Samfylkingin var þá bara deild í risafyrirtæki Bónusfeðga

25 milljónir frá Bónusfeðgum og 16 milljónir frá Björgólfsfeðgum. Þvílík svívirða. Þarna liggur á borðinu skjalfest sönnun þess að útrásarvíkingarnir áttu Samfylkinguna. Þeir hreinlega keyptu sér stjórnmálaflokk til þess að treysta tök sín á þjóðfélaginu. Veslings Solla gekk milli búða eins og beiningakona og sníkti ölmusurnar. Samfylkingin var þá bara deild í risafyrirtæki Bónusfeðga.

Jón Ásgeir réði niðurlögum íslensku þjóðarinnar með fulltingi Samfylkingar, Stöðvar 2 og Þorsteins Pálssonar á Fréttablaðinu. Nú er lag fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur að láta rífa styttuna af Jóni forseta á Austurvelli og reisa í staðinn styttu af velgjörðamanni sínum, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.


mbl.is Samfylkingin aflaði 67 milljóna styrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Sástu framboðsfundinn á RÚV í Rvík-suður? Þá voru menn spurðir um styrki. Guðlaugur Þór var í vondri stöðu eftir fjölmiðlafárið en svaraði samt hreint og beint: Fékk 2 millur hér, 2 millur þar og X millur samtals.

Svo var Össur spurður. Hann fór undan í flæmingi, tafsaði og stamaði. Spyrlarnir þurftu að toga upp úr honum upplýsingar: Hver var hæsti styrkurinn? Var það meira en hálf milljón? Meira en milljón?
Honum leið illa að þurfa að ræða þetta eins og hann hefði eitthvað á samviskunni. Þetta var pínlegt. Og maður spurði sig hvor þeirra hefði eitthvað að fela. Kannski að fréttir dagsinr séu hluti af svarinu.

Haraldur Hansson, 29.5.2009 kl. 19:53

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hæ Dóra litla, ávinningurinn er að ég held tvenns konar.

1) Við skiljum hvers vegna ástandið í nútíðinni er eins og það er. Við skiljum hvað lá að baki margs konar furðulegri hegðun Samfylkingarinnar. Án skilnings á því hvernig nútíðin varð til erum við varla fær um að móta framtíðina.

2) Það felst í þessu viss siðferðileg leiðrétting. Jóhanna Sigurðardóttir rak alla sína kosningabaráttu á þeim grunni að höfuðandstæðingur hennar hefði þegið styrki frá stórfyrirtækjum en neitaði að gefa upp hve mikið hún hefði sjálf þegið. Nú liggur á borðinu fyrir framan okkur öll sú staðreynd að Jóhanna réðist á aðra fyrir verknað sem hún hafði drýgt sjálf af eigi minna kappi. Þetta sannar að Jóhanna er ekki bara óhæfur stjórnmálamaður, hún er líka siðlaus stjórnmálamaður.

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 19:56

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Haraldur, rétt hjá þér.

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 19:56

4 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Baldur þú segir "Jón Ásgeir réði niðurlögum íslensku þjóðarinnar með fulltingi Samfylkingar, Stöðvar 2 og Þorsteins Pálssonar á Fréttablaðinu" Þarna er ég fullkomlega sammála þér. Þarna átti sér stað "stórasti" heilaþvottur Íslandssögunnar og á sér stað enn.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 29.5.2009 kl. 20:12

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

"Stærsta bankarán Íslandssögunnar". Þetta var lýsing Jóns Ásgeirs á hruninu sem hann kallaði yfir okkur. Alltaf útsjónarsamur að klína sök á aðra og Þorsteinn Pálsson, þessi pínulitli maður, var ekki höndum seinni að bergmála lygarnar.

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 20:17

6 identicon

Það er búið að kjósa. Steingrímur er búinn að negla stjórnina þannig saman að þau munu standa þetta af sér næstu 4 árin sama á hverju gengur. Þetta karp hefur því ekkert vægi.

Það er mikill munur á 2X30 millum korteri fyrir áramót og 1X10 millum sem komu mörgum mánuðum fyrir áramót.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 21:50

7 Smámynd: Páll Blöndal

Að þú skulir tala svona Baldur
Stundum virðistu vera með réttu ráð en svo slær út í fyrir þér með reglulegu millibili.
Af hverju fræðirðu okkur ekki um styrkina sem Sjálfstæðisflokkurinn þáði frá
FL-Group og Landsbankanum??? Voru það ekki 55 milljónir?
Svo reyndu þeir að klóra yfir skítinn með því að endurgreiða korteri fyrir kosningar.
Svo voru þetta svoddan lyddur að þeir létu Geir Haarde  taka á sig alla sökina.

Þetta er í raun fáranleg umræða. Stjórnmálamenn og flokkar verða að fjármagna sig.
Og eiga að gera það.
Skiptir engu hvaða flokkur eða stjórnmálamaður á í hlut.
Þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega tregir eða pólitískir loddarar.

Páll Blöndal, 29.5.2009 kl. 22:22

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

" .....Jóhanna er ekki bara óhæfur stjórnmálamaður, hún er líka siðlaus stjórnmálamaður."

Þetta átti hverjum manni að vera ljóst eftir húsbréfaævintýrið um árið, þegar sú spilaborgin var reist fyrir heimilin 26% afföll, takk fyrir.  Nú er það skjaldborgin með 26% hækkun höfuðstóls, thank you very much.

Magnús Sigurðsson, 29.5.2009 kl. 22:42

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Páll, vonandi rennur einhverntíma sá dagur að þú verðir fullorðinn maður og temjir þér að skyggnast ofurlítið ofan í hlutina í stað þess að horfa bara í fljótheitum á yfirborðið og afgreiða málið síðan með einhverju strákslegu gaspri.

1) Kosningabaráttan snerist um tíma einungis um styrkina sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk og voru þeir hafðir til marks um óendanlega spillingu þess flokks; Jóhanna fór samt alltaf undan í flæmingi þegar hún var spurð um styrki til Samfylkingarinnar og sama gerði Össur eins og Haraldur bendir á í athugasemd nr.2. Það er því nauðsynlegt og óhjákvæmilegt að fjalla um þær styrkveitingar sem Samfylkingin viðurkennir nú að hafa sjálf fengið.

2) Sjálfstæðisflokkurinn fékk hæstu fúlguna frá Hannesi Smárasyni og félögum, eftir tilmæli frá einum þingmanni flokksins sem lá slasaður á sjúkrahúsi. Samfylkingin fékk sína styrki eftir að Solla formaður hafði gengið til auðjöfranna með betlistaf í hendi, það hefur hún viðurkennt sjálf. Þótt þingmannsblókin hafi beðið um fjárframlög þá skuldbindur það Sjálfstæðisflokkinn ekki neitt en þegar formaður stjórnmálaflokks gerir svona lagað, þá eiga auðmennirnir hönk upp í bakið á henni á eftir.

3) Það er reginmunur á Hannesi Smárasyni og Jóni Ásgeiri. Hannes hafði nýlega slett 130 milljónum í kvensu sem hann lét hætta á sér. Þessar 55 milljónir til íhaldsins voru smáaurar í hans augum og hann hefur örugglega ekki vænst neinna greiða í staðinn. Hannes var fyrst og fremst glaumgosi og spilafíkill sem virðist ekki hafa búið yfir neinum víðtækari metnaði.

Jón Ásgeir hinsvegar var miku meira en fyrirtæki. Hann var corporation á ameríska vísu, með fjölda fyrirtækja, banka, sjónvarpsstöð, dagblað og fleiri fjölmiðla - og nú vantaði hann stjórnmálaflokk til að vinna fyrir sig hvers kyns skítverk. Gættu þess Páll, að þessir styrkir eru bara fyrir eitt ár. Vafalaust hefur Jón Ásgeir haldið Samfylkingunni gangandi árum saman, enda var Solla á fullu löngum stundum að erindast fyrir hann, níða skóinn af Davíð Oddssyni og stöðva frumvörp sem hefðu takmarkað stórveldi hans.

Jón Ásgeir var að sölsa undir sig Ísland og Samfylkingin var leppur hans og verkfæri. Hafi einhver efast um það, þá liggja sönnunargögnin á borðinu núna.

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 23:56

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, held ég kannist nú við það. Húsbréfin fóru illa með mig og þessar nýju álögur Samfylkingarinnar leika mig og mínar skuldir helst til grátt.

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 23:58

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla mín, ég segi nú bara eins og Meistarinn: mikil er trú þín kona.

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 23:59

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn hinn Ungi, sammála þessu, stjórnin neyðist til að sitja 4 ár, nauðug viljug, vegna þess að það er ekkert annað brúklegt mynstur til í stöðunni.

Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 00:00

13 Smámynd: Páll Blöndal

Baldur,
1) Varðandi kosningabaráttuna, þá gagnrýndi ég þessa umræðu harðlega þar sem ég
taldi hana ósanngjarna smjörklípu og það sérstaklega gagnvart Sjálfstæðisflokki.

2) Ég blæs á þessi "lögmál" þín um hvenær stjórnmálaflokkur er skuldbundinn og hvenær ekki.

3) þú mátt alveg reyna að gera einhvern greinarmun á styrkjum frá Jóni Ásgeiri
annars vegar og Hannesi Smárasyni hins vegar.  

Það sem ég var að segja er að stjórnmálastarfsemi, prófkjör og kosningar kosta flokka og
stjórnmálamenn stórar fúlgur. Það þarf að fjármagna þetta allt. 

Mútur og spilling umfram það sem eðlilegt má teljast er auðvitað ekki ásættanlegt.

"þá liggja sönnunargögnin á borðinu núna"
Það er ens gott að hann Davíð Oddsson einkavinur þinn bæti þér ekki í dómarastéttina. 
Guð hjálpi oss þá.

Páll Blöndal, 30.5.2009 kl. 00:17

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óttast þú eigi, Páll Blöndal, ég er ekki lögfræðingur og verð víst aldrei dómari nema þá kannski í eigin sök. Verða menn ekki að finna einhverjir aðrar leiðir til þess að reka stjórnmálaflokka? Trúlega verður alltaf hægt að breiða yfir styrki frá fyrirtækjum, en þá er strax betra að þær séu á borðinu fyrir allra augum. Hvað snillinginn Drottinn Oddsson áhrærir þá erum við málkunnugir en ekki mikið meira en það.

Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 00:22

15 Smámynd: Páll Blöndal

Í allri þessari umræðu um styrki til stjórnmálaflokka/manna, hefur enginn
komið með hugmyndir um hvernig á að fjármagna þessa hluti.
Menn öskra og væna hvern annan um spillingu og þaðan af verra
en það hvarflar ekki að neinum að benda á lausnir.
En vita menn ekki að lýðræðið kostar peninga og það mikla?

Ertu með hugmyndir Baldur?

Páll Blöndal, 30.5.2009 kl. 00:33

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Lausnin er ein - og ekki vinsæl: Vinstri grænir og Samfylking styðja minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks út kjörtímabilið og verja hana falli. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkur landsins sem kann á atvinnulíf og peninga. Það er margsannað. Við vitum það öll. Þetta er lausnin.

Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 00:38

17 Smámynd: Páll Blöndal

... en hver er lausnin á fjármögnunarleiðum stjórnmálaflokkana og frambjóðendur?

Páll Blöndal, 30.5.2009 kl. 00:45

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fara að dæmi Borgarahreyfingarinnar: ódýr kosningabarátta. Flokksfélagar greiði árgjöld. Fjárhættuspil á borð við Lottó.

Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 00:47

19 Smámynd: Páll Blöndal

"...flokkanna og frambjóðendanna" átti þetta að vera.

Páll Blöndal, 30.5.2009 kl. 00:48

20 Smámynd: Páll Blöndal

Borgarahreyfingin flaut inn á búsáhaldabyltingunni og er ekki eitthvað sem gæti gilt fyrir alla flokka.

Ég vil að hægt sé að velja um tvo kosti:
1)  Leyfa alla styrki eins háa og menn vilja , en með þeim skilyrðum að allt sé uppi
á orðum vel fyrir kosningar.
Þannig að kjósandinn geti tekið upplýsta ákvörðun út frá þeim gögnum sem liggja fyrir.

2) Hæfilegur styrkur frá ríkinu með þeim skilyrðum að viðkomandi megi ekki þiggja
styrki frá öðrum. þ.e einkaaðilum.

Auk þess mættu vera öflugri kynningar allra í ríkisfjölmiðlum.




Páll Blöndal, 30.5.2009 kl. 01:01

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Er þetta ekki ameríska leiðin sem þú ert með þarna? Spurning hvort ekki sé hægt að prjóna saman leið 1 og 2. Og tvímælalaust ættu kynningar í ríkisfjölmiðlum að vera miklu umfangsmeiri. Það var alveg til háborinnar skammar hvernig RÚV brást við síðast.

Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 01:05

22 Smámynd: Páll Blöndal

jú þetta er sú ameríska og finnst mér hún áhugaverð
Já, RUV hefur sko mátt vera miklu öflugri

Páll Blöndal, 30.5.2009 kl. 01:08

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér fundust viðbrögð RÚV stórundarleg. Þeir lokuðu á Borgarahreyfinguna vegna þess eins að 4 framboð, væntanlega þau stærstu og auðugustu, höfnuðu ókeypis kynningum. Það var eitthvað gruggugt við þetta. VG var þá komin með menntamálaráðuneytið. Ég yrði ekki hissa þótt einhver skilaboð hafi borist frá stjórnarflokkunum, en það verður auðvitað aldrei sannað.

Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 01:11

24 Smámynd: Páll Blöndal

Enn og aftur samtrygging fjórflokkanna.

Páll Blöndal, 30.5.2009 kl. 01:15

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Röksemd RÚV: við afturkölluðum tilboðið vegna þess að meirihluti framboðanna hafnaði því - þetta hreinlega heldur ekki vatni. Þarna hefur eitthvað gerst sem eigi getur talist fagurt. Það þarf að hnykkja rækilega á skyldu RÚV til að veita löglegum framboðum víðtæka kynningu.

Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 01:24

26 Smámynd: Halldór Jónsson

Baldur, ég þakka þér fyrir hvernig þú slærð alla þessa vígamenn kalda hér á síðunni. Þeir hafa ekkert í þig þessir kommaaular frekar en þeir sem vildu fást við Tyson meðan hann var og hét.Bravó fyrir þér og þínum röskleika.

Ég nenni bara ekki í kvöld að sparka í Samfó vegna mútumálsins, sem heilög Jóhanna hefur auðvitað aldrei vitað neitt um. Mér finnst bara verst að Íhaldið ætlar að skila sínum aurum og sitja á nærbuxunum einum  eftir á tómum flokkskassanum.  Þá verðum við víst  að borga óbreyttir flokksræflarnir. Ég veit að þú  lætur ekki skut eftir skríða Baldur ef ég ræ í forrúmi. Því eitthvað verður flokkur að gera etil fjár eins og eitt kommaljósið sér hér að ofan.  

Halldór Jónsson, 30.5.2009 kl. 02:13

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Halldór, ég legg þakklátur mitt litla lóð á vogarskálarnar því einhver þarf að mennta þessa vesalings villuráfandi heiðingja. Ég er svo sammála þér um bjánaskapinn í Bjarna að skila þessum peningum. Til hvers? En auðvitað snarar maður út þúsundköllunum fyrir flokkinn sinn þótt ekki sé hann beysinn þessa dagana.

Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 06:02

28 identicon

Láttu ekki svona elsku karlinn minn, ertu ekki bara skotin í Jóhönnu? Og veist að það er á brattann..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 10:38

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe litla sæta Hallgerður er bara dónó í dag

Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 10:51

30 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Heill og sæll Baldur.

Um spillingu Samfylkingarinnar fjallaði ég meðal annars í pistli mínum þann 12.apríl 2009, undir fyrirsögninni: Samfylkingin stendur með stórfyrirtækjunum !

Í inngangi sagði ég:

Undanfarna daga hefur öll þjóðin mátt horfa upp á "smjörklípu-herferð" (smear campaign) Samfylkingarinnar gegn Sjálfstæðismönnum. Til að hylja fyrirlitlega afstöðu til fullveldis landsins og undirlægjuhátt við erlent vald, hefur Samfylkingin gripið til þess ráðs að beita velþekktri "smjörklípu-aðferð" (smear tactics) gegn Sjálfstæðisflokknum.

Því er haldið að fólki, að vegna þess að Sjálfstæðismenn voru öðrum duglegri við fjársöfnun á árinu 2006, hafi flokkurinn þegið mútur og fóstrað siðspillingu. Þótt ótrúlegt sé, fóru nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks á taugum og hófu að básúna þessi viðhorf undir taktfastri stjórn Samfylkingar. Allt er þetta mál með ólíkindum, þar sem sannleikanum er snúið upp á andskotann.

Staðreyndin er sú að Sjálfstæðismenn hafa viljað ganga lengra en flestir aðrir, við að útiloka áhrif stórfyrirtækja á stjórnmálalíf í landinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur árum saman lagt fram tillögur um að fjárveitingar fyrirtækja til stjórnmálsamtaka væru bannaðar. Þeir menn sem gleymnir eru, eða þeir menn sem ekki vilja muna einhverjar staðreyndir, eru stundum sagðir vera með gullfiska-minni. Í þessu máli hafa einmitt ótrúlega margir reynst vera með gullfiska-minni.

Þeir sem vilja vita um afstöðu: Davíðs Oddsonar og Kjartans Gunnarssonar geta fundið ritgerðina hér:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/851723/

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.5.2009 kl. 12:00

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skýrt og skorinort eins og þín er von og vísa. Takk fyrir þetta Loftur Altice. Gaman að sjá hvað þú varst fljótur að sjá hvar fiskurinn lá undir steininum.

Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 12:04

32 Smámynd: Páll Blöndal

Halldór, fyrir mér eru umræður hér og annarstaðar ekki einhver bændaglíma.
Þú mátt beita þínum klofbrögðum og hrópa "Sigtryggur vann" ef það er þitt innlegg
til málanna, en ekki nenni ég að eyða tíma mínum í slíkt.

Ómálefnaleg umræða einkennist meðal annars af því að aðilar setja sig í bása og
lið. Svo tala menn eins og allt sé rétt sem gert er hjá sínu liði og að sama skapi
allt rangt sem hinn aðilinn gerir. Þetta er svo drullumallapólitík sem er á svipuðu
þroskastigi og þras barna á leikskólastigi. Þroskastigið hækkar ekkert þó notuð
séu flott og fín orð og orðatiltæki ellegar hvort gamla setan sé brúkuð til að skreyta
vitleysuna.

Talandi um þessa styrkjaumræðu rétt fyrir kosningar,
þá benti ég á það þann 23/4 og gagnrýndi.
http://www.pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/861106/

Loftur, þú nefnir þarna að Sjálfstæðismenn hafi lagt fram tillögur um að
banna styrki alfarið frá fyrirtækjum.
Mig minnir að í þeirri umræðu hafi þá í staðinn átt að fjármagna starfsemina
með framlögum flokksmanna. Þetta gæti kannski gengið fyrir stærstu og rótgrónustu flokkana en alls ekki fyrir litla flokka og ný framboð.

Páll Blöndal, 30.5.2009 kl. 13:53

33 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Páll, niðurstaðan á Alþingi var að takmarka framlög á hverja kennitölu og stórauka framlög ríkisins til stjórnmálflokkanna. Þeir flokkar sem fá framlög frá ríkinu eru að vísu bara þeir sem eru komnir inn á Alþingi og framlögin eru háð fjöld þingmanna.

Ég vil banna framlög fyrirtækja, en leyfa einstaklingum að ráðstafa sínum fjármunum eins og þeir vilja. Einnig vil ég afnema framlög frá ríkinu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.5.2009 kl. 14:23

34 Smámynd: Páll Blöndal

Loftur, ég er ekki sammála þeirri leið sem birtist í niðurstöðu Alþingis.
 
En ef þín leið yrði farin:
1) Að "leyfa einstaklingum að ráðstafa sínum fjármunum eins og þeir vilja"
    a. Býður upp á mikla spillingu. Auðmenn gætu hreinlega keypt heilu stjórnmálaflokkana og þar með stjórnmálamenn. 
    b. Nýtist aðeins stórum flokkum og þá helst þeim sem eru við völd.
    c.  Ný framboð ættu ekki neina möguleika.
    d. Einhliða áróðursmaskínur peningamanna gætu auðveldlega valtað yfir þá sem minni fjárráð hafa.

2) "Einnig vil ég afnema framlög frá ríkinu"
    a. Einsleitt og stöðugt valdakerfi gamalla og rógróinna flokka yrði algert.
    b. Ný framboð nánast útilokuð.

Páll Blöndal, 30.5.2009 kl. 14:43

35 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er röng niðurstaða hjá þér Páll. Stjórnmál og lýðræði á að vera málefni einstaklinga eingöngu. Þess vegna á hvorki ríki né fyrirtæki að koma að fjármögnun þeirra. Ef einhver einstaklingur vill gefa fé sitt til stjórnmála er ekki hægt að banna það. Hvers vegna ætti þá að reyna ?

Hugmyndin um að auðugir einstaklingar geti keypt rótgróna stjórnmálflokka er fráleit. Hins vegar getur auðmaður stofnað sinn eigin flokk og hvað er hægt að gera við því ? Fyrirtæki geta keypt sér góðvild flokka, ef það er leyft og þau geta haft af því hagnað.

  • Ef þú vilt takmarka stjórnmálstarf við einstaklinga, þá ert þú lýðræðissinni !
  • Ef þú vilt ríkisrekstur á stjórnmálflokkunum, þá ert þú kommúnisti !
  • Ef þú vilt láta fyrirtæki fjármagna stjórnmálflokka, þá ert þú spilltur !

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.5.2009 kl. 15:24

36 Smámynd: Páll Blöndal

Loftur minn, segi ég nú bara.
Samkvæmt þinni skilgreiningu mætti þá Jón Ásgeir gefa Samfylkingunni svona eitt stykki milljarð eða svo.
Samkvæmt þinni skilgreiningu mætti þá Hannes Smárasson gefa Sjálfstæðisflokki svona tvo milljarða kannski.
Og þú alsæll lýðræðissinni.
Og þú EKKI spilltur???? 
Þvílíkt siðferðisvitund.

Loftur ég þakka þér kærlega fyrir að opinbera þessa skoðun þína og gildismat.
Þetta þarfnast eigi frekari orða.

Páll Blöndal, 30.5.2009 kl. 15:39

37 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hvarflar það að þér Páll, að einhver einstaklingur vilji gefa stjórnmálaflokki milljarð eða tvo ? Í hvaða hugarheimi býrð þú ?

Hvernig ætlar þú að hindra að einhver einstaklingur gefi stjórnmálflokki þá upphæð sem hann langar til ? Um fyrirtæki gildir annað, því að þau eru venjulega í eigu fleirri en eins og þau eru með bókhald !!!

Hugsaðu aðeins málið Páll, áður en þú ferð að deila einkunum á mannskapinn.

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.5.2009 kl. 17:57

38 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hjó eftir þessu hjá henni Hallgerði okkar "Og veist að það er á brattann...." var að að reyna að sjá þetta fyrir mér Baldur, myndrænt en gekk brösuglega

Finnur Bárðarson, 30.5.2009 kl. 18:01

39 Smámynd: Páll Blöndal

Loftur,
Nei það hvarflaði ekki að mér að einstaklingar gefi milljarð eða tvo í þeim heimi sem við búum í. Ég var bara að sýna fram á mögulegar öfgar.
En fór það nokkuð framhjá þér þegar sumir voru að fá starfslokasamninga upp á 100 - 200.000.000,- kr.
Ég bjó í þeim heimi núna fyrir örfáum misserum. þannig að þessar upphæðir eru ekki svo ýkja langt frá þeim raunveruleika.

Ef þú skoðar mína tillögu sem er í aths. 22 hér að ofan,
liðir 1
þá sérðu að ég er ekki að útiloka framlög, hvorki einstaklinga né fyrirtækja svo fremi sem þær upplýsingar eru uppi á borðum fyrir kosningar.
og
liður 2 til að koma á mots við ný og efnaminni framboð.


En aðalatriðið er að menn velti upp nýjum hugmyndum og finni leiðir sem virka betur en þær gömlu.

Páll Blöndal, 30.5.2009 kl. 18:44

40 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég skil ekki skapvonsku þína Páll (38) í ljósi þess sem þú segir þína tillögu (22).

Þér finnst greinilega eðlilegt, að bæði ríki og fyrirtæki séu að fjármagna flokkana. Þessu er ég ekki sammála, eins og komið hefur fram.

Varla þarf að taka fram, að ég er fylgjandi opnu bókhaldi flokkanna.

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.5.2009 kl. 19:00

41 Smámynd: Páll Blöndal

Loftur, ég var nú bara að svara þriggja punkta einkunnagöfinni þinni (nr 37)
og er ég þér ekkert reiður.
En látum það liggja á milli hluta.

Kannski erum við ekki alveg sammála um markmiðin og þá ekki um leiðirnar heldur.

1) Fyrirtæki og/eða einstaklingar.
Útfærsluatriði og fyrir mína parta skiptir ekki öllu ef allt er uppi á borðum.

2) Hvað ríkið varðar:
Ég sé enga aðra leið til að hjálpa nýjum og fjárvana framboðum.
Ég er ekki endilega að tala um rekstur flokka til lengri tíma,
heldur fyrst og fremst  til að auðvelda fyrstu skerfin.
En ég fagna öllum betri hugmyndum.

Þetta eru málin sem mér finnst menn eigi að ræða, þar sem ég held
að við séum flest sammála um að breytinga er þörf.

Þetta endalausa þjark, þras og ásakanir sem einkennir umræðuna í þjóðfélaginu skilar engu uppbyggilegu.

Ég vil frekar rífast hressilega um nýjar leiðir.
Það er þó einhvers virði vonandi.

Páll Blöndal, 30.5.2009 kl. 19:28

42 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvað er þetta eiginlega, allir vita.

Af hverjum flokki drýpur smér
svo eigi við undan höfum,
að fylgjast með hver gefur hér
þessum fjandans jakka-löfum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.5.2009 kl. 19:33

43 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Hér er greinilega líf og fjör.. ég kom við, er á kvöldgöngu.

Sigríður B Svavarsdóttir, 31.5.2009 kl. 21:15

44 Smámynd: Árni Gunnarsson

Páll Blöndal: Aths. nr. 8.

"Stundum virðistu vera með réttu ráði.........!" Alltaf er ég að missa af einhverju.

Viltu gera svo vel að hringja í mig Páll þegar þú rekst á þetta, stundum?

Árni Gunnarsson, 31.5.2009 kl. 21:36

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurbjörg, eins og þú vitir ekki að nafn þitt er feitletrað í hjarta mitt?

Baldur Hermannsson, 31.5.2009 kl. 22:52

46 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gott Sigríður, maður sér þig alltof sjaldan, það er alltaf gaman að heyra þínar skoðanir.

Baldur Hermannsson, 31.5.2009 kl. 22:53

47 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, ég kannast ekkert við að hafa verið með réttu ráði um langt árabil og finnst hæpið að bera svona lagað upp á fólk. Hálfgerður eineltisbragur á svona munnsöfnuði.

Baldur Hermannsson, 31.5.2009 kl. 22:55

48 Smámynd: Finnur Bárðarson

"ég kannast ekkert við að hafa verið með réttu ráði um langt árabil " Hvert fer maður ef maður þarf að hressa lundina ?

Finnur Bárðarson, 31.5.2009 kl. 22:59

49 Smámynd: Steingrímur Helgason

Znögglega (Finnur 51), Baldur...

Steingrímur Helgason, 31.5.2009 kl. 23:34

50 Smámynd: Baldur Hermannsson

Suddenly Seymour/ is standing beside me......

Baldur Hermannsson, 31.5.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 340362

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband