Reykvíkingum leiðist

Það er því miður nákvæmlega ekkert nýtt í þessu hjali stjórnmálafræðingsins. Samt talar hann eins og þetta séu merkilegt vísindi. Það er sagt um Þingeyinga, að þeir mæli: "það er gott veður í dag", eins og það séu einhver stórtíðindi sem komi flestum á óvart. Einar Mar, Ólafur Harðarson og Gunnar Helgi eru þannig fræðingar - þeir segja almælt tíðindi með sama látbragði og sömu draugalegu röddinni og spákona sem afhjúpar stórkostlega leyndardóma.

Reykvíkingar eru vissulega leiðir á fjórflokknum en þeir urðu líka strax leiðir á Borgarahreyfingunni og þeir verða hundleiðir á Jóni Gnarr daginn eftir kosningar. Reykvíkingar eru einfaldlega fólk sem leiðist. Þeir geta snúið allri sinni tilveru upp í hundakæti og innantóma skellihlátra yfir einhverjum útúrsnúningum, en þeim mun áfram leiðast.

Halldór Laxness mælti: það er ekkert jafn leiðinlegt og að skemmta sér. 

Enginn jarðneskur máttur getur fjarlægt leiðann úr brjóstum Reykvíkinga. 


mbl.is Gæti stefnt í byltingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hægt að rífast um af hverju eilíflega talað um fjórflokkinn þegar fimm flokkar hafa iðulega verið á þingi undanfarna áratugi.

Og af hverju hrunflokkarnir allt í einu orðnir fjórir  þegar þeir eru í raun bara tveir eða kannski þrír í mesta lagi.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 00:32

2 identicon

Þarna erum við þó loksins sammála gamli.

Tumi Kolbeinsson (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 00:37

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vegna þess að þegar Vinstri grænir komust til valda gerðu þeir alveg eins og gömlu flokkarnir svíkja loforð og hættu að virða lýðræðið!

Sigurður Haraldsson, 26.5.2010 kl. 00:38

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hm .....!

Björn Birgisson, 26.5.2010 kl. 00:55

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þó svo að vornbrigði Sjálfstæðisflokksins verði töluverð, þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum á sunnudagsmorgunuinn, þá efast ég um að þau vonbrigði, toppi vonbrigði vinstri flokkana.

 Við birtingu skýrslunnar hugsuðu vinstri flokkarnir sér gott til glóðarinnar, enda Sjálfstæðisflokkurinn, einn settur í skammarkrókinn af höfundum Skýrslunnar.   En svo birtist allt í einu Besti flokkurinn og rífur af þeim og reyndar Sjálfstæðisflokknum, slatta af fylgi og eyðinleggur, þar með fyrir þeim R-listadraumalandið, með risarækjum, ævintýrum í takt við Línu-net og "brútal" orkuútrás OR, eflaust með dyggri aðstoð Magma.

 Ég bið reyndar síðueigenda afsökunnar á þvi að hafa kallað Samfylkinguna, vinstri flokk, því Samfylkingin er hvorki jafnaðar eða vinstri flokkur, nema á tyllidögum.  Milli þess sem að Samfylkingarfólk syngur baráttusöngva, eins og Internationallann á ASÍ þingum, er Samfylkingin á bólakafi í "brutal" einkavinavæðingu og útsölu á þjóðarauðlindum úr landi.

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.5.2010 kl. 01:05

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Kristinn það er rétt hjá þér við verðum að fara að grípa til aðgerða!

Sigurður Haraldsson, 26.5.2010 kl. 01:16

7 identicon

Samfylkingin siglir undir fölsku flaggi þeirra sem grömsuðu til sín völdin þar,

eða eins og einn sagði, allt í einu áttuðu sig grunlausir kjósendur samfylkingar,  á þeirri óhæfu að hafa verið teknir í görnina, og fóru , og fleiri eru farnir. og enn fleiri munu fara.

Robert (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 06:20

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Baldur, ekki missa trúna á sjálfan þig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.5.2010 kl. 12:53

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, Frjálslyndi flokkurinn varð aldrei barn í brók, hann hafði engin áhrif og telst ekki með í neinu sambandi.

*

Hrunflokkarnir eru vissulega bara þrír en almenningur er búinn að fá upp í kok af vitleysingunum í VG, þar stendur ekki steinn yfir steini. Það eru einungis fæðingarhálfvitar sem halda tryggð við þá flokksómynd.

Baldur Hermannsson, 26.5.2010 kl. 14:54

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ómar, það er gott að vera gamall, hanga á hliðarlínunni og gjamma á ungu mennina sem berjast um boltann.

Baldur Hermannsson, 26.5.2010 kl. 14:55

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, en leiðindin og þú eru ekki í sama liði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.5.2010 kl. 15:22

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er étt hjá þér Ómar, ég og þú erum í sama liðinu - það er hin volduga fylking lífsgleðinnar.

Baldur Hermannsson, 26.5.2010 kl. 15:42

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ómar, komdu nú með þínar dæmigerðu djúpvitru, Austfirsku athugasemdir við færsluna um Nostradamus!

Baldur Hermannsson, 26.5.2010 kl. 15:43

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Baldur.

Stundum get ég ekki bætt við speki, þó hún komi ekki úr mínu munni.

Það eina sem ég skaut á, er fyrirsögnin, leiðindin munu ekki sigra heiminn á meðan þú nennir að blogga Baldur.

Það var nú það eina sem ég sagt vildi hafa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.5.2010 kl. 15:56

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Baldur.

Þar sem við Hriflungar  pössum okkur á að segja eitthvað sem mætti telja íhaldinu til hrós, þá vil ég bæta því við að á meðan skrif þín hreyfa við Birningum og Árnum, auk margar góðra manna, þá falla þau ekki undir fyrirsögn þessa pistils. 

En án þeirra, þá væri fyrirsögnin samt röng.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.5.2010 kl. 16:04

16 Smámynd: Björn Birgisson

Hvað er Hriflingur (Hriflungur)?

Björn Birgisson, 26.5.2010 kl. 22:06

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég get mér til að Hriflungur sé einhvers konar afbrigði af framsóknarmanni sem Austfirðingar hafa ræktað í sex kynslóðir uppi á Héraði. Hriflungar þessir eru þó á skjön við vel þekkt afbrigði að því leyti að þeir eru andvígir innlimun í Evrópusambandið.

Baldur Hermannsson, 26.5.2010 kl. 23:04

18 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, alltaf átt þú svörin. Má ég spyrja þig um Birninga? Ertu ertu að segja mér að Hriflungar eigi rætur í Hriflu Jónasi? 

Björn Birgisson, 26.5.2010 kl. 23:15

19 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Björn ! Ég hef það eftir öruggum heimildum , að Hriflungar og Baldherungar eru uppeldisbræður , þeir ólust upp fjarri mannabyggðum  og fara oft og einarðlega langt langt framm úr sér í skrifum og fljótir til ákvarðanatöku , oft skjótar en vitsmuna hraðinn nokkru sinni nær   :-(       ;-)    .

Hörður B Hjartarson, 26.5.2010 kl. 23:36

20 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir þetta Hörður. Ég er engu nær. Ég þekki svo fátt fólk.

Björn Birgisson, 26.5.2010 kl. 23:59

21 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Þú þekkir þó alla veganna einn Baldherung , í það minnsta kannast við hann.

Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 00:01

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður hefur ýmislegt fyrir sér í þessu. Hriflungar munu komnir út af börnum þeim sem Hriflu-Jónas gat við Austfirskum tröllkonum á Jökuldalsheiði, þá er hann var ungur maður og graður. Birningar aftur á móti eru kynjaðir af Vestfjörðum, búa flestir í Grindavík og verður tíðförult um golfvelli landsins þegar sumrar. Þeir þykja ódælir viðureignar og lítt á færi dusilmenna.

Baldur Hermannsson, 27.5.2010 kl. 00:24

23 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   En Birningar eru ekkert skildir Hriflungum né Baldheringum , sá er gæðamunurinn

Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 00:31

24 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég hef haft Hriflu fyrir augunum nær allt mitt líf og talsverð samskipti við ábúendur á þeim bæ, ágætis fólk og vel gert

Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 00:45

25 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Já er það ekki alveg eins og Baldheringarnir ?

Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 00:50

26 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Veit ekki hvað Baldherignar eru?

Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 01:13

27 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Bjó á Fljótsbakka beint á móti Hriflu í 34 ár og er búsettur á Fellsenda hinumegin við Hriflu núna

Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 01:15

28 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Ert þú að selja Fellsenda , eða var ekki jörðin til sölu í fyrra ?

Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 02:06

29 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Siggi ! Baldheringar = Bald Her (Baldur Hermannssson) sbr Hriflungar (djók)

Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 02:07

30 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hörður það er rétt að hluta ég seldi land frá Fellsenda um 105 hektara svo ég gæti búið áfram á staðnum losaði mig undan skuldum og okurlánum bankana. Á húsin og 12 hektara í kring svokallað smábýliTakk fyrir útskýringarnar með Baldheringana.

Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 08:31

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef alltaf verið aðdáandi Jónasar frá Hriflu og keypti á sínum tíma ritsafn hans, sem ég fann samanbundið á fornbókasölu á Egilsstöðum. Ég studdi ekki Framsóknarflokkinn en gat ekki annað en hrifist af baráttuvilja og andlegum skriðþunga þessa sérstæða alþýðumanns. En hyldjúp urðu vonbrigðin þegar ég ók með fjölskyldu mína til þess að skoða Hriflu í fyrsta sinn. Ég hafði séð fyrir hugarsjónum stórbrotið landslag - en þvílík, skelfileg lágkúra. Síðar frétti ég að margir hafi orðið fyrir þessum sömu vonbrigðum er þeir litu Hriflu í fyrsta skipti.

Baldur Hermannsson, 27.5.2010 kl. 09:10

32 Smámynd: Ómar Geirsson

Nokkuð nærri lagi hjá þér Baldur, þó voru þessar sex kynslóðir búsettar niður á fjörðum, í einangruðum víkum og fjörðum.  Og sæði Jónasar kom þar lítið við sögu, en Íslandssaga hans var mikið lesin, næst á eftir Grallaranum.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.5.2010 kl. 09:18

33 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Já Baldur !   Það er svona þegar mennirnir skapa landslagið í sínum "dýpstu" hugarfylgsnum , að ég tali nú ekki um , hugsi þeir um FL-okkinn í leiðinni .

Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 15:24

34 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég las Íslandssögu Jónasar frá Hriflu þega ég var drengur og allt þar til ég fékk náttúruna. Svo var hætt að kenna börnum Íslandssögu Jónasar og þá hvarf það Ísland smám saman sem ég hafði fest rætur í.

Svo kom að því að náttúra mín fór sömu leið og Íslandssaga Jónasar og hér lýkur mínu innleggi í sögu þessarar þjóðar sem einu sinni var tilkomumikil og hreyfði við fólki og kom því til að líða vel. 

Árni Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 15:48

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Saga landsins okkar er þannig kennd í skólum að unga kynslóðin biður sér vægðar og vill ekki heyra meira gamla tíð. Sögu verður að segja þannig að áheyrandinn vilji meira. Það skilja sagnfræðingar nútímans ekki.

Baldur Hermannsson, 27.5.2010 kl. 15:54

36 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

"Söguritarar" nútímans, flestir hverjir styrktir af Íslandsmethafanum í skuldasöfunum og bankaránum, vekja ekki með mér vonir um að Saga landsins okkar, verði eitthvað fallegri, eða skemmtileg aflestrar.

 Skildi það vera látið óátalið í ríkisháskólum annara landa, sem við gjarnan berum okkur saman við, að fræðimaður úr slíkum skóla, væri á launum (ca. milljón á ári), við að endurskrifa Íslandssöguna, áðurnefndum Íslandsmethafa í hag?

 Skildi það vera látið óátalið, í þeim löndum, sem við gjarnan berum okkur saman við, að formaður stjórnmálaflokks sem er við völd, þegar mesta efnahagshrun þjóðarinnar, dynur yfir, leggi það til Íslandssögunnar að  flokkurinn hafi verið "andsetinn" Breskum stjónmálamanni (Blairismi Samfó)?

Kristinn Karl Brynjarsson, 27.5.2010 kl. 16:16

37 identicon

Hér mæla krúttin hver á eftir öðrum, hver öðrum gáfulegri og skiptir þá ekki máli hvaðan þeir koma eða undan hverjum þeir eru. 

(IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 17:47

38 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það yrði þín mesta martröð ef Jón Gnarr yrði nú jafnvel enn vinsællri eftir kostningar. Þú þarft samt ekkert að vera hvumsa yfir þessu  Baldur minn. Þú hefur nú kosið sama brandaraflokkinn yfir þig lengur en þú mannst eða er það ekki rétt ? Eini munurinn er sá að nú verða brandaranir markvissari- þó ég geti fúslega viðurkennt að mér finnst Bjarni Benediktsson alveg drepfyndinn politíkus. Verra er að Bjarni er ekki að reyna að vera fyndinn og ég efast um að þú hlægir af honum með sama hætti og ég.

Brynjar Jóhannsson, 27.5.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 340392

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband