Lilja lyftir öllum á hærra plan

Það er mjög óvenjulegt að heyra íslenskan þingmann tala á þessum nótum. Lilja Mósesdóttir hefur meðfædda gáfu til þess að lyfta umræðunni á hærra plan. Hún lyftir Alþingi á hærra plan með nærveru sinni og væri hún í ríkisstjórn myndi hún lyfta henni á hærra plan.


mbl.is Skoðanakúgun leiðir til samfélagshruns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lilja vísar hér til samfélagshruns sem varð af völdum leiðtoga lífs þíns. Fáeinir fylgdu honum í blindni, aðra kúgaði hann til hlýðni eins mörg flokkssystkini hans geta borið vitni um. Annað hrun af völdum skoðanakúgunar í íslensku samfélagi þekki ég ekki en efa ekki að þér tækist að rekja jafnvel móðuharðindi og svarta dauða til mannvonsku og heimsku vinstri manna ef á þyfti að halda.

caramba (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 16:01

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Now we are talking.....

hilmar jónsson, 6.1.2011 kl. 16:48

3 identicon

Þetta er ljóta ruglið í þér Bakkus bróðir. Ertu sauðdrukkinn eða hvað? Hvaða upplyftingarárátta er þetta í þér þessa dagana? Lilja Vallarins hefur verið virkur þátttakandi í að draga stórlega úr tiltrú þjóðarinnar á Alþingi, og var það nú ekki mikið fyrir. Svona lýðskrumari er ekki stjórntæk, nema ef vera skyldi í þínum heimahúsum.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 19:18

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég er sjálfur með röggsamt stjórnvald í mínum heimahúsum hér í hinum hýra Hafnarfirði og þarf ekki Lilju. Takk samt.

Baldur Hermannsson, 6.1.2011 kl. 19:38

5 identicon

Hjartans karlinn minn, mikið hef ég nú gaman af því að lesa pistlana þína, þú ert nefnilega svo eldklár og barasta fjandi skemmtilegur. Í dag er "The international Silly Walk Day" Ég hef það fyrir satt að þessi dagur er haldinn í heiðri á Hinu Háa Alþingi Íslendinga alla daga sem sú merka stofnun er starfrækt. Að vísu hef ég líka fyrir satt að smávægilegur misskilningur hafi átt sér stað og skeikað hafi einum staf eða svo, en skítt með það hverjum er svo sem ekki sama að Hið Háa Alþingi haldi i heiðri "The International Silly Talk Day". En svo er bara ljótt að segja svona og Gvöð blessi þig angans karlinn  minn.

Skondinn Spéfugl (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 16:31

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessi Lilja er manneskja sem er öðruvísi enn margir Þingmenn geta státað af. Annars Alþingi að skammast sín, þeir hafa staðið fyrir gerilsneiðingu á íslensku þjóðfélagi árum saman, og oftast skiptir engu máli í hvaða flokki menn eru. Lilja yrði á topplista þegar að því kemur að velja heilbrygt fólk á Alþingi í framtíðinni.

Alþingi Lýðveldissins Íslands er skömm fyrir alla íbúa landsins og mesta skömmin fyrir þjóðina er að vera ekki búin að leggja niður núverandi Ríkissjórn með handafli...

Óskar Arnórsson, 7.1.2011 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 340441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband