Tvær opnar grafir bíða þeirra

Þarna sátu þau þrjú, Dagur, Gnarr og Hanna Birna - Sóley er dauð og skiptir ekki máli lengur. Fýlan draup af Degi. Bölmóðurinn lak úr biksvörtum lokkum hans. Skuggi dauðans grúfði yfir ásýnd hans. Hann er búinn að vera og veit það best sjálfur. 

En lífsþrótturinn geislaði af Hönnu Birnu. Þarna er komin fram á sjónarsviðið kraftmikil, glaðsinna, jákvæð og skapandi stjórnmálamaður. Og Jón Gnarr átti góða innkomu, syfjaður, þreyttur en ánægður.

Ég hef verið á því að eðlilegast væri að Dagur og Gnarr myndu hefja viðræður um stjórnarmyndum vegna þess að íhaldið sat í stjórn en sá meirihluti er fallinn.

En mér snerist hugur þegar ég sá þetta samtal. Glaðværa, sterka og jákvæða fólkið á að taka höndum saman og gera Reykjavík að betri borg.

Dagur og Sóley eiga hins vegar fyrir höndum þrautagöngu út í hinn pólitíska kirkjugarð þar sem standa tvær opnar grafir og bíða þeirra. 


mbl.is Tökum yfirvegaðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"En lífsþrótturinn geislaði af Hönnu Birnu."..........................Seriously!

CrazyGuy (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 13:49

2 identicon

Jón fór alveg fram úr mínum væntingum í þessu viðtali með því að neita að taka þátt í hinu gamla stjórnmálakarpi sem Egill æltaði að reyna að koma á stað og svo finnst mér Hanna Birna líka vera ljómandi skynsöm og opin fyrir nýjungum.

Mér finnst Hanna Birna og Jón geta verið ljómandi dúett með blöndu af nýjum hugmyndum og reynslu. Hin raunverulega bylting gæti svo orðið sú að hin tvö væru tilbúin til að taka þátt og einhverskonar ný tegund stjórnmála yrði til í borginni.

Hvernig væri að Dagur segði af sér þar sem hann virðist ekki geta sýnt neitt annað en öfund og fýlu. Allaveganna ef hann ætlar ekki að hætta að draga flokkinn inn í þetta skúmaskot sem hann er að gera núna þegar nýjar leiðir standa opnar.

Það er langt síðan eða líklega hefur maður líklega aldrei lent í því að maður er fullur vonar um eitthvað nýtt eftir viðræður oddvita í kjölfar kostninga.

Hlöðver Stefán (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 13:52

3 identicon

Heyrðu Baldur, gerðu mér greiða með því að svara mér ekki og gleyma þessu kommenti. Ég mun aldrei líta á síðuna þína aftur eftir að hafa lesið fáránleg komment á annarra manna pistlum.

Mér er sama hvaða skoðanir þú hefur á borgarmálunum en fordómar gagnvart fólki með geðsjúkdóma og það að kalla fólk heilalausa hálfvita berum orðum er eitthvað sem ég líð ekki og einmitt það sem ég ákvað að forðast þegar ég byrjaði að taka þátt í þessu samfélagi hérna.

Það felur ekki í sér neinn tilgang að svara þessu þar sem ég mun ekki líta á það.

Vertu blessaður.

Hlöðver Stefán (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 14:24

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Orð bæði Dags og Sóleyjar, síðustu dagana fyrir kosningar, í raun gerði þeim ómögulegt að vinna að myndun meirihluta, án þess að þessir tveir flokkar sem þau eru í forsvari fyrir í borginni næðu meirihluta saman. Ólíkt því sem að t.d. Hanna Birna og Sjálfstæðisflokkurinn í RVK boðaði fyrir kosningar, boðuðu Sf og Vg, stefnu, sem illa gengur upp án þess að þeir flokkar séu ráðandi í þeim meirihluta sem að við tekur.

 Hanna Birna og hennar fólk, var hins vegar með það efst á sinni stefnuskrá, að hvernig sem að meirihlutinn liti út eftir kosningar, yrði haldið áfram þeirri samvinnu í Borgarstjórn, sem að henni og hennar flokki hefur tekist skapa í kjölfar mikilla væringa í Borgarstjórn, fyrr á kjörtímabilinu.

 Kjósendum hefur eflaust ekki þótt trúverðug stefna Samfylkingar í atvinnumálum trúverðug, vitandi það hvernig sami flokkur hefur stýrt þeim málum í landsstjórninni og breytti þar engu um þó að reynt hafi verið að gera Reykjavík, sambærilega Árósum í því efnum.  Fyrirtæki í Árósum, hvort sem um var að ræða ný eða fyrirtæki sem að þar voru fyrir, störfuðu ekki í skugga efnahagshruns.  Þessi fyrirtæki störfuðu heldur ekki í því umhverfi að fyrirtæki væru almennt skuldsett og skattlögð upp í rjáfur og þessi fyrirtæki voru ekki að glíma við 8,5% vexti auk verðtryggingar, í verðbólgu á 5-8 %. 

Vinstri grænir, hafa á rúmu ári í samstarfi við Samfylkingu í ríkisstjórn, atað annars nokkuð "flekklausa" sögu sína óafmáanlegum auri, með "þöglum stuðningi" við flest öll þau mál sem að flokkurinn lofaði að berjast gegn, fyrir síðustu þingkosningar og því varla við því að búast að, flokkurinn nyti þess stuðnings, sem hann vænti í borginni. Eins má örugglega skýra slæma útkomu flokksins í borginni, með málefnalegri stífni leiðtoga flokksins í borginni.

 Reyndar sýnist mér Baldur, svo maður víki kannski aðeins orðum sínum að þinni heimabyggð, Vg ekki ætla sér langlífi í bæjarmálefnum þar, með því að, gefa strax út, án þess að ræða fyrst við sigurvegarana í kosningum þar í bæ, að flokkurinn ætli fyrst að skoða myndun, meirihluta, með "tapliðinu", vegna málefnalegrar nálægðar.  Það væri kannski rökrétt niðurstaða, hefði þeim málefnum ekki verið hafnað í kosningunum, með afhroði Samfylkingarinnar í kosningunum. Alla vega skilur maður þessa málefnalegu "nálægð" þannig að stefna Vg sé þá mjög í anda stefnu Samfylkingarinnar i Hafnarfirði.  Þessu mætti jafnvel líkja við það, að eftir síðustu þingkosningar, hefðu Samfylking og Sjálfstæðisflokkur myndað ríkisstjórn, enda stefna þeirra tveggja  flokka að mörgu leyti mun líkar, heldur en stefna Vg og Samfylkingar, sé ESB umsókn haldið utan sviga.

 Jón Gnarr var eðlilega "áttavilltur", enda aldrei komist í tæri, við þær aðstæður sem að hann og hans flokkur eru komnir í.   Líti Besti flokkurinn til þess flokks sem líklegri  er til þess  að stjórna borginni á ábyrgan hátt í bland við, nýjar og jafnvel óvenjulegar hugmyndir til vaxtar borgarinnar, þá ætti að öllu óbreyttu númer Hönnu Birnu að vera það númer sem Gnarrinn, hringir fyrst í.   Sóley Tómasdóttir, haldi hún áfram í Borgarstjórn, verður hins vegar ekki meira en, svona nokkurs konar "Ólafur F." sem setur sig upp á móti öllu, bara til þess að vera á móti í von um betri útkomu að fjórum árum liðnum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 30.5.2010 kl. 14:37

5 Smámynd: Jón Sveinsson

Hjartanlega sammála þér Baldur.

Vonandi sér Jón GNARR að Hanna birna sé besti kosturinn með honum inn í gleði og fjölbreytni nýrra höfuðborgar, þó hann sé sigurvegari þá hlýtur hann að sjá að það er engin gleði hjá Degi og fara eftir kjósendum borgarinnar,  Borgarstjórastóllin skiptir ekki máli þau geta skipt honum á milli sín ef út í það er farið en fyrst og fremst að gleðja borgarbúa með góðum verkum og bros á vör.

Jón Sveinsson, 30.5.2010 kl. 14:44

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Dagur brostinna vona.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.5.2010 kl. 15:45

7 identicon

Ég vil taka orð Gnarrs  mér í munn og mæla með að fólk taki sig saman og fari í meðmælagöngu og mæli með að þau myndi stjórn saman.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 16:21

8 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þetta er það eina rétta í stöðunni. Hanna Birna er stjórnmálamaður framtíðarinnar. Hún ætti að verða næsti varaformaður flokksins. Þá er von til þess að hann fari að komast á fætur aftur.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.5.2010 kl. 17:06

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hanna Birna er eini framtíðarleiðtoginn, sem að þessir svokölluðu "fjórflokkar" hafa að bjóða.

 Í næstu þingkosningum, munu Vinstri grænir, fara í ca 10% fylgi, eða neðar, Samfylking vera rétt undir 20% Sjálfstæðisflokkurinn, ná sínum 35-40%, Framsókn slumpast uppí 10-12% og eitthvað nýtt framboð mun fá rest.

Kristinn Karl Brynjarsson, 30.5.2010 kl. 18:43

10 identicon

Kristinn Karl; ertu að hvetja til þess að heiðvirt fólk flýji landið endanlega og skilji fósturjörðina eftir með siðspilltu sjálftökufólki sem gerði landið okkar gjaldþrota, bæði siðferðis- og fjárhagslega. Sjálfstæðismenn sem geta rænt og ruplað, logið svikið hvern annann til endiloka tímans.

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 19:05

11 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég er ekki að hvetja til eins eða neins Gunnar, enda held ég bara á einu atkvæði af ca 200.000.  En þetta mun að öllum líkindum, verða þetta úrslitin, eftir að "heiðvirðir" kjósendur, kveða upp dóm sinn í næstu þingkosningar, hvenær sem að þær verða.

Kristinn Karl Brynjarsson, 30.5.2010 kl. 19:09

12 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Þetta er ágætt og án efa verða Hanna Birna og Gnarrinn frábær dúett. Hanna Birna lætur stólinn og verður nýi varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Halldóra Hjaltadóttir, 30.5.2010 kl. 19:18

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér líst ágætlega á þessa hugmyndafræði Hönnu Birnu að allir 15 borgarfulltrúar starfi saman að heill borgarinnar í stað þess að kljúfa sig í tvær hatrammar fylkingar. Kjölfestan yrði Gnarr + Hanna Birna, en þau myndu þá kippa hinum með og leyfa þeim að gera eitthvert gagn í stað þess að daga uppi í leiðindum og neikvæðni. Og ég er sammála því að minnstu varðar hver fær að kalla sig borgarstjóra. Og Hanna Birna er sjálfkjörin í embætti varaformanns eftir mánuð.

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 19:52

14 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þessi þjóð kaus yfir sig Ólaf Ragnar og Sylvíu nótt. Sjötíu þúsund mæta í „rassgönguna“ hjá hommunum árlega. Kannanir sýna að meginhluti Íslendinga (kjósenda) telja að Bubbi Morthens sé meira skáld en Hallgrímur Pétursson. Þær sýna líka að um 28% kjósenda álíta, að sólin snúist umhverfis jörðina, (sem er um það bil sama hlutfall og Samfylikingin fékk í síðustu alþingiskosningum). Sigur Jóns GeraNarr kemur því alls ekki á óvart. Hann var óhjákvæmilegur og í fullu samræmi við allt annað.

Þjóðin fær þá fulltrúa sem hún verðskuldar. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 30.5.2010 kl. 19:59

15 Smámynd: Björn Birgisson

"Og Hanna Birna er sjálfkjörin í embætti varaformanns eftir mánuð."

Það held ég ekki. Miklu nær væri að hún gerði atlögu að formanninum. Sérstaklega ef Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér í það embætti.

Björn Birgisson, 30.5.2010 kl. 20:06

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vilhjálmur, það er nú bara þannig að nákvæmlega helmingur þjóðarinnar er undir meðallagi í greindarvísitölu og hinn helmingurinn er ekki alltaf með öllum mjalla. Mannkynið er gallað og okkur býðst ekki skárri félagsskapur.

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 20:25

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, þú ert nú alltaf svo uppveðraður yfir ljóskunum. Þarf hún ekki fyrst að læra á landsmálin, atvinnumálin og efnahagsmálin - mér hefur nú ekki alltaf sýnst leiðin sjálfsögð frá Ráðhúsinu yfir í Valhöll þótt margir haldi það.

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 20:27

18 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þetta er rangt hjá þér Baldur, eins og ég hef vikið að í nýlegum færslum. Um helmingurer ekki heimskur, heldur hangir í nágrenni við meðalgreind. Eitthvað um fjórðungur er eitthvað yfir henni, (þ.á m. við tveir) og annar fjórðungur er beinlínis heimskur. Mér finnst rétt að rúnna þetta dálítið af og segi því að um það bil sjötíu  prósent þjóðarinnar séu annað hvort meðalmenn eða kjánar. 

Verkurinn er, að meðalmennin kjósa alltaf með heimskingjunum og fá því alltaf yfirgnæfandi meirihluta í öllum kosningum.

Sjötíu prósentin sigra alltaf! 

Vilhjálmur Eyþórsson, 30.5.2010 kl. 20:31

19 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Sé gengið út frá því að ekki verði þingkosningar, fyrr en eftir 2-3 ár, þá er varaformaðurinn ákjósanleg stoppistöð fyrir Hönnu Birnu.  Verði kosið í haust, eða jafnvel næsta vor, þá verður það eftir sprengingu á stjórnarheimilinu og núverandi stjórnarflokkar, myndu í aðdraganda kosningabaráttunnar, rífa fylgi af hvor öðrum og dreifa því að hina flokkana, með ómálefnalegum skeytasendingum og öðrum skeytingi.  Auk þess ef að kosningar bæru brátt að, myndi kosning nýs formanns í Samfylkingu, því varla hefur Jóhanna þrek í meira, bara skapa óróa innan flokksins............... Við slíkar aðstæður, skiptir ekki eins miklu máli hver leiðir flokkinn í kosningum.  Þá þarf bara sæmilega mælskan formann, sem kemur stefnumálum flokksins skammlaust frá sér.  

 Takist þessari stjórn hins vegar að tóra út kjörtímabilið, gæti það verið sterkur leikur að skipta Bjarna út fyrir Hönnu Birnu, hafi staða Bjarna ekkert skánað af viti, frá því sem hún er í dag.

Kristinn Karl Brynjarsson, 30.5.2010 kl. 20:41

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú ég þarf að skoða þessar færslur þínar. Vel á minnst, man ekki fyrir víst hvort ég sá það hjá þér eða öðrum: varst þú ekki einhvern tíma að segja frá reynslu þinni af Bárði Jónssyni? Ef svo er - hvar er þann pistil að finna?

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 20:47

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, ætlar Jóka að nota stjórnlagaþingið sem útgöngudyr? Heimilið brennur og hún leitar útgönguleiða. Held hún tönnlist á stjórnlagaþingini því þar eygir hún von um að komast úr brennunni sæmilega upprétt.

Bjarni er drengur góður en hann er hreinlega ekki að virka sem skyldi. Sama virðist gilda um Sigmund.

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 20:50

22 Smámynd: Björn Birgisson

Trú og sýn Vilhjálms Eyþórssonar á mannkynið og samborgara sína vekur athygli mína - en ætti ekki að gera það, af augljósum ástæðum. Mestu kjánarnir eru nefnilega þeir sem setja sjálfa sig í fílabeinsturna hverrar samtíðar og telja sig geta stjórnað öllu og öllum. Hver er svo reynslan af því, ef tekið er nýlegt dæmi af hruninu á Íslandi? Vorum það við vitleysingjarnir og heimskunnar menn sem lögðum grunninn að því?

Held ekki.

Það gerðu gáfumennirnir. Við kjánarnir vorum aldrei spurðir um neitt. Við eigum bara að borga brúsann.

30%-in fá alltaf mistök sín greidd af öðrum. Í því felst nú allur gjörvileikinn!

Þá er nú betra að vera heiðarlegur og heimskur!

Björn Birgisson, 30.5.2010 kl. 20:51

23 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Baldur,  þó svo að orðin "stjórnlagaþing" og "persónukjör", hafi oltið út úr munni Jóhönnu í dag, svona frekar sem "frasakennd tækifærismennska", heldur en að alvara búi að baki, þá er það svo að núverandi frumvarp um sjórnlagaþing, kallar ekki á nýjar kosningar.   Núverandi frumvarp, gerir eingöngu ráð fyrir ráðgefandi stjórnlagaþingi, sem gerir uppkast að tillögum um nýja stjórnarskrá, en ákveður hana ekki, eins og upphaflega stóð til.

 Þar sem hvorugur stjórnarflokkurinn, lifir af kosningar næsta árið eða tvö, þá mun frumvarpinu ekki verða aftur breytt í upprunalegt horf, sem að kalla myndi á kosningar fyrr.

Kristinn Karl Brynjarsson, 30.5.2010 kl. 21:07

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vilhjámur er Nietzsche okkar Íslendinga. En það er gaman að sjá þig vitna í Karl Popper.

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 21:09

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, en er það ekki svo að Alþingi kýs um tillögur stjórnlagaþingsins - síðan er efnt til þingkosninga og nýtt Alþingi kýs svo aftur um tillögurnar? Ég sé fyrir mér að gamla skrukkan muni nota þennan hamagang til þess að gjökta niður stjórnarráðströppurnar og láta sig hverfa fyrir fullt og allt.

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 21:12

26 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Verði farin sú leið sem að núverandi frumvarp bíður upp á, þá mun í rauninni Alþingi semja nýja stjórnarskrá, eftir tillögum stjórnlagaþingsins. Þeirri vinnu yrði í rauninni engin tímamörk sett, heldur eru allt eins líkur á því að þær tillögur lægju í meðförum þingsins, langleiðina út kjörtímabilið.

 Ég þekki reyndar ekki grein 79, að mig minnir, sem að Bjarni Ben hafi sagt í dag að nægt hefði að breyta fyrir síðustu kosningar, en kannski er meira aðkallandi að Lögjafavaldið og Framkvæmdavaldið, starfi á þann hátt sem því er ætlað að gera, samkvæmt núverandi stjórnarskrá, fremur en að breyta henni, vegna þess að hefðin, hefur ákveðið að smeygja sér framhjá ákvæðum hennar.

 Miðað við "óskalista" Jóhönnu um viðfangsefni stjórnlagaþings, eins og að stjórnlagaþingið ákveði að afnema synjunarvald forsetans, þá er ég ekkert allt of viss um að það sé endilega mál dagsins í dag, eða næstu daga eða mánuða.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 30.5.2010 kl. 21:25

27 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hef reyndar enga trú á hraðri afgreiðslu í þessari röð: 1. Stjórnlagaþing, semur drög að stjórnarskrá. 2. Alþingi semur upp úr drögunum og samþykkir , nýja stjórnarskrá og boðað verður til nýrra kosninga.  3. Nýtt þing kosið, sem samþykkir nýja stjórnarskrá og hún tekur gildi.

Ástæðunar eru: 1. Tillögur ráðgefandi stjórnlagaþings, verða þar sem niðurstaða stjórnlagaþings, er ekki bindandi, að þvælast í nefndum þingsins Allsherjarnefnd aðallega, því ekki verður það auðveldara þinginu að samþykkja þessi drög, frekar en önnur drög að stjórnarskrá, sem að því hefur borist. 2. Núverandi stjórnvöld, Samfylkingin, vill ljúka "bjölluatsferlinu" í Brussel, áður en boðað verður til kosninga.

Kristinn Karl Brynjarsson, 30.5.2010 kl. 23:00

28 identicon

Blessaður Baldur. Bloggið alltaf gott.

Það góða við íslenska pólitík er fjórflokkurinn. Þessi nýju framboð flækjast fyrir og byggja á úreldum hugmyndum. Væri ekki best að tryggja fjórflokkinn með stjórnarskrárákvæði og útiloka hitt? Segja við pöpulinn: Þetta er lýðræðið sem þið fáið og gerið gott úr því?

Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 23:02

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, þetta hljómar ansi sennilega hjá þér. Ég hef víst lagt of mikið upp úr þessu eilífa hjali hennar um stjórnlagaþing. En þá skil ég ekki heldur til hvers hún er að draga það inn í allar umræður - er hún að breiða reykský yfir ófarir Samfylkingarinnar?

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 23:13

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tómas, tillaga þín er vitaskuld gullfalleg en hún mun aldrei öðlast hylli fjöldans. Mér finnst vinnubrögð flokkanna ekki nógu góð og einhvern veginn þyrfti að opna dyr fyrir nýjum viðhorfum. Það er til dæmis fyrir neðan allar hellur að ríghalda í þessu klikkuðu prófkjör þar sem peningamaskínur, íþróttafélög og kumpánaklíkur ráða framboðslistunum. Margur ódrátturinn hefur komist á þing og í borgarstjórn í krafti þessa meingallaða fyrirkomulags. En flokkarnir hunsa allar kvartanir. Flokkarnir þurfa ærlegt spark í óæðri endann. Þeir taka ekki neitt mark á öðru.

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 23:17

31 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Já ójá Baldur það segir þú dagsatt ; hún Hanna Birna er kröftugur , glaðsinna ,  jákvæður   og   skapandi   stjórnmálamaður   já   og   stjórnmálamaður  með  R E Y N S L U já og held líka svikin kosningaloforð , þar með , sér í lagi er hún hefur súkkulaðibarnið sér til stuðnings , jafnvel þótt verið hafi í námi út í Edenborg - eins gott að hafa slíka  B J A R G V Æ T T I  í vinnu hjá sér þ.e. borginni , að ég minnist ekki á hina lífsnauðsynlegu SMÁSTYRKI sem aumingja súkkulaðibarnið fékk - já guð launi honum fyrir F R Á B Æ R L E G A unnin störf , sérstaklega þau er hann vann er hann stundaði námið í Edenborg - já  G U Р laun .

Hörður B Hjartarson, 30.5.2010 kl. 23:42

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hver er þetta svokallaða súkkulaðibarn? Er það eitt af börnum Árna félagsmálaráðherra? Ég er því miður alltof ómenntaður í uppnefningum þínum sem eru víst orðin hálfgildings fræðigrein.

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 23:52

33 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Mig "grunar" að innsæi mitt, hjálpi mér með svarið á þessari "uppnefningargátu" Harðar.  En þetta sama innsæi, segir mér líka, að hann hefur eflaust, lítið kynnt sér störf þessa "fórnarlambs" uppnefningaáráttu sinnar. Innsæi mitt segir mér að þær upplýsingar um störf "fórnarlambsins" er hann hefur, sé hægt að sækja í  "upphrópunnar" fyrirsagnir DV og Baugsmiðla.

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.5.2010 kl. 00:20

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þessi kynlega uppnefningarárátta minnir mig á hjátrú sem var almenn meðal sjómanna fyrr á öldum - þá mátti aldrei nefna hlutina sínum réttu nöfnum, heldur varð að notast við einhverja myndlíkingu. Annað þótti boða ógæfu.

Baldur Hermannsson, 31.5.2010 kl. 00:23

35 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Uppnefningarárátta á pólitískum andstæðingum, í bloggheimum, er að minni hyggju, skortur á farvegi fyrir reiði.

Ég varð reiður hruninu og var í rauninni reiður löngu fyrir hrun, þeim mönnum sem á endanum settu hér banka og þjóðlífið í rúst. Ég tók hins þann pól í hæðina að kenna ekki "egginu" um "hænuna".

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.5.2010 kl. 00:35

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Aha, ekki galin hugmynd. Verst þykir mér þegar uppnefnin keyra svo úr hófi fram að það er engin leið að geta sér til um hvað viðkomandi er að skrifa. Málefnið gjörsamlega kafnar í uppnefnum. En það er eins og menn ráði ekki við þetta - árátta, fíkn, ég veit ekki hvað á að kalla þetta.

Baldur Hermannsson, 31.5.2010 kl. 00:38

37 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já þetta er frekar hvimleiður vani að uppnefna allt og alla.

 En ef við einbeitum okkur þá aftur að úrslitunum í borginni, þá má alveg líka í ljósi úrslitana, túlka þau þannig, að þó svo að meirihlutinn hafi kolfallið, þá urðu örlög minnihlutans lítt skárri.  Í rauninni var bara ca. 1% sem skildi að D og Æ í lokin, en samt nóg svo að D tapaði tveimur.

 Svo ef við skoðum úrslitin í Kópavogi, þá tapaði minnihlutinn þar manni, þrátt fyrir stöðuga vinnu allt kjörtímabilið, við að uppgröft á skít á til að klína á meirihlutann.

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.5.2010 kl. 00:52

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já, það tapa allir þegar nýtt framboð kemur og sópar til sín fylginu.

Baldur Hermannsson, 31.5.2010 kl. 00:54

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef verið að hugleiða hvort ég ætti að borga Herði einhverja fjárhæð til þess að hann hætti að uppnefna fólk og flokka. Spurning hvað 2400 krónur geri. Hann getur farið í bíó fyrir þessa upphæð, jafnvel tvisvar sinnum.

Baldur Hermannsson, 31.5.2010 kl. 00:56

40 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Stórfurðulegt  Baldherinn minn  að  heyra  þig  og  sjá  tala  og  skrifa  um uppnefningar , því ég var svo handviss um að þú hefðir ekki grænan grun um , hvað slíkt væri - sem ég jú hef bent þér á áður og gerði að sjálfsögðu að ósekju - ekki satt ?

Hörður B Hjartarson, 31.5.2010 kl. 01:59

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Við Kiddi viljum bara ala þig upp, gamli ódámur. Sýndu nú af þér smá þakklæti og segðu: takk.

Baldur Hermannsson, 31.5.2010 kl. 08:32

42 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Núna vill Karl Th. Birgisson, samfylkingarspynnir, að Dagur segi af sér til að hleypa Hjálmari Sveins i borgarstjórn. Ætli það sé meiri eftirspurn eftir manninum í 4. sætinu, en í því fyrsta í Borgarstjórn?  Það vill bara heppilega til að Hjálmar, var búinn að sætta sig við kaup og kjör, varaborgarfulltrúans, þegar afsagnarkrafan kom.  Hjákmar virðist líka "drengur góður", úr því að hann ákvað að fórna sér í varaborgarfulltrúann, fyrir kjósendur sína.

 Ekki veit ég hvort að þrátt fyrir töluvert ágæti, Geirs Sveinssonar, hvort að það sé meiri eftirspurn eftir honum í Borgarstjórn, en Hönnu Birnu.  

 En mig grunar þó að það sé meiri eftirspurn eftir Þorleifi, dúkara í Borgarstjórn, en eftir Sóleyju Tomm.

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.5.2010 kl. 11:45

43 identicon

Engum heilvita manni myndi detta í hug að ofurpíka Sóley myndi gera það gott

Doctore0 (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 12:20

44 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kiddi, það er sami dausinn undir öllu þessu liði.

Baldur Hermannsson, 31.5.2010 kl. 12:42

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Doctore0, Sóley er enn einn dæmigerður afrakstur prófkjaranna. Það er rétt sem þú segir, engum heilvita manni kæmi til hugar að setja hana í brjótsvörnina en hópur brjálaðra feminista tróð henni þarna með ofríki og kosningasvindli.

Baldur Hermannsson, 31.5.2010 kl. 12:44

46 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Aumingja konan á bara bágt. Talar eins og kjáni.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 31.5.2010 kl. 12:54

47 Smámynd: hilmar  jónsson

Til hamingju með tilvonandi vinstri stjórn í Hafnó. Baldur.

Þér hlýtur að vera létt..svona innst inni..

hilmar jónsson, 31.5.2010 kl. 14:22

48 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hæ Silla, henni hefði verið nær að fara til sálfræðings og láta Ráðhúsið eiga sig.

Baldur Hermannsson, 31.5.2010 kl. 14:48

49 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Baldur !  Ala upp , eigum við ekki að snúa þessu á öllu vitrænni hátt og ég reyni að tjasla eitthvað upp á ykkur - eða hvort kom á undan ; hænan eða eggið ?

Hörður B Hjartarson, 31.5.2010 kl. 14:52

50 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, Rúna er vænsta kona og það er tvímælalaust stórt skref fram á við að fá hana í meirihlutann. Ég vænti góðs af henni. Sjálfstæðisflokkurinn bætti miklu við sig en hann er engan veginn tilbúinn að stýra Hafnarfirði af eigin rammleik. Það þarf sterk bein, sterkan, breiðan og fjölbreyttan lista og hann þarf að vaxa á þessu kjörtímabili ef hann vill ná meirihluta í næstu kosningum. Samfylkingin hefur steypt okkur í hyldjúpt skuldafen og þetta verður ekki létt verk hjá henni Rúnu.

Baldur Hermannsson, 31.5.2010 kl. 14:52

51 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svonja spyrja bara smákrakkar - auðvitað kom hænan á undan.

Baldur Hermannsson, 31.5.2010 kl. 14:53

52 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Sigurbjörg Eiríksdóttir  !  Því segir þú svona endemis vitleysu , kjánar  tala ekki svona - þeir tala með einhverju viti  ; -)

Hörður B Hjartarson, 31.5.2010 kl. 14:57

53 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   En hvort komu á undan súkkulaðidrengir , eða súkkulaðibörn - pólitískt siðferði eða styrkir ?

   Æ mikið á ég gott , að vera sem smábarn , eins og þvælan er út um allt nú síðustu og verstu -   , á ísa köldu landi .

Hörður B Hjartarson, 31.5.2010 kl. 21:54

54 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er prýðilega sáttur við að sjá nýtt yfirbragð á "pólitískri" umræðu en svo er bara að vera vongóður um vinnubrögðin.

Ég varð fyrir nokkurs konar vitrun í dag!

Ég kveikti á sjónvarpinu og stillti á Alþingi. Þar tók til máls Birgir Ármannsson háttvirtur eitthvað. Ég reyndi að hlusta á manninn og svo slökkti ég á imbanum því ég skildi ekki orð.

Þá rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði í nokkur skipti orðið fyrir álíka lífsreynslu þegar ég álpaðist til að horfa á  Dag B. Eggertsson tala í pólitískri umræðu um eitthvað sem ég skildi ekki. Aftur á móti skildi ég þjáningarsvipinn á þeim hjá honum sátu og mér skildist að væru fórnarlömbin. Og ég sá hvernig aumingja fólkið seig saman í sætunum og ég vorkenndi því.

Vitrunin var sú að ég skil afar vel hvað það er sem normal fólk saknar ekki þegar pólitíkusum er skipt út fyrir grínista.

Árni Gunnarsson, 31.5.2010 kl. 23:54

55 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvaða raus er nú þetta? Þú hefur aldrei skilið normal fólk og þetta veistu að ég segi þér til hróss en ekki vansa.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 00:16

56 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Mér fannst Sigmundur Davíð, tala skýrt í fréttum.  Hann sagði einfaldlega, að ef að vantraustsorð Gumma Steingríms, gegn sér væri ekki "gjörningur" ( grín), þá væri hann ekki Framsóknarmaður.

 Reyndar ganga þær sögur að þegar Samfó í kraganum hafnaði honun í prófkjöri, fyrir rúmu ári og hann hann ákvað að flytja sig yfir í Framsókn N-V, þá hafi nú margur Samfóistinn, skráð sig í Framsókn, kosið hann í prófkjöri og skráð sig úr flokknum.  Allt fyrir "litla samfylkingarmanninn" í Framsókn.

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.6.2010 kl. 00:31

57 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það ganga grimmilegar skeytasendingar meðal Framsóknarmanna þessa stundina. Bæði Gvendur pabbastrákur og Einar Skúlason senda Sigmundi tóninn en hann skýtur föstum skotum til baka. Í samtali við Pressuna gerir hann Einar ábyrgan fyrir afhroðinu í Reykjavík:

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/sigmundur-frasapolitik-virkar-ekki-i-rvk---osaetti-um-hvernig-oskar-var-settur-til-hlidar

Fyrir 4 árum sagði Halldór Ásgrímsson af sér eftir ófarir í sveitastjórnarkosningum en Sigmundur ætlar sýnilega að berja frá sér.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 00:38

58 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Halldór var líka kominn með nóg og ófarirnar í kosningunum 2006, kannski þegar öllu var á botninn hvolft "kærkomin" útgönguleið.  En kannski hefði hann mátt bíða í ca. hálft ár eftir landsfundi og láta flokkinn kjósa formann, heldur en að sækja Jón Sig. , með það fyrir augum að hann leiddi flokkinn í næstu kosningum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.6.2010 kl. 00:43

59 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það var engu líkara en Dóri væri í einhvers konar áfalli, það var ekki einleikið hvernig maðurinn lét. Svo fór allt í klessu hjá flokknum. Formaður má ekki láta svona. Það er ekki nóg að brjótast til valda, menn verða líka að hætta sómasamlega.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 00:44

60 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það var nú reyndar enginn í boði í flokknum, sem hafði drífandi leiðtogaáru til þess að rífa upp flokkinn, en kannski er nú einhver þarna sem er sterkari en Jón Sig. sem náði ekki einu sinni þeim hæðum, að ná kjöri í öðru Reykjavíkurkjördæmana.  Það og reyndar brennandi áhugi Samfó að komast útrásarþjónustu ( ríkisstjórn), sparkaði Framsókn úr áframhaldandi stjórnarsamstarfi. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.6.2010 kl. 00:55

61 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það hefur oft verið sagt að formanni sem kominn er á endasprettinn beri skylda til að búa svo um hnúta að verðugur eftirmaður standi flokknum til boða. Vera má að flokksmenn hafni erfðaprinsinum og velji einhvern annan, en þeir hafa þá alla vega haft um tvo eða fleiri góða kosti að velja.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 01:15

62 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Erfðaprinsar Framsóknar hurfu í útrásarþokuna.  Í það minnsta Finnur Ingólfs og Árni Magg.

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.6.2010 kl. 01:26

63 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni Magg á stóran þátt í hruninu. Það var hann sem hunsaði allar aðvaranir og keyrði grimmt á 90% lánunum. Hann er maðurinn sem bar eldinn að púðurtunnunni.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 01:39

64 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hann hafði nú Samfó með sér í 90% klappliðinu.  Sjálfstæðisflokkurinn var skammaður fyrir að halda lánshlutfallinu í "bara" 90% og hámarksupphæð láns " bara" í 18 milljónum.

 En Jóhanna bjargaði þessu þremur mánuðum fyrir hrun............ afnam stimpilgjöldin og rýmkaði reglur um lánshlutfall og hámarksupphæð lána.  Lán Íbúðalánasjóðs, jukust ekki um nema 75% þessa þrjá mánuði, fyrir hrun miðað við síðustu þrjá mánuði á undan.   Og svo að því sé haldið til haga, þá rauk hún í þetta eftir að hafa setið fundi í "efnahagsráði" ríkisstjórnarinnar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.6.2010 kl. 01:48

65 Smámynd: Baldur Hermannsson

Samfó studdi allt hið illa.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 01:57

66 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já og gerir enn................... Samfylkingin, berst fyrir því að Björgólfur Thor fái "sérlög", til þess að hann geti opnað hér gagnaver.  Gagnaverið er reyndar viðskiptadæmi, þar sem að hinn innmúraði samfóisti Vilhjálmur Þorsteinsson kemur að.

 Þessi "sérlög" eru nokkurs konar "útgáfa" frumvarps til laga um erlenda fjárfestingu, sem sefur "svefninum langa" niður í Fjármálaráðuneyti, i ca. hálft ár, á meðan Steingrímur og sérlegur "skattfræðingur" hans vinna að tæknilegri útfærslu skatta, þessum erlendu fjárfestum til handa.

 Það má líka alveg koma fram að það bíða hið minnsta 10 verkefni, þessa frumvarps, allt verkefni í flokknum "eitthvað annað" semsagt ekki álver.

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.6.2010 kl. 02:16

67 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er farinn að óttast um þig Baldur. Mér sýnist þú á góðri leið með að verða normal.

En þetta með hann Árna Magg. Sagði ekki Davíð að þessi hringavitleysa hans yrði bara að fá að hafa sinn gang. Hún væri bara fórnarkostnaður til að halda ríkisstjórninni saman; þjóðin yrði að láta sig hafa það að borga fyrir bullið?

Árni Gunnarsson, 1.6.2010 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 340394

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband