fyrir það eitt að hafa staðið í mótmælum gegn fyrri ríkisstjórn. En þar sá ég svo marga vandaða sómamenn og konur úr öllum stjórnmálaflokkum og úr öllum stéttum að ég held að þeir ættu að fá birtar af sér myndir sem telja sig hafa efni á að kalla slíkt fólk skríl

Árni Gunnarsson, 29.11.2009 kl. 21:49

45 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ps. Áttu mynd af heibrigðisráðherra við að "brjóta, skíta og berja" í einhverjum mótmælum?

Árni Gunnarsson, 29.11.2009 kl. 21:52

46 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, það er ekkert annað en fölsun að leggja að jöfnu mótmælendur og skríl. Ég hef aldrei gert mig sekan um þá fölsun. Ég hef alltaf lokið lofsorði á mótmælendur og alltaf gagnrýnt skríl og skrílslega framkomu. Ég hef margítrekað hér á blogginu muninn á þessu tvennu. Ég hef sjálfur skrifað undir skjal indefence hópsins, það má vel flokka með mótmælum. En ég mun aldrei arka með mannasaur og múrsteina niður að stjórnarráði Íslands, brjóta glugga, misþyrma lögregluþjónum og kasta saur í Jóhönnu Sigurðardóttur. Skrílslæti hafa aldrei gagnast neinni þjóð og skrílslætin á Austurvelli hafa bókstaflega komið okkur á kaldan klaka. Varðandi heilbrigðisráðherra: greinargóðar lýsingar á framferði hennar hafa birst hér á netinu og ég þarf enga mynd til að sanna það.

Baldur Hermannsson, 29.11.2009 kl. 22:03

47 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Jú, versti skríllinn, sá sem skeit og braut og barði er, kominn í ríkisstjórnina og ein er meira að segja orðin heilbrigðisráðherra."

Er hægt að misskilja þetta eitthvað?

Árni Gunnarsson, 30.11.2009 kl. 17:42

48 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Nú fór í verra Baldur;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.11.2009 kl. 17:47

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, með góðum vilja er það ekki svo erfitt.

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 17:50

50 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef póstað þetta áður og neyðist víst til að gera það einu sinni enn. Um árabil hunsuðu Íslendingar allar vísbendingur og kusu að lifa í algerri höfnun. Því miður er þetta enn þá stíllinn, að lifa í höfnun og neita að viðurkenna staðreyndir. Ef öllu væri hafnað sem ekki styðst við ljósmyndir þá væri hér engin siðmenning og engin vísindi. En hér er hlekkurinn - í síðasta sinn:

http://www.amx.is/adgerd.php?adgerd=pdf&id=10108

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 18:47

51 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég sé þarna að Álfheiður hefur verið virk í mótmælunum og kemur ekki á óvart. Ennþá vantar órækar sannanir fyrir tilgreindu athæfi; þríþættu. Hinsvegar er það mín sannfæring að full ástæða hafi verið fyrir búsáhaldabyltingunni og að ástandið í stjórnsýslunni verið óviðunandi. Það var áreiðanlega ekki til þess ætlast af flestum þeirra sem þarna stóðu að á þetta bæri að líta sem traustsyfirlýsingu til Samfylkingarinnar þótt ógæfu Íslands yrði sú skelfing að vopni.

Mín skoðun er að við þurfum utanþingsstjórn ekki seinna en á morgun.

Árni Gunnarsson, 30.11.2009 kl. 21:58

52 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er of seint Árni að iðrast eftir dauðann.

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 340286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband