Kommastrákurinn alltaf sjarmerandi

Ögmundur Jónasson er síbernskur og þar af leiðandi sjarmerandi. Ég fæ oft þá tilfinningu að hann meini raunverulega það sem hann segir. Það er fágætur kostur á stjórnmálamanni. Nú finnst honum mál Birgittu Jónsdóttur harla sérkennilegt og grafalvarlegt. Ögmundur veit bersýnilega ekkert um twitter. Facebook og twitter eru opinberar vefsíður, lesnar af milljörðum manna. Sá sem skrifar eitthvað á þessar síður öskrar yfir heimsbyggðina. Hafi Bandaríska dómsmálaráðuneytið illan bifur á íslenskum hippaþingmanni sem stekkur út úr þingsölum til þess að berja þinghúsið utan og brjóta rúður, þá er skiljanlegt að þeir vilji skoða yfirlýsingar hennar á twitter. 

-

Þetta mál er á engan hátt sérkennilegt. Það er heldur ekki grafalvarlegt og alls ekki merkilegt. 


mbl.is „Sérkennilegt og grafalvarlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu er ekki í lagi hjá þér?

Þeir sækja sérstaklega um vegna þess að þeir vilja fá skjöl sem eru ekki öllum sýnileg. T.d. einkaskilaboð sem hún hefur verið að senda.

Þetta eru jafn persónulegar upplýsingar og t.d. tölvupóstar sendir á milli einstaklinga.

Það er grafalvarlegt mál að Bandaríkjamenn telji sig eiga rétt á aðgengi að þessu.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 13:48

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Geir, er það ekki einmitt það sem Wikileaks hefur sjálft verið að gera?

Baldur Hermannsson, 8.1.2011 kl. 13:53

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Birgitta bauð Julian Assange í sendiráð Bandaríkjanna í fyrra.

Birgitta mætti ekki en Assange ræddi vel og lengi við þá sem stjórnuðu sendiráðinu. 

Þeir héldu að hann væri gamall hippi og kosningasmali úr Borgaraflokknum.

Viggó Jörgensson, 8.1.2011 kl. 13:53

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þessir Kanar klúðra öllu og rugla öllu saman. Birgitta er gamall hippi og kosningasmali úr Borgarahreyfingunni .... það hefur ruglað þá í ríminu.

Baldur Hermannsson, 8.1.2011 kl. 13:58

5 identicon

Wikileaks er fjölmiðill sem birtir upplýsingar. Þeir hafa enga njósnara í vinnu hjá sér.

Að kæra Wikileaks fyrir umfjöllun um skjöl er jafn fáránlegt og að kæra CNN fyrir það sama.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 14:04

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Wikileaks eru njósnastöð og ekkert annað. En ég er samt ekkert að fordæma þessa njósnastöð. Hún kennir Könum að halda betur utan um gögnin sín og hún sýnir heiminum hvað gerist í hinum reykfylltu bakherbergjum stjórnmálanna. En Wikileaks verður að sæta sömu örlögum og þeir sem þeir afhjúpa. Þeir verða að hafa allt uppi á borðinu. Bandaríkjamenn gera rétt í því að heimta twitter skilaboð Brigittu og ættu að birta þau opinberlega.

Baldur Hermannsson, 8.1.2011 kl. 14:11

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég þekki marga gamla hippa og það er svo furðulegt að þessir gömlu hippar eru einmitt þeir sem standa framalega í þjóðmálum í dag. Þeir eru annaðhvort þeir bestu eða þeir verstu svo furðulegt sem það hljómar. Að USA yfirvöld heimti pappíra sýnir bara þeirra eigin hugmyndaheim enda hafa þeir kosið að lifa ekki í raunveruleikanum.

Það á hiklaust að slíta stjórnmálasamabndi við USA og senda sendiherra heim ásamt starfsfólki, biðjist þeir ekki tafarlaust afsökunar á þessum yfirgangi.

Óskar Arnórsson, 8.1.2011 kl. 14:11

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, músin græðir ekkert á því að sparka í fílinn.

Baldur Hermannsson, 8.1.2011 kl. 14:16

9 identicon

Birgitta er enginn "hippaþingmaður". Hún er mjög hugrökk kona, tilbúin að taka gríðarlega mikla áhættu til að berjast fyrir hugsjónum sínum. Hún er kannski ekki fullkomin en hún er langtum merkilegri en þeir sem þykjast trúa á eitthvað og sitja svo bara heima og gjamma og hafa hugrekki á við lítinn kjúkling.

Bandaríkin voru stofnuð af mjög merkilegum og góðum öflum sem berjast fyrir göfugum hugsjónum sem stofnfeður Bandaríkjanna höfðu í heiðri með það langtímaplan að slíta alveg tengslin við fortíðina, klippa á þráðinn til Englands, og það sem Frönsku byltingunni tókst ekki að koma til leiðar eftir að hún var afvegaleidd af svikurum, mætti heppnast í Bandaríkjunum. En það tókst ekki, þráðurinn til Bretlands slitaði ekki, en varð fjötur um fót, svo aldrei tókst að ganga í áttina að nýja heiminum. Ill öfl svikara göfugra hugsjóna spila nú í Bandaríkjunum, og nota breska þráðinn sem streng sem átti að slíta fyrir strengjabrúður. Þau berjast fyrir málstað andstæðum þeim sem stofnfeður Bandaríkjanna trúðu á. Svikurum verður refsað, og ber að refsa, og þessu fólki verður refsað.

Það ættu allir að horfa á myndbandið sem Birgitta hjálpaði til við að koma til umheimsins. Þetta voru einfaldlega fjöldamorðingjar á launum, að hæðast að upprunalegum hugsjónum landsins síns, með að leika sér að því að skjóta saklaust fólk fyrir pening skattborgara, heiðvirða, venjulega almenna borgara, sem báðust vægðar með uppréttar hendur og skjóta á saklaus börn, hlægjandi að því á meðan...Það er GLÆPUR að HYLMA yfir slíkt og Birgitta Jónsdóttir er EKKI glæpamaður, nei, hún er HETJA. Einungis samviskulaus manneskja án minnsta siðgæðis, og sneydd öllum mannlegum kærleika og vitsmunum, gæti horft á svona lagað og haldið því leyndu. Þetta eru glæpir gegn  mannkyninu sem þarna var verið að fremja. Og það sjá jafnt þeir sem studdu þetta stríð og þeir sem studdu það ekki. Að leika sér að því að drepa saklaust fólk er aldrei réttlætanlegt. Þið heybrækurnar sem hafið ekkert að gera annað en skammast út í ykkur betra fólk sem GERIR eitthvað til að laga stöðu mála í þessum heimi, ættuð að SKAMMAST ykkar. Þið eigið frelsi ykkar ekki skilið, fæddust óverðugir í lýðræðisríki, og ættuð að hundskast til að taka næstu flugvél til Norður Kóreu, þar sem fasisminn þar fellur mun betur að eðli ykkar og innræti. Þið hafið engan rétt á að innleiða hann hér, og ykkar líkir eru ekki velkomnir í heim Vestrænnar Menningar. Burt með ykkur!

Activist. (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 14:16

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Burt með þig, Activist.

Baldur Hermannsson, 8.1.2011 kl. 14:18

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gamlir hippar eru nú engar mýs Baldur, enn USA er engin fíll lengur. Aðrar þjóðir eru búnir að fá það hlutverk og það svíður í þá staðreynd í USA.

Þvert á móti eru þeir oft óhræddir, lífsreyndir og koma mörgu góðu til leiðar.

Og svo þetta undarlega komment hjá Activist. Sumt er með viti og svo annað langt út á þekju. Alla vega þá er fallöxi svo sem passandi fyrir einstaka mannfýlu sem býr á þessari jörð, enn svona á Íslandi myndi nægja með gamaldags gapastokk á Arnarhólnum sem versta refsing...

Óskar Arnórsson, 8.1.2011 kl. 14:29

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eiturlyfin fara illa með dómgreind fólks, Óskar, þess vegna eru hipparnir og activistarnir eins og þeir eru. Stundum glyttir í gimstein en megnið er bara sorp.

Baldur Hermannsson, 8.1.2011 kl. 14:31

13 identicon

"Þeir verða að hafa allt uppi á borðinu. Bandaríkjamenn gera rétt í því að heimta twitter skilaboð Brigittu og ættu að birta þau opinberlega." - Mr. Facist Idiot

Fífl eins og þú sem vilja afnema og vanvirða réttinn til einkalífs, og þarna er verið að gera innrás í einkalíf Birgittu, ættuð að skammast ykkar.

Það er sjálfsagt að upplýsa um glæpi og baktjaldamann. Að saklaust fólk sem ekkert hefur gert þurfi að þola það að gramsað sé í einkalífi þess er algjörlega óréttlætanlegt.

Þú kallar Birgittu hippa. Ég kalla þig yfirborðslegan. Það skiptir engu máli hvort manneskja sem berst fyrir frelsi og mannréttindum og mestu verðmætum Vestrænnar menningar klæði sig sérviskulega eða í jakkafötum, hvort hún titlar sig hægri- eða vinstrimann, eða hvort hún fer frekar á ljóðakvöld eða fótbolltaleiki. Allt slíkt hysmi er blekking ein. Í þessum heimi er til tvenns konar fólk : fasískar heybrækur, sem gætu alveg eins þóst vera Vinstri Grænir eins og Sjálfstæðismenn, en eru bara fasískar heybrækur, hvort sem bindið er stífpressað eða hárið grænt, og svo alvöru manneskjur sem gera alvöru hluti í þessu ofurstutta lífi. Þeir sem hindra þá síðarnefndu að vinna sín góðu verk falla sjálfkrafa í fyrri flokkinn. Lífið er ekki búið, en líður senn. Veldu hvorum hópnum þú villt tilheyra undir það síðasta. Aðrir hópar eru ekki til en þessir tveir, hvorki hippar né Seltirningar, bara gott fólk, og svo hinir, eitthvað-annað-en-fólk. Ekki tilheyra þeim.

Sigurinn er í nánd. (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 14:32

14 Smámynd: Björn Birgisson

Enginn er fullkomlega umburðarlyndur. Því sterkari sem trú þín á umburðarlyndið er, þess verr átt þú með að þola þá sem eru ekki umburðarlyndir. (Robert Quillen)

Björn Birgisson, 8.1.2011 kl. 14:33

15 identicon

Ertu að segja að activistar séu vont fólk? Án activista hefðu aldrei orðið siðferðilegar framfarir í þessum heimi. Ef allir væru eins og þú lifðum við enn í heimi óeðlilegrar stéttskiptingar, og þú værir þræll eins og þínir forfeður. Heimi þar sem kóngurinn mátti drepa án dóms og laga og sænga hjá brúði leiguliðans á brúðkaupsnótt og annar viðbjóður sem activstar gerðu út af við. Án þeirra myndi meirihlutinn kúga minnihlutan, og meirihlutinn búa í helvíti sem þrælar. Þögn er sama og samþykki. Aðgerðarleysi er glæpur.

Nikki (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 14:35

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurinn er í nánd, Nikki ..... ég held að þið séuð að ofmeta geysilega afrek ykkar activistanna. Menn hafa á öllum tímum barist gegn úreltum stjórnarháttum, til dæmis berjast þau Bjarni Ben og Lilja Mósesdóttir gegn núverandi óstjórn VG og Samfó ..... en þessi barátta gerir þau varla að activistum.

Baldur Hermannsson, 8.1.2011 kl. 14:48

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, tveir mínusar gera plús, ekki satt.

Baldur Hermannsson, 8.1.2011 kl. 14:49

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nikki, ég er alls ekki að halda því fram að activistar séu vont fólk, öðru nær.

Baldur Hermannsson, 8.1.2011 kl. 14:50

19 identicon

Allar byltingar í mannkynsögunni hafa verið framkvæmdar af activistum. Án byltinga væri Vestræn menning í núverandi mynd ekki til, kvenréttindi væru ekki til, svatir menn væru enn þrælar og sú samfélagsgerð sem þú lifir í og þær hugsjónir sem hún stendur fyrir væru ekki til.  Hvaðan heldur þú að þú hafir fengið frelsi þitt og mannréttindi? Hefur þú kynnt þér mannkynssöguna? Embættismaður sem ekki er í senn activisti er gagnslaus skrifstofublók. Við lifum á hættulegum tímum og það verður ósigur sem aldrei verður aftur tekinn af activistar grípa ekki til sinna ráða. Án slíks mun menning okkar bíða skipsbrot og frelsi barna okkar verða mun minna en okkar sjálfra. Þú hefur verið varaður við.

Nikki (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 14:53

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég veit ekki hvað þú veist um eiturlyf Baldur, enn þau eru oft þægileg aðferð til að vitna í þegar þarf að ófrægja einhvern án þess að fólk viti svo mikið hvað það er að tala um.

Hættulegasta fólkið á Íslandi étur löglegar róandi pillur, sem er á þingi, sem eru embættismenn eða í allskonar viðkvæmum stöðum í landinu, og veit varla af því, vegna þess að heilin sofnaði inn á mikilvægum sviðum.

Fólk almennt tekur ekki eftir þessu. Eða vill ekki vita af því. Það vill ekki vita af pilluátinu fyrir stóra fundi, fyrir sjónvarpsviðtöl, í sterssuðum dögum og svo verður þetta hluti af lífsstíl. Það er bannað að tala um móralskar aukaverkanir algengra róandi lyfja. Og það eru ekki kölluð eiturlyf þá eiturverkun þess sé miklu skaðlegri og að fólk sé út á þekju árum saman. Eiginlega er þetta svo stórt efni að setja þyrfti það sem sér blogg.

Rannsóknir sýna að það er hægt að breyta manneskju sem hefur verið alveg heiðarleg og í lagi, í gjörspilltan einstakling og lúmskan þjóf gjörsneyddan öllum móral með því að viðkomandi einstaklingur éti svefntöflur eða róandi pillur samkvæmt læknisráði. Eiginleikar efnissins eru slikir og hefur sjaldan eða ekkert með persónuleika neins að gera.

Á hippatímabilinnu var notað mestmegnis hass sem eykur móral og réttlætiskennd og ekki þveröfugt. Það voru hippar sem fóru í gang með mótmæli gegn Víetnamstríðinu í USA á sínumtíma...

Óskar Arnórsson, 8.1.2011 kl. 14:56

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nikki, ég fékk hvorki frelsi mitt né mannréttindi frá activistum. Ísland hefur alltaf verið frjáls þjóð og mannréttindi hafa alltaf verið virt hér, þótt vissulega hafi skilgreiningar á þeim verið breytileg stærð eins og gengur. Við bjuggum um skeið við einveldi Danakonungs en það fól ekki í sér neina umtalsverða kúgun. Jón Sigurðsson vann gegn yfirráðum Dana hér á landi. Jón Sigurðsson var stórnmálamaður en ekki activisti. Activistar hafa aldrei unnið mannkyninu gagn, þeir hafa bara verið til leiðinda. Þú hefur verið varaður við.

Baldur Hermannsson, 8.1.2011 kl. 15:00

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er rétt, Óskar, að hippalýðurinn mótmælti Víetnam-stríðinu, illu heilli. Bandarísk stjórnvöld lyppuðust niður, sem aldrei skyldi verið hafa, og seldu Suður-Vietnam í hendur ógnarstjórn kommúnista. Það var skammarleg ráðstöfun....og hófst með aðgerðum hippa, eins og þú bendir á. Hassið gerir alla að aumingjum.

Baldur Hermannsson, 8.1.2011 kl. 15:03

23 identicon

Sæll. Eitthvað ertu mikið illa að þér ef þú heldur að mannréttindi hafi alltaf verið virt á Íslandi............Svafstu alla Íslandssöguna eða hvað, eða gekkstu kannski ekki í skóla? Þú þarft ekki að vera hámenntaður til að þekkja sögu mannréttindabrota hér á landi. Activist merkir bara "maður aðgerða", "athafnamaður". "Hippi" er ruglmerking frá fólki eins og þér. Þú getur verið harðlínuhægrimaður með stífpressað bindi og samt verið activisti. Í hvert einasta skipti sem þú skrifar undir eitthvað, mætir á mótmæli, sendir þingmanni bréf eða til dæmis ef þú gengir í Amnesty, þá flokkast þú þar með sem activisti. Activismi er allt annað en það að sitja einfaldlega og gjamma út í loftið, eða á blogg, sem flokkast ekki sem activismi nei. Jón Sigurðsson var activisti og stjórnmálamaður. Ólíkt manni sem situr bara og á þingi og fær greidd laun, neitar og játar eftir flokksfyrirskipunum, greiðir atkvæði eftir öðrum og svoleiðis, eins og flestir íslenskir þingmenn. Þannig maður er ekki activisti, en hann er heldur ekki að vinna vinnuna sína. Lestu þér nú til um activisma og eins mannréttindabrot á Íslandi, hvernig fátækum var meinað að eignast börn, í "vistaböndum", hvernig barnaþrælkun tíðkaðist hér á landi á munaðarlausum og börnum skuldsettra foreldra, drekkingar kvenna sem áttu börn utan hjónabands á skuggalegum en stuttum kafla íslenskra ofsatrúar, stuttu eftir siðaskiptin, og annað ógeð í Íslandssögunni, og lærðu nú smá ensku. Um leið geturðu reynt að fara að horfa á annað fólk sem manneskjur en ekki sem "hippa", "komma", og eitthvað annað rugl í kollinum á þér sem er hvergi til nema þar, frekar en "negrar" og "júðar" og aðrar bábiljur sem menn væru enn að tönglast á hefðu activistar ekki mótmælt, skrifað undir, gengið í kröfugöngur, skrifað bréf, farið í stríð ef þurfti og svoleiðis. Lincoln var einmitt activisti ;)

Wake up! (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 15:42

24 identicon

Hinn venjulegi íslenski vinstrimaður er hvorki hippi né kommi. Né heldur hefur hann reykt hass. Respect.

Hægrimaður (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 15:46

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hægrimaður, langflestir af þessum dópræflum sem hafa verið að tjá sig gegnum tíðina eru vinstri sinnaðir.

Baldur Hermannsson, 8.1.2011 kl. 15:49

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Wake up! þú gereyðileggur hugtakið activisti ef þú flokkar undir það alla þá sem einhvern tíma hafa mótmælt einhverju. Activistar eru þeir sem skíta í bréfpoka og fleygja honum í þinghúsið, hlekkja sig fasta við vinnuvélar, limlesta lögregluþjóna að skyldustörfum, hella málningu yfir bifreiðar, skjóta fólk úr launsátri, ræna banka til að fjármagna hryðjuverkastarfssemi og þar fram eftir götunum.

Baldur Hermannsson, 8.1.2011 kl. 15:53

27 identicon

Nei, væni, þetta er rugl í þér. Flettu því bara upp í orðabók. Ég bjó í Bandaríkjunum í næstum tvo áratugi og held ég viti hvað þetta orð þýðir. Þú gerir það greinilega ekki aftur á móti.

Wake Up! (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 15:54

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég var að fletta þessu upp áðan. Dvöl í Alcatraz styrkir málstað þinn ekki neitt.

Baldur Hermannsson, 8.1.2011 kl. 15:56

29 identicon

"Dópræflar". Hef aldrei neitt eiturlyfja en þykist ekki vera betri en þeir sem hafa flækst í net þeirra. Fíkniefnaneysla er hryllilegur hlutur og því ber að fanga ef fólk kemst nokkuð óskaddað út úr slíku og getur farið að gera uppbyggilega hluti. Svoleiðis manneskja er mun virðingarverðari en manneskja sem hefur átt auðvelt líf og er í nokkuð góðum málum. Það þarf karakterstyrk til að sigrast á erfiðleikum.  

Hægrimaður (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 15:57

30 identicon

Ég veit ekki hvaða draslorðabækur þú notar en ég er með háskólapróf í ensku...http://www.merriam-webster.com/dictionary/activism Ég bjó í Washington DC...

Wake up! (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 15:59

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Wake up! Ég hef engan áhuga á því að vita hvar þú hefur flækst um heiminn. Kópasker eða Washington DC, þetta er allt sama tóbakið. Og ensk tunga kemur þessu ekki við. Hér eru menn að tala um activista yfirleitt og ég styðst við þá merkingu sem langflestir leggja í þetta orð. Ég hef sjálfur skrifað mótmælabréf og mótmælagreinar í blöð en er þó sem betur fer ekki aktífisti því ég hef engan mann barið, engan drepið, og engar rúður brotið í þinghúsum.

Baldur Hermannsson, 8.1.2011 kl. 16:06

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hægrimaður, fólk kemst ekki úr víti eiturlyfjanna óskaddað, aðeins mismunandi mikið skaddað.

Baldur Hermannsson, 8.1.2011 kl. 16:07

33 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er seld hóstasaft fyrir börn á íslandi sem er hættulegra enn hass Baldur.... er ljótt að vera activisti Baldur og eru þeir upp til hópa eiturlyfjaneytendur?

Fleyri éta sig í hel enn þeir sem falla fyrir brennivíni í dag. Staðreynd. Ofurfeitt fólk er stórlega skaddað á sálinni, það segir það sjálft sem þora yfirleitt að tala um eigin fitusöfnun.

Og þetta með að komast úr heimi eiturlyfja. Að bara komast úr heimi lyfja yfirleitt lætur betur. Það skiptir engu mál fyrir líkaman hvort eitrið er keypt af glæpamanni sem hefur leyfi til þess eða glæpamanni sem hefur leyfi til að selja það.

Efnafræði er komin nógu langt til að þarf að endurskoða hvað er í lagi að éta og hvað ekki. Og ef menn nenna að bera sig eftir upplýsingum um hverskonar efni eru sett í matvæli í dag, þá er engin munur á eitrinu annar enn sá að sum efni skemma með langtímaverkun og önnur önnur efni skemma fólk á stuttum tíma.

Það eru fáir sem skilja þörfina á eiturlyfjalausu Alþingi í dag. Mér er nákvæmlega sama hvort eitrið er löglegt eða ekki. Það kemur alltaf niður á hæfni fólks að stjórna og stýra viðkvæmum málum.

Við erum með fólk á Íslandi í Ríkisstjórn sem ekki ætti að fá að hafa bílpróf.....

Óskar Arnórsson, 8.1.2011 kl. 16:53

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei nei það er út af fyrir sig ekki ljótt að vera aktívisti, Óskar, það er bara dálítið heimskulegt og skilar nákvæmlega engum árangri. Gleymum því ekki að sú hryllilega ríkisstjórn sem nú ræður yfir íslandi komst í þessa stöðu fyrir tilverknað aktífista. Það er nú öll dýrðin.

Baldur Hermannsson, 8.1.2011 kl. 17:01

35 Smámynd: Óskar Arnórsson

Akivistar er fólk sem kemur á breytingu og rífur fólk upp úr stöðnuðum þankagangi. Svo hvort breytingin verður til batnaðar eða ekki, það er ekki alltaf gefið. Í stöðunni á Íslandi sé ég fyrir mér þróun sem bara endar í ofbeldi. Og ekki litlu ofbeldi ef ég er með réttar upplýsingar. Og eðli málsins vegna er erfitt að fá að vita hvað menn ætlast fyrir og hvað er bara nöldur.

Það er fullt af ungu fólki sem nennir ekkert að hafa fleiri fundi. Vill ekki hlusta á gáfulegar umræður meira og það sýður á því. Ég vildi ekki vera sá sem sagði þessu fólki að "anda með nefinu" einu sinni enn.

Sú hryllilega Ríkisstjórn sem við höfum í dag stýrist að allt of stórum hluta til, löglegum eiturefnum útskrifuðum af löglegum læknum. Það er hægt að lesa það úr hegðun fólks, talsmáta, hvernig það hreyfir sig og stundum úr hreyfingaleysi þess. Þessar "vofur" sem stundum heyrist ekkert í, á Alþingi í dag, eru margir hverjir, algjörlega út úr heiminum, enn kurteisir, yfirvegaðir og kunna sitt hlutverk.

Svona "klassískar" eiturefnamúmíur.

Þetta er alla vega nógu alvarlegt til að það sé skoðað betur...

Óskar Arnórsson, 8.1.2011 kl. 17:33

36 Smámynd: Kommentarinn

"Þeir verða að hafa allt uppi á borðinu. Bandaríkjamenn gera rétt í því að heimta twitter skilaboð Brigittu og ættu að birta þau opinberlega." - Mr. Facist Idiot

HAHA algjörlega.

Og Baldur þú ættir ekki að draga fólk í dilka sem þú hefur engann skilning á.

Það er eins og Kanar viti ekki lengur hvað málfrelsi gengur út á . Þeir eru búnir að dæma sig sem óhæfa til að vera boðbera frelsis og eru komnir á sama level og Kína.

Kommentarinn, 8.1.2011 kl. 19:36

37 Smámynd: Óskar Arnórsson

Bandaríkin er hryllilega sjúkt þjóðfélag og engu öðru landi til fyrirmyndar lengur....

Óskar Arnórsson, 8.1.2011 kl. 19:43

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, ég ætla nú rétt að vona að það séu ýkjusögur en ekki sannindi, að Alþingi Íslendinga sé að miklu leyti skipað eiturlyfjasjúklingum.

Baldur Hermannsson, 9.1.2011 kl. 02:41

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kommentarinn, að hvaða leyti er málfrelsi minna í Bandaríkjunum en á Íslandi?

Baldur Hermannsson, 9.1.2011 kl. 02:42

40 Smámynd: Viggó Jörgensson

Alveg magnað Baldur, að allir þessir handhafar sannleikans skuli ekki þora að skrifa undir nafni.

En að vega að nafngreindum mönnum úr launsátri og kalla þá heybrækur. 

Hvað eru þeir þá?

Viggó Jörgensson, 9.1.2011 kl. 02:46

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Viggo, mér varð einmitt hugsað til þess í dag. Ætli þetta séu sömu mennirnir .... eða samskonar menn .... og þeir sem alltaf eru með lambhúshettur yfir trýnunum þegar þeir fremja gjörningana?

Baldur Hermannsson, 9.1.2011 kl. 02:58

42 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei það er það ekki Baldur, enda myndi það sjást. Það sem ekki sést eru pilluæturnar sem eru bæði á Alþingi og víða í embættismannakerfinu. Þeir eiga hreinlega ekki að vera í svona stöðum. Virkilega ergilegt að vita af þessu og vita líka að þetta fólk getur varla haldið haus í vinnu. Það eru engar ýkjusögur, spurðu bara hvern sem er sem þekkir til svona mála. Málið er að þetta er stórt vandamál allstaðar og verður mjög alvarlegt þegar það er fólk sem tekur ákvarðanir fyrir allt landið og framtíð þess. Mér er nákvæmlega sama hvort það er löglegt eða ekki.

Óskar Arnórsson, 9.1.2011 kl. 03:23

43 identicon

Þetta er hárétt með læknadópið og pilluátið. Enda margir hippar og græningar sem drekka bara grænt te og hafa aldrei reykt sígarettu hvað þá meira. Og svo eru fjölmargar frúr í Garðabæ og á Seltjarnarnesi sem klæða sig voða pent, en eru í raun forfallnir dópistar, á læknadópi alla daga...Ég þekki þó nokkur slík dæmi í kringum mig og þetta eru stórskemmdar manneskjur undirniðri eftir áralanga pillumisnotkun. Ekki dæma bókina eftir kápunni...

Jón Ólafsson (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 03:33

44 Smámynd: Kommentarinn

Baldur Bandaríkjamenn hafa glatað mál/tjáningarfrelsi sýnu að því leiti að leikskólabarn má ekki teikna mynd af sprengju án þess að yfirvöld mæti á svæðið og yfirheyri barnið.

Og í sambandi við þetta mál þá er það aðför að tjáningarfrelsinu að mega ekki miðla gögnum um stríðsglæpi bandaríkjanna sem þeir vilja halda leyndum. Wikileaks er ekki að leka gögnum heldur starfar síðan eingöngu sem fjölmiðill sem sérhæfir sig í lekum sem er ekki ólöglegt. Bandarískir þegnar eiga rétt á að vita hvað herinn þeirra drepur marga. Að þessu leyti samsvara þeir sig helst við Kína þar sem ekki má tala illa um yfirvöld eða maður hefur verra af.

Kommentarinn, 9.1.2011 kl. 13:11

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Wikileaks er virkur þátttakandi í þjófnaðarferli. Ef maður brýst inn í verslun, stelur flatskjá og kemur honum í hendur annars manns, sem síðan kemur honum í verð....þá er sá síðari jafn sekur hinum fyrri. En veröldin er ekki svart hvít. Þjófnaðir eru ekki alltaf til ills eins. En ýkjusögur þínar um krakka sem teikna sprengjur eru til lítils þarfar. Ég held að málfrelsi sé svipað þar vestra og hér heima ... talsvert en ekki algert. Kanar eru orðnir ferlega politically correct, en það eru Íslendingar líka. Mönnum er til dæmis fleygt út af Moggablogginu fyrir neikvæð ummæli um minnihlutahópa.

Baldur Hermannsson, 9.1.2011 kl. 13:25

46 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, eiturlyfin skemma. Gaurinn sem skaut þingkonuna í gær er einmitt svona hassisti. Lestu þetta:

http://www.bbc.co.uk/news/world-us-canada-12144405

Baldur Hermannsson, 9.1.2011 kl. 13:40

47 identicon

Þú horfðir greinilega aldrei á þetta myndband Baldur. Þarna voru menn að fremja fjöldamorð að gamni sínu á saklausu fólki, og slíku má aldrei halda leyndu, annars er maður orðinn samsekur morðingjanum!

Maríus (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 14:31

48 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú ég horfði á þetta myndband, Maríus, og ég las líka gagnrýni bandarískra hermanna sem voru þarna á staðnum. Það var arfaslakt hjá RÚV að þegja um þessa gagnrýni. Í öllum málum er skylt að hlusta á sjónarmið beggja aðila en það var ekki gert í þessu tilfelli. RÚV rækti ekki skyldur sínar. Túlkun Wikileaks var mjög einhliða .... og þá er ég á engan hátt að fría Bandaríkjamenn, sem hafa klúðrað illa eins og ég hef margoft bent á.

Baldur Hermannsson, 9.1.2011 kl. 14:37

49 identicon

Wikileaks er virkur þátttakandi í þjófnaðarferli. Ef maður brýst inn í verslun, stelur flatskjá og kemur honum í hendur annars manns  :Baldur 45gr 

sérðu ekki að stjórnvöld eru að stela rétti okkar að vita sannleikann? og wikileaks er að uppfylla það sem við eigum rétt á 

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 15:01

50 Smámynd: Kommentarinn

Ok þetta voru kennski smá ýkjur en þetta er dæmið sem ég var að hugsa:

http://law.rightpundits.com/?p=1615

Og hvað varðar málfrelsi þá held ég að ritskoðun sé mun almennari í bandarískum fjölmiðlum en hérna heima. Eins og þú segir þá eru þeir ferlega politically correct og það er ýmislegt sem er tabú að tala um.

En það er ekki sambærilegt það sem wikileaks er að gera við það að taka við stolnum flatskjám.

Þetta er það sama og almennir fjölmiðlar gera ef einhver lekur til þeirra spennandi gögnum. Þeir birta þau.

Kommentarinn, 9.1.2011 kl. 16:11

51 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kommentarinn, það er nokkuð til í því.

Baldur Hermannsson, 9.1.2011 kl. 17:30

52 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnar Þórbergur, ég skil hvað þú átt við .... en spurningin er hvort við eigum til dæmis einhvern rétt á því að vita hvað fólk er að blaðra saman í trúnaði. Ég hallast að því að sá réttur sé frekar lítill.

Baldur Hermannsson, 9.1.2011 kl. 17:32

53 identicon

Baldur skrifar: "Óskar, eiturlyfin skemma. Gaurinn sem skaut þingkonuna í gær er einmitt svona hassisti. Lestu þetta:

http://www.bbc.co.uk/news/world-us-canada-12144405"

Gaurinn er augljóslega haldinn geðklofa með aðsóknar tendenca s.b.; "One message, written in white text over a black background, talks of inventing a new US currency. Another suggests that the government practises "mind control and brainwash" by "controlling grammar"."

Þú tengir þetta við kannabisneyslu hans byggt á einhverju sem að gamall skólafélagi hans sagði, en hefur í rauninni ekkert fyrir þér í því. Þú veist ekki einu sinni hvort að þetta sé réttur gaur, enda er hann ennþá bara grunaður um verknaðinn, en ekki láta það stoppa þig í að uppljóstra fordómum þínum um heilan hóp af fólki.

Ég allavega tel saman eiturlyfjaræfla, hassista (þetta er kannski einn og sami hópurinn?), aktívista, vinstri menn, kommar, hippar og þá vantar bara konur og homma til að fullkomna vitleysuna.

Ég hef bara eina spurningu Baldur, finnurðu til samkenndar með einhverju fólki eða ertu algjörlega dauður að innan?

Maynard (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 17:58

54 identicon

Túlkun wikileaks einhliða? Ertu eitthvað geðveikur? Það er ekkert að túlka þarna? Það er til myndband af fjöldamorðunum og hvernig þeir léku sér að því að skjóta fólk sem vitað er var blásaklaust! Skammastu þín bara fyrir lygarnar og ómennskuna! Ef ég sé mann skjóta á börn og hlægja þá er ekkert að túlka þar. Það er bara það sem það er. Villtu kannski fara að túlka helförina eitthvað? Var það bara djók? Skrifstofumenn að vinna skyldustörf? Ertu alveg siðlaus eða bara heimskur?

Hippinn Ógurlegi (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 21:04

55 identicon

Maynard, gleymum ekki fötluðum, gyðingum, svertingjum, asíubúum, rauðhærðum, feitum, fátækum og gömlum...

Fuck Facism (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 21:06

56 identicon

Hvernig getur Birgitta, kornung konan, verið gamall hippi? Birgitta var pínuponsu smábarn 1968. Hún er ekki hippi frekar en frá Victóríu tímabilinu. Þetta er kornung og kraftmikil kona og YOU AIN´T SEEN NOTHING YET! ;) Áfram Birgitta!

Anna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 21:08

57 identicon

Birgitta er kornung já. Svo ung að fyrsti kærastinn hennar var Jón Gnarr. Það er merkilegt að þetta gamla kærustupar er orðið frægustu stjórnmálamenn Íslandssögunnar. Í Þýskalandi er verið að skíra börn í höfuðið á Jóni og Birgitta er boðuð í tugi blaðaviðtala um allan heim í hverri viku og hefur komið fram á öllum stærstu sjónvarpsstöðum heim í sérstökum viðtalsþáttum við hana...Þau tvö og forsetinn njóta virðingar heimsins, aðrir ekki...nema síður sé.

We are going to run this town! (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 21:13

58 identicon

Fridarganga Ghandis, Sjalfstaedi islendinga (nei thad voru ekki allir sammala thvi), thraelastridid, fyrstu kosningar kvenna i USA og Islandi, franska byltingin, hreyfing hvitu rosarinnar og baratta svartra um rettindi a vid hvita.

Allt thetta a thad sameiginlegt ad vera leitt afram af svo kolludum activistum.

Fraegir activistar: Kofi Annan, Gandhi, Kim-Dae-Jung, Martin Luther King jr., John Lennon, Dalai Lama, Briet Bjarnhedinsdottir, Abraham Lincoln, Theodor Roosevelt, Jon Sigurdsson, Carl Sagan, Mother Teresa, Nelson Mandel og margir fleirri.

Ef thu aetlar Baldur ad damea allt thetta folk thannig ad engin hafi gert neitt gagn tha thykir mer skrif thin omerkileg og thu lita mjog stort a sjalfan thig.

jakob omars (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 340363

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband