Mér leiðist móðgunargirni

Ég er hjartanlega sammála formanni Frjálslynda flokksins. Hvað eru menn að æsa sig þótt Össur skemmti sér. Hann má eiga það, þrjóturinn sá arna, að hann er málsnjallasti þingmaðurinn núna og tilsvör hans eru stundum mjög fyndin. Hann er vitlaus og vinstri sinnaður en leyfum manninum að eiga það sem hann á.

Mér leiðist svona móðgunargirni. Jesú Kristur var kenndur við lamb, Sigurður konungur sýr var kenndur við gyltu, garpurinn Þórir hundur var kenndur við .... já hvað haldið þið?


mbl.is Telur að Lilja eigi að sýna Össuri skilning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er engu líkara, Baldur, en að þú hafir komist í ráðherrabrennivín um áramótin og það sé fráleiit búið enn. Það eru bara hinir útúrdrukknu sem halda því fram að Össur sé vinstri sinnaður. Hitt má satt vel vera að hann sé vitlaus, um það eru fullir og ófullir oftast sammála um.

Jóhannes Ragnarsson, 2.1.2011 kl. 10:10

2 identicon

Já, þetta er hundleiðinlegt mál allt saman. Lilja er klár kona en ætti að hundskast til að hætta þessu endalausa mjálmi, en þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur.

Össur er hins vegar furðufugl sem taka skal með léttúð, hanagalið er oft hátt í klarlinum en yfleitt geltir hann meira en hann bítur.

Hvað eru mörg dýr og dýrahjóð í því?

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 10:51

3 identicon

Þessi kona sem lætur ummæli Össurar fara í taugarnar á sér hefur ekki í sálu sinni hinn minnsta vott um skopskyn. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 11:06

4 identicon

ps

Að ekki sé nú minnst á húmorleysið í stuðningsmannaliði þessarar þingkonu. 

Það ríður ekki við einteyming.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 11:16

5 identicon

  Mér leiðist líka móðgungargirni, en verst þykir mér þegar fólk móðgast við mig og ég veit ekki af hverju.

(IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 11:16

6 identicon

Össur er matmaður mikill ,sennilega ekki hestamaður ,þvi helst er strok í hryssum þegar þær leita fola, sjaldan þegar þær eru með folald, menn verða hafa þetta tæknilega rétt svo grínið verði gott.

Þyrfti að gera heimildarmynd um íslenska pólitíkusa og kryfja þá til mergjar. Ansi góð myndin um bændur fyrr á árum sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir mörgum árum, þyrfti að endursýna hana svo þjóðin muni úr hvaða umhverfi hún kom.

Móri Hjarðs (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 11:27

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Svo hundskammar hann samherja...

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.1.2011 kl. 14:22

8 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hann er vitlaus, vinstrisinnaður og hreint ekkert fyndinn..Nema á að líta:):)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.1.2011 kl. 14:35

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Össur er ágætur fyrir sinn hatt. Ekki bjartasta peran í stjórn, en hann á það til að vera fyndinn í 5% tilvika af vaðlinum sem frá honum getur komið.

Nei engin ástæða til að móðgast yfir þessu, annað eins hefur nú frá honum komið

hilmar jónsson, 2.1.2011 kl. 15:45

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, ætlarðu ekki að skipta um mynd og sýna nýja útlitið?

Baldur Hermannsson, 2.1.2011 kl. 19:44

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jói, hrossið Össur er auðvitað engin svona eðalkommi eins og þú en ég held ég flokki hann nú áfram til vinstri og reikna með því að Mikael erkiengill muni fara að mínu dæmi á efsta degi.

Baldur Hermannsson, 2.1.2011 kl. 19:46

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, hann er aftur á dv.is í dag og heldur áfram að skopast, jú það er gaman að kommalufsunni þegar hann er í stuði.

Baldur Hermannsson, 2.1.2011 kl. 19:47

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jóa komma, Hilmari og öðrum kommum vil ég benda á að nú telja vanir menn að Össur fari að taka aftur við Samfylkingunni, því allir sjá að kerlingarálftin er gengin upp að knjám og getur ekki einu sinni logið lengur.

Baldur Hermannsson, 2.1.2011 kl. 19:49

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Nei ég býð ekki fólki upp á það Baldur, nóg er nú samt..

Veistu Baldur, Mér finnst Jóhanna öll vera að koma til, svona ferskari og gott ef ekki öruggari í fjölmiðlum.

hilmar jónsson, 2.1.2011 kl. 20:01

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, ég skal veðja að það þorir enginn að rífa kjaft við þig ef þú skartar Frankenstein-fésinu.

Baldur Hermannsson, 2.1.2011 kl. 20:04

16 identicon

Gott að heyra nafni.  Áramóatakveðjur.  baldur

Baldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 20:12

17 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, ég er sammála megininntaki þessarar færslu þinnar. Þessi setning Össurar er tær snilld:

,,Í öllum góðum stóðum eru burðugar hryssur með strok í genum og sjálfstæðan vilja. Hún er öflugur þingmaður, en ræður sínum næturstað. Það mun ekki hafa áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar, jafnvel þó folaldið fylgi."

Í öllum látunum hefur gleymst að fjalla um síðustu fjögur orðin:

" ........................ jafnvel þó folaldið fylgi."

Snilld og ekkert annað!

Björn Birgisson, 2.1.2011 kl. 20:30

18 Smámynd: hilmar  jónsson

Full belgingsleg og plebbaleg fyndni Össurs fyrir minn smekk án þess þó að ástæða sé til þess að móðgast yfir.

Þetta er svona týpísk old fashion Framsóknarmanna fyndni a la 1970..svona: Hohoho dæmi..

hilmar jónsson, 2.1.2011 kl. 20:39

19 Smámynd: hilmar  jónsson

Enda sé ég alltaf Össur frekar fyrir mér sem Framsóknarmann af gamla skólanum fremur SF mann.

hilmar jónsson, 2.1.2011 kl. 20:44

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, þessi orð hafa ekki farið fram hjá folaldinu. En ...... já, það er viss snilld í þessu.

Baldur Hermannsson, 2.1.2011 kl. 21:41

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, þessi týpíska old fashion Framsóknarfyndni er mjög áþekk breskri fyndni og raunar danskri líka......þetta er bara gömul, góð og klassísk fyndni eins og hún gerist best. Ég hef veitt því athygli um nokkurra mánaða skeið, að beisklundaðir feministar og blaseraðir borgardópistar fussa mjög yfir þessari fyndni og kalla hana einmitt "gömlu kalla hohoho fyndni", en þá ber á það að líta að beisklundaðir feminstar og útúrdópaður borgarskríll hefur nákvæmlega enga fyndni sjálfur en hatast við allt sem kallar fram gleðibros á vörum mannkynsins.

Baldur Hermannsson, 2.1.2011 kl. 21:45

22 Smámynd: hilmar  jónsson

Þú segir nokkuð. Hvort ætli maður flokkist þá undir beisklundaðan feminista eða blaseraðan borgardópista ?

hilmar jónsson, 2.1.2011 kl. 21:49

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvorugt. Þú ert old fashioned Framsóknarmaður sem langar til að fylgja straumnum.

Baldur Hermannsson, 2.1.2011 kl. 21:52

24 Smámynd: hilmar  jónsson

Ruddi. Á maður að þurfa að hringja í blaseraða borgarlögregluna ?

hilmar jónsson, 2.1.2011 kl. 21:56

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa :)

Baldur Hermannsson, 2.1.2011 kl. 22:34

26 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég þoli ekki Össur landráðamann!

Sigurður Haraldsson, 3.1.2011 kl. 01:21

27 Smámynd: Hörður Þórðarson

"já hvað haldið þið?"

Þeir sem vilja æsa sig, æsa sig og þeir sem vilja móðgast móðgast. Verði þeim að góðu, og takk fyrir að skemmta okkur hinum.

Hörður Þórðarson, 3.1.2011 kl. 05:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 340438

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband