Færsluflokkur: Dægurmál

Verður Birgitta nýja stjarnan?

Enginn af þessum mönnum getur talist áheyrilegur ræðumaður. Pétur rekur of mikið í vörðurnar, stælarnir og tilhlaupin í Steingrími eru of fyrirsjáanleg og þreytandi og Jón Bjarnason er svo leiðinlegur að fiskiflugurnar hrynja niður örendar á gluggarúðunum þegar hann lætur dæluna ganga.

Ég hef oft gaman af fíflinu Össuri, eins fáránlega vitlaus og hann getur verið - en tungutakið er kraftmikið og mergjað og það líkar mér. Davíð Oddsson átti fáa sína líka, þar sprungu bombur í hverri setningu þótt alls ekki gæti hann talist málsnjall maður. Gunnar Thoroddsen var afburðamaður í ræðustóli og engan mann hef ég heyrt flytja mál sitt af jafn aðdáanlegri snilld og hann - að vísu var það mestan part þvættingur og húmbúkk sem upp af honum rann, en hann gerði það svo listilega að unun var á að hlýða.

Ætli einhver af þessum nýju muni láta að sér kveða? Þráinn getur tekið góðar rispur en beiskjan og neikvæðnin fælir alltaf frá. Hver veit nema Birgitta verði nýja stjarnan?


mbl.is Ræðukóngarnir eru sestir í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með bindin - og burt með skoffínið!

Ég óska öllum Alþingismönnum til hamingju með það skref í átt til eðlilegra lífshátta að vera lausir við forheimskun bindisskyldunnar. Nú þarf að vinna í því að losa þingheim við forheimskun titlatogsins: háttvirtur fimmti þingmaður Norðurlandskjördæmis vestra - og allt það hvimleiða, óþjóðlega skrum. Mikilvægast af öllu hlýtur þó að vera að losa þingheim og þjóðina við hið afkáralega skoffín sem reigir sig og derrir og talar eins og væri hann goðumlíkt hanaprik á himneskum mykjuhaugi en ekki bara ótínd forsetablók á Bessastöðum.


mbl.is Þjóðin tók valdið í sínar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú þarna Framsóknarbjálfinn þinn!

Mikið var! Karlmenn eru sem betur fer farnir að lóga bindinu og ganga með fráhneppnta skyrtu og láta gjarnan bringuhárin standa eins og einhvers konar frjósemisbrúsk upp úr hálsmálinu. Menn ættu að hafa svipaðan dress-code á Alþingi og tíðkast á golfvöllunum - mörkin þar eru dregin við gallabuxur og strigaskó. Karlmenn mega ekki vera berir að ofan, jafnvel þótt þeim hitni í hamsi.

Það þarf líka að vinda ofan af titlatoginu sem er bæði til trafala og leiðinda. Til hvers að neyða menn til að segja: "háttvirtur þriðji þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra", þegar þeir meina: "þú þarna Framsóknarbjálfinn þinn" ?


mbl.is Þingmenn læra góða siði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tom Waits móteitur gegn Evróvisjónlágkúrunni

Evróvisjón er auvirðilegasta lágkúra veraldarsögunnar, það vita allir - samt getur maður aldrei á sér setið að horfa og hlusta, því auðvitað vill maður sjá hvernig Íslandi reiðir af. Svona er nú förðurlandsástin og þjóðerniskenndin sanna. Hún teymir mann í glötun ár eftir ár. 

Næstu daga er eins og hugurinn sé löðrandi í einhverjum slepjukenndum viðbjóði sem ógerningur er að skola burt. Maður er sokkinn niður í lágkúruna. Það hjálpar að aka á Þingvöll og reika ber að ofan í gjólunni niður Almannagjá en það hrekkur samt ekki til.

Í kvöld - eftir áratuga leit - fann ég loksins móteitur gegn Evróvisjón: Tom Waits. Tröllslegur útilegumannarómurinn drynur í lofti og hrekur burt píkuskrækina, tilgerðina, uppskafningsháttinn.

I plugged 16 shells from a thirty-ought-six
and a Black Crow snuck through
a hole in the sky
so I spent all my buttons on an
old pack mule
and I made me a ladder from
a pawn shop marimba
and I leaned it up against
a dandelion tree.......


mbl.is Ísland komið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttir og sléttir norðlenskir fæðingarhálfvitar

Það er alveg útilokað að þessir menn séu með réttu ráði. Er það kreppan sem hefur leikið dómgreind þeirra svona grátt eða vinstri stjórnin? Eða eru þetta bara réttir og sléttir norðlenskir fæðingarhálfvitar?
mbl.is Ísbjörninn blekking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska þjóðin er kona sem býr með hrotta

Það má um Sigmund segja að ekki er hann smár í hugsun. Synd að hann skuli vera í forsvari fyrir svo nauða ómerkilegan stjórnmálaflokk sem Framsóknarflokkurinn er og verður. Sigmundur þyrfti að hafa stærri flokk og merkilegri til að styðjast við.

Ætli það sé viturlegt að slíta stjórnmálasambandi við Breta? Íslenska þjóðin er eins og vel gefin kona sem býr með hrotta, og hrottamennið dettur í það um helgar og lemur hana eins og harðfisk. Blá og marin með glóðarauga á báðum mætir hún í vinnuna á mánudaginn og allir líta undan og þegja. Er nú vert að lifa í þessu sambandi lengur?

Össur er slík bleyða að hann vill láta hrottann berja sig og hafa af sér gagn og gaman á milli. Ég gæti best trúað því að Sigmundur hafi lög að mæla.


mbl.is Íhugi slit á stjórnmálasambandi við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útsmogin leikflétta kommúnista gæti borið árangur

Margir urðu hlessa þegar vinstri stjórnin fól gamla Austur-þýska kommúnistanum, Svavari Gestssyni, að semja við Breta. Ég varð strax hrifinn af þeirri leikfléttu og yrði ekki hissa þótt hún bæri nokkurn árangur.

Mönnum hættir til þess að gleyma þeirri einföldu staðreynd að við semjum ekki við vinstra viðrinið Gordon Brown, við semjum við Alistair Darling. Og Alistair er sko ekkert krataviðrini heldur gamall harðlínukommúnisti eins og Svavar Gestsson - hann gekk í Verkamannaflokkinn þegar hárið fór að grána og Karl Marx féll í gleymsku.

Svavar og Alistair tala sama tungumálið. Trúlega þekkjast þeir persónulega frá fyrri tíð, þegar markmið þeirra var að koma Vestur-Evrópu undir járnhæl Ráðstjórnarríkjanna. Enginn veit hver launráð þessir tveir menn hafa bruggað saman. Ef Alistair Darling hlustar á einhvern þá er það Svavar Gestsson. Þetta var útsmogin leikflétta.


mbl.is Ekki í þágu íslenskra hagsmuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðlendingum væri nær að sálga hver öðrum

Norðlendingar eru vondir menn. Og vondir menn koma upp um sig þegar þeir umgangast málleysingja. Það er hefð á Norðurlandi að níðast á málleysingjum.

Ég held maður muni hvernig helvítið hann Grettir fór með merina Kengálu. Það var ljóti ósóminn. Fló af henni baklengjuna aftur á lend og lét húðina liggja ofan á sárinu. Veslings merin var náttúrlega sárkvalin og kulvís og þannig komst upp um strákófétið. Að þessu hentu Norðlendingar gaman.

Seinna fundu Akureyringar upp á þeirri skemmtun að láta kött í tunnu, hengdu upp tunnuna og lömdu hana utan með lurkum. Veslings málleysinginn kvaldist í tunnunni, trylltur af hræðslu, og þegar loksins gjarðirnar brustu og kattarkvikindið stökk burt, blóðugt, marið og skelfingu lostið - þá skellihlógu Norðlendingar. Svona voru norðlensk börn alin upp við pyndingar á dýrum.

Nú vilja Húsvíkingar síður vera eftirbátar Akureyringa um fantaskap gagnvart málleysingjum. Vopnaðir keðjusögum og afsöguðum haglabyssum laumast þeir um þorpið í skjóli myrkurs og sálga hundum og köttum. Ég segi ekki sannara orð: þessum andskotum væri nær að sálga hver öðrum.


mbl.is Meindýraeyðir ver sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri menn skrafsamir og skemmtilegir við skál

Öll eða langflest sveitarfélög landsins eru í fjárhagsvanda. Sá vandi er yfirleitt heimatilbúinn. Sveitarfélögin hafa tekið að sér alls kyns verkefni sem þeim ber ekki lagaleg skylda til að sinna. Frambjóðendur til sveitarstjórna lofa upp í ermina á sér, taka lán og steypa sveitarfélaginu í botnlausar skuldir. Þannig hefur þetta verið í áranna rás.

Hafnarfjörður er gott dæmi - en sorglegt. Bæjarstjórn Samfylkingarmanna kann ekki með fé að fara. Bæjarstjórinn tók risalán upp á marga milljarða og þegar menn spurðu hann agndofa hvers vegna hann hefði gert það, var svarið einfalt: ég fékk það á svo góðum kjörum! Reyndar var lánið í erlendri mynt og er nú búið að koma bænum á vonarvöl. Þannig er nú ráðslag vinstri manna.

Mín reynsla af vinstri mönnum er sú, að þeir eru skrafsamir og oft skemmtilegir við skál, en það má ekki hleypa þeim í fjárhirsluna því þá er voðinn vís.


mbl.is „Eins og blaut tuska“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar eiga það sem aðra vantar núna

Þetta hefur maður heyrt víðar en það er gott að fá þetta staðfest opinberlega af írskum fræðimanni. Írar eru í Evrópusambandinu - þeir stungu höfðinu í gin ljónsins og voru samstundis étnir lifandi - og lifa nú við sult og seyru. Þeir lögðu írska pundinu og tóku upp evru, sem aldrei skyldi verið hafa. Þar misstu þeir úr höndum sér dýrmætt hagstjórnartæki.

Evrópusambandið leysir engan vanda. Er nokkur von til þess að hálfvitarnir í Samfylkingunni lesi þessa grein Davids McWilliams? Ég held ekki. Þeir eru svo önnum kafnir að liggja á knjánum fyrir framan skúrgoð sitt, heilaga Jóhönnu, og lepja hvert orð sem af hennar heimsku vörum flýtur.

Við getum raulað undir með hagyrðingnum: Íslendingar eiga það sem aðra vantar núna - nefnilega íslensku krónuna.

Höldum íslensku krónunni. Höfnum evrunni. Höldum fullveldinu. Höfnum Jóhönnu Sigurðardóttur.


mbl.is Írar fleygi evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband