Afrakstur linkunnar: Sturla trukkari, Hörður Torfason og neftóbakskarlinn

Þetta er lögreglunni að kenna. Ég sá fyrir að þetta myndi gerast. Ég ræddi þetta á sínum tíma við lögregluþjón og hann viðurkenndi að ég hefði á réttu að standa. Lögreglan tók ekki nógu karlmannlega á skrílnum á Austurvelli og nú eru afleiðingarnar að koma í ljós.

Vikum og mánuðum saman horfðu Íslendingar á aðfarir skrílsins á Austurvelli. Grímuklæddir dólgar veittust að einkennisklæddum lögreglumönnum, spörkuðu í þá, slógu, skyrptu og köstuðu í þá múrsteinum. Vankaðar löggur voru bornar upp á slysadeild, kjálkabrotnar og niðurlægðar. Múgurinn fagnaði. Vinstri grænir glöddust yfir hverri löggu sem var barin til óbóta. Það kumraði í Samfó.

"Þetta endar bara á einn veg" sagði ég - forspár eins og ævinlega. "Samfélag byggist á múrveggjum sem menn koma sér saman um að virða. Þessir múrveggir halda villidýrseðlinu í skefjum. Sýningar sjónvarps og gleðilæti fréttamanna yfir hömlulausu ofbeldi brjóta skörð í þessa múrveggi. Ofbeldishneigðin mun brjótast út um glufur og göt. Ofbeldi mun fara vaxandi í þjóðfélaginu. Illþýðið sér að því eru allir vegir færir. Það verður fyrst ráðist á þá sem veikastir eru. Svo kemur röðin að hinum."

Lögreglan tók ekki á málum af neinni skynsemd. Ánalegur neftóbakskarl arkaði með guðsorð á vör milli þrjótanna og gaf þeim í nefið. Hann hélt að rétta leiðin væri að rétta þeim hinn vangann. En þeir bara kýldu hinn vangann líka.

Þetta byrjaði allt með Sturlu trukkara. Trukkararnir riðu á vaðið. Hve langa fangelsisvist fá menn fyrir að kýla löggu og snúa hana niður í Bandaríkjunum? Tuttugu ár, thank you very much. Hve langan tíma fá þeir hér? Tvo þrjá mánuði á skilorði. Hér er allt gert til að örva skrílinn til ofbeldis.

Vatnaskil ógæfunnar urðu svo þegar Hörður Torfason sigaði æstum skrílnum á lögreglustöðina. Þingmenn Vinstri grænna fóru þar í fararbroddi. Hörður Torfason er ekki faðir ofbeldisöldunnar sem nú ríður yfir samfélagið. Með hans eigin orðum: hann er aðeins hálfpabbi hennar. En löggan á líka stóran þátt í ofbeldinu. Löggunni bar skylda til að berja niður skrílslætin með harðri hendi, handsama dólgana og vista þá í skemmum suður með sjó - eins og ég benti á hér á blogginu sællar minningar.

Auðvitað er misjafn sauður í löggunni. Það vita allir. En löggan í starfi er friðhelg. Árásir á lögguna á ekki að verðlauna með neftóbaki heldur tuttugu ára þrælkunarvinnu á köldum stað og leiðinlegum. Nú erum við að sjá afrakstur linkunnar.


mbl.is Rændur og bundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ja hérna hér ! Ofbeldi gegn ofbeldi hefur aldrei skilað sér vel. Og ekki get ég séð að þetta sé fólkinu á Austurvelli að kenna sem stóð í mótmælum.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 26.5.2009 kl. 15:41

2 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Þetta er nú meiri bölvuð þvælan í þér maður.   

Ingunn Guðnadóttir, 26.5.2009 kl. 15:41

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Alveg er þetta dæmigert. Hér sit ég pungsveittur og legg fram skarplega greiningu á stöðunni og hvað uppsker ég - upphrópanir og dónaskap.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 15:44

4 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Laun heimsins eru vanþakklæti. Það þekkja nú allir uppreisnar og byltingarsinnar Baldur. 

Ólafur Eiríksson, 26.5.2009 kl. 15:47

5 identicon

Þegar ég horfi á og hugsa um fólkið sem ég borga laun fyrir að halda utan um þjóðarhag þá hefur mér hefur oft fundist ég hafa verið rændur og bundinn.

Elvar (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 15:50

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ólafur, minn maður - ég tek aftur gleði mína.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 15:50

7 identicon

Flestir mótmælendur voru friðsamir borgarar að láta óánægju sína í ljós, enda voru það eðlileg viðbrögð. Við bankahrunið opinberaðist að logið hafði verið að þjóðinni í áraraðir og staðan var í raun miklu verri en flestir höfðu talið. Hinir raunverulegu ofbeldismenn voru stjórnmálamennirnir sem höfðu svarað allri gagnrýni með því t.d. að segja "Hvað er þetta, sjáið þið ekki veisluna?" Þeir höfðu brugðist sinni mikilvægustu skyldu, að gæta hagsmuna þjóðarinnar.

Inn í hóp heiðarlegra mótmælenda blandaðist fólk sem átti ýmislegt sökótt við lögregluna, til dæmis eiturlyfjaneytendur og glæpamenn. Fólk fór beint af börunum þegar þeir lokuðu til þess að "mótmæla".

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 15:54

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn hinn ungi, þú ert nú það greindur maður að þú áttar þig á því að ég er EKKI að tala um friðsama mótmælendur.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 15:56

9 identicon

Flestir þeirra sem voru með ofbeldi voru ekki mótmælendur, heldur glæpamenn sem nýttu þetta tækifæri til að ná sér niður á lögreglunni.

Ég veit ekki til þess að Sturla hafi verið með neitt ofbeldi, hvað þá Hörður.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 15:59

10 Smámynd: ThoR-E

Góður Baldur

hehe... ;)

ThoR-E, 26.5.2009 kl. 16:04

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú, Sveinn. Það voru mótmælendur sem réðust illu heillu á lögreglustöðina. Hörður hvatti þá til þess. Mótmælendur köstu líka grjóti í þinghúsið og brutu glugga. Sumir þeirra nafntogaðir vinstri menn.

Sturla trukkari stóð fyrir aðgerðum sem varla er hægt annað en kalla ofbeldi. Þeir tálmuðu för tugþúsunda manna án þess að hafa fengið til þess nokkur leyfi. Og það var ofbeldisdólgur á hans vegum sem kýldi og sneri niður lögguna. Sturla ber mikla ábyrgð. Framferði hans fór yfir allar eðlilegar markalínur.

Þú verður að viðurkenna staðreyndir málsins, einnig þær sem þér líkar ekki.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 16:06

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hæ AceR, gaman að sjá þig á þessum blíðviðrisdegi.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 16:06

13 identicon

Það kann að vera að þarna hafi verið framið ofbeldi gegn hlutum af hálfu mótmælenda. Það er svolítið annars eðlis að kasta grjóti eða eggjum í hús. Enginn meiddist við það. Sá sem réðist á lögreglumann held ég að hafi verið eitthvað tæpur andlega og var ekki bílstjóri.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 16:16

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Viðurkenndu það Baldur að þetta lífgaði bara upp á tilveruna.  Hvernig hefði það verið ef allir hefðu bara setið heima að opna gluggaumslög? Um hvað hefðirðu bloggað þá?  Kannski golf og sunnudagsbíltúra?

Magnús Sigurðsson, 26.5.2009 kl. 16:16

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, mín tilvera er nú svo lífleg hvern einasta dag að ég þarf ekki að horfa á löggur limlestar til að komast í stuð. En það er kannski öðruvísi hjá ykkur í dreifbýlinu.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 16:19

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn, að heyra hvað þú lætur út úr þér drengur. Menn vörpuðu saurpokum grjóti og klósettrúllum í sjálft Alþingishús Íslendinga. Þetta var gríðarleg, óafturkallanleg svívirða við helgustu undirstöðu samfélags okkar. Þú ert litlu skárri en þessi fúlmenni sem kveiktu í Ráðhúsinu í Berlín á sínum tíma.

Þetta er bara hús - kommon!

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 16:22

17 Smámynd: DanTh

Verið ekki að láta þessa endemis þvælu í Baldri pirra ykkur. Hann er bara svona innréttaður------->

DanTh, 26.5.2009 kl. 16:27

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

DanTh, þú ferð með sleggjudóma en ég rökstyð mál mitt. Skamm!

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 16:30

19 identicon

Það voru þingmennirnir og sérstaklega ráðherrarnir sem vanvirtu Alþingi.

Ég er alla vega ánægður með að hafa verið á Austurvelli þegar löggan sprengdi táragasbomburnar, þó það hafi verið helvíti sárt að fá þetta í augun og hálsinn. Ég á stoltur eftir að segja barnabörnunum frá þessum sögulega atburði.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 16:32

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já Sveinn, ekki efa ég að það hafi verið eftirminnilegur atburður. Ég lenti í því einu sinni á mínum sokkabandsárum erlendis að flækjast inn í heljarinnar skrall sem endaði með ósköpum og ég var laminn í klessu af löggunni. Eftirminnilegt - en ég held ég sé ekkert að segja barnabörnunum frá því.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 16:38

21 identicon

Þú ert illa skemmt eintak Baldur,, maður verður veikur á að lesa þetta taut,,,, djöfull ertu leiðilegur...........

shiiiiiiiiiii

Helgi (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 16:44

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú farðu þá eitthvað annað maður, ertu ekki sjálfbjarga eða hvað?

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 16:53

23 identicon

"Þetta er lögreglunni að kenna." = hálfvitaskapur

"Lögreglan tók ekki nógu karlmannlega á skrílnum á Austurvelli" - hálfvitaskapur

"Múgurinn fagnaði" - hálfvitaskapur : það fagnaði enginn nema nokkrir vitleysingar sem flestir voru ekki hluti af mótmælendum heldur einfaldir ofbeldisseggir.

"Vinstri grænir glöddust yfir hverri löggu sem var barin til óbóta" - hvernig er þankagangurinn eiginlega í fólki sem segir svona??

"Löggunni bar skylda til að berja niður skrílslætin með harðri hendi" - þannig að svarið við óánægju fólksins sem loksins lætur heyra í sér er að berja það niður með fasisma og ofbeldi.  Það hefur vissulega reynst vel í gegnum söguna.

Og síðast en ekki síst - ertu virkilega að reyna að tengja saman  þjóð sem rís upp gegn stjórn sem hún vill ekki og að tveir dópistaræflar brjótist inn til varnarslauss manns, ræni hann og berji?  Ég á sífellt erfiðara með að átta mig á því hvort þú sért að grínast.  Ég hef oft skemmt mér við að lesa þetta og reyna að átta mig á því en ég verð sífellt hræddari um að þú sért það hreinlega ekki.

Arnar Þór Tulinius (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 17:00

24 identicon

Þér er einkar lagið að reita skrílinn til reiði, þetta er bara skemmtilegt

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 17:11

25 Smámynd: Björn Birgisson

"Lögreglan tók ekki nógu karlmannlega á skrílnum á Austurvelli og nú eru afleiðingarnar að koma í ljós."

Hver var dómsmálaráðherra á þessum tíma og þar með yfirmaður lögreglunnar? Ef þessi skondna færsla er efnislega rétt - hver ber þá hina raunverulegu ábyrgð?

Björn Birgisson, 26.5.2009 kl. 18:37

26 identicon

Það er ekki hægt að lesa taut, Helgi. Taut myndast eingöngu með búkhljóðum.

Elvar (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 18:48

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei, Arnar Þór Tulinius! Gaman að sjá þig á blogginu kallinn minn.   Það er löngu þekkt að ofbeldi er smitandi. Albesta dæmið sáum við í fyrra. Þegar trukkaragengið var búið að beita saklausa ökumenn ofbeldi hvað eftir annað og almenningur sá að löggan bara ráfaði um í sinnuleysi og bauð fólki í nefið, þá komu unglingagengi á staðinn og fóru að stöðva umferð tugþúsunda manna svona í bríaríi.

Ofbeldi er bráðsmitandi. Þegar siðferðishömlurnar bresta vellur óhroðinn fram. Þetta á eftir að versna til muna. Skríllinn veit sem er að hans tími er kominn.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 20:25

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heyrðu, Ágúst Valves, maður spyr sig: a) höfum við ríkisstjórn í landinu, b) höfum við stjórnarandstöðu?

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 20:28

29 Smámynd: Björn Birgisson

Er heiðarlegum og kurteislegum fyrirspurnum ekki svarað á þessari síðu?

Björn Birgisson, 26.5.2009 kl. 21:05

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurður Heiðar, þú manst eftir kínverska málshættinum: fögur orð eru ekki sönn, sönn orð eru ekki fögur.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 21:36

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, afsakaðu, það var hreint ekki meiningin að hunsa svo mætan mann sem þú ert. Ég skrapp í Nevada Bob og fékk lánaðan nýjan dræver sem ég er að hugsa um að kaupa. Ég sló úr tveim körfum - alveg ferlega illa og ég er eiginlega hálf miður mín núna. Ég sló ekkert betur með nýja drævernum en þeim gamla, sem orðinn er firna ljótur, lakkið skrallað af, hundgamall og grár, hann er eiginlega farinn að líkjast sjálfum mér alveg skuggalega!

Svo sló ég með járnum og það var sama sagan, shankaði hvað eftir annað í skilrúmið svo glumdi í. Ég fer upp á Skaga á morgun og lendi þar í grimmri keppni við afarmenni sem enga miskunn þekkja. Ég verð að finna út úr þessu áður en að því kemur.

Varðandi spurningu þína - mér finnst þetta líkjast fremur fullyrðingu en spurningu því báðir vitum við svarið. Ég sé hvert þú ert að fara og get bara sagt: eftir höfðinu dansa limirnir. Reyndar hef ég rætt þetta við háttsettan lögreglumann og skildist á honum að lögreglan réði sjálf mestu um hvernig hún tæki á málum. Fleira sagði hann mér, þessi mæti maður, en allt var það í trúnaði og ég get ekki talað um það hér.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 21:44

32 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Við þurfu að velta þessari ríkistjórn úr valdi.

Alexander Kristófer Gústafsson, 26.5.2009 kl. 22:15

33 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Eins og var gert við hina sem var líka léleg en þessi er verri

Alexander Kristófer Gústafsson, 26.5.2009 kl. 22:16

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það var Francis Quimet sem þar bar sigurorð af nokkrum frægum köppum. Quimet er nafn sem golfarar kannast við en það er svo langt síðan hann var á dögum að hann er ekki eins vel þekktur núna og td Arnold Palmer, Hogan og Nicklaus og þeir bræður allir.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 22:18

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég þekki ekki Alexander en mér segir svo hugur að hann sé athafnamaður og vilji láta verkin tala

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 22:20

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi verður ósigrandi þetta kjörtímabil

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 22:34

37 Smámynd: Björn Birgisson

Svolítið erfitt, skil það. Björn Bjarnason er svarið.

Ég á fyrir þig RAM drivera, keypta á Ebay. Á tvo, í upprunalegum umbúðum, ónotaða með öllu. Annar er FLEX, hinn er REGULAR, skuggalega góð prik. Tilboð 5000 kall, gildir til miðnættis. Um 20 GG félagar eru með þessi prik frá mér. Alsælir.

For you my friend a special deal, 3 Wilson golfballs, nice glove, plus the driver, ONLY 5000 IKR.

Tekur dælumeistarinn þessu kostaboði' 

Björn Birgisson, 26.5.2009 kl. 22:43

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þakka fyrir gott tilboð, Bjössi, en Ram er ekki mitt merki. Ég er með Cobra dræver núna en er að spá í Taylor Made Burner. Reynsla dagsins verður sennilega til þess að ég kaupi hann ekki. Ég ætti frekar að leggja áherslu á að laga sveifluna og held reyndar að ég sé búinn að finna út úr vandanum: of flatur axlasnúningur sem orsakast af því að ég fór með hendurnar of snemma aftur fyrir skotlínuna.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 22:54

39 identicon

Þetta byrjaði sem verulega spennandi umræða og ég sá fyrir mér funheitar umræður og svo eruð þið bara farin að tala um golf??????? er ekki allt í lagi hjá ykkur ???? það ætti að banna svona algjöran viðsnúning á  því sem hefði getað orðið svo skemmtilegt.

PS mér fannst svar í commenti nr 22 alveg frábært

(IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 23:01

40 Smámynd: Björn Birgisson

Þitt mat, þitt val. Ég ætlaði nánast að gefa þér þetta, af því að þú ert vitleysingur sem mér líkar við.

3 kúlur kosta ca. 900 kr. Hanski kostar ca. 1600 krónur. Þá kostar eðal Ram 2.500 krónur.

Heildarpakkinn fyrir dælumeistarann er 5000 krónur. 

 

Björn Birgisson, 26.5.2009 kl. 23:16

41 Smámynd: Árni Gunnarsson

Baldur minn. Hann Guðbjartur Jónsson sjálfseignarbóndi orðaði þetta öðruvísi þegar kýrin snerist til varnar gegn sínum versta óvini, tíkinni.

"Aldrei getur beljudjöfullinn séð tíkarræfilinn í friði!" En þetta er ágrip af heimspeki sem þið sjálfstæðismenn skiljið ekki og nefnist sá kafli "snertilöfugsvipfræði."

Annars sé ég í athugasemd þinni sem hefur númerið 20 skýringu sem varpar ljósi á margt sem hefur vafist fyrir mér um innræti tiltekinnar persónu og siðferðilegan óstöðugleika.

Austurvallarbyltingin sem hófst á Íslandi haustið 2008 mun verða einn af merkisatburðum sögunnar ámóta og Vorið í Prag og Perestojkan í Rússlandi.

"Oft veldur lítil þúfa ljótu hlassi" sagði Gunnar á Hlíðarenda frændi minn þegar hann rak spjótið Rimmugýgi gegnum Gretti Ásmundarson í Reykholti forðum. 

Árni Gunnarsson, 27.5.2009 kl. 00:00

42 Smámynd: Baldur Hermannsson

Auðvitað er þetta frábært tilboð - handa einhverjum öðrum. Ég á heilan skáp fullan af látnum dræverum. Ram er í mínum augum einskonar Peugeot. Ég get átt hann en ekki spilað með honum. Það vantar alla skáldlega tilfinningu, músík og ævintýri í Ram, hann er bara óskáldlegt verkfæri eins og hamar eða kúbein. Ég þarf amboð sem ég get notað til að dræva yfir vatnið á 6. braut uppi á Skaga og næla mér í örn.

Baldur Hermannsson, 27.5.2009 kl. 00:05

43 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, "pereatið" svonefnda var lengi haft til marks um frelsisást ungra Íslendinga en fróðir menn hafa skrifað að sá atburður hafi öllu heldur snúist um hvort fáeinum yfirstéttargosum leyfðist að hunsa reglur Lærða skólans og stunda gjálífi fram á nætur.

Sagan er búin til af mönnum, sagan getur logið og þess vegna lít ég ekki á hana sem einhvern helgan sannleika.

Baldur Hermannsson, 27.5.2009 kl. 00:13

44 Smámynd: Páll Blöndal

Iss piss..  segi ég nú bara
Hvernig nennið þið að vera að hlusta á bullið í honum Baldri?
Fyrir mér eru hans skrif hin besta skemmtilesning, því ruddapenni er hann góður.
Hann er að fífla ykkur til andskotans.
Á meðan þið æsið ykkur upp úr öllu valdi, situr hann og hlær eins og
púkinn á fjóshaugnum.

Páll Blöndal, 27.5.2009 kl. 00:38

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sat hann ekki á kirkjubitanum?

Baldur Hermannsson, 27.5.2009 kl. 00:53

46 Smámynd: Páll Blöndal

jú, bitanum var það
djöfull varstu lengi að finna þetta út

Páll Blöndal, 27.5.2009 kl. 01:02

47 Smámynd: Baldur Hermannsson

Baldur Hermannsson, 27.5.2009 kl. 01:05

48 Smámynd: Árni Gunnarsson

Baldur: "Pereatið" velnefnt fær fulla samsvörun í Austurvallarbyltingunni samkvæmt þinni skýringu sem er áreiðanlega rétt. Báðir atburðirnir eiga samnefnara í fáeinum yfirstéttargosum sem hunsuðu mikilvægar reglur og stunduðu gjálífi fram á nætur. Í seinna tilfellinu sendu kvikindin svo þjóðinni reikninginn fyrir svallinu.

Framhald seinni atburðarins gæti svo orðið það að í fyllingu tímans verði undirritaður samningur. Og í framhaldi af honum sé ég það fyrir mér að tiltekinn hópur fólks geri sér dagamun í fögru veðri og bregði reipi um háls styttunnar af Jóni forseta og velti honum af stalli líkt og forðum var gert í Bagdad við styttu af öðrum myndarmanni.

Síðan verði á sama stað komið fyrir styttu af Herði Torfsyni. 

Árni Gunnarsson, 27.5.2009 kl. 08:40

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, þetta er sannarlega fögur framtíðarsýn. Það er áríðandi að taka eftir því hve sterk, táknræn athöfn það er að velta styttum, rétt eins og menn gerðu í Sovétríkjunum eftir fall kommúnismans. Það má líka nefna Berlínarmúrinn - eða Bastilluna í París forðum daga.

Það var líka táknræn og sterk athöfn þegar pólitískir framámenn í vinstri flokkunum, td Helga Vala, grýttu Alþingishúsið - til að brjóta hvern einasta glugga eins og einn þeirra sagði. Þessi athöfn og aðrar slíkar hófu þá ofbeldisöldu sem nú ríður yfir þetta litla, varnarlausa þjóðfélag.

Baldur Hermannsson, 27.5.2009 kl. 09:19

50 Smámynd: Páll Blöndal

Árni,
Ég held nú að í okkar litla landi þá sé þjóðin alls ekki svo ósamstíga.
Fólk vill stöðug og góð lífskjör. Gott mennta og heilbrigðiskerfi.
Flestir skilja nauðsyn þess að hafa öflugt atvinnulíf og
að nýta krafta einstaklingins.

Hvernig við svo náum þessum markmiðum erum við ekki sammála um.

En eitt:
Íslenska þjóðin er eins og barn sem hefur verið misnotað  inni
á sínu eigin heimili af heimilisföðurnum. Húsfreyjan lítur undan.
Barnið setur ekki sitt traust á gerandann ef það kemst hjá því, eða hvað??????

Páll Blöndal, 27.5.2009 kl. 10:41

51 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú ert ansi skemmtilegur maður Páll Blöndal. Ég þarf að fylgjast með þinni vefsíðu. Þiggðu bloggvináttu mína svo ég geti haft gætur á þér. Það þarf að passa upp á svona kommúnista svo þeir fari sér ekki að voða.

Baldur Hermannsson, 27.5.2009 kl. 10:49

52 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hehe... þú værir krúttlegur..... ef það væri ekki svona hættulega margir sem taka mark á þér

Heiða B. Heiðars, 27.5.2009 kl. 11:58

53 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æ það er alltaf eitthvað sérstakt við þig Heiða mín og kannski er líka mikið varið í þig, það vita þeir einir sem þekkja þig persónulega.

Baldur Hermannsson, 27.5.2009 kl. 12:14

54 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Þú hittir naglann á höfuðið Baldur, við vitum allt um það. 

Ólafur Eiríksson, 27.5.2009 kl. 12:37

55 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvaða gaur er þessi Ólafur Eríksson sem veit allt um alla ?

Finnur Bárðarson, 27.5.2009 kl. 17:35

56 Smámynd: Baldur Hermannsson

Líklega kærastinn hennar Heiðu.....?

Baldur Hermannsson, 27.5.2009 kl. 20:48

57 Smámynd: Bara Steini

Mér finnst þú vera blók sem felur þig bakvið uppkokkaðann sannleika svo þú þurfir ekki að líta alvöru sannleikann i augun...

Eg sá engann sem stóð daglangt bara til að ráðast á lögreglu...

Fólk stóð til að vernda sig og sina framtið....

Þú ert blók... Blók með slæma samvisku....

Bara Steini, 27.5.2009 kl. 21:22

58 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég skil.

Baldur Hermannsson, 27.5.2009 kl. 21:25

59 Smámynd: Bara Steini

Og þér detti í hug að tengja líf þessara drengja við mótmælin er fyrir neðan allar hellur. Hverning að líta á hvað rikisstjórnin er að gera til að hjálpa fólki sem hefur lent útaf brautinni...

Það er akkurat ekkert gert i meðferðarmálum né heilbrigðis né fangels kerfi....

Það er ekki nema von að unga kynslóðin okkar sé að fara í vaskinn og er í þessum málum...

Svo kemur þú og heldur áfram að hægja á þér yfir allt saman.

Góð manneskja ertu....

Bara Steini, 27.5.2009 kl. 21:42

60 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hámarkið í færzlu & athugazemdum, var náttla að þú tækir ekki kozdaboði Björnz Birgizzonar !  Ekki reyna að fela þig á bak við þinn háaldur & lítil störf um ævina.  Góður díll, er einfaldlega bara einn zlíkur !

Steingrímur Helgason, 27.5.2009 kl. 21:47

61 Smámynd: Baldur Hermannsson

Zvona Ram-lurkur einz og hann býður er bara nothæfur til að rota með graðunga en ekki til að zlá golfbolta. Veit ekki hvað þeir eru að huxa þarna í Grindavíkinni.

Baldur Hermannsson, 27.5.2009 kl. 21:57

62 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bara Steini, já ég er með á því að það þyrfti að endurskoða þessi mál rækilega.

Baldur Hermannsson, 27.5.2009 kl. 21:58

63 Smámynd: Björn Birgisson

Znilldartilboðið Ztendur enn.

Björn Birgisson, 27.5.2009 kl. 23:11

64 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já þér ztendur nú alltaf. Það var hörkufjör á Skaga í dag. Ég náði 8 pörum. Enginn fugl. Missti einfalt 3 feta bördí-pútt á fyrstu holu. Undursamleg veðurblíða. Hvað eru menn að rausa um Spán og Flórída þegar við höfum Skagann?

Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 00:37

65 Smámynd: Björn Birgisson

Nú, nú.

Björn Birgisson, 28.5.2009 kl. 00:41

66 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tókst þú hring?

Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 00:49

67 Smámynd: Baldur Hermannsson

Andri, óskaplegt kerlingamjálm er þetta í þér. Segðu eitthvað af viti eða steinþegiðu.

Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 18:46

68 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Skil ég málið rétt, Baldur að bloggarar séu almennt ekki sammála þessum pistli þínum hér ofar? Hvað mundi Vilhjálmur Eyþórsson kalla svona lagað - flathugsun?

Ólafur Eiríksson, 28.5.2009 kl. 20:01

69 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ólafur, við megum ekki nota Vilhjálm Eyþórsson sem viðmiðun því hann er séní. En það er gömul reynsla að margir menn, kannski flestir, kæra sig ekki um að öðlast nýja sýn á veruleikann. Max Planck, sem kalla mætti föður skammtakenningarinnar, orðaði það eitthvað á þessa leið:

Ný kenning hlýtur ekki almenna viðurkenningu vegna þess að hún er augljóslega réttari og betri en eldri kenningar, heldur vegna þess eins að með tímanum eldast og deyja andstæðingar hennar.

Það samhengi hlutanna sem ég benti á er ekki þægilegt fyrir ansi marga en ég hygg samt margir muni átta sig á því að það er mikið til í þessum pistli.

Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 20:39

70 Smámynd: Halldór Jónsson

Tek undir með þér í þínum pistli Baldur, þetta er tæpitungulaus lýsing á vandamálinu. Lögreglan þarf að gripa fyrr til táragassins, ekki þessarar litlu brúsa með öskrum gas gas heldur bara setja upp grímur og hjálma og skjóta á skrílinn 30.mars bombum, þá tvístrast liðið strax. Það er verra ef það er hvasst. Þá og í frosti er fínt að beita vatnsbyssum á sérútbúnum bílum.

Ég vil allavega ekki þurfa að láta lögregluna mína  verða fyrir líkamstjóni þegar brjálaður kommúnistaskríllinn, sem Hallgrímur Helgason rithöfundur er típískur fulltrúi og leiðtogi  fyrir,  ræðst á þá bæði á Austurvelli og við Stjórnarráðið.  Það er ekki hægt bæði að láta þetta pakk  komast upp með svona framferði og halda úti siðuðu þjóðfélagi.

Lögreglumennirnir okkar eru friðsamir fjölskyldufeður sem eiga alveg jafn bágt og hver annar í þessu hrunda þjóðfélagi og áreiðanlega bágar en til dæmis opinbera aurasugan og rógpenninn Hallgrímur Helgason. En hann heldur sig ríkmannlega í útlöndum núna á styrkjum frá sama þjóðfélaginu og hann réðist gegn í vetur og vildi tortíma. Og Sturla lúðurþeytari er farinn líka sem betur fer. Megi þeir vera sem lengst utan.

Mótmæli eru allt annað en skrílslæti. Og skrílslætin eru framin af grímuklæddum glæpalýð, sem hefur enga aðra hugsjón en fremja glæpaverk. Skilyrðislaust  þarf að banna mönnum að ganga grímuklædda á almannfæri . Grímuklæddur maður á almannafæri er allstaðar handtekinn strax sem glæpamaður. Reynið bara að fara með grímu inn í banka eða þinghús í USA. 

Takk fyrir Baldur fyrir að tala mannamál sem ég skil.

 Ég held að hetjurnar með bleiku slaufurnar hafi hreinlega bjargað lýðveldinu með því að ganga fram fyrir lögregluna henni til varnar.

Ég held að k/homminn Hörður Torfason  hafi verið fínanséraður af Baugi til að espa til óeirða. Hann er í mínum augum skríll

Halldór Jónsson, 28.5.2009 kl. 22:47

71 Smámynd: Halldór Jónsson

Síðasta setningin átti ekki að fara með, ég ætlaði ekki að hafa hana með og bið um að menn skoði hana sem ekki skrifaða.

Halldór Jónsson, 28.5.2009 kl. 22:49

72 Smámynd: Björn Birgisson

Hún er skrifuð - hún er þarna, sama hvað þú segir Halldór.

Björn Birgisson, 28.5.2009 kl. 23:00

73 Smámynd: Halldór Jónsson

Fýsir eyru illt að heyra, við því bjóst ég af þér Björn. Það fer víst fyrir mér eins og Bjarna Harðar, menn eru of fljótir að ýta á gikkinn og þá er kúlan flogin og verður aldrei dregin til baka. Ég hef þo engu embætti að týna.

Halldór Jónsson, 28.5.2009 kl. 23:10

74 Smámynd: Björn Birgisson

Svona er lífið, menn verða að vanda sig. Haltu minni persónu algjörlega utan við þínar komma og homma fóbíur. Þú og þitt lyklaborð geta aldrei orðið mitt vandamál. Margur verður að orðum api.

Björn Birgisson, 28.5.2009 kl. 23:29

75 Smámynd: Halldór Jónsson

Vel mælt Björn

Halldór Jónsson, 28.5.2009 kl. 23:42

76 Smámynd: Baldur Hermannsson

Halldór, þetta er ágætis úttekt hjá þér. Varðandi ummælin sem fuku af lyklaborðinu minnist ég orða Jónasar frá Hriflu, þess stórbrotna snillings, þegar Tíma-Tóti fór að blammera menn úti í bæ að honum forspurðum. Þá varð Jónasi að orði eitthvað í þessa veru: það kemur nú fyrir hér á Tímanum að fallbyssurnar skjóta sjálfkrafa. Ég þarf endilega að komast að því hvernig þetta var orðrétt. Best að spyrja Árna Gunnarsson, hann kann allt svona.

Til hamingju með nýja embættið hjá Byr. Gaman að þú skulir vera kominn aftur út í hringiðuna. Nú vantar þar einmitt menn eins og ykkur Ragnar Önundarson.

Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 23:51

77 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hef mikla trú á Ragnari Önundarsyni. Hann veit ýmislegt um bankafræði,  sem margir bankar hafa flaskað á   síðan að Hannes Pálsson hætti í Búnaðarbankanum. En Hannes sagðist alltaf hafa horft fyrst á manninn sjálfan sem var að biðja um lánið  áður en hann fór að skoða lánabeiðnirnar nánar.  Væri maðurinn sjálfur í lagi þá sagði hann að yfirleitt væri annað í lagi líka og óhætt að lána honum. Nú er orðið miklu fljótlegra að horfa á mannin sjálfan en áður var. Þess þá heldur. 

Ég hef alltaf haft mikið dálæti á Hannesi vini mínum Pálssyni. Hann vissi yfirleitt hvað hann söng þó framsóknarmaður væri. Hann fer enn í Laugarnar þó níræður sé að verða. Góður kall.

Halldór Jónsson, 29.5.2009 kl. 00:19

78 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú hvað - er hann kannski af Guðlaugsstaðakyninu?

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 00:24

79 Smámynd: Halldór Jónsson

Sonur Palla Sóf....  

Halldór Jónsson, 29.5.2009 kl. 18:20

80 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ekki þó gamla Páls Zóphaníassonar?

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 340415

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband