Kommar drepa heilbrigðu kúna

Venjulegur, hægri sinnaður og viti borinn bóndi sem á tvær kýr og önnur þeirra er lasin, lógar veiku kúnni og gefur þeirri heilbrigðu besta fóður.

Vitlaus og vinstri sinnaður bóndi lógar hins vegar heilbrigðu kúnni til að kaupa lyf fyrir veiku kúna, og þegar veika kýrin sálast situr hann eftir eignalaus og skuldugur - þá sækir hann um inngöngu í Evrópusambandið og heldur að hans bíði eilíf hamingja þar.

Nú ætla þau Steingrímur og Jóhanna í heimsku sinni að steindrepa atvinnurekstur í landinu. En hvað gerir það til - þau eru þegar búin að sækja um inngöngu í ESB.

 


mbl.is Skattastefnu stjórnvalda harðlega mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú nú, þú kominn aftur hér á bloggið.

Viltu að glæpamennirnir fari aftur að stjórna landinu?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 19:50

2 identicon

Gaman að fá þig aftur á bloggið Baldur. Góð saga hjá þér um kýrnar.

kveðja Rafn. 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 19:55

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Hugsa sér, menn töluðu um vanhæfa ríkisstjórn hér áður. Hvað kalla menn þá þetta sem er við stjórnvölinn í dag.

Carl Jóhann Granz, 1.10.2009 kl. 19:55

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn hinn Ungi, verðum við ekki að fá nýja menn til að stjórna Nýja Íslandi? Ég á von á því að vinstri menn vilji taka til í sínum ranni, það sjá allir að þingflokkar þeirra eru svo ferlega illa mannaðir að engu tali tekur. Ekkert nema amlóðar og geðsjúklingar. Ég þekki skynsama og duglega vinstri menn og veit að bæði VG og Samfó geta vel stórbætt áhöfnina í næstu kosningum - en vinstri stefna verður því miður alltaf slæm og því er ekki hægt að breyta.

Baldur Hermannsson, 1.10.2009 kl. 20:24

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Rafn, og sömuleiðis. Þetta er sígild saga. Vinstri mennska verður aldrei annað en andleg fötlun.

Baldur Hermannsson, 1.10.2009 kl. 20:25

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Carl, ég held þú sért að hitta naglann á höfuðið.

Baldur Hermannsson, 1.10.2009 kl. 20:26

7 identicon

Ég gæti trúað því að Steingrímur sé nær því að framkvæma heiðarlega frjálshyggju en Geir Haarde og Davíð.

Undarlegt ef menn telja það frjálshyggju að öllu steini léttara sé rænt og stolið.

Það verður auðvitað að hafa sterkt ríkisvald og hafa atvinnulífið undir kontról svo tryggt sé að þar sé unnið heiðarlega. Ekkert var að marka hlutabréfamarkaðinn vegna falsana. Á markaðurinn að leiðrétta sig sjálfur?  Líka þegar hann er falsaður endalaust uppávið?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 20:43

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hræddur um að líði ár og öld þangað til menn treysta markaðnum til að leiðrétta sig sjálfur. Það er ansi margt ógeðfellt við kapítalismann og hefur alltaf verið. En vinstri mennska er eins og hver annar andlegur sjúkdómur.

Baldur Hermannsson, 1.10.2009 kl. 20:47

9 identicon

Láttu ekki svona, meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn byggir á hæfilegri blöndu af félagshyggju.

Þið villtust af leið og sitjið fastir út í mýri, vegna gjaldþrota hugmyndafræði Hannesar Hólmsteins og Davíðs.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 20:55

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já það er því miður nokkuð til í þessu. Hvaða ráð gefur þú okkur, hrjáðum og auðmjúkum íhaldsmönnum?

Baldur Hermannsson, 1.10.2009 kl. 20:56

11 identicon

Ég er sjálfur ráðvilltur og hrjáður sjálfstæðismaður. Nú um stundir herja ég á flokkinn hér á blogginu, vegna þess að hann hefur staðið sig hroðalega á nánast öllum sviðum. 

Fyrsta mál er að viðurkenna mistökin. Meðan menn gera það ekki, verður endalaust hamrað á því hverjar afleiðingarnar hafi orðið af stefnu flokksins. Gera þarf hrunið heiðarlega upp án þess að reyna að klína þessu á einhverja aðra. Menn eru ennþá að segja að þetta hafi gerst vegna hruns Lehman Brothers og að ESB regluverkið hafi verið gallað.

Davíð er enn ekki búinn að viðurkenna neitt, þó hann hafi stjórnað öllu sem hann vildi stjórna í 18 ár. Meðan hann lætur svona, verða orð hans ekki tekin gild í umræðunni.

Ég held að mistökin hafi verið, að stilla ríkisvaldinu alltaf upp sem einhverju neikvæðu sem þurfi að berjast gegn. Þvert á móti held ég, að sterkt ríkisvald sé nauðsynlegt fyrir kapítalisma sem á að virka. Svindl með markaðinn, bókhald og lánsfé, er bara eins og hver annar þjófnaður. Til að stoppa það þarf lögreglu í formi eftirlitsaðila.

Einnig þarf að muna eina grunn kenningu frjálshyggjunnar: menn fara betur með eigin fé en annarra. Með því að afhenda mönnum bankana og sparisjóðina var verið að afhenda þeim annarra fé sem er gagnstætt frjálshyggjunni. Kúlulánin voru t.d. fjármagn sem auðmennirnir áttu ekki. Þeir gátu tekið áhættu með annarra fé.

O.s.frv. (orðinn þreyttur)

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 21:25

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég er sammála því að íhaldið þyrfti að fara í gegnum aðdraganda hrunsins og athuga pólitíska þáttinn í því, sem ótvírætt er á þeirra ábyrgð. Ég held samt að miklu mikilvægara sé að horfa til framtíðar. Ég held að það sé ærið margt sem flokkurinn verður að taka til endurskoðunar. Hann þarf líka að skipta út mönnum - það er ansi gróft að tefla fram fólki sem var á fullu í Hrunadansinum. Ég minnist þess sem Ragnar Önundarson sagði í Silfrinu - Sjálfstæðismenn eiga traustan grundvöll í þeirri hugmyndafræði sem flokkurinn fylgdi kringum 1960 og var kennd við Ólaf Björnsson. Þjóðfélagið hefur auðvitað gerbreyst síðan en almenn grundvallaratriði geta haldið sér öldum saman.

Baldur Hermannsson, 1.10.2009 kl. 21:35

13 identicon

Það er rétt, það þarf að leita aftur í grunn gildi flokksins. Menn eins og Ragnar Önundarson gætu leitt flokkinn aftur á rétta braut.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 22:24

14 Smámynd: Björn Birgisson

Íhaldsmenn! Hlustið á Svein hinn unga. Hann talar af góðu viti. Hann skynjar hina andlegu fötlun innan ykkar eigin raða (græðgi og sviksemi eru líka fötlun), á meðan þið hinir sjáið bara andlega fötlun ykkar pólitísku andstæðinga.

Björn Birgisson, 1.10.2009 kl. 22:31

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já mér hefur alltaf fallið vel við Svein hin Unga, en hann er skaddaður af samneyti við vinstri menn, á því leikur enginn vafi og hann er ekki nógu einbeittur bjartsýnismaður - en bjartsýnin og einbeitnin er aðalsmerki allra góðra hægrimanna. Auðvitað er græðgi innan raða íhaldsmanna en þar er á ferðinni helvítis efnishyggjan sem öllu ríður á slig um þessar mundir.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 340370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband