Imperium - góðar sögulegar skáldsögur

Ég var að enda við Imperium eftir Robert Harris, sem Jón Barðason lánaði mér. Þetta er fyrsta bókin í þrennu sem byggð er á ævi rómverska ræðusnillingsins Cicero. Sögulegar skáldsögur eru mitt líf og yndi nú orðið. Þær eru í senn menntandi og skemmtandi. Ég hef staðið í ströngu að gúggla þá fornu garpa Cicero, Crassus, Pompeius, Caesar og Catilinu - að ógleymdum þrælnum Markúsi Tullius Tiro, sem er sögumaður þrennunnar.

Þrællinn Tiro hefur verið stórmerkilegur maður, og honum eigum við fremst að þakka þá staðreynd að ræður Ciceros hafa varðveist. Tiro fann upp öflugt hraðritunarkerfi sem saman stóð af hér um bil 4000 táknum. Hann reit líka sögu Ciceros að honum látnum, en sú saga hefur glatast.

Robert Harris er mörgum Íslendingum kunnur vegna skáldsagnanna Fatherland, Enigma, Archangel og Pompeii, sem er ágæt söguleg skáldsaga þótt ekki jafnist hún á við Imperium.

Söguleg skáldsaga gerist á sviði sögunnar og styðst oftast við alkunna atburði. En það er ekki nóg að hafa sagnfræðina á hreinu - skáldskapurinn verður líka að standa fyrir sínu og um fram allt: hann verður að standa á eigin fótum.

Ég las líka nýlega Þegar kóngur kom, eftir Helga Ingólfsson. Sú saga gerist árið 1874 þegar haldin er Alþingishátíð og konungur heimsækir þegna sína á Íslandi. Helgi er bráðflinkur sögumaður, dýrlegur stílisti, og það var mér óblandin unun að kynnast þeim félögum Gesti Pálssyni, Bertel Þorleifssyni, Jóni Hjaltalín og mörgum öðrum þekktum einstaklingum, sem fyrir mér hafa mestan part verið nafnið eitt.

En Helga bregst bogalistin í skáldskapnum. Morðsagan sem fléttast inn í atburðarásina er ekki áhugaverð og sannast sagna frekar smekklaus. Helgi Ingólfsson hefur hæfileikana en vantar kunnáttuna. Vonandi er hann maður til að ráða bót á því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var að kaupa hana á Amazon , og nú er hún kominn á Kindilinn minn. Rétt um 11 Dollarar.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 17:34

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bók númer 2 er víst komin, Lustrum, og ég hlakka til að lesa hana. En hvað er "Kindillinn" þinn? Þetta orð kannast ég ekki við.

Baldur Hermannsson, 8.6.2010 kl. 17:48

3 identicon

Það er rafbók sem heitir Kindle, ég panta og innan við mínútu er hún komin inn í Kindle spjaldið.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 20:46

4 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, haltu þig í fortíðinni, þar ertu góður, aðrir munu sjá um nútímann, menn sem ekkert skynbragð bera á það besta úr fortíðinni og hafa lítið vit á nútímanum, en stjórna samt.

Lítilsháttar góðsemi manna í millum er betri en ást á öllu mannkyninu.

Björn Birgisson, 8.6.2010 kl. 22:53

5 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þessar bækur virðast áhugaverðar, því ég hef allt frá unglinsárum lesið mikið um Rómverja og allt þeirra brölt. Cicero fannst mér þó alveg óskaplega tyrfinn, þegar ég var neyddur til að lesa hann í menntaskóla en, eins og vís maður sagði einu sinni: „Yesterday is history. Tomorrow is a mystery“.

Vilhjálmur Eyþórsson, 9.6.2010 kl. 01:05

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er nú meira bullið. Cícero var ekkert betur máli farinn en Steingrímur J. var á meðan hann var í stjórnarandstöðu og áreiðanlega ekki hálfdrættingur á móti Eiríki Stefánssyni á góðum degi talandi um kvótakerfið.

Rómverjar voru á þessum tíma orðnir úrkynjaðar fyllibyttur undir stjórn hægri manna og ekki einu sinni Þorvaldur Gylfason hefði getað bjargað þeim.

Svallveislurnar voru hrikalegar og gáfu í engu eftir svallveislum íslenskra útrásarvíkinga á mektardögum Jóns Ásgeirs og Davíðs Oddssonar.

Árni Gunnarsson, 10.6.2010 kl. 00:00

7 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, gott innlegg frá þér að vanda. Veistu fyrir hvað Eiríkur Stefánsson, sem ég hitti hér í Grindavík um síðustu helgi, verður alltaf eftirminnilegastur í mínum huga? Það tengist knattspyrnu.

Björn Birgisson, 10.6.2010 kl. 00:15

8 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Því miður, Árni minn. Steingrímur er í kjarna sínum gamall komma-vitleysingur sem er beinlínis að drepast úr frekju og yfirgangi, sem þó virðist ganga í einhverjar einfaldar sálir. Cicero var að vísu orðmargur og tyrfinn en hann var líka hugsuður og mörgum ljósárum merkilegri en Steingrímur, sem, þrátt fyrir alla frekjuna, hefur í raun hefur ekkert fram að færa annað en fyrirframvitað vinstri- blaður. Auk þess virðist Árni blanda saman lýðveldistímanum, tíma Ciceros, við keisaradæmið, sem náði hámarki í úrkynjun um hundrað árum eftir dauða ræðuskörungsins mikla. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 10.6.2010 kl. 12:05

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Talandi um bækur: Lesið Missi eftir Guðberg Bergsson..Alger gullmoli. Mannlegt eðli í sinni nöktustu mynd..

hilmar jónsson, 10.6.2010 kl. 21:21

10 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Baldur: Ég sendi þér þessa færslu. Hún var á blogginu mínu,en eftir smástund var því lokað og því lýst yfir að hér væri um „fordóma“ gegn hommum að ræða. Ég birti hana því hérna hjá þér.

 Færslan er eftirfarandi:

Ég hef fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum allt frá því í barnæsku á sjötta áratugnum, því strax sem barn veitti ég athygli sýndarmennsku vinstri manna, hræsni þeirra og tvöfeldni, þótt aldrei væri talað um pólitík á mínu heimili. Samt hef ég aldrei haft minnstu afskipti af flokknum síðan Þráinn Bertelsson dröslaði mér upp í gömlu Valhöll og skráði mig í Heimdall fyrir hálfri öld eða svo þegar við vorum saman í landsprófi. Ég er einfaldlega ekki gefinn fyrir félagsmálabrölt. Andstyggð mín á vinstri mennsku hvers konar hefur hins vegar ávallt verið alger. Vinstri mennn voru fólkið, sem með mannúð og manngæsku á vörum gengu erinda alræðisaflanna og kúgaranna í austri ýmist leynt eða alveg ljóst. Þeir voru innri óvinir Vesturlanda þá og eru það enn. Þeir grípa enn í dag á lofti hvern þann málstað sem er Vesturlöndum andstæður, auk stjórnlyndisins, sem hvarvetna gætir innan um alla hræsnina og yfirdrepsskapinn. Þar ber hæst hjalið um „lýðræði og mannréttindi“ sem þeir botna þó hvorki upp né niður í. Innihaldslaust, fyrirframvitað blaður þeirra hefur heldur magnast hin síðari ár, ef eitthvað er.

Það er engin tilviljun að Sjálfstæðisflokkurinn er kenndur við „sjálfstæði“. Stofnendur hans stóðu framarlega í baráttunni fyrir sjálfstæði landsins frá Dönum, þar á meðal afi minn Gunnar Ólafsson á Tanganum í Vestmannaeyjum, sem sat á þingi fyrir flokkinn. Síðan skipaði Sjálfstæðisflokkurinn sér afdráttarlaust í hóp með þeim sem studdu hinar frjálsu þjóðir Vesturlanda gegn alræðisöflunum og vinstra- liðinu, fólkinu, sem gekk, ýmist ljóst eða leynt, ýmist vitandi vits eða óvitandi, erinda alræðisafla og kúgara í austri. Slíkur flokkur má aldrei styðja innlimun landsins í fjarlægt ríkjasamband og afsala okkur þannig því frelsi sem forfeðurnir börðust svo einlæglega fyrir. „Garður er granna sættir“ og við eigum að hafa góð samskipti við löndin beggja vegna Atlantshafs, en þó aldrei gangast þeim á hönd.

Ég hef litið á Sjálfstæðisflokkinn sem eins konar eyju sæmilega heilbriðgrar skynsemi í hafsjó af vinstri- kjánum. Davíð Oddsson hef ég aldrei þekkt neitt, en ég hef veitt því athygli að hann hefur í flestum málum komist að sömu niðurstöðu og ég og verið á sömu eða svipaðri skoðun. Þannig má vafalaust telja mig stuðningsmann Davíðs, ekki vegna þess að ég éti allt upp eftir honum, heldur vegna þess að skoðanir okkar fara mjög oft saman, alveg óháð hvor öðrum. Það voru þannig mikil viðbrigði til hins betra þegar hann tók við ritstjórn Morgunblaðsins og er nú að endurreisa það. Mogginn er nú eini fjölmiðillinn, sem ekki er alfarið undir stjórn Baugs og/eða vinstri- kjána. Þeir hafa á móti hafið haturs- og rógsherferð gegn blaðinu og Davíð sem vart á sinn líka, en hann og Mogginn munu standa þetta af sér. Eftir alllangt niðurlægingartímabil er blaðið aftur orðið fulltrúi fyrir þær skoðanir og lífsviðhorf, sem sjálfstæðismenn hafa aðhyllst í öllum meginatriðum síðan ég man fyrst eftir mér.

Aðalsmerki hins sanna íhaldsmanns er eitt og aðeins eitt í mínum huga: Hann hlustar ekki á blaður. Hann aðhyllist ekki tískuhugsun og tískuskoðanir, en er samt opinn fyrir öllu því sem raunverulega horfir til framfara. Ég kaus flokkinn í síðustu borgarstjórnarkosningum í trausti þess að sæmilega vitiborið fólk væri á framboðslistanum, þótt mér litist ekki vel á hann. Ég treysti því þó, að að minnsta kosti einn flokkur mundi neita að taka þátt í skrípaleiknum kringum Jón Gera Narr Kristjánsson.

En sú eyja heilbrigðs vits og skynsemi sem ég hef alltaf talið Sjálfstæðisflokkinn vera er nú sokkin í hafsjó heimskunnar, a.m.k. í borgarstjórn.

Ég mátti vita að hverju stefndi þegar Hanna Birna skrifaði margra milljóna ávísun á rassinn á homma nokkrum. Peningana átti að nota til að útbreiða það, sem ég kalla kinnroðalaust og fullum fetum „kynvillu“ meðal barna í skólum borgarinnar. Mér er ekkert illa við homma. Þeir eru haldnir tilteknum geðrænum kvilla og ég sé enga ástæðu til að ofsækja þá eða gera á hlut þeirra. Hins vegar er útbreiðslustarf þeirra meðal barna hreinræktaður viðbjóður í mínum huga. En þarna var farið eftir ríkjandi tískuskoðun vinstri- kjána sem áreiðanlega á engan hljómgrunn meðal mikils meiri hluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins og raunar margra sem kjósa aðra flokka. Þetta sýndi mér að þessi manneskja er ekki í neinu sambandi við þá eyju skynseminnar sem ég tel flokkinn alltaf hafa verið. Hún er gengin heimskunni á hönd.

Nú er hún búin að bíta höfuðið af skömminni með því að gerast þáttakandi í skrípaleiknum í ráðhúsinu. Niðurlægingin er orðin alger.

Ég skammast mín orðið að ganga niður í bæ því ég veit að þriðji hver maður sem ég sé á götunni kaus Jón Gera Narr. Mér finnst ég umkringdur hafsjó af hálfvitum. Ég hélt þó að að minnsta kosti Sjálfstæðisflokkurinn mundi neita að taka þátt í skrípaleiknum, en þær vonir brugðust. Borgarstjórnarferill Jóns Gera Narr verður ekki langur, örugglega ekki fjögur ár. Líklegra er að hann endist aðeins í fjóra mánuði, eða jafnvel í fjóra daga. Brandarar hætta að vera fyndnir þegar þeir dragast á langinn. Við Jón er ekki að sakast. Hann er jú aðeins að gera narr að samborgurum sínum.

Komandi kynslóðir munu veltast af hlátri yfir því sem nú er að gerast. Þeir munu hlæja með Jóni Gera Narr, því brandarinn er góður. Við Jón er ekki að sakast. Hann hefur jú sjálfur lýst því margsinnis yfir að hann sé flón.

Þeir munu hins vegar hlæa að kjána- bjánunum, sem kusu hann yfir sig og létu hann svo plata sig til að taka þátt í skrípalátunum. Skömm þeirra mun uppi vera og munuð svo lengi sem landið byggist.

Vilhjálmur Eyþórsson, 16.6.2010 kl. 00:18

11 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég fékk tilkynningu frá einhverjum Árna Matthíassyni þess efnis að síðunni hefði verið lokað vegna „fordóma“ í færslunni. Veit Davíð hvers konar fólk hann hefur í þjónustu sinni?

Vilhjálmur Eyþórsson, 16.6.2010 kl. 00:51

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Political Correctness í verki.

*

Þú ert örugglega dæmdur fyrir þessi orð: "Mér er ekkert illa við homma. Þeir eru haldnir tilteknum geðrænum kvilla og ég sé enga ástæðu til að ofsækja þá eða gera á hlut þeirra. Hins vegar er útbreiðslustarf þeirra meðal barna hreinræktaður viðbjóður í mínum huga. "

*

Ummæli af þessu tagi eru bönnuð samkvæmt landslögum og Mogginn fær á sig stefnu ef hann dreifir þeim. Mogganum er því nokkur vorkunn. Alþingi Íslendinga samþykkti þessi lög og þeim verða allir að hlíta.

*

Það er hins vegar algerlega óásættanlegt að missa einn merkilegasta bloggara / blaðamann landsins af moggablogginu.

*

Ég vona að Vilhjálmur og mbl.is nái einhverri lendingu í þessu máli.

Baldur Hermannsson, 16.6.2010 kl. 14:14

13 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég sé með engu móti hvernig þetta getur verið bannað að landslögum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 16.6.2010 kl. 14:18

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er TÚLKAÐ sem hatursáróður. Lögin eru þannig úr garði gerð að þau eru undirorpin túlkun. Í reynd þýða þessi lög að enginn getur talað á neikvæðum nótum um múslima, negra, samkynhneigða, konur - eða tilsvarandi hópa. Jákvætt tal er leyft en ekki neikvætt. Sá sem ekki fer eftir þessum lögum í hvívetna kallar yfir sig mikil vandamál.

Baldur Hermannsson, 16.6.2010 kl. 23:08

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Vegna þess að slíkar bókmenntir sem þessar og frá fornsögulegum tíma eða þannig er að ræða, þá verð ég að minnast á hina frábæru sögu eftir Mika Waltari um Egyptan, Baldur. Að vísu ærið löng, en skemmtileg. En..

H'er sé ég einu sinni sem oftar að menn tilkynna lokun á sig á Moggablogginu og eru alltaf jafn hissa eins og allir á HM sem fá rauða spjaldið, en telja sig saklausa!

Því er rétt að minna spaka herran hérna á tvennslags sannarlega "Fornspeki"

"Engin er dómari í sjálf síns sök"

Og

"Ekki þýðir að deila við dómarann!"

Magnús Geir Guðmundsson, 17.6.2010 kl. 00:15

16 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er illt til þess að vita að það var dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, sem setti 233. greinina, sem hér er farið eftir í lög við mikinn fögnuð vinstri- bjálfa hvarvetna, en fáir ef nokkrir þorðu að andmæla. Þessi lagagrein er hreinræktuð svívirðing því hún ræðst með offorsi á sjálfa undirstöðu alls lýðræðis og allra mannréttinda, tjáningarfrelsið. 

Annars er ágætt að minna  á einn af mínum algeru uppáhaldshöfundum Mika Waltari. Hann skrifaði ekki bara Egyptann, heldur líka Ævintýramanninn (Mikael Karvaljanka), Etrúrann og fleiri ágætar sögulegar skáldsögur. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 17.6.2010 kl. 12:19

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta var Þorsteini líkt. Ég man að Danir sáu eftir því að hafa lögleitt þessa grein, því hún skerðir tjáningarfrelsið til muna. Röksemd þeirra var sú að að þeir sem teldu á sig hallað hefðu sama rétt til andmæla. En það þorir enginn að hreyfa sig. Er þessi alda ekki runnin frá Sameinuðu Þjóðunum? Mig grunar að hér sé um einhverja alþjóðasamþykkt að ræða. Ég þakka alla vega fyrir meðan ekki er bannað að hallmæla KR-ingum.

Baldur Hermannsson, 17.6.2010 kl. 12:35

18 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þótt ég hafi aldrei verið fyrir fótbolta var ég þó í Fram í æsku og lít takmarkalaust niður á KR- inga.

Vilhjálmur Eyþórsson, 17.6.2010 kl. 12:44

19 identicon

Nú eruð þið komnir á hála braut, best að láta blogg lögguna vita að þið séuð með fordóma gegn KR ingum. Og ég sem hélt þið væruð vinir mínir.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 13:55

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Svonasvona Vilhjálmur, ekki reyna þetta, ég var á UNDAN, ekki láta eins og þú hafir nefnt MW fyrst!

Annars vorkenni ég ykkur "Frelsisspámönnunum" að hafa einmitt ekki verið uppi á dögum Egyptanna til forna og Waltari skrifar um. Þá tjáðu menn sig samkvæmt honum ekki bara að vild, heldur GERÐU nánast allt að vild, drápu mann og annan og nauðguðu kvennsníftum af öllum lífs og sálarkröftum, bara með því skilyrði kannski að vera hermenn!Mikið hefði nú verið gaman að vera uppi þarna finsnt ykkur ekki?!

Að lokum fæ ég svo ekki betur séð né skilið á orðum Hr. V., en að ekki bara vinstri menn séu bjálfar heldur þeir hægri engu síður, nú eða kannski miklu frekar. Eða hví í andskotanum voru hægri menn annars að setja lög og reglur um að jafnvel þeirra eigin meðbræður mættu ekki tjá sig án takmarkanna?!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.6.2010 kl. 23:43

21 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Takk fyrir þennan ritdóm um Imperium Baldur. Þær mun verða þriggja bóka flokkur hjá Harris. Held að sú síðasta sé að koma út um þessar mundir. Ég hef hug á að lesa þær allar en ekki náð því enn. Fylltist í vetur miklum áhuga á Rómarveldi eftir að hafa eytt síðvetrarkvöldum í að horfa á sápuóperuþættina um Róm (ROME). Þú ættir að horfa á þá seríu. Þar koma fram þær hetjur sem Harris skrifar um svo sem Cicero. Mjög skemmtilegir þættir og hin besta afþreying. Það er alltaf gaman að horfa á svona efni eða lesa bækur sem örva mann og hvetja til að skoða söguna. Hef síðan lagst í að lesa um þennan tíma og er meira að segja farinn að lesa gömlu ritin eftir Rómverjana. Las síðast um daginn Germania eftir Tacitus. Einhver snillingur, ítalskur sagnfræðingur, hefur sagt að það sé hættulegasta bók sem skrifuð hefur verið. Sennilega vegna þess að hún fellur ekki að pólitískri rétthugsun Evrópufáráðlinga þar sem steypa skal öllum þjóðum í eitt og sama mótið undir fána ESB.

Hef lesið Harris gegnum árin en ekki séð bækur hans um Rómartímann. Í minningunni var bókin Selling Hitler skemmtilegust en það er frásögnin af því þegar dagbækur Hitlers voru falsaðar hér um árið. Þessi bók er ekki skáldsaga að neinu leyti en sýnir að oft getur veruleikinn orðið lygilegri en nokkur skáldsakapur. Harris skrifaði hana áður en hann fór að skálda. Ég á þessa bók í fórum mínum og þyrfti eiginlega að lesa hana aftur. Liðin mörg ár síðan ég las hana en ég man alltaf hvað hún var skemmtileg. Síðan er Föðurland ágæt og hún hefur komið út á íslensku. Held eina bók Harris sem hefur verið þýdd. Las íslensku útgáfuna í fyrrasumar og líkaði ágætlega. Hinar eru meira svona upp og niður. Þetta eru náttúrulega bara reyfarar. Ghost var kvikmynduð af Polanski. Þeir ætluðu reyndar að filma Pompeii en hættu við vegna verkfalls handritahöfunda og tóku þá Ghost í staðinn. Hef heyrt vel látið af þeirri mynd en ekki séð hana.

Það held ég nú.

Magnús Þór Hafsteinsson, 21.6.2010 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 340408

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband