Færsluflokkur: Dægurmál
1.6.2010 | 14:53
Dauðinn er forsenda nýrrar fæðingar
Verði okkur á að móðga húsráðendur og þeir biðja okkur kurteislega að yfirgefa salinn, þá er ekki til siðs að rífa kjaft og míga yfir samkvæmið, heldur tökum við okkar yfirhafnir og göngum burt. Gísli Marteinn er vinsamlegast beðinn um að yfirgefa lista Sjálfstæðisflokksins og hann á að renna upp buxnaklaufinni og fara.
Listi Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni var ótrúlega veikur - það er ráðgáta hvernig svo stór flokkur fer að því að raða saman svo veikum lista - og það sýnir kjarnakraft Hönnu Birnu að henni skyldi lánast að skrapa saman 33% með jafn sviplausa og óvinsæla áhöfn sér til fulltingis.
Hvenær ætli Sjálfstæðisflokkurinn læri af reynslunni? Er honum kannski fyrirmunað að lesa skilaboð fylgismanna sinna?
Sjálfstæðisflokkurinn á að hætta prófkjörum þegar í stað. Það gengur ekki á 21. öld að láta kylfu ráða kasti um framboðslista. Prófkjörin fæla burt besta fólkið en lokka til sín það lakasta. Flokkurinn á að handvelja frambjóðendur, taka mið af ágæti manna, menntun, reynslu og kyni. Enginn skyldi sitja í sveitarstjórn lengur en tvö kjörtímabil.
Bjarni Ben hefur talað fjálglega um endurnýjun flokksins. Enn hefur ekkert sést til þeirrar endurnýjunar. Dauði prófkjaranna er forsenda nýrrar fæðingar.
Gísli var oftast strikaður út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (59)
31.5.2010 | 18:30
Nú er mælirinn fullur
Þetta voru fjöldamorð og ekkert annað og það er fullt eins líklegt að þau hafi verið framin af yfirlögðu ráði. Júðarnir svífast einskis. Því miður verður að játa að Arabarnir eru ekki hóti skárri. Það er sami dausinn undir öllu þessu liði.
En þetta er dropinn sem fyllir mælinn. Nú verður NATO og Evrópusambandið að rísa upp af sínum mjúka værðarbeði, hlaða rifflana og taka málefni Ísraels í sínar hendur. Það gengur ekki að troða milljónum manna í einhverjar fangabúðir á Gaza sem er ekki annað en smávegis skiki. Það verður að kljúfa landið og stofna sérstakt ríki Araba. Til greina kemur að útvega þeim landrými í Jórdaníu eða Egyptalandi.
Um þetta mál verður erfitt að finna lausn sem allir verða sáttir við en þá verða menn einfaldlega að beita hörðu, berja niður andmælin og þvinga fram endanlega lausn. Þetta er óþolandi og gengur bara ekki lengur.
Fjórir Svíar fangelsaðir í Ísrael | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2010 | 14:41
Loksins hárrétt viðbrögð
Loksins bregst stjórnmálamaður hárrétt við höfnun kjósenda - hún segir af sér. Sigrún Björk gerir það sem svo margir hefðu átt að gera. Við Íslendingar sitjum uppi með handónýta stjórnmálamenn í öllum flokkum. Þetta er fólk sem hefur komið sér upp vel smurðum kosningavélum, safnað kringum sig harðsoðnum klíkum ættingja, venslamanna og kumpána hvers konar og þegar líður að prófkjöri sígur þessi illskeytta fylking af stað og malar allt sem fyrir verður.
Við verðum að afnema prófkjörin. Þau eru rót alls hins versta í samfélaginu. Stjórnmálaflokkarnir bregðast trausti kjósenda ár eftir ár með því að láta kylfu ráða kasti. Þeir eiga að velja duglegt, vel gefið fólk, skóla það til vendilega og skammta því tvö kjörtímabil á þingi og í sveitarstjórnum. Stjórnmálaflokkarnir hirða stóra styrki af almannafé og þeim er engin vorkunn að standa almennilega að framboðslistunum.
Nú hefur Sigrún tekið af skarið og húrra fyrir því. Nú eiga þeir Gísli Marteinn, Sóley og Guðlaugur Þór að gera slíkt hið sama, kveðja pólitíkina umsvifalaust og leita sér nýrra starfa. Og margir, margir aðrir eiga að gera slíkt hið sama. Íslendingar eiga rétt á betri fulltrúum.
Sigrún Björk segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2010 | 13:15
Tvær opnar grafir bíða þeirra
Þarna sátu þau þrjú, Dagur, Gnarr og Hanna Birna - Sóley er dauð og skiptir ekki máli lengur. Fýlan draup af Degi. Bölmóðurinn lak úr biksvörtum lokkum hans. Skuggi dauðans grúfði yfir ásýnd hans. Hann er búinn að vera og veit það best sjálfur.
En lífsþrótturinn geislaði af Hönnu Birnu. Þarna er komin fram á sjónarsviðið kraftmikil, glaðsinna, jákvæð og skapandi stjórnmálamaður. Og Jón Gnarr átti góða innkomu, syfjaður, þreyttur en ánægður.
Ég hef verið á því að eðlilegast væri að Dagur og Gnarr myndu hefja viðræður um stjórnarmyndum vegna þess að íhaldið sat í stjórn en sá meirihluti er fallinn.
En mér snerist hugur þegar ég sá þetta samtal. Glaðværa, sterka og jákvæða fólkið á að taka höndum saman og gera Reykjavík að betri borg.
Dagur og Sóley eiga hins vegar fyrir höndum þrautagöngu út í hinn pólitíska kirkjugarð þar sem standa tvær opnar grafir og bíða þeirra.
Tökum yfirvegaðar ákvarðanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2010 | 11:51
Stórsigur og stórsókn Sjálfstæðisflokksins
Sjálfstæðisflokkurinn nær hreinum meirihluta í 4 af 10 stærstu sveitarfélögum landsins! Þetta er bæði stórsigur og stórsókn, sama hvernig á það er litið. Þetta sýnir hve sterkar rætur Sjálfstæðisstefnunnar eru með íslensku þjóðinni. Sjálfstæðisstefnan er það afl sem öðrum fremur hefur knúið okkur áfram til framfara, velgengni og velmegunar á liðnum árum og svo mun lengi verða.
Besta fólk landsins fylgir Sjálfstæðisflokknum að málum - duglega fólkið, vandaða, heiðvirða og vel gefna fólkið sem ber í brjósti ríka ábyrgðartilfinningu og horfir fram á veginn.
En Sjálfstæðisflokkurinn fær harðan skell í 3 stórum kjördæmum: Reykjavík, Akureyri og Akranesi. Við megum ekki gleðjast svo ógurlega yfir sigrum vorum að vér gleymum að harma ósigrana.
Hvað fór úrskeiðis á þessum 3 stöðum? Við lærum af þessum hrakförum að við verðum að vanda miklu betur til framboðslistanna. Það gengur ekki lengur að láta það ráðast í tilviljanakenndum prófkjörum hverjir fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Við verðum að slíta upp rót alls hins illa, sem eru prófkjörin, og finna skynsamlegri leiðir til þess að manna listana okkar.
Meirihlutar féllu víða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2010 | 10:50
Hver mun stjórna borginni?
Er hægt að mynda starfhæfan meirihluta með Jóni Gnarr? Er hægt að skilgreina vitrænan málefnagrunn í slagtogi við mann sem hefur ekkert að segja um pólitík, veit ekkert, skilur ekkert og slær úr og í þegar hann er spurður?
Það verður erfitt en bæði Dagur og Hanna eru skyldug til þess að láta á það reyna. Jón er þrátt fyrir allt sigurvegari kosninganna, þótt að lokum hafi hann ekki uppskorið nema 35% atkvæða.
Takist Degi eða Hönnu að semja um málefnalegan grunn við Jón Gnarr og kumpána hans mun reyna á hvort sá sundurleiti hópur sé fær um að halda stefnu og standa við gerða samninga. Líkurnar eru svona hér um bil 1 á móti 100. Kannski er hægt að finna í mannkynssögunni einhver dæmi um að slíkt samkrull hafi lánast en þau geta ekki verið mörg.
Það verður hvimleitt fyrir Hönnu Birnu að opna faðminn fyrir blaðurskjóðunni Degi B. Eggertssyni en það gæti nú samt orðið beisklegt hlutskipti hennar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.5.2010 | 10:30
Gnarr vann, Dagur tapaði
Sigurvegarinn í höfuðborginni er litli, feiti, rauðhærði karlinn sem gleymdi persónuskilríkjum sínum þegar hann fór á kjörstað og sat eins og fábjáni í sjónvarpssal í nótt, öldungis ófær um að svara einföldustu spurningum. Þegar Gnarr fær ekki að semja handritið sjálfur fatast honum flugið og hann verður eins og illa gerður hlutur.
Tapari kosninganna er Bergþórusonurinn. Hann var líka eins og álfur út úr hól í nótt. Leiðtogi flokksins sem féll undir 20% atkvæða. Varaformaður Samfylkingarinnar sem lék hverjum afleiknum af öðrum í kosningabaráttunni og var að lokum hafnað á kjördegi. Það er of snemmt að álykta að stjórnmálaferli Dags B. Eggertssonar sé lokið en hann hefur alla vega fengið harðan skell og ekki sýnt að hann muni nokkurn tíma rísa á fætur eftir þessar ófarir. Líklega væri viturlegast fyrir hann að láta nú staðar numið í pólitíkinni og opna læknastofu með Ólafi F. Magnússyni.
Hvað tekur nú við? Fjögur erfið ár fyrir Reykvíkinga en spennandi tímar fyrir alla þá sem hyggja á endurnýjun í stjórnmálum á Íslandi. Hvað sem líður heimóttarskap Jóns Gnarr þá verðskuldar hann heila þökk fyrir að hafa sýnt og sannað að endursköpun er algerlega raunhæfur kostur í pólitík á Íslandi.
Besti flokkurinn stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.5.2010 | 11:46
Alþingi fer sömu leið og Reykjavík
Ef Besta flokknum tekst að halda þessu fylgi alla leið inn í kjörklefana er það stórmerkur atburður og við hæfi að skrá hann þegar í stað í Íslandssöguna. Grínframboð þekkjast víða um lönd en þetta yrði örugglega í fyrsta skipti sem angurgapaflokkur sölsar undir sig heila höfuðborg.
Það er engin leið að sjá fyrir afleiðingarnar. Kannski verður Jón Gnarr borgarstjóri og keyrir allt á hausinn á skömmum tíma. Það skipulag sem Reykvíkingar hafa komið sér upp á tveggja alda þroskaferli riðlast á einni nóttu.
En það er alls ekki víst að sú verði reyndin. Hitt er ég algerlega sannfærður um, að velgengni Besta flokksins muni opna allar dyr og alla glugga fyrir nýju, öflugu framboði á landsvísu - flokki sem hæglega gæti í einu vetfangi orðið stærsti flokkurinn á Íslandi og markað þjóðinni alveg nýja stefnu.
Hvers vegna? Vegna þess að stjórnmálaflokkarnir eru allir sem einn löngu hættir að taka skyldur sínar alvarlega. Þeir taka sjálfa sig ekki alvarlega sem stjórnmálaflokka lengur. Þeir svíkja gefin loforð jafn auðveldlega og þeir lofa hverju sem er upp í ermina á sér. Þeir ljúga miskunnarlaust - jafnvel forsætisráðherrann lýgur og flokksmenn hennar yppta öxlum að hætti Fransara. Þeir hunsa það traust sem verður að vera milli flokks og fylgismanna.
En um fram allt: þeir eru hættir að taka sjálfa sig alvarlega sem stjórnmálaflokkar og því er ekki nema von að kjósendur geri það líka.
Besti flokkurinn fær 7 borgarfulltrúa samkvæmt könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2010 | 08:06
Nostradamus sá þetta allt fyrir
Mogginn ætti ekki að sólunda skotsilfrinu í kannanir af þessu tagi, það er kappnóg að fletta upp í Nostradamusi, hann sá þetta allt fyrir. Eða hvernig er hægt að túlka eftirfarandi vers úr spádómum Nostradamusar öðru vísi:
Tveir flokkar, eitt höfuð, klofið svið,
Og fjórir fengu þar kröftugt andsvar:
Smáir fyrir stóra, ótvírætt þeim til angurs,
Eldingu lýstur niður í Ráðhúsið og verra fær Þinghúsið.
Þarna er klárlega vísað til Besta flokksins og fyrirliða hans, Jóns Gnarr. Nostradamus sér þarna fyrir harkalega útreið fjórflokksins og uppreisn smælingjanna - en sú uppreisn verður þeim ekki til heilla. Eftir kosningar verður mynduð samsteypustjórn tveggja flokka í Reykjavík.
Úrslitin verða reiðarslag fyrir borgarmálin eða kannski öllu heldur: reiðarslag fyrir þá skipan mála sem verið hefur í Ráðhúsinu.
Athyglisverðast þykir mér þó að Nostradamus spáir því augsýnilega að Besti flokkurinn muni einnig bjóða fram í næstu Alþingiskosningum og fá rífandi fylgi. Nostradamus sá þetta allt fyrir.
Mikið forskot Besta flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2010 | 00:05
Reykvíkingum leiðist
Það er því miður nákvæmlega ekkert nýtt í þessu hjali stjórnmálafræðingsins. Samt talar hann eins og þetta séu merkilegt vísindi. Það er sagt um Þingeyinga, að þeir mæli: "það er gott veður í dag", eins og það séu einhver stórtíðindi sem komi flestum á óvart. Einar Mar, Ólafur Harðarson og Gunnar Helgi eru þannig fræðingar - þeir segja almælt tíðindi með sama látbragði og sömu draugalegu röddinni og spákona sem afhjúpar stórkostlega leyndardóma.
Reykvíkingar eru vissulega leiðir á fjórflokknum en þeir urðu líka strax leiðir á Borgarahreyfingunni og þeir verða hundleiðir á Jóni Gnarr daginn eftir kosningar. Reykvíkingar eru einfaldlega fólk sem leiðist. Þeir geta snúið allri sinni tilveru upp í hundakæti og innantóma skellihlátra yfir einhverjum útúrsnúningum, en þeim mun áfram leiðast.
Halldór Laxness mælti: það er ekkert jafn leiðinlegt og að skemmta sér.
Enginn jarðneskur máttur getur fjarlægt leiðann úr brjóstum Reykvíkinga.
Gæti stefnt í byltingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 340677
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar