Burt með bindin - og burt með skoffínið!

Ég óska öllum Alþingismönnum til hamingju með það skref í átt til eðlilegra lífshátta að vera lausir við forheimskun bindisskyldunnar. Nú þarf að vinna í því að losa þingheim við forheimskun titlatogsins: háttvirtur fimmti þingmaður Norðurlandskjördæmis vestra - og allt það hvimleiða, óþjóðlega skrum. Mikilvægast af öllu hlýtur þó að vera að losa þingheim og þjóðina við hið afkáralega skoffín sem reigir sig og derrir og talar eins og væri hann goðumlíkt hanaprik á himneskum mykjuhaugi en ekki bara ótínd forsetablók á Bessastöðum.


mbl.is Þjóðin tók valdið í sínar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sammála með forsetann þ.e. að embættið verði lagt niður og titlatogið. Bara einfalt: "Þú þarna" eða eitthvað mannamál sem við hinir dauðlegu notum.

Finnur Bárðarson, 15.5.2009 kl. 15:49

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég skil Baldur þannig að hann vilji leggja niður embættið. En hvað segir þú um að verða kóngur Baldur og í allri múnderingunni ?

Finnur Bárðarson, 15.5.2009 kl. 15:51

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ef ég fæ að vera mannætukóngur með þrettán undirgefnar eiginkonur - þá er þetta díll.

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 16:01

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Svona kóngar eru svo sem ágætir líka svo hvers vegna ekki.

Finnur Bárðarson, 15.5.2009 kl. 16:03

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla mín, ég sit nú bara voteygur og stari út í suðrið og bíð eftir frúnni - ég fyllti tankinn af bensíni gær, sem ekki var viturlegt því þetta er díselbíll. Ók á honum þangað til hann geispaði golunni. Startaði svo og startaði eins og snarvitlaus vinstri maður í leit að sykurpoka. Það fara tvöföld mánaðarlaun kennara í þetta. Gott að frúin er dugleg.

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 16:07

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Bessastaða - Kjánann burt - STRAX

Sigurður Sigurðsson, 15.5.2009 kl. 16:20

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þó að "titlatogið" kunni að hljóma nett fáránlega í eyrum, þá þjónar það vissum "bremsutilgangi".  

Tel ekki að þjóðin yrði ánægðari með sína kjörnu fulltrúa ef þeir/ þær færu að nota ávörp á borð við   "Þúarna, ansk. f.....g forljóta druslanðín, grjóthaltþú nú bara kjafti !"

Á þá ekki líka að leyfa handalögmál í þingsal ?   Droppa þessum afdönkuðu þingsköpum eins og þau leggja sig ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.5.2009 kl. 16:45

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Minna má gagn gera, Hildur. Þú hefur setið á sumbli í Englandi og hlustað á þingmenn kýta - er það ekki rétt munað hjá mér að þeir kalli hver annan td "my honorable friend" og því um líkt. Ég gæti alveg hugsað mér að kalla Sigmund Davíð "minn virðulega vin". Ætti að vísu erfitt með að ávarpa Finn Ingólfsson þannig, but never mind.

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 16:49

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

afsakaðu...setið að sumbli...

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 16:49

10 identicon

Ég þekki ekkert ómerkilegra en skoffínið. Það er auðvitað búið að gera sig marklaust margsinnis með framferði sínu nánast allt lífshlaupið. Lýðskrum og taktar kamelljónsins sem breytir litum og afstöðu eftir almenningsálitinu og sínum eigin hagsmunum er einkennandi fyrir persónuna...Ekki embættið..

Ég hef ekki áhyggjur af þorpsfíflinu.

Ég hef meiri áhyggjur af því fólki sem hafnaði góðum ráðum og ráðleggingum sem biskupssynirnir buðu uppá í Dómkirkjunni í dag. Það breytir engu hvort maður sé trúaður eða ekki. Hvort maður sé múslimi eða hindúi.

Trúabrögðin hafa öll eitthvað gott fram að færa og maður á að hlusta á það. segja já takk við góðum ráðum og hugvekjum

Þetta fólk sem ekki gat séð af stund í Dómkirkjunni í dag er sennilega ekki bara ofstækisfullt heldur líka hrokafullt gagnvart öllum trúarbrögðum heims. Hverju nafni sem þau nefnast.

Ég hef skömm á jafn óþolinmóðu fólki gagnvart skoðunum annarra eins og í þessu tilvik, kirkjunnar.

Hvað er þetta fólk að segja?

Þau eru að segja að þau vilja ekki hlusta á þá sem þeim eru ekki þóknanlegir.

Uss bara.

HÞB (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 17:52

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hildur er búin að sannfæra um mig að "þú þarna" gengur ekki en mætti ekki samt segja "Biggi" ef ætti að ávarpa Birgi Ármannsson? 

Finnur Bárðarson, 15.5.2009 kl. 17:57

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvort sem okkur líkar betur eða ver, HÞB, þá er þessi hefð hér með fyrir bí og til hennar verður ekki aftur snúið. Hlutverki þjóðkirkjunnar við setningu Alþingis er hér með lokið og það verður aldrei endurvakið.

Verðum við ekki samt að gera okkar ýtrasta til að sjá eitthvað jákvætt í hverri stöðu? Gallinn við titlatogið og aðkomu þjóðkirkjunnar er ekki síst sá, að hvort tveggja er til þess fallið að bregða falskri glýju yfir þingheim. Nú stendur keisarinn nakinn, ef svo mætti segja.

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 17:59

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Finnur, förum milliveginn, gerum eins og tjallarnir: minn virðulegi vinur, Birgir Ármannsson..... ef þetta "virðulegi" er ekki nógu gott gætirðu til dæmis sagt: minn ágæti vinur Birgir Ármannsson......

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 18:01

14 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég vil einfaldlega banna allt. Þá getum við aldeilis farið að brjóta af okkur.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 15.5.2009 kl. 18:14

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já Benax, það er kannski farsælast að hafa þetta einfalt.

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 18:30

16 identicon

Ekkert nema vel gerð áróðurmynd getur bjargað ferli forsetans.

Þar sem þér, Baldur, hefur verið líkt við ekki ómerkari mann en Eisenstein, þá væri upplagt að þú tækir að þér verkið. Ég treysti engum betur til þess.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 19:20

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe Sveinn hinn ungi, þú bjargar deginum gjörsamlega, hremmingar gærdagsins hverfa inn í gleymskuþokuna....

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 19:23

18 Smámynd: Björn Birgisson

Að setja dísel á bensínvél er víst tiltölulega saklaust. Að setja bensín á díselvél er bara ávísun á fjárútlát - og ekkert golf í sumar!

Er ekki enn búið að koma forsetaskoffíninu frá? Drífa bara í því í einum grænum hvelli!

Björn Birgisson, 15.5.2009 kl. 20:16

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei við sitjum uppi með aðalskoffínið nokkur ár í viðbót. Svo sitjum við uppi með þessa guðsvoluðu samkundu í þinghúsinu og ofan á allt vilja þeir hrúga einhverju sundurlausu stjórnlagaþingi, sem á víst að heita ráðgefandi, rétt eins og það sé nú ekki andsk***** nóg fyrir þetta lið að lesa bloggin okkar.

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 20:28

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Alþingi bloggsins - skemmtilega að orði komist. Raunar er það svo að mestöll umræða þjóðfélagsins fer orðið fram hér á blogginu. Vilji menn vita hvernig landið liggur, þá lesa menn bloggin.

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 21:18

21 Smámynd: Björn Birgisson

Sum.

Björn Birgisson, 15.5.2009 kl. 21:30

22 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég vil Baldur sem Keizara, núna, & ungvann zkurð um það.

Steingrímur Helgason, 15.5.2009 kl. 21:34

23 identicon

Ja hérna Baldur.

'Eg hélt þú værir íhald.

En svo hafnar þú hefðum!!!

Hvað með jól, þorrablót og töðugjöld.

Eigum við að hætta þessu öllu saman eins og hugvekju í dómkirkjunni við setningu Alþingis í dag.

Eigum við ekki að bera virðingu fyrir hefðinni og arfleifðinni.

Eigum við ekki að stíga varlega til jarðar í þessum efnum og bera virðingu fyrir siðum og venjum forferða okkar??

Ég fer að halda að þú sérst ekkert helvítis alvöru íhald drengur!!

HÞB (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 21:37

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég held að ég sé nú meiri fasisti en eiginlegt íhald. Og hvað hefðirnar áhrærir, þá verða þær að vera í stöðugri endurnýjun, rétt eins og ástin í farsælu hjónabandi. Þú nefndir til dæmis þorrablótin - þau eru ekki nema fárra áratuga gömul, fundin upp af kokkum og bisnissmönnum,  en strax orðin lifandi og skemmtileg hefð sem við viljum ekki missa.

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 21:48

25 identicon

OK..... það var Gröndal í Naustinu sem gerði þorrablótin vinsæl og blómasalar konudaginn, bakarar bolludaginn og svo framvegis.

Þetta er bara hártogun hjá þér.

Þú veist hvað ég meina.

'Eg er að tala um hefðir sem eru aldagamlar eins og við setningu Alþingis.

Má ekkert vera stöðugt og til framtíðar í þínum huga?

Ertu á móti þeim?

HÞB (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 22:01

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eru þessar setningarhefðir svo ýkja gamlar? Ekki er ég viss um það. Gallinn við þessa prédikun er sá að hún er af kristnum toga en vald Alþingis er af veraldlegum toga og mér finnst afar hæpið að blanda þessu tvennu saman. Vissar hefðir vil ég hins vegar með engu móti missa úr eigin lífi - raunverulega eldfornar hefðir svo sem huldufólkstrú, fylgjur, drauga, draumspeki og margt þess háttar. Þessar hefðir eru í blóðinu, þær eru ekki ákveðnar með einhverjum meirihlutasamþykktum einhvers staðar úti í bæ.

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 22:12

27 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekkert er þjóðlegra en fullir gangnamenn að fljúgast á í gangnamannakofa út af fréttastelpu frá útlendri sjónvarpsstöð. Nema ef vera skyldi hundarnir úti fyrir kofanum blóðugir og urrandi eftir áflog út af tíkinni fjallkóngsins.

En meðal annara orða,-hvað hafðirðu hugsað þér að gera við þessar þrettán undirgefnu eiginkonur Baldur minn? Reyndar kemur mér ráð í hug.

Hinn ljúffengi íslenski bjór sem nefnist Kaldi er sagður hafa marga eiginleika umfram aðra drykki af sama toga. Frétt hef ég að roskinn maður ónefndur hafi af tilviljun notað þennan bjór til að kyngja töflu af undralyfinu sem ég þori ekki að nefna en fyrsti stafurinn er v. Ekki hafði taflan fyrr runnið niður kokið en öldungurinn breyttist í froðufellandi kyntröll og óseðjandi. Þetta munu fleiri hafa prófað og með sömu afleiðingum.

Og nú hefur nafninu Kaldi verið breytt í nafnið Stinningskaldi. 

Árni Gunnarsson, 15.5.2009 kl. 22:15

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sammála þessu Árni, sönn og fögur þjóðerniskennd birtist með svo ýmsu móti en er laus við allan bjánalegan rembing. Þetta með áflogin í gangnamannakofanum hef ég ekki heyrt áður en fallegt er það. Varðandi eiginkonurnar þrettán - einhvern veginn fara múslimarnir að, því þeir fá víst 40 stykki hinu megin hafi þeir drýgt trúarlegar dáðir í þessu lífi, sprengt turna eða stórverslanir eða eitthvað þess háttar.

Og vaffið góða sem þú nefndir, mikil guðsblessun hefur það nú verið fyrir okkar gömlu, yndislegu konur á seinni árum.

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 22:22

29 Smámynd: Björn Birgisson

Kaldir karlar í Stinningskalda. Gerist ekki betra. Þrettán? Hvar ætlar Baldur að fá mannskap í það? Bíllaus og blankur maðurinn. Mér heyrist HÞB og Árni vera til í tuskið. Má ég vera varamaður? 

Björn Birgisson, 15.5.2009 kl. 22:23

30 identicon

Frá árinu 1000 var ákveðið að við værum Kristin þó svo að svigrúm væri til á blóta Þór og Óðin til hlés. Þetta á  væntanlega við  um Muslima, Búddatrúarmanna, Hindúa, og alla aðra sem trúa á stokka og steina eða ekki neitt. Öll þessi trúarbrögð voru í raun samþykkt fyrir 1009 árum.

En Alþingi er sett síðan þá undir merki kristninnar!!!

Eigum við ekki að halda okkur við það þangað til annað er ákveðið??

Og eigum við ekki að bera virðingu fyrir þessum gömlu góðu gyldum þar til annað verður ákveðið?

HÞB (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 22:27

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Siðaskiptin voru rosalegt högg - sannkallað hefðarof, sem ég held að þjóðin hafi aldrei jafnað sig alveg á. Mörg önnur tengsl hafa rofnað á síðustu öld og kristnin er ekki lengur það lím sem hún einu sinni var.

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 22:32

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi, ég skrái þig fyrir tveim. Hvað ertu með í forgjöf í þessum efnum?

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 22:33

33 Smámynd: Björn Birgisson

69

Björn Birgisson, 15.5.2009 kl. 22:37

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú þabara meistaraflokkur........

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 22:40

35 Smámynd: Björn Birgisson

Getum við eitthvað notað HÞB, hann er svo fastur í gömlum góðum gildum. Kannski líka gömlum gildum konum?

Björn Birgisson, 15.5.2009 kl. 22:50

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Láttu ekki svona við hann HÞB okkar, hann er spekingur að viti og listamaður og hefur þann góða eiginleika að hann nálgast allar umræður úr alveg sérstakri átt sem er hans eigin.

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 22:54

37 identicon

Björn.

Varðandi gildar konur ...þá er til setning á dönsku sem er svona, og fjallar um frjálslega vaxnar konur "... er der mere af dig .. er der mere til mig...."

Er þettta ekki bara jákvætt?

Og vertu ekki að gera grín að mér, ísafjarðarkratinn sjálfur, sem étur hnoðmör og skötu á hverri þorláksmessu hefðarinnar vegna.

Og þig Baldur, spyr ég: Af hverju heldur þú að ég sé listamaður. Listin felst eigöngu í augum/eyrum njótandans!!

Er annars eitthvað að frétta af Ernu Ragnarsdóttur?

HÞB (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 23:24

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Af þeirri mætu konu hef ég ekkert frétt um árabil, síðast þegar ég vissi var hún búsett í Finnlandi. Af skelminum Birni er það að segja að honum væri nær að hnoða sinn mör og kæsa sína skötu heldur en að henda gys að stórvöxnum konum.

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 09:18

39 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það blása ferskir vindar hjá þér Baldur og gustar talsvert af sumum eiginlega stinningskaldi eins og Árni frændi komst svo skemmtilega að orði.

Sigurður Þórðarson, 16.5.2009 kl. 10:33

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já hér berjast Einherjar, blóð flýtur um bekki og tennur fjúka um sali - en að kveldi setjast menn að sumbli og kætast saman. Þú ættir nú að skilja það, Ásatrúarmaðurinn.

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 11:36

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHHAHAHAHAHAHA!

FULLKOMLEGA brilliant!!!!!!

Þvílíkur maður!

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 12:52

42 identicon

Hér eru menn að tala saman og það á ástkæra kjarnyrta málinu. Líkar þetta mér vel. Auðvitað segir það þó meira um þau sem kjósa þetta yfir sig en umræddan rómaðan og heitt elskaðan mann sem situr og sefur frítt í nepjunni á Álftarnesi. Er einhver að tala um Gunnar í Krossinum. Horfði á hann tilfallandi í tv á dögunum og mig hryllti við. Kannaðist við hrollinn enda kemur hann með vissu millibili þegar ég sé ÓRG.

Misheppnaðasta tilraun til að búa til kóng og drottningu mislukkaðist sem betur fer þökk sé blogginu. Af hverju er hann undanþegin launalækkun? Ég elska forseta Íslands. Svo heitt að ég er viðvarandi velgju..Skrifað í Vestmannaeyjum á sólríkum sumardegi, hér eru menn að mokfiska. Meðan "sumir" eru með hönd á pung á hábjargræðistímanum..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 340382

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband