Verður Birgitta nýja stjarnan?

Enginn af þessum mönnum getur talist áheyrilegur ræðumaður. Pétur rekur of mikið í vörðurnar, stælarnir og tilhlaupin í Steingrími eru of fyrirsjáanleg og þreytandi og Jón Bjarnason er svo leiðinlegur að fiskiflugurnar hrynja niður örendar á gluggarúðunum þegar hann lætur dæluna ganga.

Ég hef oft gaman af fíflinu Össuri, eins fáránlega vitlaus og hann getur verið - en tungutakið er kraftmikið og mergjað og það líkar mér. Davíð Oddsson átti fáa sína líka, þar sprungu bombur í hverri setningu þótt alls ekki gæti hann talist málsnjall maður. Gunnar Thoroddsen var afburðamaður í ræðustóli og engan mann hef ég heyrt flytja mál sitt af jafn aðdáanlegri snilld og hann - að vísu var það mestan part þvættingur og húmbúkk sem upp af honum rann, en hann gerði það svo listilega að unun var á að hlýða.

Ætli einhver af þessum nýju muni láta að sér kveða? Þráinn getur tekið góðar rispur en beiskjan og neikvæðnin fælir alltaf frá. Hver veit nema Birgitta verði nýja stjarnan?


mbl.is Ræðukóngarnir eru sestir í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Þetta eru auðvitað ótrúlegar liðleskjur sem kosnir voru inn í ár.  Sammála þér með Össur og maður saknar manna eins og Dabba Kóngs og Lúðvík Jósepssonar.  Einnig koma tveir framsóknarmenn strax upp í hugann.  Það eru þeir Guðni Ágústsson og Ólafur Þórðarson.  Ótrúlega skemmtilegir, þótt þeir hafi verið fulltrúar bænda og fornra búskapahátta!

Gunnar Freyr Rúnarsson, 16.5.2009 kl. 12:49

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Flýttu þér í skírnina drengur! (Og hvert var svo nafnið?)

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 12:53

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég hef góðan tilfinningu fyrir Birgittu, röddin yfirveguð og þægileg. Sjáum til. Annars átti Lúðvík Jósepsson fáa sína líka og þegar tók ofan gleraugun vissi maður að nú væri lygin komin á fullt skrið.

Finnur Bárðarson, 16.5.2009 kl. 15:57

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Lúlli var ógleymanlegur karakter og syndir hans eru honum fyrirgefnar.

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 16:12

5 identicon

Góður er hver þá gengin er les ég. Látið ekki nýjabrumið glepja drengir..Borgaraflokkurinn er sirkus. Mér sýnist í fljótu bragði að komin sé vinstri sveifla á vin minn.. 

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 16:19

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Úff, finnst þér það í alvöru? Þegar ég var unglingur og las ástarsögur þá gátu konur lent í dálitlu sem aldrei var nefnt á nafn en alltaf kallað "örlög verri en dauðinn". Fyrir mér eru það örlög verri en dauðinn að vera vinstri sinnaður.

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 16:37

7 identicon

Jafn réttur og bræðralag, hljómar það ekkert sexí Baldur?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 17:12

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

"Úff, finnst þér það í alvöru?"

Finnur Bárðarson, 16.5.2009 kl. 17:36

9 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Nafnið er Snorri Freyr Sigurðarson (Sigurðsson).  Freyr í höfuðið á mér

Gunnar Freyr Rúnarsson, 16.5.2009 kl. 19:00

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehehe, Hallgerður - ég held að Finnur sé að spyrja ÞIG ?

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 19:20

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Snorri Freyr, þjóðlegt og gott! Til hamingju með litla frændann.

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 19:20

12 identicon

Baldur ertu að meina það að Finnur sé nátturlaus? Það sem rekur á fjörur manns

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 19:25

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hm, nú talar frúin í gátum!

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 19:26

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hallgerður mér er brugðið, slíkar aðdróttanir,  íhuga málaferli

Finnur Bárðarson, 16.5.2009 kl. 19:55

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nema hún sé að reyna við þig? Konur eru óútreiknanlegar.

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 19:56

16 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ef það er svo dreg ég málsóknina til baka :)

Finnur Bárðarson, 16.5.2009 kl. 20:55

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jæja, sestu við lyklaborðið og bloggaðu um viðbjóðinn......

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 20:58

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég spái litla sæta gaddfreðna múmínálfinum 14. sæti.

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 20:59

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er afar sjaldgæft að konur séu góðir ræðumenn, þær eru of skrækar, of skelkaðar, ófyndnar og hörundssárar. En ég sá Möggu nokkrum sinnum á enska þinginu - hún var eins og kjarnorkusprengja í blárri drakt. Dj***** var hún flott.

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 21:01

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú ertu mezzo sopran? Það þykir nú flottast af öllu. Magga hafði dálítið dimman, íbygginn róm.

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 21:48

21 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég veðja á Jim Reeves með Welcome to my world , eða Toma Waits með öll sín lög

Finnur Bárðarson, 16.5.2009 kl. 21:54

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta íslenska lag er auðvitað hundleiðinlegt og flutningurinn kaldur og vélrænn, en það er náttúrlega lágmark að þetta helv**** Evrópu-pakk kjósi okkur í 2. sætið, við nýbúin að lenda í bankahruni og allt.

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 22:03

23 Smámynd: Finnur Bárðarson

Tom Waits kom sá og sigraði, síðan kemur John Foghert í öðru sæti, mjög sáttur

Finnur Bárðarson, 16.5.2009 kl. 22:10

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

I don´t wanna grow up....... en frúin harðbannar mér að spila Tom Waits. Svona er að búa við konuríki - og hún bálskotin í þessum norska spjátrungi.

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 22:16

25 Smámynd: Steingrímur Helgason

Baldur, þung er í þér heimalundin, enda von fyrzt að konudýr þitt hitnar fyrir ~kvídrúzzanum~ norzka.

Mæli með andzpyrnu, t.d "Telefon Call From Istanbul" á 7/8 að voljúmi.

Steingrímur Helgason, 16.5.2009 kl. 23:34

26 Smámynd: Finnur Bárðarson

Banna Tom Waits!!! það jaðrar við Guðlast

Finnur Bárðarson, 16.5.2009 kl. 23:34

27 Smámynd: Árni Gunnarsson

Baldur minn Hermannsson! Nú er mér öllum lokið. Að mér skyldi detta í hug að fara að álpast inná þessa helv. bloggsíðu þína nýbúinn að fagna skagfirska laginu í Júróvísukeppninni og lenda svo í að lesa ástarjátningar þínar til Möggu Þasser!

Mér líður ósköp svipað og þegar Birgitta Bardó endursendi mér áttunda ástarbréfið og myndina af mér á nýju reiðbuxunum með þeim orðum að hún væri hætt að opna bréfin mín.

Þegar komið er fyrir mönnum eins og nú er komið fyrir þér þá dugir hvorki stólpípa né andarnefjulýsi. 

Það er engin leið til baka.

Árni Gunnarsson, 17.5.2009 kl. 00:25

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já drengir góðir og meyjar, Möggurnar tvær hafa staðið hjarta mínu nær og eiginlega verið mér máttarstólpar: Magga Thatcher öðru megin og Margrét mín Þórhildur hinu megin. Ég var borinn í þennan heim fyrir þann ólánsdag þegar Íslendingar gengur úr drottningarsambandi við Danmörku og kusu sér forseta, sem aldrei skyldi verið hafa. Þess vegna er ég enn þá þegn Danadrottningar og þið megið hafa ykkar forsetastert þarna úti í vindraskatinu á Álftanesi fyrir mér.

Baldur Hermannsson, 17.5.2009 kl. 01:32

29 identicon

Sæll Baldur, mér var bent á athugasemd frá þér við færslu sem birtist fyrir nokkrum dögum(búið að loka fyrir athugasemdir við hana). Þar segist þú ekki trúa mér þar sem ég hafi árum saman starfað "fyrir útrásarvíkingana. Man ekki betur en hann hafi í þeirra þágu bölsótast gegn fjölmiðlalögunum. Ólafur er keyptur maður."

Ekki veit ég hvaðan þú telur þig hafa þær upplýsingar að ég hafi árum saman starfað fyrir útrásarvíkingana. Líklega kemur það frá Andrési Magnússyni, fjölmiðlarýni Viðskiptablaðsins, sem ranglega hélt því fram í pistli í blaðinu að ég hefði um árabil starfað hjá Landic Property, sem hann telur með Baugsfyrirtækjum og eru að hans mati örðum fyrirtækjum verri. Andrés hefur, eins og greinilega fleiri, gjarnan átt í stirðu sambandi við raunveruleikann og sannleikann þegar umræðan snýst um Davíð Oddsson og þá aðila, sem sá maður leggur fæð á. Hið rétta er að ég starfaði að verkefni hjá Landic í fyrra um sjö mánaða skeið.

Andrés heldur því einnig fram að gagnrýni mín á störf Davíðs Oddssonar sé tilkomin vegna þess að Davíð hafi látið reka mig úr starfi framkvæmdastjóra þingflokks sjálfstæðismanna jafnskjótt og hann var kjörinn á þing í apríl 1991. Þetta er einfaldlega rangt. Ég starfaði fyrir þingflokk sjálfstæðismanna allt þar til Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, bað mig um að gerast aðstoðarmaður sinn. Raunar var ég beðinn um, af hálfu þingflokksins, að hverfa ekki algerlega þaðan er ég tók við starfi aðstoðarmanns og deildi ég því tíma mínum milli þingflokksins og ráðuneytisins þar til nýr framvkæmdastjóri var ráðinn.

Þú ættir að hugsa þig um tvisvar áður en þú étur upp vitleysuna úr Andrési Magnússyni aftur. Hvað varðar andstöðu mína við fjölmiðlalögin á sínum tíma þá byggðist hún á því að mér fannst ógeðfellt að flokkur, sem kennir sig við einkaframtak og frelsi og hafði um langt árabil staðið gegn því að settar yrðu sérstakar hömlur á eignarhald fjölmiðla, skyldi skyndilega fara í herferð gegn einkafyrirtæki með þeim hætti sem fjölmiðlalögin báru með sér - þegar eigandinn var einhver, sem forystunni líkaði ekki.

Ég er hlynntur skoðanaskiptum þegar menn koma fram undir nafni. Lygar og áburður á hins vegar hvergi heima í opinberri umræðu og er þeim til minnkunar, sem slíku beita. Það lýsir rökþroti.

Með kveðju,

Ólafur Arnarson

Ólafur Arnarson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 21:37

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sæll Ólafur, þetta mál er stærra en svo að ég kæri mig um að afgreiða það í fljótheitum og það með hálfgerðu hnútukasti. Sérstaklega í ljósi þess að við áttum áður ágæt kynni - ég tala nú ekki um föður þinn heitinn, þann ágæta merkismann. Ég hef ekki lesið nýju bókina þína en ég hef handfjallað hana og sá innan 10 sekúndna afar einkennilega fullyrðingu sem sýndi greinilega að þú skrifar bókina alls ekki með sannleikann að leiðarljósi heldur ad hominem. Veit ekki hvort ég nenni að lesa hana nú í sumar, en hver veit. Fyrst þú víkur að störfum þínum vildirðu kannski vera svo vænn að upplýsa hvað þú starfaðir við þegar fjölmiðlalögin voru til umfjöllunar? Ég neita því ekki að mér gramdist hvernig þú brást við í því máli.

Baldur Hermannsson, 17.5.2009 kl. 22:35

31 identicon

Það er einkennilegt að hafa miklar skoðanir á bók, sem maður hefur ekki lesið, og byggja það á lygum um höfundinn frekar en að taka afstöðu út frá eigin kynnum af honum. Ég brást við fjölmiðlalögunum á þann hátt sem sannfæring mín krafðist. Á þeim tíma vann ég með erlendu fjárstýringarfyrirtæki, sem hafði áhuga á að komast í viðskiptasambönd við íslenska lífeyrissjóði. Og það var ekki ég sem vék að störfum mínum heldur þú sem fórst rangt með þannig að ég ákvað að leiðrétta rangfærslur þínar. Það skýtur ekki stoðum undir málflutning þinn að þú skulir hér upplýsa að þú hafir með 10 sekúndna handfjötlun á bók minni áttað þig að fullu á henni. Ég vona að þetta sé ekki lýsandi fyrir gagnaöflun þína yfirleitt.

Ólafur Arnarson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 09:46

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sæll Ólafur, það er þannig með mig að ég þarf ekki nema einn bita af fúleggi til að sannfærast um að þar er á ferðinni gölluð vara. Fyrst þú velur að fara út í deilu um þetta mál skal ég tilgreina hvert atriðið var. Ég hef ekki bókina við höndina og man ekki klausuna orðrétt, en efnislega er hún á þessa leið:

"Davíð Oddsson var skipaður seðlabankastjóri ...... eini maðurinn sem staðið hafði staðið fyrir áhlaupi á banka...."

Þú þóttist þarna sýna fram á hve fráleit, óviðeigandi og næstum glæpsamleg skipan Davíðs í embætti seðlabankastjóra væri þar sem hann hefði á sínum tíma, sem ráðherra, staðið fyrir áhlaupi á Kaupþing. Þarna komst þú illa upp um þig, annað hvort sakir heimsku eða hreinlega vegna þess að illgirnin bar þig ofurliði.

Þú ert að vísa til þess þegar Davíð ofbauð þær bónusgreiðslur sem forráðamenn bankans, þeir Sigurður Einarsson og félagi hans, Heiðar Már, skömmtuðu sjálfum sér á þeim forsendum hve ómetanlegir þeir væru fyrir bankann og hve stórkostlegt starf þeir hefðu unnið fyrir hann. Davíð gagnrýndi ofurgreiðslurnar á Alþingi, labbaði niður í bankann og tók út uþb 400 þúsund krónur sem hann átti þar á reikningi.

Baugsfjölmiðlarnir og Samfylkingin, sem þá var nánast hersetin af auðmönnum, snerust heiftarlega gegn Davíð fyrir þennan verknað og kölluðu áhlaup á bankann, sem er hlægilega ýkt orðalag um jafn lítilfjörlegan verknað. Sjálfur hef ég skipt um símafyrirtæki og tryggingafyrirtæki vegna þess að mér líkaði ekki við þau, og varð enginn maður til að kalla það áhlaup.

Nú hygg ég að hver einasti Íslendingur, og sennilega þú sjálfur líka, hafi áttað sig á því að Davíð gerði hárrétt í því að gagnrýna ofurgreiðslurnar sem þeir Sigurður skömmtuðu sér. Ég held að það sé varla ofmælt að ofurgreiðslur af þessu tæi voru bensínið sem knúðu helför bankanna, og í viðtali við Bjarna Ármannsson í sjónvarpinu kemur sá skilningur í ljós.

En þú snýrð öllu öfugt þegar þú greinir frá þessu, notar tilefni sem raunverulega er Davíð til mikils sóma og sýnir hve framsýnn hann var, til þess að gera lítið úr honum og skopan hans í embætti. Þú gerir þig þar með sekan ekki aðeins um fölsun, heldur einnig rógburð. Þú sýndir þarna svo ekki varð um villst að þú ert óheiðarlegur í þessari bók, og ég sá enga ástæðu til þess að fá lánaða bókina til að ganga úr skugga um hvort hún er óheiðarleg í gegn eða á stöku stað megi finna heiðarlega greiningu á atburðum.

Sú spurning vaknar vitaskuld af hvaða hvötum þú kaust að rangfæra þennan atburð jafn herfilega og raun ber vitni. Ég þekki ekki ástæðuna, það gerir þú einn. En ég kem aðeins auga á þrjár hugsanlegar ástæður:

1) þú berð slíkt hatur í garð Davíðs Oddssonar að þú vílar ekki fyrir þér að skrifa bók til að afflytja hans málstað eins og þér er framast unnt.

2) Þú hefur fengið greitt fyrir að skrifa níð um Davíð Oddsson.

3) Þig vantar peninga og skrifar níðrit um Davíð Oddsson til þess að selja.

Stattu svo klár á þessu: ég þarf ekki nema einn bita af fúleggi til þess að sjá hvers kyns er og ég finn mig ekki knúinn til að éta allt eggið til þess að geta greint öðrum frá því að þetta sé óholl fæða. Ég les mikinn fjölda bóka á hverju ári en tími minn er knappur og ég neyðist til að velja.

Ég endurtek síðan að mér þykir miður að standa í orðasennu við þig. En þú átt ekki margt gott skilið í lífinu eftir að hafa skrifað þessa bók.

Baldur Hermannsson, 18.5.2009 kl. 12:22

33 identicon

Orð þín dæma sig sjálf. Það er mikill munur á því hvort forsætisráðherra þjóðar strunsar með tilþrifum í banka og tekur út innistæðu sína til að sýna andúð sína á stjórendum bankans eða hvor einhver nafnleysingi skiptir um símafélag. Í tilviki forsætisráðherrans er um það að ræða að hvetja til áhlaups á bankann. Einfalt mál. Það lýsir ekki framsýni. Launakjör stjórnenda bankans skipta í þessum efnum engu máli. Svo vitnað sé í mann, sem þér er kær: "svona gera menn ekki". Skipun Davíðs Oddssonar í embætti seðlabankastjóra og ferill hans þar reyndist því miður mikil sorgarsaga fyrir íslensku þjóðina. Sem er enn sorglegra fyrir það að ekki vantaði manninn vinnu til að afla sér lífsviðurværis. Þessi vefur og skrif þín á hann og óupplýstar dylgjur í garð fólks eru þér til minnkunar. Skítkastið þekki ég vel og veit hvaðan það kemur.

Ólafur Arnarson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 12:42

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sauður ertu, Ólafur. Fosætisráðherra er ekki að hvetja til áhlaups á bankann þótt honum mislíki ofurgreiðslur og taki út peninga sína í mótmælaskyni. Launakjör - eða réttara sagt: ofurgreiðslur - skipta hér öllu máli, enda var með þeim ræst sú maskína sem á endanum keyrðu bankana ofan í svaðið.

Hitt er svo annað mál, að landsmenn hefðu betur látið þennan gjörning Davíðs Oddssonar verða sér hvatning til þess að hætta öllum viðskiptum við bankann, þá hefði kannski verið einhver von til þess að bankarnir hefðu séð að sér og við hefðu þá ef til vill komist hjá bankahruninu.

Ég vil svo að endingu endurgjalda lofsyrðin: þessi bók þín er þér til minnkunar. Þú hefur sýnt hvern mann þú hefur að geyma. Þessi kjaftháttur þinn hér ber hins vegar vitni um ótrúlega einfeldni af þinni hálfu. Þú berð ekki í bætifláka fyrir rógburð þinn með útúrsnúningum á blogginu.

Baldur Hermannsson, 18.5.2009 kl. 13:01

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég reikna frekar með því að þú sért að gera að gamni þínu, Hilmar. Ég hef aðeins gert eitt atriði í bók hans að umtalsefni og þar eru nákvæmlega öll rökin mín megin. Ég hef ekkert vikið að öðru efni bókarinnar en það hafa aðrir gert og einfaldlega sallað hana niður. Lestu td ummæli Bjarna Harðarsonar um hana. Ekki er hann Sjálfstæðismaður, né heldur hliðhollur Davíð Oddssyni.

Baldur Hermannsson, 18.5.2009 kl. 21:44

36 Smámynd: Halldór Jónsson

Baldur, þitt orðfæri er óborganlegt. Þú þorir að nefna hlutina !

Halldór Jónsson, 18.5.2009 kl. 22:25

37 Smámynd: Halldór Jónsson

Fiskiflugurnar og Jón Bjarnason ! Wáá

Halldór Jónsson, 18.5.2009 kl. 22:26

38 Smámynd: Halldór Jónsson

Össur !

Halldór Jónsson, 18.5.2009 kl. 22:26

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Betur hefði Davíð Oddsson tekið af skarið og hvatt alla landsmenn til þess að yfirgefa Kaupþing, þá hefði kannski allt farið á annan veg en það gerði. Ég minnist þess að mín heittelskaði betri helmingur átti smávegis sparifé  í Kaupþingi og glæponarnir skömmtuðu sjálfum sér hundruð milljóna en sendu henni pottaleppa, þá ofbauð henni svo að hún hugðist færa aura sína í minn viðskiptabanka. "Já en Jón Ásgeir á hann", sagði ég og þá fór það ekki lengra. En Ólafur Arnarson er svo formyrkvaður í Davíðshatrinu að hann sér ekki að mótmæli Davíðs var það eina rétta í stöðunni og þjóðin hefði betur farið að dæmi hans. Ólafur er á sama stigi og Bjössi afi minn forðum daga: "nú eru sólarlitlir dagar, piltar".

Reyndar held ég eftir þessa orðræðu að ég hafi ekki sagt mitt allra síðasta orð um þessa sóðabók Ólafs Arnarsonar.

Baldur Hermannsson, 18.5.2009 kl. 22:30

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

Flýttu þér út á svalir, Halldór, og horfðu á sólarlagið !

Baldur Hermannsson, 18.5.2009 kl. 22:31

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já Silla, ég er með hálfgert samviskubit að hanga hér í borginni eins og hver annar dúðadurtur í stað þess að skeiða út á land og tjalda einhvers staðar við ströndina og njóta dýrðarinnar.

Baldur Hermannsson, 18.5.2009 kl. 22:51

42 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sóðabók, hlýtur að vera nýyrði um ólesna skruddu!?

En maður minn,höldum okkur við efni færslunnar,ber harm þinn og sorg í hljóði,.

Birgitta stóð sig bærilega í kvöld, en mér fannst nú stóru strákarnir Simmi að norðan og Gummi STeingríms stela senunni! (og svei mér Baldur minn, Dennasonurinn er nú lítt eða ekki lægri en BB!?)

Magnús Geir Guðmundsson, 18.5.2009 kl. 23:14

43 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hafði nú vit á því að hlusta ekki þetta þras, hélt mig uppi á Korpuvelli og raðaði niður pörunum og hlaut að launum flatköku með hangiketi og Pepsí max í skálanum.

Baldur Hermannsson, 18.5.2009 kl. 23:24

44 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér fannst hann Simmi að norðan engri senu stela og hann fór meira að segja í taugarnar á mér. Þessi þaulreyndi útvarps-sjónvarps-og fréttamaður marg endurtók "Hvers á þjóðin skilið?" Hann var með skrifaða ræðu og þetta var hans jómfrúarræða. Hann hefði betur látið, í það minnsta konuna sína lesa þetta yfir áður en hann fór með það í ræðustól því hann kann betur skil á íslensku máli en þetta, enda skáld og rithöfundur og má gæta sín betur en margur annar. Mér líkaði vel það sem fulltrúar Borgarahreyfingarinnar sögðu og átti ekki von á oðru. Reyndar heyrði ég ekki fyrstu ræðurnar nema í pörtum því sjónvarpstækið var að stríða okkur. Ég missti svo sem ekki af neinu þar því þau Jóhanna og Steingrímur eru bæði svo fyrirséð að þau vekja enga athygli mína Steingrímur er ræðusnillingur og Jóhanna er betri pólitíkus en ræðumaður. Bjarna Ben þótti mér slæmt að missa af því hann er afbragðs ræðumaður oftast nær. Vigdís Hauksdóttir flutti snjalla ræðu en Ásbjörn Óttarsson mun engum vekja ótta inni á Alþingi nema þá helst þeim sem álpuðust til að senda hann þangað.

Verst þótti mér þó að þegar Jóhanna Vigdís tók Bjarna tali eftir lok þingfundarins að hann fór enn í sama farið og áður þegar talið barst að ESB tillögunni. Hann svaraði með sama pólitíska orðhengilshættinum og ævinlega að hann teldi okkur betur borgið utan aðildar en skildi áheyrendur eftir sem fyrr í óvissu um það hvar þingflokkur hans hygðist standa við afgreiðslu málsins. Og vissulega hafði hann rétt fyrir sér um það að allur undirbúningur málsins til meðferðar á Alþingi er í skötulíki og ekki sæmandi að niðurlægja þá stofnun með slíku óbermi.

En um ræðumenn á Alþingi svona yfirleitt finnst mér eigi að gilda aðvörunarorð Gests gamla á Hæli sem hann lét falla við ungan mótframbjóðanda sinn á framboðsfundi: "Sláðu aldrei í folann fyrr en þú ert kominn á bak."

Árni Gunnarsson, 19.5.2009 kl. 00:24

45 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hvers á Simmi að gjalda segi ég nú bara vegna orða Árna Muðs! hins annars ágæta!?Burtséð frá málvillum, sem mátti nú heyra hjá flestum ef grant var hlustað, þá var þetta allt öðruvísi Simmi en fólk heyrði og sá á skjánum og ræðutæknilega nokkuð skemmtilegt.Guðmundur kímin sem oft áður. En til Árna, þá var nú blessaður drengurinn BB bara að endurtaka það sama að hluta í spjallinu og hann sagði í ræðunni. Hún var nú reyndar ekki tæknilega góð hjá honum, fór strax upp í hágír og var ekki alveg sannfærandi.Sigmundur Davíð fór hins vegar alveg með það.

Magnús Geir Guðmundsson, 19.5.2009 kl. 00:55

46 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guði láti gott á vita...... þetta er vafalaust sómafólk en eitt er að vera öflugur liðsmaður, annað að vera stjarna.

Baldur Hermannsson, 19.5.2009 kl. 10:22

47 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Tek undir þetta síðasta hjá þér Baldur. En sást nú yfir langskemmtilegustu athugasendina þína fyrir klaufaskap (en þó líklega meir vegna syfju) Það hlýtur þá a vera stutt í sannkallaðan "Fuglasöng" hjá þér kappanum og munu þá ekki duga neinar flatkökur í fagnaðarskyni!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.5.2009 kl. 14:33

48 Smámynd: Baldur Hermannsson

Maður gaular nú bördísönginn helst tvisvar á hring, nærstöddum til ama og leiðinda. Hvernig er annars hjá ykkur núna? Kemur ekki Stóri Boli vel undan vetri í þetta sinn - eða eru ennþá fannir í fjallinu? Þetta er dýrlegur völlur, bara verst hvað hann er dýr.

Baldur Hermannsson, 19.5.2009 kl. 14:55

49 identicon

Baldur.

Rimma þín við Ólaf var stórskemmtileg.

Við viljum meira svona.

Þið voruð báðir málefnalegir...hvor á sinn hátt.

Ég verð að segja eins og Baldur. Ég kem oft í Mál og Menningu og kíki í bækur og ég sé oftast á 10-30 sekúntum hvort mér líkar bókin. Ef mér líkar hún ekki þá held ég áfram og tek mér aðra bók í hond.

Ef mér líkar hún skoða ég hana kannski í fimm mínútur og kaupi hana svo....kannski.

En ég er enga stund að átta mig á lélegu bókunum.

Þess vegna líkar mér málflutningur Baldurs.

HÞB (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 15:32

50 Smámynd: Baldur Hermannsson

HÞB, hvað ætli sé gefið mikið út af bókum á hverju ári? Mörg hundruð þúsund titlar að minnsta kosti - kannski milljónir. Það er engin leið að lesa nema brotabrot af þessu. Maður verður að velja og hafna. Og menn sem hafa lesið mikið eru enga stund að átta sig á bókum, það er nú mergurinn málsins. Opni ég bók af tilviljun og sé að höfundur er eindregið þeirrar skoðunar að Jörðin sé flöt, þá nenni ég ekki að eyða meiri tíma í hana.

Baldur Hermannsson, 19.5.2009 kl. 16:27

51 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, hvað er eiginlega á milli þín og þessa Ólafs? Ég sé að þú hælir honum á hvert reipi á síðu þinni og það fyrir eitthvert þokukennt þrugl sem engu máli skiptir. Skólabræður? Reglubræður? Mágar? Kviðmágar?

Baldur Hermannsson, 19.5.2009 kl. 19:59

52 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar Hafsteinsson, syndir þínar eru þér fyrirgefnar.

Baldur Hermannsson, 19.5.2009 kl. 21:49

53 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Völlurinn kemur bara vel undan, hreinsidagur um sl. helgi. En ekki lítur of vel út með endurbætur sem ávkeðnar höfðu verið, því miður svo ekki virðist framtíðin með völlin of björt. Alltaf má nú samt finna snjó í hlíðum Baldur minn, maður þarf bara að góna nógu hátt, upp á Súlur til dæmis eða bara á drottninguna, hlíðarfjall, skíðaparadís allra landsmanna!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.5.2009 kl. 00:55

54 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þegar ég spilaði þennan völl fyrst, sem hefur líklega verið 1990, þá var hann ansi óræstilegur og illa hirtur. Svo kom góðæri og hann tók miklum framförum. Trúlega verða næstu ár erfið - léleg hirðing, skemmdar flatir, ójafnir teigar og svo framvegis.

Baldur Hermannsson, 20.5.2009 kl. 09:15

55 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Baldur minn þó, ertu að tengja þetta pólitískum vindáttabreytingum, þú sem talar aldrei um pólitík!?

Þú hefur bara farið eldsnemma út og þokuslæðingur úr Vaðlaheiðinni slæðst yfir völlin á meðan og villt þér sýn, að sjálfsögðu kannast ekki nokkur Heimamaður við svona ástand!

Hins vegar er vallarundrið Korpa allt of nálægt fjósinu hans thors Jensen auðvitað,viðhaldið á því fer víst alltaf langt fram úr áætlun eftir tilkomu vallarins! (það sagði nú ÓLÝGIN mér)

Annars búin að setja upp mótaskrána þína fyrir sumarið?

Magnús Geir Guðmundsson, 20.5.2009 kl. 17:02

56 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei nei, en ég held að Akureyri (heitir það Eyjafjörðurinn í dag) sé á kúpunni eins og reyndar flest sveitarfélög á landinu - nema auðvitað Kópavogur þar sem Gunnar barón Birgisson stjórnar með dætrum sínum. Íhaldið er alltaf best.

Baldur Hermannsson, 20.5.2009 kl. 17:21

57 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, þú ert sko algjört séní - fimm stjörnu maður! En Gunnar barón, það sópaði að honum á súlustöðunum. Hann er Íslands Berlusconi. Okkur vantar fleiri slíka.

Baldur Hermannsson, 21.5.2009 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 340411

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband