Loksins hárrétt viðbrögð

Loksins bregst stjórnmálamaður hárrétt við höfnun kjósenda - hún segir af sér. Sigrún Björk gerir það sem svo margir hefðu átt að gera. Við Íslendingar sitjum uppi með handónýta stjórnmálamenn í öllum flokkum. Þetta er fólk sem hefur komið sér upp vel smurðum kosningavélum, safnað kringum sig harðsoðnum klíkum ættingja, venslamanna og kumpána hvers konar og þegar líður að prófkjöri sígur þessi illskeytta fylking af stað og malar allt sem fyrir verður.

Við verðum að afnema prófkjörin. Þau eru rót alls hins versta í samfélaginu. Stjórnmálaflokkarnir bregðast trausti kjósenda ár eftir ár með því að láta kylfu ráða kasti. Þeir eiga að velja duglegt, vel gefið fólk, skóla það til vendilega og skammta því tvö kjörtímabil á þingi og í sveitarstjórnum. Stjórnmálaflokkarnir hirða stóra styrki af almannafé og þeim er engin vorkunn að standa almennilega að framboðslistunum.

Nú hefur Sigrún tekið af skarið og húrra fyrir því. Nú eiga þeir Gísli Marteinn, Sóley og Guðlaugur Þór að gera slíkt hið sama, kveðja pólitíkina umsvifalaust og leita sér nýrra starfa. Og margir, margir aðrir eiga að gera slíkt hið sama. Íslendingar eiga rétt á betri fulltrúum. 


mbl.is Sigrún Björk segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég sé bara ekki neitt húrra hér - sumir eru einfaldlega meiri fífl en aðrir -

hún skilur eftir sig ljótt sár í röðum heiðarlegs Sjálfstæðisfólks

Hvet ykkur hin sem eruð líka á "gráu" svæði að fara frá á meðan hægt er - tjónið er orðið nægjanlegt nú þegar ef það skildi kæta ykkur að vita það.

Munið að ma ég ruddi ykkur braut í upphafinu og nú vil ég draga það atkvæði til baka og fá inn fólk með öðruvísi fortíð sem og bjarta heiðarlega framtíð fyrir alla líka þá sem í dag vinna láglaunastörfin

Jón Snæbjörnsson, 31.5.2010 kl. 14:51

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, ég held að nú hafir þú talað fyrir munn þúsundanna:

"Munið að ma ég ruddi ykkur braut í upphafinu og nú vil ég draga það atkvæði til baka og fá inn fólk með öðruvísi fortíð sem og bjarta heiðarlega framtíð fyrir alla líka þá sem í dag vinna láglaunastörfin"

Því miður er ég með Chrome og get því ekki feitletrað þessi orð þín, en helst vildi ég skrá þau gullnu letri í hjörtu hvers einasta stjórnmálamanns á landi voru.

Baldur Hermannsson, 31.5.2010 kl. 14:56

3 identicon

Sé ekki neitt húrra í þessu. Sigrún var réttkjörin en Ólafur ekki. Er eitthvað verið að koma sérstaklega á móts við kjósendur ef þeir sem voru kjörnir segja af sér og aðrir sem ekki voru kjörnir taka við? Lýðræði í heldur miklu skötulíki að minni hyggju. Í mínu ungdæmi hét þetta að fara í fýlu.

skellur (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 14:58

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nú Valdís gaf tóninn, prik fyrir það. En ég vil sjá fleiri miklu fleiri og eins og fyrri daginn hvað mig varðar, í öllum flokkum.

Finnur Bárðarson, 31.5.2010 kl. 14:58

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigrún hefði auðvitað átt að stíga til hliðar um leið og kaupmála-málið varð uppvíst. Þó rétt sé að fagna ákvörðun hennar þá á hún varla hrós skilið fyrir að fara einu færu leiðina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.5.2010 kl. 15:04

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svona Axel, ekki þessa nísku, hrósaðu stelpunni og vertu góður við hana því þetta hefur verið henni þungbær ákvörðun.

Baldur Hermannsson, 31.5.2010 kl. 15:07

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Axel vill helst afhausa alla trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins - sem og aðrir andstæðingar XD - það er eina leiðin fyrir þá aðila að hasla sér völl - ekki þola þeir gagnrýni eða mótframboð sjá VG í Reykjavík - ekki þola þeir að einstaklingar og fyrirtæki treysti einhverju betur til góðra verka í Borgarstjórn eða á þingi - sjá árásir úr Sf á Steinunni - - Helga o.fl.

Ergo - hausinn af öllum hinum svo ég komist að - ekki satt Axel.?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 31.5.2010 kl. 18:39

8 Smámynd: Elle_

Og allt heila Icesave-liðið, Baldur, hvar í flokki sem það er, verður líka að víkja og þó löngu fyrr hefði verið.  Þau eru að brjóta gegn fólki og brjóta lög.

Elle_, 31.5.2010 kl. 22:08

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Núna hefur samkvæmt visir.is, einhver lögspekingur, bent á það að sveitarstjórnarmönnum, sé óheimilt að "neita" að taka sæti í sveitastjórn, séu þeir kosnir til þess.

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.5.2010 kl. 23:38

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, ég vona að það séu ekki til lög sem banna þeim líka að deyja, hehehe :)

Baldur Hermannsson, 31.5.2010 kl. 23:49

11 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Nei ætli þau lög séu nokkuð til.  En fulltrúar hafa útgönguleið "löglega" afsakaðir.  En ég held að þetta hafi nú ekki verið túlkað alvarlega.  Á þessu kjörtímabili, sem er að ljúka, hættu t.d. Steinunn Valdís og Árni þór Sigurðsson (sprongrósser) í borgarstjórn, vegna þess að þau voru kjörin á þing. ( Er það lögleg afsökun, að láta kjósa sig til "meiri" metorða?) Og svo flutti jú Stefán Jón Hafstein til Afríku.

 Var Gísli Marteinn þá ekki bara að fara að lögum, með því að segja ekki af sér, þennan vetur sem hann fór til náms í Edinborg?  hahahaha

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.5.2010 kl. 23:54

12 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Las það í Pressunni, Baldur að í meirihlutaviðræðum í þínum heimabæ, hafi Samfó stungið upp á Lúlla, sem bæjarstjóra.

 Bæjarbúum verður það örgugglega ljúft að sýna honum þakklæti sitt, fyrir vel unnin störf, með því að greiða honum bæjarstjóralaun, fjögur ár í viðbót.

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.6.2010 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 340329

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband