Færsluflokkur: Dægurmál
1.10.2009 | 21:24
Eiga Sjálfstæðismenn að skammast sín?
Árni B. Steinarsson Norðfjörð er orðfimur og snarpur bloggari og skrifar ádrepu þar sem hann hvetur Sjálfstæðismenn til að skammast sín. Hann segir:
"Hvað sem segja má um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahags- og skattamálum er ljóst að hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið að vera áfram við völd hefði ekki verið 100 manna tiltölulega afslappað lið að mótmæla þingsetningunni í dag heldur þúsundir og ... best að segja ekki meira."
Þetta er vafalaust rétt hjá Árna. Sætu Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn hefðu þúsundir vinstri manna mætt á Austurvöll í dag og grýtt múrsteinum í Alþingishúsið undir öruggri stjórn Álfheiðar Ingadóttur. Það voru grátleg mistök að slíta stjórnarsamstarfi íhalds og komma, sú stjórn hefði náð miklu meiri árangri en það pólitíska afstyrmi sem nú situr að völdum.
1.10.2009 | 19:38
Kommar drepa heilbrigðu kúna
Venjulegur, hægri sinnaður og viti borinn bóndi sem á tvær kýr og önnur þeirra er lasin, lógar veiku kúnni og gefur þeirri heilbrigðu besta fóður.
Vitlaus og vinstri sinnaður bóndi lógar hins vegar heilbrigðu kúnni til að kaupa lyf fyrir veiku kúna, og þegar veika kýrin sálast situr hann eftir eignalaus og skuldugur - þá sækir hann um inngöngu í Evrópusambandið og heldur að hans bíði eilíf hamingja þar.
Nú ætla þau Steingrímur og Jóhanna í heimsku sinni að steindrepa atvinnurekstur í landinu. En hvað gerir það til - þau eru þegar búin að sækja um inngöngu í ESB.
![]() |
Skattastefnu stjórnvalda harðlega mótmælt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
1.10.2009 | 16:34
Hversvegna vill hún þá borga?
![]() |
Ekki sanngirni að við borgum, en... |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2009 | 16:30
Enn gjammar spjátrungur
![]() |
Sóknarskeið á næsta ári raunhæfur möguleiki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.10.2009 | 16:27
Botninum náð - hryðjuverkakonan ráðherra
Húrra, loksins er botninum náð. Álfheiður Ingadóttir er orðin ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Konan sem stjórnaði bandóðum skríl í árás á lögreglustöðina í Reykjavík. Aldrei hefur niðurlæging Íslands verið jafn ógurleg. Það líður ekki á löngu þar til hún verður orðin dómsmálaráðherra. Ég óska til hamingju öllum þeim sem Íslendingum sem flutt hafa úr landi eða eru í þann mund að gera það.
![]() |
Álfheiður verður ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2009 | 00:06
Þegar lyklaborðið kallar!
Nú er kominn tími til að hvíla lyklaborðið sem verið hefur minn þarfasti þjónn í allan vetur. Geysi viðburðaríkur vetur, verð ég að segja. Hatrammir bardagar í pólitíkinni. Hugvitssamlegur skæruhernaður á blogginu. Ég þakka öllum sem hér hafa gáð inn um glugga og einkum þakka ég þeim sem lagt hafa orð í belg og haft vit fyrir mér.
Sumir bloggarar eru í eðli sínu fræðimenn á þjóðfélagið en ég er ekki í þeim virðulega hópi. Í gamla daga sótti ég kaffihús, sat þar löngum stundum og tók þátt í misjafnlega andríkum samræðum við félagana meðan regnið barði gluggarúðurnar.
Fyrir mér er bloggheimurinn kaffihús. Við komum hér saman til að fræðast, eggjast og skemmta okkur - að vísu ekki í þessari röð.
Sjáumst heil þegar lyklaborðið kallar!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2009 | 19:30
Samfylkingin var þá bara deild í risafyrirtæki Bónusfeðga
25 milljónir frá Bónusfeðgum og 16 milljónir frá Björgólfsfeðgum. Þvílík svívirða. Þarna liggur á borðinu skjalfest sönnun þess að útrásarvíkingarnir áttu Samfylkinguna. Þeir hreinlega keyptu sér stjórnmálaflokk til þess að treysta tök sín á þjóðfélaginu. Veslings Solla gekk milli búða eins og beiningakona og sníkti ölmusurnar. Samfylkingin var þá bara deild í risafyrirtæki Bónusfeðga.
Jón Ásgeir réði niðurlögum íslensku þjóðarinnar með fulltingi Samfylkingar, Stöðvar 2 og Þorsteins Pálssonar á Fréttablaðinu. Nú er lag fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur að láta rífa styttuna af Jóni forseta á Austurvelli og reisa í staðinn styttu af velgjörðamanni sínum, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.
![]() |
Samfylkingin aflaði 67 milljóna styrkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2009 | 14:15
Vinstri maður með fullu viti - loksins
Nú detta mér allar dauðar lýs úr höfði. Vinstri maður á þingi sem vit hefur á fjármálum. Hve margir voru þeir í Íslandssögunni? Ég man eftir Gunnari Svavarssyni, Lúðvík Jósepssyni og Geir Gunnarssyni. Man einhver eftir fleirum?
Ég er hjartanlega feginn því að það skuli vera einhver viti borinn maður innan borðs í ríkisstjórnarflokkunum. Kemur mér ekkert á óvart að það skuli þá vera hjá Vinstri grænum en ekki ógæfufólkinu í Samfylkingu.
Vonandi mun þetta lið hafa Lilju Mósesdóttur með í ráðum eftirleiðis.
![]() |
Allt tekið með í reikninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 15:13
Glórulaus spilling forhertra manna sem einskis svífast
Þarna er kommahyskinu rétt lýst. Meðan þjóðinni blæðir, fjölskyldurnar verða hungurmorða, fyrirtækin fara hvert af öðru á kúpuna - þá hugsa þeir um það eitt að raða ónytjungum sínum á ríkisjötuna. Einar Karl Haraldsson hefur enga menntun til að fást við heilbrigðisstörf eða stjórnunarstörf nokkurs konar. Hann hefur verið blaðurfulltrúi hér og hvar, natinn að hagræða staðreyndum þar sem þess er þörf, en ærlega vinnu þekkir hann ekki.
Nú hafa kommarnir skipað þennan mann kommissar yfir eina dýrmætustu stofnun landsins, máttarstólpa heilbrigðisgeirans. Þetta er glórulaus spilling forhertra manna sem einskis svífast. Þarna er kommunum rétt lýst. En sannið þið til - þetta er bara byrjunin.
![]() |
Einar Karl ráðinn til Landspítalans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (111)
Þetta er lögreglunni að kenna. Ég sá fyrir að þetta myndi gerast. Ég ræddi þetta á sínum tíma við lögregluþjón og hann viðurkenndi að ég hefði á réttu að standa. Lögreglan tók ekki nógu karlmannlega á skrílnum á Austurvelli og nú eru afleiðingarnar að koma í ljós.
Vikum og mánuðum saman horfðu Íslendingar á aðfarir skrílsins á Austurvelli. Grímuklæddir dólgar veittust að einkennisklæddum lögreglumönnum, spörkuðu í þá, slógu, skyrptu og köstuðu í þá múrsteinum. Vankaðar löggur voru bornar upp á slysadeild, kjálkabrotnar og niðurlægðar. Múgurinn fagnaði. Vinstri grænir glöddust yfir hverri löggu sem var barin til óbóta. Það kumraði í Samfó.
"Þetta endar bara á einn veg" sagði ég - forspár eins og ævinlega. "Samfélag byggist á múrveggjum sem menn koma sér saman um að virða. Þessir múrveggir halda villidýrseðlinu í skefjum. Sýningar sjónvarps og gleðilæti fréttamanna yfir hömlulausu ofbeldi brjóta skörð í þessa múrveggi. Ofbeldishneigðin mun brjótast út um glufur og göt. Ofbeldi mun fara vaxandi í þjóðfélaginu. Illþýðið sér að því eru allir vegir færir. Það verður fyrst ráðist á þá sem veikastir eru. Svo kemur röðin að hinum."
Lögreglan tók ekki á málum af neinni skynsemd. Ánalegur neftóbakskarl arkaði með guðsorð á vör milli þrjótanna og gaf þeim í nefið. Hann hélt að rétta leiðin væri að rétta þeim hinn vangann. En þeir bara kýldu hinn vangann líka.
Þetta byrjaði allt með Sturlu trukkara. Trukkararnir riðu á vaðið. Hve langa fangelsisvist fá menn fyrir að kýla löggu og snúa hana niður í Bandaríkjunum? Tuttugu ár, thank you very much. Hve langan tíma fá þeir hér? Tvo þrjá mánuði á skilorði. Hér er allt gert til að örva skrílinn til ofbeldis.
Vatnaskil ógæfunnar urðu svo þegar Hörður Torfason sigaði æstum skrílnum á lögreglustöðina. Þingmenn Vinstri grænna fóru þar í fararbroddi. Hörður Torfason er ekki faðir ofbeldisöldunnar sem nú ríður yfir samfélagið. Með hans eigin orðum: hann er aðeins hálfpabbi hennar. En löggan á líka stóran þátt í ofbeldinu. Löggunni bar skylda til að berja niður skrílslætin með harðri hendi, handsama dólgana og vista þá í skemmum suður með sjó - eins og ég benti á hér á blogginu sællar minningar.
Auðvitað er misjafn sauður í löggunni. Það vita allir. En löggan í starfi er friðhelg. Árásir á lögguna á ekki að verðlauna með neftóbaki heldur tuttugu ára þrælkunarvinnu á köldum stað og leiðinlegum. Nú erum við að sjá afrakstur linkunnar.
![]() |
Rændur og bundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (87)
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
-
kleppari
-
odinnth
-
viggojorgens
-
joiragnars
-
pallvil
-
kristinn-karl
-
halldorjonsson
-
bassinn
-
blaskjar
-
skari60
-
snjolfur
-
altice
-
andres
-
svarthamar
-
axelthor
-
hlf
-
gthg
-
noldrarinn
-
maeglika
-
finni
-
gustaf
-
ragnhildurkolka
-
bjornbondi99
-
gp
-
jokris
-
andrigeir
-
reykur
-
skagstrendingur
-
jonvalurjensson
-
offari
-
fun
-
bf
-
arikuld
-
lehamzdr
-
ziggi
-
skulablogg
-
rafng
-
juliusbearsson
-
jari
-
islandsfengur
-
stormsker
-
haddih
-
agbjarn
-
katagunn
-
brylli
-
esgesg
-
siggith
-
gorgeir
-
gleymmerei
-
holmarinn
-
holmgeir
-
jonmagnusson
-
kreppan
-
kristjan9
-
rannveigh
-
pjeturstefans
-
umrenningur
-
tilveran-i-esb
-
valdimarg
-
sisi
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
joelsson
-
gunz
-
mosi
-
ollana
-
allt
-
kebblari
-
thorarinn
-
muggi69
-
ihg
-
helgigunnars
-
what
-
nautabaninn
-
jonsnae
-
thjalfi
-
bjargfruin
-
stebbifr
-
170341
-
jakobk
-
lm
-
steffy
-
egillthord
-
alyfat
-
estheranna
-
re
-
olafurthorsteins
-
huldumenn
-
sigurdurkari
-
sjonsson
-
marinogn
-
arnthor
-
mullis
-
vogin
-
ace
-
axelpetur
-
jonkarijonsson
-
jaherna
-
gummi-p
-
borkurgunnarsson
-
snorrima
-
landfari
-
eyjann
-
gbe
-
carlgranz
-
heimssyn
-
gattin
-
gmc
-
kerubi
-
fullvalda
-
tourguide
-
omarragnarsson
-
morgunbladid
-
bjarnihardar
-
morgunblogg
-
krist
-
smjerjarmur
-
predikarinn
-
vinaminni
-
gagnrynandi
-
magnusthor
-
snorribetel
-
eeelle
-
veravakandi
-
nonniblogg
-
hjaltisig
-
benediktae
-
athena
-
hallarut
-
ksh
-
joninaottesen
-
thjodarheidur
-
harring
-
gamli
-
prakkarinn
-
zeriaph
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
vidhorf
-
yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar