Færsluflokkur: Dægurmál
2.5.2009 | 13:04
Neyðarréttur gegn ógnarstjórn Jóhönnu
Greiðsluverkfall er áhugaverður og trúlega raunhæfur kostur í stöðunni en menn mega ekki fara í verkfall einir og sér. Einn er maðurinn ei nema hálfur, sagði skáldið og það yrði hægurinn hjá fyrir ógnarstjórn Jóhönnu að ofsækja eina fjölskyldu og rústa hana gersamlega.
En er hægt að rústa 500 fjölskyldur sem eru í bandalagi um greiðslustöðvun? 1000 fjölskyldur? 2000?
Auðvitað ber öllum að fara að lögum - þótt Jóhanna telji sig hafna yfir íslensk lög - en það er frumskylda hvers einasta manns að verja sjálfan sig og fjölskyldu sína fyrir fjandsamlegri árás.
Jóhanna er staurblind á veruleikann í samfélagi okkar. Hún veit nákvæmlega ekkert í sinn grámyglaða haus. Hún þvaðrar langt fram á nætur um ESB og svarar öllum spurningum sem fyrir hana eru lagðar með ýfingum, frekjulegum aðdróttunum og ESB kjaftæði. Það er neyðarréttur íslenskra fjölskylda að andæfa ógnarstjórn Jóhönnu með greiðsluverkfalli.
![]() |
Margir íhuga greiðsluverkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2009 | 18:33
Kerlingarvargurinn veifar goggnum og grobbar
Alltaf skal Kjartan Gunnarsson hitta naglann á höfuðið. Hann hefur einstakt lag á því að sýna hlutinu í skörpu ljósi með örfáum orðum. Hlægilegt að hlusta á grobbið í kerlingarvarginum, veifandi goggnum eins og geðill kráka - slefar í 30% og rétt nær að merja Sjálfstæðisflokkinn í sárum. En leyfum henni að grobba. Hún gerir sig bara að fífli.
Vonandi tekst þessari stjórn að taka á málum af einhverju viti. Þá mætti hún veifa goggnum mín vegna. Ég er nú svo sanngjarn maður að ég mun ljúka á hana lofsorði ef hún gerir það.
![]() |
Fótbrotinn Sjálfstæðisflokkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2009 | 15:39
Formaður, taktu til í gripahúsinu
![]() |
Árni Johnsen niður um þingsæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.4.2009 | 13:39
Vinstri grænir strax byrjaðir að svíkja
Vinstri grænir eru strax búnir að svíkja sitt helsta kosningaloforð. Það er varla búið að telja upp úr kjörkössunum og þeir eru strax búnir að svíkja kjósendur sína. Svíkja alla þá sem trúðu þeim og treystu þeim. Þeir ætla að arka með Samfylkingu inn í gin Evrópusambandsins, þvert á allt sem þeir hafa áður sagt.
Ögmundur var brjóstumkennanlegur í sjónvarpinu áðan. Reyndi með vífilengjum að breiða yfir svikin. Össur flissaði að honum og hjálpaði til. Þeir eru góðir saman.
En þetta verða ekki einu svikin af hálfu Steingríms og kumpána hans.
![]() |
Óformlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2009 | 22:52
Bjarni þarf að hreinsa til í kofanum
Ógurlegasta afhroð Íslandssögunnar er staðreynd. Sjálfstæðisflokkurinn liggur í gólfinu, barinn, marinn og - blár. Það var gott að sjá Bjarna bera sig mannaleg en hann veit vel að flokkurinn liggur marflatur og það sem verra er: hann mun eiga erfitt með að rísa á fætur.
Hvort eru kjósendur að hafna flokknum eða frambjóðendum hans? Ég er hræddur um að í þetta sinn hafi alltof margir mjög veikir frambjóðendur skipað efstu sæti listanna. Of margir frambjóðendur hafa tranað sér fram þegar þeir urðu að víkja með hagsmuni flokksins í huga. Helstu dragbítar flokksins eru eftirfarandi - og þetta fólk verður að draga sig í hlé og það sem fyrst. Ef það dregur sig ekki í hlé verður Bjarni að seilast í vöndinn og reka það úr húsi með hörðu. Kosningarnar veita honum fullt umboð til hreinsana. Gangi hann ekki snarplega til verks nú þegar mun flokkurinn aldrei standa í lappirnar framar.
Árni Johnsen. Dugnaðarmaður og dregur ótvírætt talsvert fylgi í sínu kjördæmi en setur biksvartan smánarflekk á Sjálfstæðisflokkinn.
Þorgerður Katrín. Það var ófyrirleitni og dæmalaus eigingirni að ríghalda í varaformannsembættið nú þegar flokkurinn þurfti svo sárlega á algerri endurnýjun að halda. Fjármálatengslin gera málið enn verra.
Guðlaugur Þór. Hefur náð öllum sínum frama með geysilega sterkri kosningavél. Gengi hans í prófkjörum endurspeglar ekki fylgi hans meðal kjósenda. Hann átti skýlaust að stíga til hliðar eftir að styrkjamálið kom upp.
Illugi. Mikill sómadrengur, stórvel gefinn, fjaðurmagnaður og áhugaverður persónuleiki - en tengsl hans við Glitni eru eins og blýkúla bundin við ökkla flokksins.
Einar K. Maður fortíðarinnar. Ráðherra úr fyrri ríkisstjórn. Hann átti að þekkja sinn vitjunartíma og stíga til hliðar.
Þetta eru frambjóðendur sem verða að fara. Enn meiri hreinsanir verða að fara fram innan flokksins en þetta eru þær sem Bjarni verður fyrst að vinda sér í. Geri hann það ekki á flokkurinn sér engrar viðreisnar von. Þá neyðast fylgjendur hans fyrr eða síðar til þess að stofna annan flokk.
![]() |
Bjarni: Rétt að byrja vinnuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.4.2009 | 09:14
Bláa hjartað slær í kjörklefanum
Við göngum til kosninga í skugga ferlegra áfalla, skemmdarverka, múgæsingar, eineltis og landráða. Forfeður okkar og formæður voru sundurleit hjörð og það tók sinn tíma að verða ein þjóð í einu landi. Sem ein þjóð höfum við lifað hér meir en ellefu hundruð ár. Sem ein þjóð lifðum við af Sturlungaöld, Svarta dauða, Tyrkjarán og Móðuharðindi.
Nú göngum við sundruð til kosninga. Heiftar og hatursáróður vinstri flokkanna hefur sundrað okkur. Þar er Jóhanna Sigurðardóttir fremsti spellvirkinn. Illúðleg veifar hún goggnum og skýtur eldibröndum haturs og mannfyrirlitningar. Jóhanna er forsætisráðherra heiftúðugra vinstri manna. Hún er ekki forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar.
En hvað skal kjósa? Mörg erum við tvístígandi. Við skulum alls ekki taka ákvörðun sem við munum iðrast sárlega strax á morgun.
Göngum í kjörklefann og finnum hvernig Bláa hjartað slær í í brjóstinu. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn.
XD
![]() |
Kjörfundur hafinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (47)
24.4.2009 | 22:02
Formennirnir 12 klst fyrir kosningar
Formennirnir áttust við í sjónvarpssal 12 klst fyrir kosningar
Steingrímur - sem aðdáendur eru farnir að kalla Göngu-Grím - bar sig höfðinglega og ber æ meiri svip af forsætisráðherra. Hann er sterki maðurinn. Hann er hrifinn af Da Vinci lyklinum og samdi sérstaka hrollvekju um leynileg skjöl sem hann felur í aflæstu og innsigluðu herbergi. Þessi skjöl búa yfir svo æðisgengnum leyndardómi að menn þurfa vottaðan aðgang til að bera þau augum og jafnvel hann sjálfur fær ekki að lesa þau. Hann hefur að vísu látið gera fyrir sig dulkóða og fær þá væntanlega að laumast inn í herbergið að náttarþeli og sjá gersemina eftir kosningar. Sumir lögðu trúnað á þessa skemmtilegu sögu. Steingrímur er farinn að búa til störf, 200 ársverk sem fara í að innrétta tiltekna byggingu. Hann má gjarnan búa til 10 ársverk í að innrétta heima hjá mér ef hann telur að þannig verði hag Íslands best borgið.
Jóhanna verður æ skuggalegri eftir því sem lengra líður. Sat þarna illúðleg og ógnandi, þagði löngum stundum en veifaði goggnum reiðilega yrði einhver til að yrða á hana. Hún svaraði engu málefnalega; þusaði um rammaáætlanir og grundvallaratriði sem einatt yrðu að vera til staðar. En hver þessi grundvallaratriði væru, eða hvað gera skyldi - um það þagði hún sem fastast. Læddi í staðinn fram óviðeigandi dylgjum og svigurmælum: "ég veit hvernig þið hugsið". Mikið er ég þakklátur skapara mínum fyrir að vita EKKI hvernig Jóhanna hugsar.
Vonandi greiða vinstri menn Steingrími atkvæði sitt en ekki Jóhönnu.
Bjarni var málefnalegur og gerði góða grein fyrir skoðunum sínum. Hann býr að þekkingu og orðaforða sem hinir bera ekkert skynbragð á. Hann er heima í öllum atriðum sem varða efnahagsmál Íslands, hvort sem það er fyrningarleið, kvótakerfi, sjóðstreymi, arðsemi eða afskriftir. Bjarni hefur vaxið gífurlega á þeim örstutta tíma sem hann hefur gegnt formennsku. Á hann mun dæmast að þola ferlegasta afhroð í sögu Sjálfstæðisflokksins. Hann á erfiða daga í vændum.
Þór Saari er sennilega hrokafyllsti frambjóðandi í sögu hins íslenska lýðveldis. Eilífir sleggjudómar hans eru hundleiðinlegir og drembilætið gagnvart sessunautunum er fyrir neðan allar hellur. Sjálfur hefur hann ekkert fram að færa.
Ástþór er líklega einhver undarlegasti maður landsins. Þegar hann talar á lágu nótunum segir hann svo margt skynsamlegt og sýnir á sér viðkunnanlega hlið. Best gæti ég trúað að hann hefði töluvert vit á bissniss. En hann er búinn að brenna allar brýr að baki sér með skrípalátum og æðisköstum.
Sigmundur Davíð er sennilega sá flokksformaður sem við smælingjarnir myndum helst kjósa að drekka með kaffibolla og ræða málin. Hann er svo alþýðlegur, viðræðugóður og rólegur og ég yrði ekki hissa þótt það ætti eftir að koma upp úr dúrnum að hugmyndir hans um lækkun skulda væru þær skynsamlegustu sem upp hafa komið. En mikið er þessi góði drengur búinn að fara illa að ráði sínu að búa til þessa hryllilegu stjórn undir forsæti Jóhönnu. Það var glappaskot sem ekki er hægt að fyrirgefa.
Vonandi þurfa landsmenn aldrei framar að sjá og heyra Guðjón Arnar á framboðsbuxunum. Vestfirðingar hljóta nú að sjá sóma sinn í því að láta staðar numið. Maðurinn hefur nákvæmlega ekkert að gefa. Hann hefur engu áorkað á Alþingi, bara fengið launatékkann mánaðarlega. Nú er nóg komið og miklu meira en það.
![]() |
Ekkert samkomulag um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 16:27
Er hann spéhræddasti maður Íslandssögunnar?
Allir muna hvernig Steingrímur lét eftir síðustu kosningar. Þarna sat hann í hornsófanum í sjónvarpssal, öskrandi og frussandi yfir dauðskelfdan formann Framsóknarflokksins, viti sínu fjær af reiði vegna þess að Frammarar höfðu birt af honum grínmynd í kosningabaráttunni.
Grínmynd! Hugsið ykkur pempíuskapinn. Hvað gerir hann eftir kosningarnar núna? Hann mun lögfesta ritskoðun þar sem stranglega verður bannað að teikna skopmyndir af Múhameð spámanni og honum sjálfum. Ljósmyndir af höfuðpaurum vinstri flokkanna verða því aðeins leyfðar að Kolbrún Halldórsdóttir háyfirritskoðari hafi lesið textann og samþykkt birtinguna.
Ætli Steingrímur sé spéhræddasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar?
![]() |
Segja VG hindra skoðanaskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
24.4.2009 | 11:03
Framtíðarsýn VG og Samfylkingar
Vinstri stjórnin er að kyrkja atvinnulífið í landinu. Hún ætlar að hækka skatta og hverskyns álögur. Fyrirtækin lognast út af hvert af öðru. Fólkið missir lífsbjörgina. Allir sem vettlingi geta valdið flytja búferlum til útlanda.
Til að kóróna svívirðuna ausa þeir digrum fúlgum í svonefnd listamannalaun. 33 nýir bótaþegar hafa bæst við á þeim vettvangi. Ég hef nú séð listaverkin sem þetta pakk er að búa til. Notaðir smokkar ofan í sultukrukkum. Flissandi ruddar að spræna yfir dópaðar stelpukindur. Þannig er framtíðarsýn VG og Samfylkingar.
![]() |
Stjórnin heldur enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 10:57
Auschwitz eða Belsen?
![]() |
Horuð eða falleg? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
-
kleppari
-
odinnth
-
viggojorgens
-
joiragnars
-
pallvil
-
kristinn-karl
-
halldorjonsson
-
bassinn
-
blaskjar
-
skari60
-
snjolfur
-
altice
-
andres
-
svarthamar
-
axelthor
-
hlf
-
gthg
-
noldrarinn
-
maeglika
-
finni
-
gustaf
-
ragnhildurkolka
-
bjornbondi99
-
gp
-
jokris
-
andrigeir
-
reykur
-
skagstrendingur
-
jonvalurjensson
-
offari
-
fun
-
bf
-
arikuld
-
lehamzdr
-
ziggi
-
skulablogg
-
rafng
-
juliusbearsson
-
jari
-
islandsfengur
-
stormsker
-
haddih
-
agbjarn
-
katagunn
-
brylli
-
esgesg
-
siggith
-
gorgeir
-
gleymmerei
-
holmarinn
-
holmgeir
-
jonmagnusson
-
kreppan
-
kristjan9
-
rannveigh
-
pjeturstefans
-
umrenningur
-
tilveran-i-esb
-
valdimarg
-
sisi
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
joelsson
-
gunz
-
mosi
-
ollana
-
allt
-
kebblari
-
thorarinn
-
muggi69
-
ihg
-
helgigunnars
-
what
-
nautabaninn
-
jonsnae
-
thjalfi
-
bjargfruin
-
stebbifr
-
170341
-
jakobk
-
lm
-
steffy
-
egillthord
-
alyfat
-
estheranna
-
re
-
olafurthorsteins
-
huldumenn
-
sigurdurkari
-
sjonsson
-
marinogn
-
arnthor
-
mullis
-
vogin
-
ace
-
axelpetur
-
jonkarijonsson
-
jaherna
-
gummi-p
-
borkurgunnarsson
-
snorrima
-
landfari
-
eyjann
-
gbe
-
carlgranz
-
heimssyn
-
gattin
-
gmc
-
kerubi
-
fullvalda
-
tourguide
-
omarragnarsson
-
morgunbladid
-
bjarnihardar
-
morgunblogg
-
krist
-
smjerjarmur
-
predikarinn
-
vinaminni
-
gagnrynandi
-
magnusthor
-
snorribetel
-
eeelle
-
veravakandi
-
nonniblogg
-
hjaltisig
-
benediktae
-
athena
-
hallarut
-
ksh
-
joninaottesen
-
thjodarheidur
-
harring
-
gamli
-
prakkarinn
-
zeriaph
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
vidhorf
-
yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar