Stórsigur og stórsókn Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn nær hreinum meirihluta í 4 af 10 stærstu sveitarfélögum landsins! Þetta er bæði stórsigur og stórsókn, sama hvernig á það er litið. Þetta sýnir hve sterkar rætur Sjálfstæðisstefnunnar eru með íslensku þjóðinni. Sjálfstæðisstefnan er það afl sem öðrum fremur hefur knúið okkur áfram til framfara, velgengni og velmegunar á liðnum árum og svo mun lengi verða.

Besta fólk landsins fylgir Sjálfstæðisflokknum að málum - duglega fólkið, vandaða, heiðvirða og vel gefna fólkið sem ber í brjósti ríka ábyrgðartilfinningu og horfir fram á veginn.

En Sjálfstæðisflokkurinn fær harðan skell í 3 stórum kjördæmum: Reykjavík, Akureyri og Akranesi. Við megum ekki gleðjast svo ógurlega yfir sigrum vorum að vér gleymum að harma ósigrana.

Hvað fór úrskeiðis á þessum 3 stöðum? Við lærum af þessum hrakförum að við verðum að vanda miklu betur til framboðslistanna. Það gengur ekki lengur að láta það ráðast í tilviljanakenndum prófkjörum hverjir fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Við verðum að slíta upp rót alls hins illa, sem eru prófkjörin, og finna skynsamlegri leiðir til þess að manna listana okkar. 


mbl.is Meirihlutar féllu víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Það verður fjör hjá þér í dag.

Anna Guðný , 30.5.2010 kl. 11:57

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er fjör hjá okkur íhaldsmönnum í dag. Undanfarin 2 ár hafa verið okkur þung í skauti en nú er landið byrjað að rísa.

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 11:58

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Mikið gersemi ertu hversu þú ert mér eftirlátur" sagði Hallgerður húsfreyja þegar Sigmundur Lambason hafði ort níðið um þá feðga á Bergþórshvoli.

Nú er komið að því að forystumenn og fótgönguliðar stjórnmálaflokkanna sem hýddir voru í gær fara að segja okkur frá því hvað við vorum að meina í nýafstöðnum kosningum.

Samkvæmt venju munu þeir komast að því að við vorum að lýsa yfir sklyrðislausum stuðningi við þá og kunna okkur þakkir fyrir að hafa ekki látið einhvern lygaþvætting óvinanna afvegaleiða okkur.

Ég óska Sjálfstæðisflokknum til hamingju með glæsilegan sigur þeirra sem héldu pólitísku lífi í nótt. Og ég samfagna þeim með að eiga vona á ámóta "sigri" í næstu kosningum og þeim þar næstu (ef flokkurinn lifir svo lengi.)

"Sáuð þið hvernig ég tók hann" sagði Jón sterki forðum.

Árni Gunnarsson, 30.5.2010 kl. 12:15

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, ég er þreyttur á þessu eilífa rausi stjórnmálaskýrenda um "skilaboð" frá kjósendum. Hve margir kusu í gær - langleiðina í 200 000. Kosningar eru ekki einhver skilaboðaskjóða og hefur aldrei verið. Sumir hrósa sigri en aðrir gráta hörmulega útreið. Íhaldið féll en hélt velli. Nóttin er liðin og upp er runninn nýr og bjartur dagur.

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 12:40

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessari ályktun minni var nú ekki sérstaklega beint til þín og fyrir því eru ástæður sem við báðir þekkjum.

Ég er að tala um þessa dæmalausu afneitun sem allir stjórnmálaflokkar hafa alltaf sýnt eftir kosningar.

Það er einlægt verið að srgja kjósendum að þeir hafi verið að gera eitthvað annað en þeð sem þeir gerðu.

Það er auðvitað hárrétt hjá Jóni Gnarr og pólitíkusar eru búnir að koma sér upp tungumáli sem er í senn hundleiðinlegt, óskiljanlegt og umfram allt afspyrnu heimskulegt.

Engu máli skiptir þótt skipstjóri tali um suðurgluggann á brúnni og áhöfnin hlægi.

Ef hann fiskar.

Árni Gunnarsson, 30.5.2010 kl. 13:22

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það mætti halda að fréttamannastéttin og fræðimannasettið, hafi miðað við ótímabærar andlátsfréttir af "fjórflokkunum", hafi fremur, heldur en stundað sín fræði, lesið Moggabloggið og önnur blogg og tekið "lærða" afstöðu, út frá þeim lestri.

 Það sem í rauninni felst í andlátsfregnum af "fjórflokkunum", er það að þessir fjórir flokkar, geta ekki vænst þess að verma yfir 90% sæta á Alþingi og enginn þarf að "hrökkva í kút", þó að eftir næstu þingkosningar, verði mynduð ríkisstjórn þar sem einhver þessara gömlu flokka fjögurra starfar með einhverju nýju afli, sem að mun ná 10 þingsætum, eða meira.

Kristinn Karl Brynjarsson, 30.5.2010 kl. 13:31

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já það er verst að nýtt fólk í pólitík byrjar alltaf á því að temja sér þetta klisjukennda orðfæri gamlingjanna.

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 13:31

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

En nú er ég þotinn austur í sveitir á mínum heiðbláa pallbíl, kæri Árni, með mína fögru spúsu mér til halds og trausts. Brosandi mun ég standa á Heklu tindi hám, fagna ylgeislum sólarinnar, gleðjast yfir bjartri framtíð Íslands sem aldrei mun láta svíkja sig inn í hræðslubandalag Evrópuríkjanna og senn mun losa sig undan klafa vinstri stjórnarinnar.

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 13:45

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vel mælt Kiddi minn, þú ert með þetta eins og fyrri daginn.

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 13:46

10 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Tad er alveg merkilegt med sjalfstædistursinn nu er buid ad høggva af honum høfudid og badar lappirnar samt stendur hann a stufunum og rifur kjaft med rassgatinu.

Þorvaldur Guðmundsson, 30.5.2010 kl. 14:03

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er á fárra manna færi að vinna slíkt afrek, Þorvaldur Guðmundsson.

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 19:53

12 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Björn Bjarna, klikkar ekki, frekar en oft áður:

„Þau [kosningaúrslitin] staðfesta þá skoðun, að ríkisstjórnin eigi að segja af sér. Hún hefur ekkert lengur fram að færa. Var hún í raun lögð til hvílu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars. Að henni lokinni tók Jóhanna að tala um, að nú væri ekkert annað eftir en „þétta raðirnar“, þá myndi þetta allt blessast hjá stjórnarliðum. Nú situr hún í Silfri Egils sunnudaginn 30. maí og segir úrslit sveitarstjórnakosninganna sýna, að nú sé tími til þess kominn fyrir stjórnarflokkana að „þétta raðirnar“!

„Sagan geymir sögur um hershöfðingja, sem hafa þétt svo raðir liðsmanna sinna eftir mannfall, þar til enginn varð eftir, til þess að skipa þessar raðir. Þegar sagan hefur verið skráð, eru sagnfræðingar almennt þeirrar skoðunar, að skynsamlegra hefði verið að skipta um hershöfðingja en láta hann komast upp með að senda menn sína út í opinn dauðann. Þessi þáttaskil eru örugglega komin í sögu Jóhönnu Sigurðardóttur.“

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.6.2010 kl. 02:40

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er algerlega briljant samlíking hjá meistara Birni!

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 02:44

14 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þessi örfáu "hugtök" sem Jóhanna notar í vörn hafa öll sinn tilgang, en ekki þar með sagt að hugur fylgi máli.

 "Að þétta raðirnar", eru skilaboð til samstarfsflokksins um að hafa sig hægan.

Persónukjör og Stjórnlagaþing", er fyrir almenning, sem að henni er alveg sama um.......... en er samt notað til að sefa óánægjuraddir.

 "Verið að vinna í málinu", merkir að verið er að beygja samstarfsflokkinn á "rétta braut".

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.6.2010 kl. 02:56

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvernig verður valið a stjórnlagaþingið ? Mér skilst að Steingrímur og Jóhanna ætli að velja sitt fólk og svo einhver samtök að tilnefnaeinhverja til viðbótar. Er þetta nokkkuð annað en tilraun til að setja Alþýðulýðveldinu Íslandi stjórnarskrá sem tryggi völd vinstriaflanna? Og hvað á svo að gera við tillögurnar.? Hver á að samþykkja þær eða hafna ?

Er þetta ekki bara einn lyga-og blekkingaleikur hjúanna, kjaftæði til að við gleymum aumingjaskap þeirra meðan við bíðum eftir að þau geri eitthvað ?

Baldur, skýrðu þetta stjórnlagaþing fyrir okkur .

Halldór Jónsson, 2.6.2010 kl. 17:17

16 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Stjórnlagaþing og persónukjör voru meðal þeirra orða sem að heyrðust af og til í "Búsáhaldabyltingunni.

 Stjórnlagaþing, var ein af kröfum Framsóknarflokksins, gegn því að vera hækja minnihlutastjórnar, fram að kosningum. Stjórnlagaþingið átti fyrst að vera bindandi, þ.e. sú Stjórnarskrá sem stjórnlagaþingið hefði samið, hefði verið ný Stjórnarskrá Íslendinga.  Þess vegna m.a. átti að keyra það í gegn fyrir kosningar, því að, ef annar vettvangur, en Alþingi á að semja Stjórnarskrá fyrir Íslendinga, þarf að breyta Stjórnarskránni.  Sú breyting hefði þurft samþykkt tveggja þinga, með kosningum á milli.

 Sjálfstæðisflokknum fannst margt mikilvægara á þessum tímapunkti í Íslandssögunni, en að semja og samþykkja þessi lög um stjórnlagaþing, enda allt á sömu leið til andskotans og nú er.  Sjálfstæðisflokkurinn bauð hins vegar upp á breytingu á grein 79 í stjórnarskránni, sem kveður á um að ekki þurfi samþykkt tveggja þinga, fyrir þeim stjórnarskrárbreytingum sem stjórnlagaþingið er.  Með því móti hefði verið hægt að hafa stjórnlagaþingið áfram bindandi, en ekki ráðgefandi, eins og nú stendur til. Ráðgefandi stjórnlagaþing, hljómar líkt og "risaútgáfa" af öllum þeim stjórnarskrárnefndum, sem starfað hafa á vegum Alþingis, með litlum eða engum árangri.

 Jóhanna nýtti sér hins vegar tækifærið í ágjöfinni sem forsetinn fékk, eftir útkomu Skýrslunnar, að óska eftir því að það "stjórnlagaþing" sem ætti eftir að samþykkja lög um tæki fyrir synjunarrétt forsetans, með það fyrir augum að afnema hann. Þar var hún einnig að taka "seinni bylgju" á fýlu sína, yfir því að forsetinn synjaði Icesavelögunum staðfestingar í byrjun ársins.

 Hvað lög um persónukjör varðar, þá virðast vera runnar tvær grímur á "femínistadeildir" stjórnarflokkana, þar sem lög um persónukjör, tryggja konum ekki "frátekin" sæti á framboðslístum flokkana í kosningum.  Með öðrum orðum þá eru lög um persónukjör, ekki í anda hugmynda femínista um "kynjað" lýðræði.

 Jóhanna missti hins vegar þessi orð út úr sér ( eða Hrannar B. talaði þau í gegnum hana) í Silfursþættinum sl. sunnudag. Þessi orð notar Jóhanna þó gjarnan þegar hún afsakar, slæma stöðu stjórnarflokkana, hvort sem það sé í könnunum, eða eftir sveitarkosningar, síðustu helgi.

 Það er í það minnsta ljóst hvað tefur lög um persónukjör, en ekki veit ég hvað tefur lög um ráðgefandi stjórnlagaþing, annað en klúður stjórnarflokkana, eða samstöðuleysi þeirra í millum um þau.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.6.2010 kl. 20:54

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Brauð og leikir, drengir, til þess að fela vanmátt sinn býður Jóhanna vinstra skrílnum upp á brauð og leiki.

Baldur Hermannsson, 2.6.2010 kl. 22:17

18 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég held að þjóðin myndi nú ekki fitna, þó hún fengi smá viðbit á brauðið.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.6.2010 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 340413

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband