Íslendingar eiga það sem aðra vantar núna

Þetta hefur maður heyrt víðar en það er gott að fá þetta staðfest opinberlega af írskum fræðimanni. Írar eru í Evrópusambandinu - þeir stungu höfðinu í gin ljónsins og voru samstundis étnir lifandi - og lifa nú við sult og seyru. Þeir lögðu írska pundinu og tóku upp evru, sem aldrei skyldi verið hafa. Þar misstu þeir úr höndum sér dýrmætt hagstjórnartæki.

Evrópusambandið leysir engan vanda. Er nokkur von til þess að hálfvitarnir í Samfylkingunni lesi þessa grein Davids McWilliams? Ég held ekki. Þeir eru svo önnum kafnir að liggja á knjánum fyrir framan skúrgoð sitt, heilaga Jóhönnu, og lepja hvert orð sem af hennar heimsku vörum flýtur.

Við getum raulað undir með hagyrðingnum: Íslendingar eiga það sem aðra vantar núna - nefnilega íslensku krónuna.

Höldum íslensku krónunni. Höfnum evrunni. Höldum fullveldinu. Höfnum Jóhönnu Sigurðardóttur.


mbl.is Írar fleygi evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.  Ég er algjörlega sammála þér núna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.5.2009 kl. 12:09

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þetta er stórmerkileg grein, ekki síst fyrir þær sakir að höfundurinn stillir upp tveim leiðum fyrir Íra. Annars vegar að losa sig undan evrunni og með snöggu en sársaukafullu átaki rétta sig af. Hins vegar að búa við evru og langt samdráttarskeið.

Írar greiða aftur þjóðaratkvæði í haust um Lissabonsáttmálann, sem þeir hafa einu sinni hafnað. Fróðlegt verður að sjá hvernig umræðan um efnahagsstöðuna spilar inn í aðdraganda þjóðaratkvæðis.

Páll Vilhjálmsson, 9.5.2009 kl. 12:17

3 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Get ekki verið meira sammála þér.En það er bara einn  galli á þessu og hann er að samfylkingarfólk og ESB sinnar kunna ekki að lesa og eitt enn hvernig komst þetta fólk yfir höfuð á þing ég hélt að skylirði fyrir þingsetu væri að kunna að lesa og skrifa..

Marteinn Unnar Heiðarsson, 9.5.2009 kl. 12:21

4 identicon

Gættu að því hvað þú segir maður.  ..........hálfvitarnir í Samfylkingunni....... hennar heimsku vörum........

Má fólk ekki hafa aðrar skoðanir en þú öðruvísi en að vera hálfvitar?

Björn (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 12:23

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, Vinstri grænir hafa aðrar skoðanir en ég - samt ber ég fulla virðingu fyrir þeim. Systir mín er gift Vinstri grænum og ég læt sem ekkert sé sjálfsagðara. Enginn rasismi hér, takk fyrir.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 12:29

6 identicon

En afþví að fólkið innan samfylkingar hefur aðra skoðun en þú í evrópumálum þá eru það sumsé eintómir hálfvitar og heimskingjar?  (rétt skilið?)

Ég er sjálfur Sjálfstæðismaður sem kaus Samfylkinguna í þetta skipti.  Ég vill sjálfur halda því fram að í öllum flokkum er gott og heiðarlegt fólk og margt af því bráðgáfað sama í hvaða flokki það er (hefur bara mismunandi áherslur og skoðanir).

Björn (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 12:37

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, þegar Samfylkingin var stofnuð flykktust í hana pólitísk afstyrmi, vinstri viðrini og almennt séð illa gefið og illa gert fólk með þokukenndar, oftsækisfullar skoðanir, ófært um að rökstyðja eða halda uppi skynsamlegri, vitrænni umræðu. Samfylkingin veit ekki hver hún er, hvaðan hún kemur eða hvert hún fer.

Við verðum að minnast þess að hjá gömlu, heiðvirðu kommúnistunum var iðkuð sífelld rökræða og rannsókn á fræðunum. Þótt megnið af þessu sé nú komið á öskuhaug sögunnar haggar það eigi þeirri staðreynd að þessir menn hugsuðu eftir vitrænum leiðum og leituðust við að setja sig inn í málefnin. Arfleifð þessara manna er hjá Vinstri grænum, ekki Samfylkingunni.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 12:44

8 identicon

Ég bjó í Danmörku þegar danir gengu í ESB. Þeir fóru inn vegna þess að þeir óttuðust að missa viðskifti við breta. En ein helsta útflutningsvara dana á þeim tíma var beikon á bretlandsmarkað.

Danska þjóðin sagði naumt "Já" vegna hræðsluáróðurs og ótta við að sitja uppi með beikonfjöll.

Í aðdraganda kosninganna var því haldið fram að ESB væri eingöngu viðskiftabandalag og það var beinlínis tekið fram að bandalagið muni aldrei leggja fram sameiginlega utanríkisstefnu, hvað þá að koma sér upp her eða varnarbandalagi.

Þetta var á þeim árum sem friðarhreyfingin stóð sem hæst og Lennon sagði "Make love, not War" og "Give pease a chance" Vietnamstríðið sameinaði fólk í mótmælum gegn hverskonar hermangi.

Nú er annað uppi á teningnum sem sannar að ESB fyrir 37 árum er allt annað ESB en í dag og það verður enn annað og djöfullegra að 30 árum liðnum.

Þá verður það herveldi sem verður í átökum við Asíulöndin, Kína og Indland um yfirráð í t.d. Afríku.

Það verður ekkert betra við það eitt að stækka.

ESB er böl.

HÞB (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 12:52

9 identicon

Einmitt, þá veit ég það, að þú hefur þessa skoðun og heldur því fram að allir í Samfylkingunni séu heimskir hálfvitar.

Samt sem áður vill ég trúa því að innan allra flokka er fólk mismunandi (líka í Samfylkingunni) og misjafnlega vel og illa innrætt.

Björn (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 12:53

10 Smámynd: Sævar Einarsson

"Sjálfstæðismaður sem kaus Samfylkinguna" bíddu ha ? best að lesa þetta aftur *les* jú það stendur "Sjálfstæðismaður sem kaus Samfylkinguna" magnað ! er hægt að vera sjálfstæðismaður og kjósa Samfylkinguna ? ... fyrr átti ég dauða mínum von á, segi það og skrifa það.

Sævar Einarsson, 9.5.2009 kl. 12:56

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, eftir höfðinu dansa limirnir, ekki satt? Sjáðu bara hverjar eru helstu manvitsbrekkur Samfylkingarinnar. Það eru Jóhanna, Össur, Árni Páll og Björgvin. Jafnvel pólitískur smákrakki sér á augabragði að fyrst þetta eru gáfnaljósin í flokknum þá getur hitt ekki annað verið en ótíndur ruslaralýður og hálfvitar.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 13:05

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sævarinn, ég held að þessi dæmalausa uppljóstrun Björns sýni best hve illa er komið fyrir pólitískri hugsun í landinu.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 13:06

13 Smámynd: Björn Birgisson

Hm ................... er minn í stuði?

Björn Birgisson, 9.5.2009 kl. 13:09

14 identicon

Ég hef kosið Sjálfstæðisflokkinn í öllum kostningum fram að þessari.  En kaus Samfylkinguna vegna evrópustefnu hennar.  Það er þannig í mínum huga að stjórnmál eru og meiga ekki vera trúarbrögð.  Þú átt að fylgja þinni sannfæringu og það er það sem ég gerði.

Ég veit það að sumt flokksbundið fólk mun alldrei kjósa neitt annað en sinn flokk ekki frekar en hindúi mun alldrei skipta um trú og fara að taka upp múslima trú.

Sumt af þessu fólki sem trúir á flokkinn sinn er líkt og ofsatrúarfólk sem er tilbúið að fara í heilagt stríð gegn öðrum flokkum.

Björn (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 13:10

15 Smámynd: GH

Átt þú við að við eigum gjaldmiðil sem aðra vantar!!?? Ég held að þótt þú byðir hr. McWilliams íslensku krónuna á silfurfati þá segði hann neitakk. Þú efast um gáfnafar samfylkingarfólks, en ekki sýnist mér að þú ríðir það nú í þverpokum!

GH, 9.5.2009 kl. 13:16

16 identicon

Ég var á Írlandi 1989 og það var fátækt , armæða  og atvinnuleysi.Ég ferðaðist á Norður-Írlandi fyrst og munurinn á umhverfi og velmegun var ólýsanlegur.

Eftir aðildina að EU,þá gjörbreytist ástendið á Írlandi til hins betra, en þenslan varð allt of hröð og þessvegna er staðan eins og hún er í dag en ég trúi ekki að hún sé eins slæm og fyrir aðild, því þá var virkileg fátækt.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 13:21

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

GH, það heitir að "reiða vitið í þverpokum", ekki "ríða það í þverpokum", andskotinn hafi það. Það þyrfti nú að skipta um heila í þér og öðrum Samfylkingarbjánum, þið yrðuð greindari ef einhver bóndinn træði í ykkur rolluheila.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 13:30

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

V. Jóhannsson, ég var þarna í nokkrar vikur fáeinum árum eftir að þú varst þarna, og þá ríkti hamingja, velsæld og velmegun hvar sem ég kom. Ég efa ekki að aðild að ESB hafi í fyrstu hresst upp á búskapinn. En grein Williams snýst raunar fyrst og fremst um evruna og írska pundið. Hann bendir á að Íslendingar séu lánsamir að hafa eigin gjaldmiðil.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 13:36

19 identicon

Ég vorkenni þér Baldur minn, þú ert greinilega mjög bitur maður.  Þú hlítur að hafa lent í erfiðri lífsreynslu.

Björn (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 13:37

20 identicon

Þetta hatur þitt á Samfylkingunni er með ólíkindum.  Það er engu líkara en þingflokkur samfylkingarinnar hafi gengið í skrokk á ömmu þinni eða eitthvað miklu verra.

Björn (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 13:45

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, engan svona talsmáta, takk fyrir. Amma mín er löngu látin. Hún var sómakona í lifanda lífi. Haltu henni utan við þessa samræðu. En hvað mína lífsreynslu varðar, þá get ég með sanni sagt að bæði hef ég lifað skin og skúrir og er Skaparanum þákklátur fyrir það. Vafalaust eimir eitthvað eftir af biturleika í sál minni en þó er það gleðin sem ræður ríkjum.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 13:51

22 identicon

Ég biðst afsökunar á því að hafa blandað ömmu þinni inn í þetta.  Hún hefur eflaust verið sómakona og ekki var þetta ílla meint hjá mér.  

En ég held að þú sjálfur ættir að biðjast afsökunar á því að kalla hóp fólks (mörg þúsun eða tugi þúsunda) heimskingja, ótíndan ruslaralýð og hálfvita.

Ég bendi þér á að nokkrir Samfylkingarmenn og konur hafa látist á þessu ári og finnst mér að þú eigir að sýna þeim virðingu.

Björn (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 14:12

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ágætt, Björn, takk fyrir þetta. Ég bið hér með alla Samfylkingarmenn sem látist hafa á árinu, velvirðingar á orðfæri mínu. Dauður Samfylkingarmaður er góður Samfylkingarmaður.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 14:17

24 identicon

Rétt eins og þú gerir þá kröfu til mín um að blanda ekki þínum látnu ættingjum inn í umræðuna (þó hef ég ekki verið með nein niðrandi ummæli).  Þá geri ég þá kröfu að þú biðjist afsökunar á þínum niðrandi ummælum þar sem afi vinar míns sem var Samfylkingarmaður lést í síðasta mánuði.

Björn (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 14:21

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég bið hér með afa vinar þíns afsökunar á harðneskjulegum ummælum. Við skulum vona að hann gisti nú þau híbýli þar sem menn tala af meiri stillingu en við hér á Jörðu niðri. Góður er genginn hver.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 14:32

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hann er kunnur And-Evrusinni, gott ef hann hefur ekki gefið út bók um það áhugamál sitt.  Ekkert nýtt hér.

Hann hefur einnig sagt að Írar ættu að "hóta" ESB með Lisbon sáttmálanum, þe. að vilji ESB stæði til að Írar samþykktu hann og það ættu Írar að notfæra sér og beita þrýstingi.  Hvað nákvæmlega þeir áttu að fá í staðinn,  held ég að hann hafi ekki nefnt en var líklega að tala um einhverskonar efnahagsaðstoð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.5.2009 kl. 14:39

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ómar, ég hefði bæði gagn og gaman af því að lesa þessa bók. Veistu hvort hana er að finna hérlendis? Sniðugt að nota votviðrisdaga sumarsins til þess að kynna sér Evrópusambandið frá sjónarhóli gagnrýnandans - og Williams hlýtur að þekkja það býsna vel innan frá sem utan.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 14:45

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ætli hún fáist okkuð hérna (þó aldrei að vita)

Annars veit eg ekki hvort hann sé svo á móti ESB en allavega Evru.

Þú skalt frekar lesa þetta eftir Jón Baldvin.  uðvitað er Evran framtíðin:

... 

"Nýliðin reynsla, endalok tilraunarinnar með Ísland sem alþjólega fjármálamiðstöð, á grundvelli okkar gömlu og gengisfelldu krónu – myntsvæðis á stærð við smáborg í útlöndum – ætti að hafa kennt okkur þessa lexíu í eitt skipti fyrir öll. Nýja Ísland verður ekki byggt á svo ótraustum grunni. Okkur er lífsnauðsyn að tengjast stærra myntsvæði, sem getur fært okkur stöðugt efnahagsumhverfi. Ella munu atvinnugreinar framtíðarinnar ekki þrífast hér og fólkið, sem við menntuðum til starfa í þessum greinum, mun ekki búa hér."

...

http://www.jbh.is/default.asp?ID=153

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.5.2009 kl. 16:35

29 identicon

Átti hann ekki við: "alþjóðleg fjármálamiðstöð á grundvelli alþjóðlegrar lánsfjárofurbólu"?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 17:08

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ómar, ég hef alls ekkert á móti því að lesa greinar eftir Evrópusinna, en þá vil ég fá fræðin beint út úr sjálfum hrosskjaftinum en ekki eftir að þau hafa gengið í gegnum meltingarveginn á Hannibalssyninum.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 18:24

31 Smámynd: Hlédís

Góður pistill hjá þér, Baldur! 

SF-fóbían er kannski örlítið ýkt, en hvað um það..  EB-trúarbrögð SF eru furðuleg. 

Hlédís, 9.5.2009 kl. 23:34

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hlédís, það er framorðið, farðu að sofa.

Baldur Hermannsson, 10.5.2009 kl. 00:01

33 Smámynd: Hlédís

Já, Kæri Baldur!

Við skulum bara leggja okkur

Hlédís, 10.5.2009 kl. 00:09

34 identicon

Kæru bloggarar. Ég bjó í evrópu í 3 áratugi, fyrir og eftir ESB fyrir og eftir evru. Ég hef reynslu af breytingunni sem orðið hefur og dæmi engann íslending fyrir hans skoðanir. Hinsvegar lít ég á Samfylkinguna sem hættulegann flokk með sína evrustefnu. Fólkið sem kýs ESB eru að mínu áliti illa upplýst og áhrifagjarnt. Það er ekki rétt að krónan sé ónýtur gjaldmiðill. Það skiptir ekki máli hver gjaldmiðillinn er ef fólk kann ekki að halda á peningum. Það er kreppa allstaðar, líka þar sem dollarar og evrur eru í notkun. Dóttir mín sem býr í Þýskalandi var einmitt að tala um þetta bvítans evrópuráð við mig í símtali í fyrrakvöld. Hún sagði að evrópuráðið væri ekki að gera neitt fyrir hinn almenna borgara eða litlu fyrirtækin. Þýskaland skuldar um 9 milljarða evra í evrukassann því það er svo dýrt að vera í þessum pakka. Hún er að berjast í bökkunum m.a. vegna óheyrilegra orkureikninga. Það eru hvergi niðurgreiðslur fyrir þá sem minna mega sín og gamalmenni borin út á götu vegna orku og húsaleiguskulda. Íslendingar átta sig ekki á því að orkan á íslandi er 11 sinnum ódýrari en t.d.í þýskalandi. Þessi þóttir mín er með 4 ára háskólanám en fær ekki vinnu við sitt fag. Er með 1000 evrur á mánuði og borgar 310 evrur á mánuði í hita,rafmagn og vatn. 140 evrur á mánuði í sjúkrasamlag og á varla fyrir nauðsynjum fyrir sig og eitt barn. Ég hef það mun betra hér í kreppunni en ég hafði það í ESB landi. Ástandið í evrópu fór fyrst að versna til muna eftir að evran var tekin í gildi. Ég fór á hausinn með 2 fyrirtæki á nokkrum árum því það var engin hjálp og engin miskunn. Ég vona bara að ísland kjósi ekki þetta óviðráðanlega bákn yfir þjóðina, og það er hárrétt að ESB er ekki það sem það var fyrir 30 árum!!! Þeir bíða eins og hrægammar eftir að við gefumst upp og afsölum okkur paradís á jörðu, því eftir að upplifa fátækt í evrópu er þetta land eins og vin í eyðimörk fyrir mér. Kreppan er bara á byrjunarstigi úti í hinum stóra heimi! Guð blessi ykkur öll.

anna (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 10:01

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir þessa frásögn, anna. Mér finnst þetta um evruna mjög merkilegt. Við erum náttúrlega að afsala okkur mikilvægu hagstjórnartæki ef við förgum krónunni og tökum upp evru. Nú blæða Írar fyrir það. Ég held að þetta sé alveg rétt hjá þér líka: Samfylkingin er ekki bara heimskur flokkur, hún er líka hættuleg íslensku þjóðinni.

Baldur Hermannsson, 10.5.2009 kl. 11:08

36 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Tek undir þetta Baldur SF-er hættuleg þjóðinni.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 12.5.2009 kl. 16:12

37 identicon

Er sammála Önnu, hún talar af reynslu ég hef þessa sömu sögu að segja.

J.þ.A. (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 20:09

38 Smámynd: Hlédís

Halelúja! 

Hlédís, 12.5.2009 kl. 20:29

39 Smámynd: Björn Birgisson

Mesta hættan stafar af löskuðum Sjálfstæðisflokknum. Særð villu(ráfandi) dýr eru alltaf hættuleg.

Gott ef þingmenn hans væru bara úti að leika sér á meðan ærlegt fólk tekur til eftir hann!

Björn Birgisson, 12.5.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 340349

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband