Þú þarna Framsóknarbjálfinn þinn!

Mikið var! Karlmenn eru sem betur fer farnir að lóga bindinu og ganga með fráhneppnta skyrtu og láta gjarnan bringuhárin standa eins og einhvers konar frjósemisbrúsk upp úr hálsmálinu. Menn ættu að hafa svipaðan dress-code á Alþingi og tíðkast á golfvöllunum - mörkin þar eru dregin við gallabuxur og strigaskó. Karlmenn mega ekki vera berir að ofan, jafnvel þótt þeim hitni í hamsi.

Það þarf líka að vinda ofan af titlatoginu sem er bæði til trafala og leiðinda. Til hvers að neyða menn til að segja: "háttvirtur þriðji þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra", þegar þeir meina: "þú þarna Framsóknarbjálfinn þinn" ?


mbl.is Þingmenn læra góða siði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er fleira líkt með golfi og Alþingi - t.d. hafa Vestfirðingar betri forgjöf.

Ég held að það sé þróun í rétta átt að afnema „bindiskylduna“, áður var þetta samkoma sem var „ofar“ þjóðlífinu.

Nú eru þeir brotlentir líkt og þjóðin öll.

Hjálmtýr V Heiðdal, 13.5.2009 kl. 14:04

2 Smámynd: Páll Blöndal

Nú á ég ekkert einasta orð Baldur minn
Við sammmmála????
það hlauta að koma að því

Páll Blöndal, 13.5.2009 kl. 14:07

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Páll minn, reynum að láta þetta ekki gerast oftar!

Baldur Hermannsson, 13.5.2009 kl. 14:12

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hjálmar, er ekki kominn tími til að Alþingi skrúfi niður í sýndarmennskunni og fari meir að líkjast hópi fólks sem hefur ákveðin störf að vinna?

Baldur Hermannsson, 13.5.2009 kl. 14:14

5 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Einu sinni var talað um, að hið háa AlÞingi Íslandinga, væri elsta löggjafstofnun heims. Ætla mætti, að þeirri vegsemd fylgdi sá vandi, að þingmenn héldu eftir föngum í gamlar hefðir ? Nei ó nei, nú ætla busarnir á alþingi heldur betur að taka á hlutunum og lækka reisn Alþingis svo um munar !

Þetta væri svo sem allt í lagi, ef siðferðisstig þingheims efldist að sama skapi ? Verðum við bara ekki að vona það ?

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 13.5.2009 kl. 14:14

6 Smámynd: Páll Blöndal

hjúkk!! já pössum okkur

Páll Blöndal, 13.5.2009 kl. 14:14

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æ Kristján, vörum okkur á siðapostulunum!

Baldur Hermannsson, 13.5.2009 kl. 14:16

8 Smámynd: Björn Birgisson

Helsta baráttumál Borgarahreyfingarinnar er í höfn. Nú getur hún lagt sjálfa sig niður!

Björn Birgisson, 13.5.2009 kl. 14:26

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vildu þeir ekki líka láta þjóðina fá völdin?

Baldur Hermannsson, 13.5.2009 kl. 14:28

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

(eins og þessi þjóð hafi nú eitthvað við völd að gera)

Baldur Hermannsson, 13.5.2009 kl. 14:32

11 Smámynd: Björn Birgisson

Valdið fer til Brussel

Björn Birgisson, 13.5.2009 kl. 14:49

12 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Það eru ekki mannasiðir að ganga með hálsbindi. Ef það þarf að kenna mönnum að ganga ekki með hálstau er eitthvað meira en lítið að í þjóðfélaginu.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 13.5.2009 kl. 15:22

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Er það að renna upp fyrir þér fyrst núna, kæri Benax?

Baldur Hermannsson, 13.5.2009 kl. 15:40

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hver fann upp þennan bindisfjanda, var það einhver í sjálfsmorðshugleiðingum og mistókst ?

Finnur Bárðarson, 13.5.2009 kl. 16:41

15 Smámynd: Guðmundur Pétursson

<>Bindi(s)skyldan varð okkur að falli eða afnám hennar öllu heldur.  Það má færa sterk rök fyrir því.  Annars er mér nokk sama hvort alþingismenn séu án bindis eður ei svo framarlega sem þeir láta lítið fyrir sér fara og  ganga ekki í stuttpylsum eða mjög flegnumkjólum.

Guðmundur Pétursson, 13.5.2009 kl. 16:50

16 identicon

Þetta er með stærri málum við þurfum að fara varleg þarna..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 19:39

17 Smámynd: Björn Birgisson

Hvað með þingskvísurnar? Hef nú meiri áhuga á þeim. Hve mikið mega þær sýna af brjóstaskorunni? Pils? Buxur? Skítt með bindin - meiri brjóst takk!

Björn Birgisson, 13.5.2009 kl. 19:46

18 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Hálsbindi eru frá Kínverjum komin. Fyrsti keisari í Kína, Shih Huang Ti (Tie ) kom þeim sið á, að karlmenn skyldu nota hálsbindi. Shih Huang Ti óttaðist dauðann mjög, og hann vildi láta slátra her sínum til fylgdar sér yfirum. Ráðgjöfum hans tókst í blálokin að telja karlinn á, að brúður myndu duga og varð það úr.

Brúðurnar voru mismunandi í útliti og klæðaburði utan eins atriðis. Þær voru allar með bindi.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 13.5.2009 kl. 20:30

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já bæði Kínverjar og fleiri hafa notað hálstau, kúrekar voru með klút um hálsinn eins og sjá má í kábojmyndum. En húsvörðurinn dr. Alvís hefur sagt mér að hálsbindið í sinni núverandi mynd sé til okkar komið frá Króötum, enda er bindið kennt við þá á erlendum tungum, kravatt og þess háttar orð.

Eiginlega finnst mér slaufan skemmtilegri, nett perraleg og er ekkert að fela stertimennskuna.

Baldur Hermannsson, 13.5.2009 kl. 23:28

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur, nú veit ég að þú ert að gera að gamni þínu. Alltaf gaman þegar flottar konur klæða sig svolítið mellulega.

Baldur Hermannsson, 13.5.2009 kl. 23:29

21 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Já, Baldur, þarna er ég þér hjartanlega sammála ! Ég minnist þess úr MR, að einn ágætur kennari, sem var einstakur snyrtipinni, prófessor dr. Gylfi Þ. Gíslason heitinn notaði ávallt svarta slaufu við hvíta skyrtu. Reyndar fannst mér dr. Gylfi aldrei vera perralegur,honum var eðlilegt að vera með slaufu (þverslaufu). Dr. Gylfi var einstaklega góður og vinsæll kennari, en hann lagði mikla áherslu á dæmisögur. Hann náði athygli nánast allra nemenda sinna, og tímarnir liðu fljótt hjá honum, þótt hann kenndi bókfærslu !

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 14.5.2009 kl. 06:30

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað segirðu Kristján, kenndi Gylfi Þ. þér bókfærslu? Hvaða ár var það? Alltaf hef ég haft mætur á þeim manni. Mér hefur alltaf fundist orðið "eðalkrati" eiga við hann - og eiginlega við hann einan. Áhrif Gylfa á framþróun Íslands verða seint ofmetin. Hann breytti Alþýðuflokknum til samræmis við V-Þýska jafnaðarmannaflokkinn og innleiddi Viðreisnina.

Baldur Hermannsson, 14.5.2009 kl. 09:04

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vill ekki hæstvirtur loftrýmis-og heimskautaráðherra vera svo vingjarnleg að draga pilsið örlítið neðar? Mér er það blátt áfram um megn að horfa á þessa mynd af Fiedel Kastró á lærinu á henni.

Árni Gunnarsson, 14.5.2009 kl. 09:05

24 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Eðalkratinn, Gylfi Þ. Gíslason kenndi mér bókfærslu (og aðra nytsama siði) og dálítið í vðskiptafræði í MR veturinn 1952-53. Hann hefur æ síðan verið einn besti kennari, sem ég hef haft um ævina. Hann var sannur heiðursmaður frammí fingurgóma og eins og þu segir réttilega, Baldur, sannur eðalkrati. Blessuð sé minning hans.

Með góðri bloggvinarkveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 14.5.2009 kl. 10:31

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já hvur fjárinn, þetta var árið 52-53, og ég sem hélt að ég væri aldursforsetinn á blogginu. Tek undir með þér: blessuð sé minning  þessa góða, þjóðholla drengs sem vann svo vel fyrir Ísland.

Baldur Hermannsson, 14.5.2009 kl. 10:50

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, allt fer þetta nú eftir því á hvaða læri Fidel er staðsettur!

Baldur Hermannsson, 14.5.2009 kl. 10:51

27 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Baldur, ég átti nú við það að karlmennirnir gengu ekki um í slíkum klæðnaði þó svo eflaust hafi margir þeirra löngun til þess eins og breskir starfsbræður þeirra.  Konunar eiga að sjálfsögðu að ganga í slíkum fatnaði við flest ef ekki öll tækifæri.

Guðmundur Pétursson, 14.5.2009 kl. 11:15

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú þannig, samt er aldrei að vita hvernig pínupilsin færu nautunum, Össur yrði td ansi skrautlegur.

Baldur Hermannsson, 14.5.2009 kl. 12:02

29 identicon

Mér fyndist nær að skylda þetta lið til að ganga með hárkollur eins og breskir dómarar. Kvelja þau svolítið. Þau eru ekki þarna til að láta sér líða vel. Lúðvík 14. kunni á þessu tökin: hárkollur og menúett efla starfsandann.

Viðar Víkingsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 15:33

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég held að það verði bara látið gilda um stjórnlagaþingið.

Baldur Hermannsson, 14.5.2009 kl. 15:59

31 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Baldur og Viðar, þið eruð algjörir snillingar ! Ég sé fyrir mér væntanlegt Stjórnlagaþing með hárkollur, kinnalit og fleira hégómlegt skraut dansandi menúett í Egilshöll, váá, þvílík uppákoma !

Bestu kveðjur, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 14.5.2009 kl. 18:35

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristján, eins og kellingin sagði: það hæfir kjafti skel.

Baldur Hermannsson, 14.5.2009 kl. 18:44

33 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ha ? Byrjaði þetta ekki allt með Framsóknarmönnum og nú er komið að hárkollum og menúettum. Annars eru þessar kollur úr hrosshárum en það má notast við þjóðlegu ríkisstyrktu rolluna í hallæri.

Finnur Bárðarson, 14.5.2009 kl. 20:46

34 Smámynd: Halldór Jónsson

Tek undir með Kristjáni, dr. Gylfi Þ. Gíslason er einn af þeim kennurum sem gnæfa uppúr af þeim sem ég hef haft um dagana. Einstaklega skemmtilegur og stórfenglegur kennari. Upplifun að vera í bófærslutímum hjá honum. Við urðum vinir ævilangt uppfrá því. 

Baldur, það var langafi minn, ritstjórinn  Jón Ólafsson, sem var manna kurteisastur í tali en óþverralegastur í skrifuðum skömmum, sem kom því á að þingmenn færu að kalla hvern annan háttvirtan osfrv. Af hverju ? Jú þeir töluðu nefnilega á þinginu nákvæmlega eins og þú lýsir meiningunni bak við það sem sagt er. Þetta varð að hreinsunarátaki sem hefur staðið fram á þennan dag. Ég held að útburðirnir í núllflokknum séu afturför í virðingu þingsins frekar en að lyfta því með aulafyndni sinni. Og ekki veitir því nú af þeirri respekt sem það getur haldið eftir allt sem á undan er gengið.

Halldór Jónsson, 14.5.2009 kl. 20:59

35 Smámynd: Halldór Jónsson

Er Kristján P. lyfjafræðingur og bróðir Helga úra ?

Halldór Jónsson, 14.5.2009 kl. 21:02

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurbjörg, eitthvað veldur því að við karlrembusvínin hnöppumst saman og kýtum eins og gamlir, úrillir geltir - en það er svo huggulegt að fá dömu í heimsókn annað slagið!

Baldur Hermannsson, 14.5.2009 kl. 22:56

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já var hann langafi þinn, Halldór? Ég hef alltaf haft sérstakar mætur á þeim manni. Hann virðist hafa verið fluggáfaður, vann margt en hafði greinilega ekkert fyrir því.

Baldur Hermannsson, 14.5.2009 kl. 22:57

38 identicon

Verð að taka undir það að gott var að afnema bindisskylduna, það var það eina sem aftraði því að ég færi á þing, gat bara alls ekki hugsað mér að vera með bindi, í það minnsta ekki um hálsinn  

Það er ákaflega fáum karlmönnum það gefið að gera gengið með slíkt háltau, flestir líta þeir út eins og hengdir upp á þráð , eða gálga eða annað þaðan að verra, sárvorkenni ykkur alveg.   Ætli þetta sé ekki svipuð líðan og þegar kvenfólkið treður sér í nælonsokkabuxur m/aðhaldi svo  varla er hægt að anda alveg ótrúlegt þegar fólk stundar slíka sjálfspíningu arggggggggggg.

Sólarkveðja að austan

(IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 23:09

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurlaug mín, það er nú dapurleg staðreynd sem fáir vilja viðurkenna að veröldin glataði sínum fegursta litblæ þegar kvenfólkið hætti að ganga í nælonsokkum og fór að nota þessar hundleiðinlegu, ókvenlegu sokkabuxur í staðinn. Ungir karlmenn nú til dags hafa ekki hugmynd um hvað þeir fara á mis við. Engin furða þótt sjálfsvíg séu tíð meðal ungra karlmanna nú á dögum.

Baldur Hermannsson, 14.5.2009 kl. 23:13

40 Smámynd: Björn Birgisson

Alltaf þótt einhver sjarmi yfir nælonsokkabuxum - samanvöðluðum á stólbaki!

Björn Birgisson, 14.5.2009 kl. 23:15

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Baldur Hermannsson, 14.5.2009 kl. 23:17

42 identicon

Baldur ! sko það þarf bara engar skokkabuxur,ekki vera að flækja málin svona,  eftir part úr degi  í garðinum í sólinni er komin rétti liturinn á leggina og hægt að skella sér í stutta pilsið, nú ef það er vetur að þá fæst hann á spreybrúsum í apotekinu. Burt með allar sokkabuxur þær eru bara kvöl og pína, væri ekki hægt að samþykkja það á þinginu líka

(IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 23:30

43 Smámynd: Árni Gunnarsson

Alltaf man ég eftir því hvað hann NN verkstjóri varð raunalegur á svipinn þegar hann ræddi um innleiðingu sokkabuxnanna. Þetta var orðinn svo tímafrekur andskoti að skyndikynni við stelpurnar innanhúss á vinnutíma fóru bara að heyra sögunni til.

En Þetta með langafa hans Halldórs. Var ekki Jón Ólafsson bróðir Páls skálds á Hellfreðarstöðum? En Páll lenti inni á Alþingi einn vetur eða tvo og orti:

Á Alþingi að sitja mér aldrei var hent,

og yrðast við spekinga slíka.

Mig vantaði talent og temperament

og talsvert af þekkingu líka.

Það stendur nú ekki í alþingismönnum nú til dags að sitja eitt kjörtímabil eða fleiri þó þá vanti þetta allt og meira til.

Margir eru allslausir allan tímann að því undanskildu að vera með bindi um hálsinn.

Og nú á að svipta þá því líka!

Árni Gunnarsson, 15.5.2009 kl. 00:01

44 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, fær 12 stig af 10 mögulegum.

Björn Birgisson, 15.5.2009 kl. 00:10

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Strákar, hér með gef ég ykkur heimild til að segja við mig: þú þarna íhaldsbjálfi!

(Fyllti tankinn af bensíni - og þetta er díselbíll)

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 00:23

46 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur minn, þú ert ekki neinn íhaldsbjálfi. Bara þröngsýnn aulabárður. Annars ert þú sanngjarn og fallegur maður með mikla reynslu af lífinu. Góðvinur minn hringdi í mig á sunnudaginn og bað mig að draga nýja Fordinn sinn, F 250, eða eitthvað, ótrúlegan dreka, á verkstæði. Konan hans hafði fyllt hann af olíu, sjálfan bensínfrekann velmegunardrekann. Bað hann lengstra orða að fyrirgefa spúsunni. Hann tók því vel. Ráð vinstri manna gagnast alltaf vel. Er Jóna eitthvað að jagast í þér? 

Björn Birgisson, 15.5.2009 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 340328

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband