Réttir og sléttir norðlenskir fæðingarhálfvitar

Það er alveg útilokað að þessir menn séu með réttu ráði. Er það kreppan sem hefur leikið dómgreind þeirra svona grátt eða vinstri stjórnin? Eða eru þetta bara réttir og sléttir norðlenskir fæðingarhálfvitar?
mbl.is Ísbjörninn blekking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E


Stórfurðuleg hegðun.

ThoR-E, 9.5.2009 kl. 18:47

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Bara skemmtilegur hrekkur. það fyndnasta sem ég hef séð lengi.

Víðir Benediktsson, 9.5.2009 kl. 18:50

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég veit, ég veit. Svona er nú kímnigáfa Akureyringa. Í gamla daga var aðalskemmtunin að míga í brunn hreppstjórans og skíta í blómabeð prestsfrúarinnar, núna ljúga þeir upp sögum af óargadýrum í Skagafirði. Og svo er þetta með kosningarétt og allt.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 19:34

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Að kalla úr slökkvillið og eða lögreglulið í gabbferð er eitthvað sem óharðnaðir unglingar og þá helst smábörn gera - en svona barnaleg hegðun fullorðinna sýnir dómgreindarskort af hæsta stigi og óábyrgð. Hver vildi hafa slíka menn í vinnu í dag?

Þessir menn hafa vanvirt Oddfellowhreyfinguna og ættu strax að yfirgefa hana sjálfvirljugir - ella vera reknir af forystunni.

Guðmundur Jónsson, 9.5.2009 kl. 20:06

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sammála þessu Guðmundur. Oddfellow reglan myndi auka veg sinn ef hún gerði þessa bjána brottræka.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 20:10

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

& brúkar sitt atkvæði á allt annað en ~zjallanna~, 17% púrtarafylgi.

Steingrímur Helgason, 9.5.2009 kl. 20:10

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Zteingrímur, ertu við zkál zvo znemma á laugardagzkveldi?

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 20:12

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hey kommon. Það var Mogginn sem dreifði lyginni. Það virðist bara vera hægt að hringja þangað og segja hvaða vtleysu sem er. En ég hef nú séð meiri lygi í því blaði en þetta án þess að löggan sé kölluð til.

Víðir Benediktsson, 9.5.2009 kl. 20:24

9 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta er fyrir neðan allar (ís)hellur!

Guðmundur St Ragnarsson, 9.5.2009 kl. 20:30

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Víðir, öll norðlensk börn eru látin lesa söguna um Nonna og Manna og hvernig þeir áttu í höggi við hvítabirnina. Það versta sem þú gerir Norðlendingum er að ljúga því að þeim að nú sé kominn hvítabjörn í túnfótinn. Þá grafa þeir sig dýpra niður í torfkofana og verjast þar með ljáum og broddstöfum.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 20:40

11 Smámynd: Víðir Benediktsson

Nennti aldrei að lesa Nonnabækurnar en var dreginn á safnið sem skólabarn og látin hlusta á svona sögur. Lygin var ekki fundin upp í dag.

Víðir Benediktsson, 9.5.2009 kl. 21:03

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei heyrðu nú, ertu að segja mér að þú gerir ekki greinarmun á fögrum skáldskap og rætinni lygi? Hvers konar menningarástand er þarna eiginlega hjá ykkur á Akureyri?

Þú ert að vísu bæði ManU og Þórsari og líkast til Samfylkingarmaður í þokkabót - en fyrr má nú rota en dauðrota.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 21:06

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er sammála Víði að þetta hafi verið fyndið.  Einn lögreglubíll var sendur á svæðið og skyttur settar í viðbragsstöðu, það voru öll ósköpin.

En mér sýnist að sumir hafi verið fegnir að hafa allt landið milli sín og bjarnarins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2009 kl. 21:11

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú það er þá sami húmorinn á Skagaströnd og Akureyri.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 21:14

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Eru menn ekki eittvað að ruglast á landshlutum ? Núna rétt áðan sá ég TVO hvítabirni í Laugardalnum ! Varla hafa þeir verið norður í Skagafirði í morgun ?

Það sem mér fannst merkilegast við hvítabirnina var að þeir voru báðir örv-fættir !

Þeir sem ætla að skoða birnina ættu að fara varlega og heldst að hafa meðferðis blöðru-tyggjó, því að þessir birnir kunna ekkert skemmtilegra en að blása tyggjó-blöðrur. 

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.5.2009 kl. 21:18

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hm, the plot thickens....

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 21:33

17 identicon

Gúrka. Ekkert að gerast. Engin á rjúpnaveiðum sem týnist. ( Með tilheyrandi kostnaði) Húmorinn í sögulegu lámarki og allt að verða vitlaust. Aulahúmör að norðan er fréttin. Ég elska þetta. Auðvitað sendum við þessa menn í tukthús. Eins og Jón Hreggviðsson sem stal snærisbút. Og hljóp yfir hið blauta Hollaland..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 21:43

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já það á að refsa mönnum fyrir svona vondan húmor. Erlendis eru svona durtar látnir sópa strætin í nokkrar vikur. Boy George lenti einu sinni í því. Sópaði göturnar í New York vikum saman og hafði gott af því.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 22:04

19 identicon

Mér fannnst merkilegast við þessa frétt hvað mogginn gleypti þetta hrátt, það er ekki mjög trúverðug fréttamennskan þar á bæ, hefur reyndara ekki verið í nokkurn tíma, en þetta sýndi það svo sannarlega svart á hvítu að hvaða hálfviti getur sagt blaðamanni þeirra hvað sem er og það birtist bara eins og heilagur sannleikur.

En brandarinn var góður og lögguskottið var gjörsamlega að gera úlfalda úr býflugu i viðtali í fréttunum.

(IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 22:49

20 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

                          Þú átt kollgátuna Baldur !

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.5.2009 kl. 23:59

21 Smámynd: Anna Guðný

Hvers konar menningarástand er þarna eiginlega hjá ykkur á Akureyri?

Baldur. Vildi bara láta þig vita að við erum fleiri Akureyringarnir en Víðir og Halli. Þekki þá samt báða og þeir eru fínir. Samt ekki með sama húmor og þeir.

Mér finnst þetta ekkert fyndið. En er þetta ekki bara það sem íslenskir menn (karl í þessu tilfelli)  getur dottið í hug á fyllirýji? :) Nei. segi svona.

Annars hefur Sigurður verið nokkuð rólegur síðan hann setti torfið á torgið fyrra, svo það hlaut að fara að koma að einhverju.

Gott að allt fór vel

Anna Guðný , 10.5.2009 kl. 00:57

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir þessar upplýsingar Anna. Alltaf gaman að heyra í þér.

Baldur Hermannsson, 10.5.2009 kl. 01:28

23 Smámynd: Björn Birgisson

Brandari ársins hefur litið dagsins ljós.  Aulatittir armæðunnar hafa sýnt sig. Stjórnleysi íhaldsins undanfarin ár kallar fram svona hegðun.  Meira af svo góðu, takk fyrir!

Björn Birgisson, 10.5.2009 kl. 03:53

24 Smámynd: Johann Trast Palmason

það er einganveigin hægt að réttlæta slíka hegðun hjá fullorðnu fólki, hva þá að samþykkja hana sem ethvern húmor. Þetta er enhver athygglisbrjálæði og vona ég að þessir menn verði látni taka ábyrgð með viðeigandi hætti á þessari óábyrgu kjánalegu óþroskuðu hegðun sinni sem vonandi mun ekki hafa neihvæðar afleiðingar fyrir aðra sem gætu komist í tæri við raunverulegan og svangan ísbjörn

Johann Trast Palmason, 10.5.2009 kl. 07:54

25 Smámynd: Víðir Benediktsson

Talaði tvisvar við Sigga í gær og hann var bláedrú í bæði skiptin. Þeir sem halda því fram að þetta hafi verið gert í fylleríi eru þar með orðnir jafnlygnir og Siggi. En þetta mál hefur sannarlega afhjúpað húmorsleysi margra Íslendinga. Dramadrottningar landsins þyrpast út úr skápunum þessa stundina.

Víðir Benediktsson, 10.5.2009 kl. 08:31

26 Smámynd: Johann Trast Palmason

Það er ótrúlegt Víðir að þið skulið réttlæta þessa ósmekkvísi með að bregðast við með hroka sem ykkar vörn og kalla fólk dramadrottningar og húmorsleysingja í fullkomni afneitun á hina raunverulegu stöðu málsins sem er og fyrirgefðu að ég þurfi að vitna í sýslumann og yfirlögregluþjón á sauðárkróki til að þú kannski mögulega skiljir að þú og félagar þínir eruð svo algerlega ekki með þetta.

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að um háalvarlegt mál sé að ræða enda hafi allt kerfi þeirra virkjast. Lögreglumenn og skyttur hafi verið ræstar út. „Ég held að mennirnir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað færi í gang, eða hvað þeir væru að gera. Þetta er ofboðslega óábyrgt.

Ríkarður Másson, sýslumaður á Sauðárkróki, tekur í sama streng og segir allt verða gert til að láta mennina sæta ábyrgð.

Er voða erfitt að skilja þetta víðir og taka upp smá auðmýkt og viðurkenna þegar fólk hefur rangt fyrir sér biðjast afsökunar og taka afleiðingum gerða sinna ?

Eða ætlið þið að halda endalaust áfram að leika saklausa krakka og þvinga smekklausan leikskóla húmor ykkar yfir á samborgara ykkar á kostnað gjaldþrota ríkis ?

Johann Trast Palmason, 10.5.2009 kl. 09:04

27 identicon

Ég sá strax að um gabb var að ræða og bloggaði um það á mbl en enginn trúði mér. En í frásögn MBL var eiginlega betri brandari en þessi með hvítabjörninn(sem hlýtur að teljast vafasamur í meira lagi) en það var :  "var með hóp jarðfræðinga í vettvangsferð" þegar staðreyndin var kannski ekki alveg þannig...

Víðir ég myndi halda að eina vörn Sigurðar og Páls í stöðunni sé klassísk Bakkusarvörn - bera við ölvun.

elli (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 09:28

28 Smámynd: Víðir Benediktsson

Held að löggan átti að ræða við þá sem lugu þjóðina á hausinn með tilheyrandi kostnaði en hún hefur ekki sýnt því áhuga ennþá. Þessi ísbjarnarbrandari var mun fyndnari en hinir fyrri og talsvert ódýrari.

Víðir Benediktsson, 10.5.2009 kl. 09:40

29 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það jákvæða er hins vegar að lögreglan og sýslumaðurinn á Sauðárkróki skuli vera sammála um eitthvað. Þessi embætti hafa nú frekar verið þekkt fyrir eitthvað annað.

Víðir Benediktsson, 10.5.2009 kl. 09:50

30 identicon

Þetta er ágætur lókal húmor að þvælast um með uppstoppaðan hvítabjörn og smá öl en um svona lygi er til fræg dæmisaga sem heitir: The boy who cried wolf eða úlfur úlfur! á íslensku. Hún gengur út á það í stuttu máli að vera ekki að gabba um hættulega hluti vegna þess að þegar vágesturinn mætir þá trúa menn ekki fréttum þar að lútandi. Ég skil mætavel að yfirvöld hafi engan húmor fyrir þessu. Það komu 2 eða 3 síðasta vor og við skulum alveg hafa það á hreinu að þetta eru engir leikfangabangsar. Hvítabjörn er talið hættulegasta rándýr heimsins fyrir menn því í hans augum er maðurinn bara kjöt og þegar hann hefur tekið ákvörðun um að éta þig þá er betra að hafa byssu við höndina...

elli (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 10:00

31 Smámynd: Anna Guðný

Verð að viðurkenna að ég hafði ekkert fyrir mér í því að þeir hafi verið lige glad en það hvarlaði bara ekki að mér annað.

Og finnst þetta verra fyrir vikið.

Svo er ég orðin hundleið á því að allskonar vitleysisgangur í þjóðfélaginu sé nánast samþykktur bara af því að einhverjir aðrir séu verri. Þetta er ekki það sem við erum að ala börnin okkar upp í.

Er þó sammála Víði í sambandi við þá félaga á Sauðárkróki.

Hafðu það gott í dag Baldur

Anna Guðný , 10.5.2009 kl. 10:10

32 Smámynd: Johann Trast Palmason

Djöfull ertu forhertur Viðir. AÐ lögreglan hefði átt að og að það eina jákvæða ?? hvað er eiginlega að hjá ykkur að hunsa staðreyndir málsins og kenna öllum öðrum um að þetta stunt ykkar var gjörsamlega vanþroskað mislukkað og allt of langt gengið ?

Þú kastar endalaust allri ábyrgð á allt annað en þá sem raunverulega bera hana og þráast endalaust við að reina að þvinga fram því viðhorfi að það sé ethvað fyndið við króníska lygara og hluti sem snúa að öryggi borgarana og eru jafnvel eyðileggjandi fyrir ferðamannaiðnaðinn.

Nei þið eigið alls engan málsvara og með þessi viðhorf og attitute alls enga von.

Ég vorkenni ykkur hreinlega fyrir að vera svona, það er nefnilega bara sorglegt.

Johann Trast Palmason, 10.5.2009 kl. 10:18

33 identicon

Það var nú gott að sýlsumaður og lögregla í Skagafirði yrðu sammála um eitthvað, það var nú eiginlega komin tími á það, þó læist sá grunur að mér að það sé nú bara  þegar talað er við fjölmiðla. En hvað segir það um lögregluna ef þeir æða á stað ( sem þeir gerðu nú ekki held ég ) með byssumenn í skottinu án þess að staðfesta hvað er um að ræða??  Og ef bara var gefin út beiðni fyrir skyttur að vera í viðbragðsstöðu að þá er nú skaðinn ekki mikill. 

En það er grafalvarlegt mál ef það á að láta fólk sæta eienhverri ábyrgð fyrir hrekki sína bara að því að einhverjir bjánar taka hlutina alvarlega og rjúka í síman til að hringja á lögregluna,guð hjálpi okkur þ, ef við verðum nú húmorslaus ofaná allt á þessum síðustu og verstu.

En af hverju talar engin um það alvarlega mál að mogginn skuli birta svona fréttir algjörlega óábyrgt og án þess að fá nokkra staðfestingu á að kvíkindið sé lifandi en ekki dautt.???

Allir sannir íslendingar máttu vita að þetta yrði gert á einhverjum tímpunkti því þetta er nákvæmlega sá húmor sem við notum þegar við viljum gera grikk.

Og fyrir fólk að æsa sig upp útaf svona er náttúrulega bara bilun en sýnir kannski hvað við erum komin langt frá uppruna okkar þegar við kunnum ekki orðið að taka því að vera gerður grikkur.

(IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 10:54

34 Smámynd: Stefán Stefánsson

Já Baldur minn.... þetta voru nú bara óþroskaðir akureyringar hahahaaaaaa....

Þroskuðu norðlendingarnir eru allir austan Vaðlaheiðar og það hélt ég nú að allir vissu hahahahahahaaaaaa.........................

Stefán Stefánsson, 10.5.2009 kl. 11:17

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Uss Stefán, Norðlendingarnir austan Vaðlaheiðar læðast um í skjóli myrkurs og limlesta ketti..........

Baldur Hermannsson, 10.5.2009 kl. 11:21

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, það versta við þennan "hrekk" er hve hryllilega ófyndinn hann er. Í gamla daga voru hér í Reykjavík glerkassar á götum og þegar upp kom eldur gátu menn brotið glerið, snúið lykli og gert slökkviliðinu viðvart. Drukknir bjánar voru stundum að brjóta glerið og gabba slökkviliðið. En það þurfti töluvert magn af áfengi og firna lága greibdarvístölu til að hafa gaman af svona löguðu.

Og þetta er einmitt meinið við Akureyringa. Það þarf svo skelfilega lága greindarvísitölu til að hafa gaman af svona hvítabjarnarhrekkjum. Manni dettur nú í hug: eru allir gáfuðu Norðlendingarnir fluttir suður?

Baldur Hermannsson, 10.5.2009 kl. 11:26

37 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sigurbjörg, þú  ættir að segja sögur of rosmhvölum (rostrum-hvölum) í garðinum hjá þér. Áttu ekki einhverjar myndir af þessum myndarlegu skepnum, þar sem þau flatmaga í rabbabara-breiðunni ?

Eins og þú líklega veitst, þá hét Reykjanesið frá Ósabotnum/Njarðvík til Garðskaga Rosmhvalanes. Nafnið lifir hugsanlega í nafninu Hvalsnes.

Ég tel að "rosm" sé stytting af orðinu "rostrum" sem komið er úr Latínu, þar sem það merkti "trýni, goggur". Til forna var rostrum notað um "hrútshaus" eða "spjót" sem á herskipum var neðan sjávarborðs til að brjóta óvinaskip með ásiglingu. Orðið er til dæmis notað í þessari merkingu í Ensku.

Þar sem rostrum-hvalir (rost-ungar <?< rostrum-ungar) hafa líklega aldreigi lifað á Íslandi, finnst mér eins líklegt að nafnið sé tilvísun til formsins á nesinu !

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.5.2009 kl. 11:39

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Loftur, þetta er hugvitssamleg tilgáta en þú hefur ekki fræðimennina á þínu bandi í þessu máli. Talið er að rosm vísi til litarháttar dýrsins - rauðleitur eða gulbrúnn - og sama gildi um rostunga.

Baldur Hermannsson, 10.5.2009 kl. 11:53

39 identicon

Við höfum greinilega ekki sama húmor Baldur minn og dæmið sem þú tekur finnst mér hreint ekki sammærilegt, svo langt frá því.

(IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 12:13

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurlaug, dæmin eru einmitt nákvæmlega sambærileg. Næst þegar hringt er í lögguna á Sauðarkróki og einhver andstuttur Norðlendingur segist hafa séð ísbjörn, þá mun löggan alls ekki hunsa manninn - en hún bregst ekki við til varnar strax, heldur sendir hún mann á vettvang í rólegheitum til að ganga úr skugga um hvort þetta sé ekki örugglega gabb.

Seint og um síðir er skytta send með þyrlu frá Reykjavík en þá er það of seint, því hvítabjörninn er búinn að drepa og éta fimm ferðalanga. Það eina ánægjulega er að þetta eru allt Akureyringar.

Baldur Hermannsson, 10.5.2009 kl. 12:24

41 Smámynd: ThoR-E

Var ekki búið að kalla út meindýraeyðinn skotglaða ... ?

ThoR-E, 10.5.2009 kl. 13:37

42 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Þessi uppákoma minnir mig á þegar móður amma mín reif af mér símtólið 1. apríl fyrir rúmlega 30. árum.  Þá ætlaði ég að hringja í slökkviliðið og tilkynna um eldsvoða.  Þetta átti að vera fyndið á 1. apríl.  Þetta var í eina skiptið sem amma mín skammaði mig....

Gunnar Freyr Rúnarsson, 10.5.2009 kl. 14:07

43 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vitur kona, enda ættuð undan Eyjafjöllum en ekki frá Akureyri.....

Baldur Hermannsson, 10.5.2009 kl. 14:18

44 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er rétt að við stígum ekkert í vitið hér fyrir norðan, hvorki vestan né austan Vaðlaheiðar en við eru skemmtileg. Hver man ekki eftir Lúkasarmálinu. Best ég hringi í Moggann á eftir og segi þeim að Móðuharðindin séu skollin á aftur. Ef þeir hringja til baka til að fá fréttina staðfesta endurtek ég sömu rulluna. Svo verður bara að ráðst hvort lögreglan blandast í málið.

Víðir Benediktsson, 10.5.2009 kl. 15:13

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heyrðu nú Víðir Benediktsson, hvenær gerðust norðanmenn skemmtilegir? Ætli það sé ekki á 12. glasi - og þá að eigin mati.

Baldur Hermannsson, 10.5.2009 kl. 15:25

46 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er alltaf gaman að spæla Moggann. Hann verður svo sár.

Víðir Benediktsson, 10.5.2009 kl. 15:59

47 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er hins vegar fyndið "Heyrðu nú Víðir Benediktsson, hvenær gerðust norðanmenn skemmtilegir? Ætli það sé ekki á 12. glasi - og þá að eigin mati."

Finnur Bárðarson, 10.5.2009 kl. 17:41

48 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þingeyingar eru skemmtilegir.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.5.2009 kl. 18:08

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Benax, þeir eru ekki beint skemmtilegir en það er stundum gaman að þeim.

Baldur Hermannsson, 10.5.2009 kl. 18:49

50 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.5.2009 kl. 19:00

51 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég var að tala um ríkisstjórnina.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.5.2009 kl. 19:05

52 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú þannig. Ég skil.

Baldur Hermannsson, 10.5.2009 kl. 19:16

53 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Getraun á góðri sumarnóttu, eftir að hafa lesið þessa kostulegu romsu!

Hverjir eru Þingeyingar eða svo göfugt ættaðir í nýju stjórninni?

Magnús Geir Guðmundsson, 11.5.2009 kl. 01:56

54 Smámynd: Anna Guðný

Sýnist þetta vera komið út í endeymis vitleysu. Kem bara inn aftur næst.

Anna Guðný , 11.5.2009 kl. 02:11

55 Smámynd: Jóhann Hannó Jóhannsson

Góður húmor og vandað grín.  Finnst þetta skemmtilegt uppátæki .

Jóhann Hannó Jóhannsson, 11.5.2009 kl. 07:13

56 Smámynd: Sverrir Stormsker

Húmor Akureyringa er mjög alvarlegt mál.

Sverrir Stormsker, 11.5.2009 kl. 13:26

57 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Rostrum-hvalur í Laugardalslauginni 11.05.2009.

Er hann ekki sætur ???

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.5.2009 kl. 13:49

58 Smámynd: Baldur Hermannsson

Flottur, nú skilur maður nafngiftina.

Baldur Hermannsson, 11.5.2009 kl. 14:30

59 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki ólíkur Gunnari I Birgissyni

Finnur Bárðarson, 11.5.2009 kl. 17:02

60 Smámynd: Víðir Benediktsson

Anna Guðný, ég er algerlega ósammála þér. Þetta er einhver málefnalegasta umræða sem ég hef tekið þátt í og myndin af Gunnari Birgissyni hlýtur að vera fótósjoppuð. Hann er ekki svona myndarlegur. Rétt hjá þér Sverrir, það er ekkert grín að vera fyndin. Það vita Þingeyingar manna best.

Víðir Benediktsson, 11.5.2009 kl. 21:37

61 Smámynd: Baldur Hermannsson

Víðir, við vitum ekki fyrir víst hvort þetta er Gunnar fyrr en við heyrum hann tala.

Baldur Hermannsson, 11.5.2009 kl. 21:40

62 Smámynd: Hörður B Hjartarson

        Baldur!

        Fái ég styrk hjá   FL okknum  , eins og þessir hafa eflaust fengið , ætla ég að heimsækja þig í hvítabjarnargæru og öskra ógurlega .

        Byrjaður að æfa öskrið .

Hörður B Hjartarson, 11.5.2009 kl. 23:13

63 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, það er ég viss um að Akureyringarnir hlæja sig máttlausa ef þeir lesa þetta.

Baldur Hermannsson, 11.5.2009 kl. 23:47

64 Smámynd: Hörður B Hjartarson

        Baldur!

        Goooooóður - , en annars , eru þeir ekki bræður ; Norðlensku brandararnir og Hafnarfjarðarbrandararnir ?

        Mér fynnst nú eiga vera hægt að fyrirgefa svona grín , og engin pólitík í þessu , það er stóri kosturinn    ; ) . Eig þú góða nótt.

Hörður B Hjartarson, 11.5.2009 kl. 23:53

65 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú þetta er alveg hárrétt hjá þér um bræðurna. Ég vann einmitt á DV þegar þetta byrjaði. Fyrst voru sagðir Akureyringabrandarar en þá reiddust norðanmenn og sögðu upp blaðinu. Jónas Kristjánsson bað brandarakallinn, sem var Bjössi bolla, um að snúa þeim upp á eitthvert annað byggðarlag þar sem menn væru ekki eins hörundssárir, og þá varð Hafnarfjörður fyrir valinu - enda er Bjössi bolla sjálfur Hafnfirðingur.

Hafnarfjarðarbrandararnir hófu sem sagt feril sinn sem Akureyringabrandarar.

Baldur Hermannsson, 12.5.2009 kl. 00:01

66 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Landsbyggðarfólk er upp til hópa óupplýstir kjánar með engan húmor, það er nú bara þannig.  Þetta athæfi ber það með sér.

Guðmundur Pétursson, 15.5.2009 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband