Færsluflokkur: Dægurmál
6.1.2011 | 13:21
Lilja lyftir öllum á hærra plan
Það er mjög óvenjulegt að heyra íslenskan þingmann tala á þessum nótum. Lilja Mósesdóttir hefur meðfædda gáfu til þess að lyfta umræðunni á hærra plan. Hún lyftir Alþingi á hærra plan með nærveru sinni og væri hún í ríkisstjórn myndi hún lyfta henni á hærra plan.
Skoðanakúgun leiðir til samfélagshruns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.1.2011 | 08:58
Steingrími líður illa
Umræðunni ekki lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.1.2011 | 15:52
Þorsteinn Pálsson fær langhæstu bæturnar
Páll Vilhjálmsson bendir á að þarna sé komið langþráð og mikilvægt fordæmi: allir þeir sem skriðið hafa í skítnum til þess að þóknast Jóni Ásgeiri og þeim Bónusfeðgum eiga nú rétt á skaðabótum fyrir þann skelfilega mannorðsmissi sem þeir hafa mátt þola fyrir auvirðilega þjónkun sína. Hæstu bæturnar fær að sjálfsögðu Þorsteinn Pálsson sem um langt skeið var helsti leigupenni Bónusfeðga. Hallgrímur Helgason og Gunnar Smári Egilsson fá líka vænar fúlgur en þó ekki eins miklar og Þorsteinn, því þeir höfðu ekki eins háan söðul úr að detta.
Fékk þóknun vegna málaferla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2011 | 13:52
Er Mogginn loksins að vitkast?
Það er ekki ýkja langt síðan bloggstjóri Morgunblaðsins sendi mér skilaboð og skipaði mér að fjarlægja færslu um heiðursmorð múslima á Norðurlöndum. Heiðursmorð voru þá þegar orðið talsvert vandamál sem fjallað var um opinskátt í fjölmiðlum á Norðurlöndum en Mogganum hugnaðist ekki hreinskilni í þessu efni og greip til ritskoðunar.
Þessi frétt bendir sterklega til þess að Moggamenn séu að vitkast og geri sér að einhverju marki grein fyrir þeirri vá sem er fyrir dyrum.
Hryðjuverkamenn horfa til norðurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
3.1.2011 | 18:53
Ég verð sífellt gáfaðri og þú líka
Gáfaðast um sextugt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2011 | 15:45
"Við erum ekki geðveikir"
Stelpurnar kvarta undan geimverugerpinu. Kokkarnir flýja unnvörpum. "Við erum ekki geðveikir", segir aðstoðarmaður geimverunnar. Er það nú alveg víst?
http://www.dv.is/frettir/2011/1/3/ur-radhusinu-vegna-samloku/
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2011 | 08:28
Mér leiðist móðgunargirni
Ég er hjartanlega sammála formanni Frjálslynda flokksins. Hvað eru menn að æsa sig þótt Össur skemmti sér. Hann má eiga það, þrjóturinn sá arna, að hann er málsnjallasti þingmaðurinn núna og tilsvör hans eru stundum mjög fyndin. Hann er vitlaus og vinstri sinnaður en leyfum manninum að eiga það sem hann á.
Mér leiðist svona móðgunargirni. Jesú Kristur var kenndur við lamb, Sigurður konungur sýr var kenndur við gyltu, garpurinn Þórir hundur var kenndur við .... já hvað haldið þið?
Telur að Lilja eigi að sýna Össuri skilning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.1.2011 | 20:26
Landvættirnar skerist í leikinn
Versta ríkisstjórn veraldarsögunnar hefur fylgi þriðjungs þjóðarinnar. Það segir auðvitað vissa sögu um þennan tiltekna þriðjung ....... skynlaus og fyrirlitleg hjarðdýr sem fylgja í blindni sturluðum forystuskepnum beint fram af hengifluginu.
En þessi útkoma segir líka ærna sögu um stjórnarandstöðuna: D og B fá aðeins 47% samanlagt. Það er óheyrilega vond útkoma. Í þessum tveimur flokkum eru margir góðir drengir en þeir hafa ekki traust almennings. Ef kosningar væru eftir viku myndi aulaframboð á borð við Besta flokkinn fá 20%.
Okkur dauðlangar í góða þingmenn og góða stjórnmálaflokka. Við erum ekki ánægð með það sem er í boði. Ég mælist til þess við Landvættirnar að þær skerist í leikinn og sendi okkur betri þingmenn.
Ríkisstjórnin með 37% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2010 | 12:29
Þorsteinn Pálsson hefndi sín á Davíð
Seðlabankar bera nákvæmlega enga ábyrgð á hegðun viðskiptabanka en engu að síður tókst hinni skrautlegu fylkingu Davíðshataranna að kenna Davíð um ósómann. Þar kom til sögu máttur hinna mörgu:
1. Bónusfeðgar með alla sína leigupenna náðu fram langþráðum hefndum og beindu sjónum frá sjálfum sér.
2. Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin komu höggi á fornan andstæðing.
3. Útrásarvíkingarnir sátu um stund með geislabaug á enni og kenndu Davíð um allt saman.
4. Einstaklingar á borð við Þorvald Gylfason sem töldu sig eiga Davíð grátt að gjalda sáu sér færi að leggja til hans. Þorvaldur hjakkaði mánuðum saman á staðhæfingum sem síðar reyndust marklausar.
5. Þorsteinn Pálsson var þá ritstjóri Fréttablaðsins og fremsti leigupenni Jóns Ásgeirs. Hann mokaði út þúsund óhróðursgreinum um Davíð Oddsson en bannaði birtingu greina sem héldu uppi vörnum fyrir hann. Þetta veit ég af eigin reynslu. Þarna hefndi Þorsteinn greypilega fyrir ófarirnar á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þegar Davíð steypti honum af stóli forðum daga. Hefndin er sæt.
Um daginn var þess getið í sjónvarpsfréttum að Seðlabankinn vildi fá lagaheimildir til þess að hafa taumhald á viðskiptabönkunum svo hrunið myndi ekki endurtaka sig. Þessar umleitanir eru vitaskuld staðfesting á því að Seðlabankinn hafði ekki þessar heimildir og því út í bláinn að gera hann meðsekan.
Davíð: Ekki starfhæf ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
29.12.2010 | 19:49
Gefum Reykvíkingum ódýr matvæli og notuð föt
Sókn Sjálfstæðisflokksins er óveruleg og ekkert til að tala um. Þegar borginni er stjórnað af trúðum og vanvitum sem svínbeygja smælingjann og traðka á ungu kynslóðinni, þá ætti Sjálfstæðisflokkurinn að hafa 65% í þessari könnun.....en hann fær bara 37%.
Besti flokkurinn á eftir að reynast Reykvíkingum dýrkeypt spaug. Reykvíkingar hafa dæmt sjálfa sig til að lifa til eilífðarnóns í fátæktargreni, þar sem ríkja systkinin örbirgð, spilling og vonleysi.
Ég hef verið duglegur að gefa vinum og ættingjum í Reykjavík ódýr matvæli og notuð föt af sjálfum mér og hvet Hafnfirðinga og aðra nærsveitarmenn að fylgja fordæmi mínu.
Sjálfstæðisflokkur sækir í sig veðrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 340676
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar