Færsluflokkur: Dægurmál

Það hlustar enginn á þennan mann

Þetta er gaurinn sem sagði fyrir um ófarir bankanna mörgum árum fyrir hrunið. Dæmigerður bankajaxl af gamla skólanum. Harðduglegur, strangheiðarlegur, stórvel gefinn, góðgjarn, hæglátur, hæværskur, farsæll og gamansamur. Það eru ekki stælarnir í þessum manni. Hann er svo rökvís og skynsamur að það hlustar ekki nokkur maður á hann. Íslendingar vilja innantóma stælgæja með allt niðrum sig. Þannig er bara þjóðarkarakterinn.
mbl.is Er af gamla skólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurlegar aðfarir gegn samlanda okkur

Dapurlegar aðfarir gegn samlanda okkur. Minnumst þess að þótt Ólafur sé ekki vinsæll af alþýðu manna, þá er hann sonur, bróðir, eiginmaður, faðir - og kannski afi. Nú ganga margir álútir hans vegna. En auðvitað er þetta óhjákvæmileg aðgerð. Það eina sem orkar tvímælis er þetta: hvers vegna í ósköpunum var þetta ekki gert strax þegar spilaborgin hrundi? Vonandi eru menn ekki svo glærir að þeir ímyndi sér að Ólafur og þeir bræður allir séu ekki löngu búnir að koma af sér öllum þeim gögnum sem kæmu þeim sjálfum illa - eða hvað?
mbl.is Leitað í sumarhúsi Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún eyddi og spennti og þurfti aldrei að spara

Þessi vesalings kona blaðrar enn eina ferðina út og suður en segir ekki nokkurn skapaðan hlut sem hönd á festir. Nú kveðst hún standa frammi fyrir erfiðustu ákvörðunum sem hún hafi þurft að glíma við á sínum pólitíska ferli, en þá er skylt að minnast þess að Jóhanna Sigurðardóttir hefur ALDREI þurft að taka erfiðar ákvarðanir, aldrei!

Hún hefur alltaf valið sér kró sem einskonar býflugnadrottning fyrir þurfalinga á opinberu framfæri, mylgrað í þá milljörðum eftir hendinni, en hún hefur aldrei þurft að takast á við sparnað eða fjáröflun nokkurs konar, enga nýsköpun eða sókn til betri kjara. Jóhanna var alltaf þurfalingadrottningin sem eyddi og spennti og þurfti aldrei að horfast í augu við staðreyndir efnahagsmálanna. Þess vegna er enginn furða þótt henni svelgist á kosningaloforðunum núna, hún sem aldrei hefur aflað - aðeins eytt og spennt.

Fræg eru ummæli Friðriks Sophussonar þegar hann var fjármálaráðherra og hún félagsmálaráðherra, og hún var að kollvarpa öllu kerfinu með heimtufrekjunni. Eftir viku samningaþóf gafst Friðrik upp klukkan hálf þrjú um nótt og æpti svo undir tók: látið þá hel***** kellinguna fá það sem hún vill......"


mbl.is Róttækar og erfiðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ísland!

Til hamingju Íslendingar! Öll höfum við notið góðs af traustri og farsælli forystu Sjálfstæðisflokksins í áranna rás. Þar er saman komin sú kunnátta sem þarf til að stýra þjóðinni á framfarabraut - að ógleymdri þeirri góðu skynsemi, víðsýni og hagsýni sem til þarf svo að stjórnin verði farsæl og öllum líði vel sem henni lúta. Án Sjálfstæðisflokksins værum við öll á vonarvöl.

Sjálfstæðisflokkurinn er í hvíld núna og raunar nokkurri lægð. Hann er að hugsa um stöðu sína og hvernig hann ætlar að halda á málum. Nú kemur það sér vel að allt besta fólk Íslands fylgir Sjálfstæðisflokknum að málum.

Þegar lýkur þessari hvíld mun Sjálfstæðisflokkurinn taka á ný við skyldum sínum, endurnærður og endurnýjaður.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn áttatíu ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð Oddsson, kerlingarálfurinn og götustrákurinn

Ég vil nú ekki ganga svo langt að halda því fram að Davíð Oddsson sé eini stjórnmálamaðurinn með viti í landinu, en það er engin spurning að hann er langhæfastur allra til þess að stjórna Íslandi og engum manni myndi ég treysta betur til þess að leiða þjóðina út úr þeim svartnættisfrumskógi sem við erum týnd í núna.

Davíð hefur áður rifið þjóðina upp úr eymd og volæði. Þegar hann tók við Íslandi 1991 var hér allt í kaldakoli eftir vinstri stjórn sem var jafn vanhæf þeirri vinstri stjórn sem nú situr ráðlaus og dáðlaus og ekkert aðhefst. Davíð hélt fast um stjórntauma, ráðríkur maður og sterkur, og innan fárra ára flaut hér allt í rjóma og sýrópi.

Þegar Davíð fór út úr pólitíkinni var landið moldríkt og allt í uppsveiflu. En eftirmenn hans héldu illa á spöðunum. Við máttum ekki við því missa þennan frábæra mann, þennan höfuðsnilling stjórnmálanna.  Ef Davíð hefði verið forsætisráðherra áfram, sterkur og ráðríkur, þá hefði aldrei orðið hér neitt bankahrun.

Nú liggjum við illa í því, Íslendingar. Aftur er allt í kalda koli. Kerlingarálfurinn veit ekkert í sinn grámóskulega haus og götustrákurinn er að vísu flinkur að slást en kann ekki að stjórna.


mbl.is Davíð vakti athygli lögreglu á Kaupþingsviðskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villimennska í sveitarfélögum

Það nær ekki nokkurri átt að skerða laun kennara um 5% og raunar óskiljanlegt hvernig sveitastjórnarmönnum dettur slík endemis firra í hug. Það væri þá nær að skerða laun sveitarstjórnarmanna því þeir eru ekki valdir til starfa á faglegum forsendum heldur eftir pólitískum leiðum. Fljótlegast væri sennilega að fækka kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum um helming enda eru þeir óþarflega margir. Eins mætti lækka laun sveitarstjóra um helming - þeir eru líka valdir á pólitískum forsendum og hafa gegnum tíðina verið á alltof háum launum.

Sveitarfélög eru mörg í vanda einfaldlega vegna þess að þau hafa tekið á sig alltof mikla þjónustu við almenning og færst of mikið í fang. Þau verða að sníða sér stakk eftir vexti en þau geti ekki ráðist á einn tiltekinn hóp manna og slitið af þeim launin - það er villimennska.


mbl.is Hætta viðræðum ef skerða á laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að lifa með náttúrunni

Gaman hjá Færeyingum. Þeir kunna að lifa með náttúrunni. En fávitarnir í Greenpeace munu ganga af göflunum þegar þeir heyra þetta. Þeir eru eins og lopapeysustóðið í Vinstri grænum sem enginn fær mjakað út úr hassreyknum í Reykjavík 101 en þusar samt um náttúruvernd frá morgni til kvölds.
mbl.is Grindhvalaganga í Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akurnesingar alltaf bestir

Skrapp upp á Akranes í dag með Runka, Steina og Óla Mort. Leynisvöllur er besti völlur landsins þegar hann er kominn til. Akurnesingar kunna til verka og köstuðu ekki til hendi þegar þessi völlur var lagður. Flatirnar ekki orðnar góðar ennþá, sendnar, harðar, gróðurlitlar og héldu illa línu. Púttaði 5 sinnum fyrir fugli en fékk hann aldrei niður. Steini og Óli unnu með 2 punktum. Lífshamingjan fékk háa einkunn, 9,5 á skalanum 0-10.

Veruleikafirrtar grátkellingar tortíma atvinnulífinu

Er nú þessi guðs volaði einfeldningur farinn að ausa svívirðingum yfir vinnandi menn í landinu og kalla þá veruleikafirrta? Það er farið að koma í ljós hvílíkur ógnarskaði það var fyrir Samfylkinguna að missa Gunnar Svavarsson út af þingi. Hann er eini Samfylkingarmaðurinn fyrr og síðar sem hefur eitthvert vit á fjármálum - og ekki er nú slíkum gáfum fyrir að fara hjá vinstri grænum, þar gengur allt út á lopapeysur og fjallagrös. En kerlingaklíkan í Samfylkingunni svældi Svavar út. Nú situr ríkisstjórnin uppi með leiðinda grátkellingar eins og Jón vinstri grænan sem aldrei hefur hundsvit haft á peningum. Hann ætlar að keyra atvinnulífið á bólakaf og er hreykinn af því og Ólína Þorvarðardóttir klappar honum lof í lófa. Hvort þeirra ætli sé veruleikafirrtara??
mbl.is Veruleikafirrtur grátkór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað snerist rifrildið?

Frekar ósnotur dauðdagi verð ég að segja og það er ekki fallegt af fitukeppum að setjast svona ofan á konurnar sínar, jafnvel þótt þær séu með derring. En um hvað snerist rifrildið? Það kemur ekki skýrt fram í moggafréttinni en útlendar fréttaveitur hafa líka fjallað um málið.

Hjónin sátu að sumbli eins og þýskra er siður og skyndilega vildi frúin heyra ítalskt dægurlag, sem hann hafði hlaðið niður á tölvu sína. Honum gekk illa að finna lagið og þar sem blessuð frúin átti það til að hjóla í gaurinn og dangla í hann sér til hugarhægðar, þá hellti hún bjór yfir tölvuna og tók til að lúskra á honum. Hann settist ofan á hana til þess að róa hana - en tvær mínútur undir þessu fargi var fullmikið og því fór sem fór.

Boðskapurinn hlýtur að vera þessi: ef frúin þín vill heyra ítalskan ástarsöng þá vertu handfljótur að finna hann og láttu hana heyra það sem hún vill og það strax.


mbl.is Kramdi konu sína til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 340880

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband