Veruleikafirrtar grátkellingar tortíma atvinnulífinu

Er nú þessi guðs volaði einfeldningur farinn að ausa svívirðingum yfir vinnandi menn í landinu og kalla þá veruleikafirrta? Það er farið að koma í ljós hvílíkur ógnarskaði það var fyrir Samfylkinguna að missa Gunnar Svavarsson út af þingi. Hann er eini Samfylkingarmaðurinn fyrr og síðar sem hefur eitthvert vit á fjármálum - og ekki er nú slíkum gáfum fyrir að fara hjá vinstri grænum, þar gengur allt út á lopapeysur og fjallagrös. En kerlingaklíkan í Samfylkingunni svældi Svavar út. Nú situr ríkisstjórnin uppi með leiðinda grátkellingar eins og Jón vinstri grænan sem aldrei hefur hundsvit haft á peningum. Hann ætlar að keyra atvinnulífið á bólakaf og er hreykinn af því og Ólína Þorvarðardóttir klappar honum lof í lófa. Hvort þeirra ætli sé veruleikafirrtara??
mbl.is Veruleikafirrtur grátkór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

halda menn að allt sé upp í hendurnar fengið, svo er nú bara ekki fyrir flest alla, sumir vilja allt fyrir ekki neitt eins og þessi tvö ofannefndu

Jón Snæbjörnsson, 20.5.2009 kl. 20:26

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að það hreinlega borgar sig ekki að veiða fisk.  Útgerðin hefur alltaf verið í bullandi vandræðum og hélt þjóðinni í heljargreipum gengisfellinga um áratuga skeið.  Núna er hún tæknilega gjaldþrota með eitthvað um 600-900 milljarða í skuldir.

Hættum að veiða fisk og förum að rækta fjallagrös og semja ljóð. 

Fiskur á þurru landi

Sá forni fjandi

Svo læt ég Baldur um að botna þetta. 

Guðmundur Pétursson, 20.5.2009 kl. 21:32

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hm, þarf nú tíma til að íhuga þessa flóknu ljóðagerð þína. En það var nú einmitt fiskurinn sem bjargaði okkur hér fyrr á öldum. Útlendingar vildu óðir kaupa af okkur fiskafurðir en höfðu engan áhuga á landbúnaðarafurðum. Eins var það mestalla 20. öldina. Við héldum lífi í Englendingum þegar þeir voru að eggjast við Þjóðverja. Er útgerðin ekki skuldug núna aðallega vegna þess að útgerðarmenn létu bankamafíuna tæla sig til að taka lán í bönkunum og fjárfestu í sjóðum? Svo segja mér kunnugir.

Baldur Hermannsson, 20.5.2009 kl. 21:50

4 identicon

Drengir núna er illa komið fyrir ykkur. Og þjóð vorri þegar menn eru farnir að efst um upprunan. Lífið er og var saltfiskur.

Verð skelfingu lostin þegar ég les texta nælonpeyja sem hafa ekki í saltan sjó migið. Hafandi samt ráð undir rifi hverju. 

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 22:31

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þessir nælonpeyjar ættu nú bara að halda sig á börunum.

Baldur Hermannsson, 20.5.2009 kl. 22:32

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hér gefur færsluritari mönnum einkunnir og er því eðlilegt að allt sé tekið til þegar metið er. Jón Bjarnason er fæddur 1943 í Asparvík á Ströndum. Hann er af Pálsætt á á Ströndum en af henni er komið dugmikið fólk.

Hann sótti sjóinn ungur með föður sínu sem bjó við mikla ómegð, og var sótt á opnum vélbát í vondum veðrum. Jón tók við búi foreldra sinna ásamt Hildibrandi bróður sínum í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi og bjó þar ágætisbúi í 11 ár. Hann var oddviti sinnar sveitar og kaupfélagsstjóri í Stykkishólmi. Hann var skólastjóri Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal. Þar er kennd búfræði sem gengur út á það að búa í landinu. Og taktu eftir færsluritari, búfræði. Sjálfur er Jón búfræðikandídat menntaður í Noregi, þangað sem við förum öll, þegar allt verður komið á hvolf hér vegna frjálshyggjustefnunnar, nema Jóni takist að snúa vörn í sókn ásamt landsmönnum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.5.2009 kl. 22:37

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hildibrandur er góður í hákallinum,

Baldur Hermannsson, 20.5.2009 kl. 22:46

8 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Já enda reri hann á hákarlaskipi með föður sínum ungur.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.5.2009 kl. 23:04

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég vil gera mikinn greinarmun á því sem Samfylkingarkerlan Ólína sagði um málið og hins vegar Jón Bjarnason. Ólín sagði:

gamla grátkórinn aftur tekinn að hljóma í háværu harmakveini. Þessi málflutningur væri í ætt við sérhagsmunagæslu undir yfirskini stjórnmála.

Þessi ummæli eru dæmigerð fyrir Sossana, sem ekkert vita og ekkert skilja. Hugmynd Samfylkingarinnar er að þjóðnýta veiðiheimildirnar, án stjórnarskrárbundinna bóta. Annað heiti yfir svona eignaupptöku er þjófnaður.

Ummæli þau sem höfð eru eftir Jóni eru hófstillt:

…….að það yrði að endurskoða kerfið. Það væri engin sátt um það og þeir þingmenn sem vildu halda öllu óbreyttu væru veruleikafirrtir. Hann sagði að það ætti að sameinast um að fara í endurskoðun kerfisins í samráði við alla hagsmunaaðila.

Þetta er rétt hjá Jóni. Allir vita að eignarhaldi veiðiréttinda var óheiðarlega komið á fót, en við því er ekkert hægt að gera úr þessu. Hins vegar er reiði almennings slík, að leita verður leiða til að breyta kerfinu. Endurskoða verður eignarhald veiðiréttindanna og að þeirri endurskoðun verða allir aðilar málsins að koma. Að mínu mati, kemur eignaupptaka án bóta hins vegar ekki til álita.

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.5.2009 kl. 23:08

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég vona að þessari ríkisstjórn takist að mjaka okkur eitthvað fram á við en ég er ekki bjartsýnn á það. Verst finnst mér hvað hún er forystulaus. Kellingin ræður ekkert við þetta. Sennilega hefði verið skárra að hafa Steingrím sem forsætisráðherra. Mér þótti hann mannborlegur í kosningabaráttunni, en það er auðvitað sitthvað að slást í réttunum og stýra búinu.

Baldur Hermannsson, 20.5.2009 kl. 23:08

11 Smámynd: Guðmundur Pétursson

"Ég lét plata mig út í einhverja vitleysu, þessvegna er ég svona illa staddur í dag"    Við vitum betur Baldur.  Kjánar láta plata sig út í vitleysu.  Ef þetta eru svona miklir kjánar sem stýra sjávarútvegsfyrirtækjum í dag, þá er um að gera að taka af þeim kvótann áður en þeir valda sjálfum sér og öðrum fjárhagslegum skaða með kjánaskap sínum.

Annars bíð ég spenntur eftir að Ísland hefji olíuvinnslu á drekasvæðinu.  Það verður rekið með yfirgengilegu tapi.  Líklega best að  láta fiskikvótaeigendur fá olíukvóta líka.  Þeir hafa yfirgripsmikla reynslu í "taprekstri".

Guðmundur Pétursson, 20.5.2009 kl. 23:26

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur, er ekki einmitt svo að brennt barn forðist eldinn? Margir létu ginnast af fagurgala bankabófanna og þurfti ekki kjána til. Svona var þetta út um allan heim. Bólan var ekki séríslenskt fyrirbrigði.

Þór Saari sagði í kosningabaráttunni að það þyrfti enga útgerðarmenn, það væri nóg að hafa fisk og fiskiskip. Kannski þurfum við heldur enga bændur, bara jarðir og traktora. Þurfum heldur ekki ljósmæður, bara óléttar konur. Þurfum ekki lækna, bara lasið fólk. Þannig er nú rökhyggjan á þeim bæ.

Baldur Hermannsson, 20.5.2009 kl. 23:35

13 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Við þurfum alltaf á góðum útgerðarmönnum að halda.  Þeir fara ekki neitt þó svo að kvótanum verði hliðrað eitthvað til.  En ég mundi treysta mér til þess að fara að stjórna úgerðarfyrirtæki á mánudaginn, en ekki togara.

Þór Saari er eins og ferskur vindblær í íslenskum stjórnmálum.  Talar tæpitungulaust.  Annars fannst mér best ræðan hjá Sigmundi  Davíð  þegar hann tók Steingrím í bakaríið.

Guðmundur Pétursson, 21.5.2009 kl. 00:07

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Baldur ven minn, þú hefur ekkert vit á 'fezki'.

Steingrímur Helgason, 21.5.2009 kl. 00:14

15 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Þeir fara ekki neitt þó svo að kvótanum verði hliðrað eitthvað til"

Guðmundur. heldurðu virkilega að menn nenni að standa í þessu mikið lengur? margir útgerðarmenn úr uppgefnir á þessu stöðugastríði sem hópur manna er með á þá. þeir bara hætta og fara með alla þekkingu og viðskipta tengsl úr greininni. þekkingu og tengsl sem eru kannski áratuga gömul. 

þeir sem ekki nenntu að veiða eða stunda útgerð eru nánast allir komnir út úr greininni. þeir voru keyptir út á löglegan hátt. farið var eftir lögum sem Steingrímur og Jóhanna settu þegar þau voru síðast saman í ríkisstjórn. gjafkvótinn er goðsögn sem á ekkert skylt við útgerð í dag. hugtakið lifir bara í hugum manna sem hafa lítið vit á sjávarútvegi en finnst gaman að heyra sjálfan sig tala og hjá þeim sem hatast út í þá sem gekk betur en þeim í útgerð. þriðji hópurinn er einnig til, þeir sem seldu sig út og vilja fá að komast frítt inn aftur. 

miðað við þjóðfélagið allt þá standa sjávarútvegsfyrirtæki betur heldur en allar aðrar greinar og öll heimili landsins. ef útgerðarmenn eru að mati bloggara ófærir um að reka fyrirtæki í sjávarútvegi, eru þá ekki allir íslendingar ófærir um að reka heimili? 

Fannar frá Rifi, 21.5.2009 kl. 01:46

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Zteingrímur, það er hárrétt hjá þér að ég hef lítið vet á fezki, þó hef ég í zaltan zjó migið því ég var házeti á snurvoð eitt sumar fyrir löngu. En orð Fannars frá Rifi verða menn að lesa gaumgæfilega, því hann hefur vet á fezki.

Baldur Hermannsson, 21.5.2009 kl. 09:33

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

A, Annar er ekkert öðruvísi en hinir sem hann talar um, hefur greinilega mikla ánægju af því að heyra og hlusta á sjálfan sig tala!

Það sem svo margur kallar "gjafakvóta" þ.e. þau réttindi sem ávkeðnum hópi manna var úthlutað á sínum tíma, (forréttindi til afla að ákveðnum hluta) og Fannar blessaður kallar hér goðsögn í hugum einhverra og hafi ekki neitt með útgerð dagsins að gera, þá glottir nú þessi strákur hér norðan heiða, alla ævi alin upp við sjó og fjölskyldan meira og minna haft viðurværi af honum, beint og óbeint. Útgerð dagsins, þróun hennar, hefði aldrei orðið sem raun ber vitni, ef þessi upphafsforsenda hefði ekki verið fyrir hendi. En hins vegar segi ég ekkert orð um hversu góð eða slæm hún hefur reynst, aðrir mega mín vegna karpa um það.Gæti nú bætt fleiru við í athugasendaskyni, en nenni því ekki.

Magnús Geir Guðmundsson, 21.5.2009 kl. 17:20

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svo sannarlega, Silla mín. Ef ungur maður vill hefja landbúnað þarf hann að byrja á því að kaupa sér jörð og kvóta. Ungur maður sem vill reka trukk að hætti Sturlu - hann byrjar á því að kaupa sér trukk fyrir 10-20 milljónir. Þannig er það alltaf elskan mín. Það kostar klof að ríða röftum.

Baldur Hermannsson, 21.5.2009 kl. 19:06

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fiskurinn hefur fögur hljóð/ finnst hann oft á heiðum:

Fiskveiðstjórnun okkar er sú besta í heiminum, enda er tugum þúsunda tonna fleygt í sjóinn árlega, við veiðum þriðjung þess afla sem við byrjuðum með þegar við byrjuðum að treysta fiskistofnana undir ráðgjöf Hafró. Og íslenskir útgerðarmenn skulda í dag ekki nema sem nemur tvöföldu eða þreföldu aflaverðmæti á ársgrundvelli. Þeir eru bestir og sumir eiga bæði knattspyrnufélög og einkaþyrlur.

Og ekkert er mikilvægara fyrir sjálfstæði þjóðar en það að afsala sér sjálfstæðinu.

Og, "gott er að hafa gler í skó/ og ganga á þeim í kletta."

Árni Gunnarsson, 21.5.2009 kl. 20:09

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Á mínum sokkabandsárum var sjávarútvegur alltaf á hvínandi kúpunni. Ríkisstjórnir voru þá aðallega hafðar til þess að styrkja útgerðarmenn úti á landi.

Dreifbýlismenn sögðu alltaf um plássin sín: "ríkisstjórnin verður að gera það upp við sig hvort hún vill veita okkur aðstoð eða láta allt fara hér á hausinn og allir verði hér atvinnulausir". Og alltaf veitti ríkisstjórnin aðstoð. Þegar frystihús voru orðin gömul brunnu þau alltaf til kaldra kola - og alltaf gaf ríkisstjórnin nýtt frystihús í plássið.

Þegar kvótakerfið var komið á laggirnar urðu sjávarútvegsfyrirtækin allt í einu verðmæt. Allt er þetta mikil saga og best að eitthvað læra af henni.

Baldur Hermannsson, 21.5.2009 kl. 20:52

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já þessar veslings bæjarútgerðir. Alltaf reknar með bullandi tapi. Vann um skeið hjá bæjarútgerð Reykjavíkur vestur á Granda. Það voru ógleymanlegir dagar. Einn daginn lét Ingólfur okkur strákana upp í bíl, ók með okkur burt og við þræluðum í kartöflugarðinum hans fram á kvöld. Ekkert sagt en frekar var nú karlinn flausturslegur og horfði vel í kringum sig.  Þannig voru nú kaupin á eyrinni.

Baldur Hermannsson, 21.5.2009 kl. 21:30

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Elskan mín, "svikarar og aumingjar" ráða alltaf í veröldinni, við mannfólkið erum nú ekki beysnari dýrategund en svo. Og nú er Jón Bjarnason orðinn ráðherra. Það segir sína sögu. Maðurinn sem rausaði á Alþingi heila klukkustund vegna þeirrar ósvinnu að það hefði tekið hann margar mínútur að komast í samband við Símann - það var alltaf upptekið á línunni. Undir þeirri ræðu urðu margir þingmenn skrítnir á svipinn.

Baldur Hermannsson, 21.5.2009 kl. 21:49

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei nei, hann hefur víst aldrei rétt fyrir sér.

Baldur Hermannsson, 21.5.2009 kl. 22:36

24 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst virðingarvert að leggja sig fram við að komast í samband. Sumir komast aldrei í samband en sitja um áraraðir á Alþingi.

Alveg sambandslausir.

Árni Gunnarsson, 22.5.2009 kl. 14:42

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já það er víst tilfellið. Ég hef aldrei alveg skilið hvað knýr menn til að sækjast eftir þingsetu og enn undarlegra finnst mér þegar fólk sem er að eðlisfari lokað og blandast illa öðru fólki gerir það. Það er svo margt annað áhugavert í boði í veröldinni.

Baldur Hermannsson, 22.5.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 340415

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband