Er Finnur Ingólfsson Arion?

Þessi ríkisstjórn pukrast með alla hluti, ekkert er gefið upp, allt er falið og uppi á borðinu fræga, þar sem allt átti að vera - þar er ekki neitt. Þessi alltumlykjandi leyndarhyggja hefur líka gagntekið bankana sem starfa samkvæmt forskrift ríkisstjórnarinnar. Þar er mönnum mismunað gróflega og enginn segir neitt vegna þess að einungis bankamennirnir hafa heildarsýn á það sem er að gerast í reykfylltum bakherbergjum bankanna.

Pukur kallar á kviksögur. Stundum eru kviksögur ekki réttar en oft eru þær réttar. Nú hefur það gengið fjöllunum hærra að helstu eigendur Arions verði þeir landskunnu og sívinsælu Framsóknarforkólfar Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafsson. Þegar hlutabréf í Kapþingi féllu niður í brot á nafnvirði - vegna þess að útlendir bankar héldu að Ísland væri búið að vera fyrir fullt og allt - keyptu þeir upp hlutina fyrir slikk og nú hampa þeir herfanginu skellihlæjandi.

Á vissan hátt er gott að einhverjum skuli vera hlátur í hug.


mbl.is Kröfuhafar eignast Arion
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er það sem mig grunar líka. Finnur og Ólafur hljóta að vera einhvers staðar og hvers vegna ekki Arion. Þeir eru hvergi hættir, og alls ekki í Framsóknarflokknum.

Finnur Bárðarson, 30.11.2009 kl. 20:08

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sefurðu ekki betur í nótt þegar þú ert búinn að heyra þetta?

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 20:11

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ja hérna, þarf að tala við framsóknarmanninn minn;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.11.2009 kl. 20:13

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er að færast yfir mig skuggaleg værð Baldur, en hvernig draumar verða er annað mál.

Finnur Bárðarson, 30.11.2009 kl. 20:17

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já Silla hann reddar þér um lán í Arion.

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 20:18

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Viðurstyggilegir feitir puttar þessara manna munu halda fyrir mér vöku

Finnur Bárðarson, 30.11.2009 kl. 20:19

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Martröð og ekkert annað þessum banka ætti að loka og setja yfirstjórnendur í afvötnun og skóla til að læra að lifa á ný með nýjum gildum.

Sigurður Haraldsson, 30.11.2009 kl. 20:29

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurður, gerður þér engar vonir - það verður þú sem settur verður í afvötnun og skóla til að læra að lifa með nýjum gildum. Við lifum í landi Finns Ingólfssonar á náð Ólafs Ólafssonar.

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 20:35

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sorry Finnur, settu á Tom Waits... Down town train..... það hjálpar í andvökunni.

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 20:41

10 identicon

Mikið er ég heppinn. Ekki alls fyrir löngu var ég fluttur hreppafluttningum frá Spron og yfir í Kaupthing, svo gerist það um daginn er ég fer glaður í bragði á heimabankann minn til að skoða allllllllla peningana mína og hversu vel ég hef ávaxtað pund mitt að það opnast einhver önnur síða ,,Ari jón". Og nú segir þú mér að hvorki Ari né Jón eigi bankann minn heldur Óli og Finnur. Það verður að endurskíra bankanna minn aftur. T.d

,, Óli finnur fé" eða ,,Finnur óli fé?" 

Þvílíkt rugl! og þá helst í mér.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 20:41

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Skora á fólk sem á eitthvað hjá þessum banka að gera áhlaup það stenst engin banki, það væri landhreinsun að losna við hann. Fyrst bankinn ætlar að haga sér svona og hans stjórnendur á hann og stjórnendurnir ekki betra skilið.

Sigurður Haraldsson, 30.11.2009 kl. 20:41

12 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

En hvað með þetta nafn á bankanum? Ekki að nafnið skipti máli heldur innihaldið sem sem kemur til að verða þar! Held ég reyni að halda mig frá Arion..Hef nóg með gömlu lánin...Sagði ekki einhver obbobobb einu sinni;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.11.2009 kl. 20:41

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rafn, ég hef alltaf vitað að þú ert lukkunnar pamfíll. Til hamingju með félagsskapinn.

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 20:41

14 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já Tom Waits er góður við andvöku!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.11.2009 kl. 20:42

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurður, fyrst Íslendingar gerðu ekki áhlaup þegar þeir áttu að gera það - þegar Davíð tók út peningana - þá er of seint að gera það núna. Við skulum bíða eftir nánari fregnum - en trúlega fáum við þó aldrei að vita hið sanna í þessu máli.

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 20:43

16 Smámynd: Umrenningur

Sæll Baldur, og þið hin líka.

Þetta er hrikalegt ef rétt er. Ég er að klára að tæma hús sem ég ætlaði að skila til Kaupþings - Arion, ég held ég reyni að fá lengri frest þar til þetta skýrist  og athugi hvort ég eigi ekki steinolíu einhversstaðar.

Íslandi allt

Umrenningur, 30.11.2009 kl. 20:44

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Íslandi allt, Umrenningur.

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 20:46

18 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góðir þessir umrenningar;)..líst bara vel á þá.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.11.2009 kl. 20:47

19 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er ekki hægt að bíða öllu lengur þráðurinn er að verða búinn.

Sigurður Haraldsson, 30.11.2009 kl. 20:49

20 Smámynd: Umrenningur

Ditto Sigurbjörg

Umrenningur, 30.11.2009 kl. 20:50

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Umrenningur er klassa maður.

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 20:52

22 Smámynd: Umrenningur

Einhverskonar klassi er það jú, en takk Baldur.

Umrenningur, 30.11.2009 kl. 20:54

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér líkaði vel við færslu Umrennings um hvernig hann vildi verja sínu atkvæði til þingkosninga. Þann pistil ættu menn að lesa sér til gamans og fróðleiks.

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 21:00

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég held að Umrenningur tali þar fyrir munn margra.

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 21:01

25 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Las hann eins og margt nú til dags.. Góður.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.11.2009 kl. 21:03

26 Smámynd: Umrenningur

Takk fyrir hólið. En ef svo er þ.e. að margir geti tekið undir með mér af hverju í ósköpunum er ekki áhugi fyrir breytingum, var að fá símtal frá einum sem hefur verið að skipuleggja mótmæli síðastu mánuði (Austurvöllur aðallega) og hann tjáir mér að líklega verði ekkert af fyrirhuguðum mótmælum á morgun vegna áhugaleysis. Á sjálfum fullveldisdeginum.

Umrenningur, 30.11.2009 kl. 21:11

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Menn sjá hvað mótmælin síðasta vetur færðu okkur. Þráin Bertelsson og sundraða getulausa vinstri stjórn.

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 21:18

28 Smámynd: Umrenningur

Já því miður þá höfðum við ekki erindi sem erfiði, en ég held að fólk ætti samt að láta heyra í sér svo þau getulausu haldi ekki að þau komist upp með hvað sem er. Við erum nefnilega þjóðin sama hvað hver segir.

Umrenningur, 30.11.2009 kl. 21:40

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ekki segir Solla.

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 21:54

30 Smámynd: Umrenningur

Og Steingrímur J ef rétt er eftir haft að hann hafi síðastliðinn laugardag lítið út um glugga á einu af fundarherbergjum Alþingis og spurt hvar þjóðin væri þó að álíka margir hefðu verið þá á Austurvelli og í Háskólabíó forðum. Líklega átt að vera grín hjá honum er óviðeigandi eins og svo margt hjá þeim stefnufasta manni.

Umrenningur, 30.11.2009 kl. 22:02

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jæja, einhverju kímnigáfu hefur hann þá, mannskarfurinn, þótt eigi sé hún fögur.

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 22:06

32 Smámynd: Aliber

að lesa þetta er eins og að hlusta á svefngalsablaður í krökkum í 8.bekkjarferð eftir 2 dósir af malt...

eruð þið öll 13 ára með myndir af foreldrum ykkar í prófílnum?

Aliber, 30.11.2009 kl. 22:10

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Aliber, þetta tilsvar er búið að ganga á öllum spjallrásum netsins síðan þær voru fundnar upp. Reyndu aftur.

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 22:14

34 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Baldur !

    Þó ég sleppi , alfarið , að hampa þessarri ríkisstjórn , þá trúi ég því ekki að þú saknir síðustu hægri vinstri snú stjórn , vilt þú kannske fá Baldur og Konna aftur ?

    Sé svo , þá ætla ég að saka þig um landráð .

Hörður B Hjartarson, 30.11.2009 kl. 22:18

35 Smámynd: Aliber

Það passar, börn læra einmitt á tölvur í 4. bekk, og spjallborð hafa verið vinsæl síðustu 4-5 árin ekki satt? Svo þetta á vel við.

Næstum jafn gamalt svar og "þú getur þakkað [nafn á stjórmálaflokki/-manni] fyrir þessa frétt"...

Aliber, 30.11.2009 kl. 22:20

36 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Jú kímnigáfan ræður á bloggi Baldurs en ég held þó að alvaran undir niðri risti dýpra!

13 ára segir Aliber..Held hann sé bara allsber í hugsun, því miður.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.11.2009 kl. 22:21

37 Smámynd: Aliber

Aliber er oft alsber, þó oftar ber að neðan - sérstaklega við lyklaborðið.

Aliber, 30.11.2009 kl. 22:23

38 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    En forljótt er þetta , ef satt er um "Finnur Óli fé bankann" , því það er skoðun mín , og búin að vera lengi , að þá báða þurfi að fynna í fjöru , eða kannske frekar í sjó .

Hörður B Hjartarson, 30.11.2009 kl. 22:24

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Aliber þó!!!!!!!

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 22:25

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, ég frétti þetta í dag frá manni sem sjálfur starfar í fjármálageiranum. En munum við einhvern tíma fá staðfest hverjir eru raunverulegir eigendur bankans? Eru ekki allir fjármagnseigendur sem vilja nú orðið vandlega faldir á bak við reikningsnúmer erlendis eða einhver peð sem þeir geta teflt fram fyrir sig?

Hörður, ef þú skyldir vera í vafa: þetta er gegnsæið sem þér var heitið.

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 22:28

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, hann Aliber er alveg maður fyrir sinn hatt og við skulum ekki taka því illa þótt hann stríði okkur svolítið. Sjálfur á hann til að bregða á leik, grafalvarlegur maðurinn.

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 22:29

42 Smámynd: Aliber

Svona að mestu gammni sleppt þá þykir mér afar merkilegt að fyrrverandi eigendur tveggja banka fái mun verra um tal en fyrrverandi eigendur þess þriðja, þótt þeir síðastnefndu séu þeir sem hafa valdið þjóðinni (ómældum) beinum kostnaði um ófyrirséða framtíð

Er svona gaman að vera illa við þá jón ásgeir og finn? eða áttu landsbankamennirnir svona mikið inni í almenningsálitsbankanum að þeir eru bara pínu slæmir núna, jafnvel bara óheppnir klaufar sem meintu ekkert illt, á meðan Finnur rændi heilum banka og Jón Ásgeir rændi Hagkaupum?

Aliber, 30.11.2009 kl. 22:36

43 Smámynd: Baldur Hermannsson

Aliber, þetta er merkilegt - og raunar furðulegt - rannsóknarefni. Er ekki hugsanlegt að reiðin sé mönnum erfið og þeir beinlínis þreytist  á því að vera lengi reiðir við einhvern tiltekinn aðila og þurfi þá að beina reiðinni eitthvert annað til að hvíla sig?

Baldur Hermannsson, 30.11.2009 kl. 22:40

44 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Baldur !

    Lítið er innsæið , og enn minna gegnsæið , en samt , þá dylst það engum óbrjáluðum manni , hvað við "misstum" , þegar hægri vinstri snú fór , að ég minnist nú ekki á þessa er talaði fyrir fólkið í landinu (eins og hún sagði í Háskbíói) .

Hörður B Hjartarson, 30.11.2009 kl. 22:43

45 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki trúi ég kviksögunni um Finn og Ólaf varðandi Arion bankaskrípið. Sé hér að þeir sem smjatta nógu oft á þessari firru, eru farnir að trúa henni sjálfir. Gera engan greinarmun á eigin smjatti og upplognum kviksögum.

Björn Birgisson, 30.11.2009 kl. 23:03

46 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Jæja vinur og nágranni..Björn! Ég held satt að segja að svona kviksögur geti verið sannar..Só sorrý! En við vonum auðvitað að allt bregði til betri vegar!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.11.2009 kl. 23:10

47 identicon

Hinn Íslenski Don Corleone,er=Finnur þessi Ingólfsson,og það veit þjóðin.

Númi (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 23:15

48 Smámynd: Njáll Harðarson

Hver er þessi Ari Jón?

Njáll Harðarson, 1.12.2009 kl. 22:07

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Njáll, þú getur alveg eins spurt: hver er þessi Njáll á Bergþórshvoli?

Baldur Hermannsson, 1.12.2009 kl. 22:09

50 Smámynd: Dexter Morgan

Það leggur allavega "framsóknar-skítalykt" af þessu, langar leiðir. Hvort Finnur eða Ólafur eigi beina og/eða opinbera aðild að þessu núna, kemur ekki í ljós strax. En þeir eru nú vanir að taka fólk í afturendann svo það kæmi ekki á óvart ef þeir væru einhversstaðar þarna á "bakvið" málið.

Þessir tveir kumpánar eru gott dæmi um þá menn sem ríkisvaldið ætti að BANNA að eiga hlut í, eða koma nálægt rekstri á fjármálafyrirtæki. 

Dexter Morgan, 1.12.2009 kl. 22:25

51 Smámynd: Baldur Hermannsson

Dexter, þessi hugmynd er ekki fráleit.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 340393

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband