Landvættirnar skerist í leikinn

Versta ríkisstjórn veraldarsögunnar hefur fylgi þriðjungs þjóðarinnar. Það segir auðvitað vissa sögu um þennan tiltekna þriðjung ....... skynlaus og fyrirlitleg hjarðdýr sem fylgja í blindni sturluðum forystuskepnum beint fram af hengifluginu.

 

En þessi útkoma segir líka ærna sögu um stjórnarandstöðuna: D og B fá aðeins 47% samanlagt. Það er óheyrilega vond útkoma. Í þessum tveimur flokkum eru margir góðir drengir en þeir hafa ekki traust almennings. Ef kosningar væru eftir viku myndi aulaframboð á borð við Besta flokkinn fá 20%. 

 

Okkur dauðlangar í góða þingmenn og góða stjórnmálaflokka. Við erum ekki ánægð með það sem er í boði. Ég mælist til þess við Landvættirnar að þær skerist í leikinn og sendi okkur  betri þingmenn.


mbl.is Ríkisstjórnin með 37% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Baldur, ég vil umorða fyrstu línuna hjá þér. Versti viðskilnaður sem nokkur ríkisstjórn hefur tekið við. Hissa á að allt skuli ekki vera í blússandi uppsveiflu, Baldur ?

Gleðilegt ár..

hilmar jónsson, 1.1.2011 kl. 20:42

2 identicon

Gleðilegt ár Baldur Við skulum vona að landvættirnir leiði þessa blindu sauði frá villu síns vega og vísi þeim á réttu brautina

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 20:50

3 identicon


En sjáið, svona er "nýja fólkið": Þór Saari heimtaði fram á síðasta dag "lausn" á skuldum heimila sem kostað hefði Ríkið (almenning) minnst 220 milljarða, og sett Ísland - um áratugaskeið - í slíka fátækt og niðurskurðarþörf að margfalt fleiri heimili hefðu farið fram af brúninni. Daginn eftir, er aðgerðir voru kynntar, kvað Saari þær engu breyta því 6 milljarðar lentu á Ríkinu, þe almenningi! Það þótti Margréti í sama flokki nískt af Ríkinu! Þetta er fólk sem greinilega ætti að treysta fyrir fjármálum þjóðarinnar, enda er þetta jú akkúrat það sem Íslendingar í barnaskap sínum trúa á eins og jólasveininn: þe þetta er NÝTT FÓLK. Og þetta (Hreyfingin) er meiraðsegja mestmegnis KONUR, en konur eru jú annar jólasveinn sem þessi bjánaþjóð trúir á. 

asdis o. (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 21:09

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

hilmar, það er orðið ansi þreytt að skýla sér alltaf á bak við áföll fyrri daga, þið kommarnir verðið að læra að standa á eigin fótum og taka ábyrgð á gerðum ykkar.

Baldur Hermannsson, 1.1.2011 kl. 21:44

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rafn, ég held það væri best að Landvættirnir leyfðu þessum hjarðdýrum að arka fram af hengifluginu en sendu okkur hinum betri leiðtoga.

Baldur Hermannsson, 1.1.2011 kl. 21:45

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

asdis, Borgarahreyfingin var mynduð af fólki sem kunni ekkert til verka, gat ekki hugsað heila hugsun og var meira og minna sturluð af búsáhaldabyltingunni.

Baldur Hermannsson, 1.1.2011 kl. 21:47

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Já fyrirgefðu að það skuli ekki vera fyrir löngu búið að kippa gjaldþroti heillrar þjóðar í liðinn Bladur.

hilmar jónsson, 1.1.2011 kl. 22:00

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þér er fyrirgefið. Þjóðin varð að vísu ekki gjaldþrota...en við skulum ekki vera smámunasamir á þessum fagra nýársdegi. Þjóðin hefði átt að rétta úr kútnum á þessu ári en vegna úrræðaleysis vinstri flokkanna versnaði ástandið ef eitthvað er. Og verra verður það ef við skiptum ekki um stjórn fljótlega.

Baldur Hermannsson, 1.1.2011 kl. 22:02

9 Smámynd: Björn Birgisson

"Ég mælist til þess við Landvættirnar að þær skerist í leikinn og sendi okkur  betri þingmenn."

Ég er til.

Gleðilegt ár gamli fauskur.

Björn Birgisson, 1.1.2011 kl. 22:10

10 identicon

Nú er kominn nýársdagur

nú er vilji Drottins skýr

ört mun þjóðar eflast hagur

aftur þegar Davíð snýr

stormsveipur (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 22:11

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er það rétt Baldur að þú sér kallaður Orðvar "blandst venner"?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.1.2011 kl. 22:17

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi, gleðilegt ár sömuleiðis. Þér að segja mæti ég nýja árinu með karlmannlegt brjóstið þanið af bjartsýni ..... reikna fastlega með því að forgjöfin lækki úr 10,2 niður í 7,0. Ég verð ótrúlega góður í sumar.

Baldur Hermannsson, 1.1.2011 kl. 22:21

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

stormsveipur, margir munu taka undir ákall okkar til Landvættanna.

Baldur Hermannsson, 1.1.2011 kl. 22:22

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hef ekki heyrt það, Heimir, en ég mun gera kröfu um það hér eftir.

Baldur Hermannsson, 1.1.2011 kl. 22:22

15 identicon

Ég er mest hræddur um að landvættirnir myndu reka landslýð á haf út og segja, "Landið er fagurt og frítt en fólkið er helvíti skítt", amen.

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 23:58

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bárður, þessi hugsun hefur svo sem flögrað að manni.

Baldur Hermannsson, 2.1.2011 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband