Færsluflokkur: Dægurmál

Mr. Marshall er óvinur fólksins og verður að fara

Þetta er hárrétt ályktað hjá Sigurjóni, formanni Frjálslynda flokksins. Róbert Marshall verður að segja af sér. Það gengur ekki að hafa á hinu háa Alþingi mann sem hefur valdið íslensku þjóðinni svo herfilegum skaða. Hann á að sjá sóma sinn í því að taka pokann sinn og laumast burt svo lítið beri á. Hann er óvinur fólksins.
mbl.is Róbert Marshall íhugi afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri menn eru verr gefnir....segja vísindin

Nú er það loksins vísindalega sannað að stjórnmálaskoðanir manna eiga rætur sínar í heilastarfsseminni. Þær eru með öðrum orðum: meðfæddar. Þetta hef ég alltaf vitað. Það er svo augljós munur á vinstri mönnum og hægri, að ég tali nú ekki um Framsóknarmenn. Vinstri menn eru óáreiðanlegir, hysknir, neikvæðir, taka sjaldan frumkvæði og eiga erfitt með að hugsa sjálfstætt. Hægri menn hugsa sjálfstætt, taka frumkvæði, eru áreiðanlegir, röskir og jákvæðir.

 -

Skylt er að benda á að frétt Morgunblaðsins ber ekki alveg saman við fréttir í breskum fjölmiðlum. Hér er ein læsileg útgáfa með nokkuð öðruvísi orðalagi:

 -

http://www.rediff.com/news/report/brain-shape-determines-political-views-uk-researchers/20101229.htm 


mbl.is Stærð heilasvæða ræður stjórnmálaskoðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmönnum hugnast óformlegar þreifingar

Úr tilsvörum þingmanna má lesa að þetta séu bara óformlegar þreifingar enn sem komið er, en þá skyldu menn minnast þess að fátt hugnast Framsóknarmönnum eins vel og einmitt óformlegar þreifingar. Þeir hafa eðlislæga gáfu til að þreifa sig áfram í niðamyrkri og sitja allt í einu óforvarendis við kjötkatlana. Minnumst þess líka að ógæfustjórn vinstri flokkanna var getin undir handarjaðri Framsóknarmanna fyrir tveim árum. Steingrímur og Árni Þór munu reyna til þrautar að kaupa Lilju með gýligjöfum en hafa Framsókn í bakhöndinni. Þeir hafa viku til stefnu.
mbl.is Framsókn eðlilegur kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kurfarnir tveir draga upp seðlaveskin

Árni Þór og Steingrímur eru heimskir kurfar sem kunna sig ekki í návist kvenna. Þeir hunsuðu Lilju, smánuðu hana opinberlega, lugu upp á hana og héldu að þeir kæmust upp með það. Nú er runnið upp fyrir kurfunum tveim að hún hefur ráð þeirra í hendi sér. Þeir láta í veðri vaka að Framsókn muni hlaupa undir bagga með þeim, en það er bara fyrirsláttur. Nú leggja þeir nótt við dag og ota dúsum að Lilju. Þetta er háttur kurfa er þeir vilja hugnast konum. Þegar sjarminn hrekkur ekki til draga þeir upp seðlaveskin.
mbl.is Telur óvíst að stjórnin lifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrýmum hundum á höfuðborgarsvæðinu

Hvenær ætla menn að læra af reynslunni. Það nær ekki nokkurri átt að leyfa óargadýrum að valsa um borgir Evrópu. Þessi stórhættulegu kvikindi bíta andlitin af krökkum, stórslasa fullorðna karlmenn og steindrepa konur. Dýr eiga að vera úti á landi. Dýr eiga ekki að vera í borgum. Bönnum hundahald á höfuðborgarsvæðinu og það strax.
mbl.is Hundur drap breska konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lilja uppgötvar rætnina

Loksins er Lilja búin að átta sig á stöðunni. Hún á ekki heima í vinstra flokki. Hún er sjálf vinstri sinnuð en sterkustu máttarstólpar vinstri flokka eru rætni, öfund, rógburður, skipulögð fáfræði, ósannsögli, einelti og heimska. Lilja er vel gerð, vel menntuð og heiðarleg og á því ekki heima í vinstra flokki.
mbl.is Lilja: „Var vöruð við rætni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Imperium - góðar sögulegar skáldsögur

Ég var að enda við Imperium eftir Robert Harris, sem Jón Barðason lánaði mér. Þetta er fyrsta bókin í þrennu sem byggð er á ævi rómverska ræðusnillingsins Cicero. Sögulegar skáldsögur eru mitt líf og yndi nú orðið. Þær eru í senn menntandi og skemmtandi. Ég hef staðið í ströngu að gúggla þá fornu garpa Cicero, Crassus, Pompeius, Caesar og Catilinu - að ógleymdum þrælnum Markúsi Tullius Tiro, sem er sögumaður þrennunnar.

Þrællinn Tiro hefur verið stórmerkilegur maður, og honum eigum við fremst að þakka þá staðreynd að ræður Ciceros hafa varðveist. Tiro fann upp öflugt hraðritunarkerfi sem saman stóð af hér um bil 4000 táknum. Hann reit líka sögu Ciceros að honum látnum, en sú saga hefur glatast.

Robert Harris er mörgum Íslendingum kunnur vegna skáldsagnanna Fatherland, Enigma, Archangel og Pompeii, sem er ágæt söguleg skáldsaga þótt ekki jafnist hún á við Imperium.

Söguleg skáldsaga gerist á sviði sögunnar og styðst oftast við alkunna atburði. En það er ekki nóg að hafa sagnfræðina á hreinu - skáldskapurinn verður líka að standa fyrir sínu og um fram allt: hann verður að standa á eigin fótum.

Ég las líka nýlega Þegar kóngur kom, eftir Helga Ingólfsson. Sú saga gerist árið 1874 þegar haldin er Alþingishátíð og konungur heimsækir þegna sína á Íslandi. Helgi er bráðflinkur sögumaður, dýrlegur stílisti, og það var mér óblandin unun að kynnast þeim félögum Gesti Pálssyni, Bertel Þorleifssyni, Jóni Hjaltalín og mörgum öðrum þekktum einstaklingum, sem fyrir mér hafa mestan part verið nafnið eitt.

En Helga bregst bogalistin í skáldskapnum. Morðsagan sem fléttast inn í atburðarásina er ekki áhugaverð og sannast sagna frekar smekklaus. Helgi Ingólfsson hefur hæfileikana en vantar kunnáttuna. Vonandi er hann maður til að ráða bót á því. 


Farðu strax, kerling!

Einu sinni var Idi Amin forseti Úganda og naut valdanna í ríkum mæli. Hann drap skelkaða þegna sína eftir hentugleikum og snæddi þá sem honum leist best á. En grimmdin varð honum að fótakefli og þar kom að hann hrökklaðist úr landi og varð fáum mönnum harmdauði.

Valdaferill Jóhönnu er líka á enda kljáður. Engum Sjálfstæðismanni hefur hún sálgað og engan Framsóknarmann étið svo vitað sé. Þó er næsta víst að fáir munu syrgja þá stund þegar hún pakkar saman dótinu sínu í pappakassa og paufast niður tröppur Stjórnarráðsins.

Það gengur einfaldlega ekki að hafa forsætisráðherra sem ítrekað er staðinn að lygum. Það er sama hvernig kerlingargreyið reynir að flækja málið - þetta mál er bara of einfalt og of augljóst til þess að hægt sé að flækja það eða drepa því á dreif með styrkjatuldri.

Árni Páll Árnason er strax farinn að tala eins og sá sem valdið hefur. Annar forystumaður er ekki í sjónmáli, því varla fer Samfylkingin að afhenda Steingrími stýrishjólið. Samfylkingin valdi Jóhönnu einungis vegna þess að flokkinn vantaði sameiningartákn. Jóhanna sameinar ekkert lengur. Hún er bara til trafala. Jafnvel stækustu orðhákar vinstri manna hafa gefist upp því að halda hlífiskildi fyrir henni.

Kerlingin verður að fara og það strax. 

 


mbl.is Spyr um sannleiksskyldu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíðshatrið er trúarfíkn nýkommúnista

Einelti nýkommúnista í Samfylkingunni gegn langfremsta stjórnmálamanni samtímans mun aldrei linna. Það er sama hve harkalega lygarnar eru reknar öfugar ofan í bannsett  kokið á þeim, þeir snúa alltaf aftur vopnaðir nýjum, marklausum ávirðingum.

Hver einasti heiðvirður Íslendingur veit fullvel að Davíð Oddsson bar nákvæmlega enga ábyrgð á bankahruninu. Hann á heiðurinn af því að hafa rifið Ísland upp úr þeirri skelfilegu örbirgð sem vinstri flokkarnir höfðu skapað hér árið 1991, en hrunið er af annarra völdum.

Skýrslan fræga bendir á að Davíð hafi verið stóryrtur við Tryggva Þór Herbertsson meðan allt var að hrynja. En hrunið varð ekki vegna þess að Davíð atyrti Tryggva Þór. Og hrunið varð heldur ekki vegna Rússaklúðurs í Seðlabankanum.

Engum hefur dottið í hug að kenna Mervyn King um hrun Northern Rock. Enginn hefur kennt Greenspan um fall Lehmann-bræðra. En nýkommúnistar á Íslandi  ríghalda í þá hjátrú sína að Davíð Oddsson beri ábyrgð á hruninu.

Engin rök og engar staðreyndir munu nokkurn tíma megna að sannfæra þá um annað, því Davíðshatrið er trúarfíkn sem hafnar allri rökhyggju. 


mbl.is Ekki tilefni til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn skapar auðsæld

Þetta vissu allir Hafnfirðingar fyrir fram og annað var hreinlega ekki í stöðunni. Kjósendur VG hefðu ekki tekið því með þegjandi þögn ef Rúna hefði fundið upp á því að manga til við íhaldið. Hún fer nauðug viljug í samkrull við Samfylkinguna.

Fyrir okkur Hafnfirðinga eru þessar kosningar stórt skref fram á við. Það er auðvitað slæmt að búa áfram við vinstri stjórn - sú staðreynd ein og sér gerir Hafnarfjörð að annars flokks byggðarlagi - en það er þó stórum skárra að Samfylkingin skuli ekki hafa lengur meirihluta og komast þannig upp með að ráðskast með alla hluti gagnrýnislaust. 

Það er alþekkt staðreynd að bæjarfélög sem lúta vinstri stjórn ná aldrei flugi og verða dæmd til þess að sitja föst í gildrum fátæktar og óskilvirkni. Bæjarfélög sem lúta hreinni og ómengaðri stjórn Sjálfstæðismanna verða undantekningarlaust öflugri og þar skapast auðsæld, velmegun og lífshamingja - Seltjarnarnes og Garðabær eru sem gimsteinar í höfuðborgarsorpinu, eins og allir vita.

Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði eiga að taka stefnuna á hreinan meirihluta í næstu kosningum. Til þess þurfa þeir að tefla fram bestu frambjóðendunum og kynna stefnu sína vel meðal íbúanna. Fjárhagur Hafnarfjarðar er kominn fram á heljarbrún eftir óstjórn vinstri manna og aðeins hreinn meirihluti Sjálfstæðismanna getur skapað okkur auðsæld og öryggi til langframa. 


mbl.is Nýr meirihluti fyrir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 340677

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband