Vinstri grænir strax byrjaðir að svíkja

Vinstri grænir eru strax búnir að svíkja sitt helsta kosningaloforð. Það er varla búið að telja upp úr kjörkössunum og þeir eru strax búnir að svíkja kjósendur sína. Svíkja alla þá sem trúðu þeim og treystu þeim. Þeir ætla að arka með Samfylkingu inn í gin Evrópusambandsins, þvert á allt sem þeir hafa áður sagt.

Ögmundur var brjóstumkennanlegur í sjónvarpinu áðan. Reyndi með vífilengjum að breiða yfir svikin. Össur flissaði að honum og hjálpaði til. Þeir eru góðir saman.

En þetta verða ekki einu svikin af hálfu Steingríms og kumpána hans.


mbl.is Óformlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég stóð nú í þeirri trú að stjórnarflokkarnir hafi lýst því yfir að þeir ætluðu að starfa saman að kosningum loknum ef þeir fengju til þess fylgi. VG og S fengu 34 þingmenn þannig að það væru svik að reyna ekki að ná saman.

GH (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 13:53

2 identicon

Svona, svona , hægri menn verða nú að reyna að halda haus..

Res (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 13:56

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

GH, voru þá kosningaloforð VG allt í plati?

Baldur Hermannsson, 26.4.2009 kl. 14:37

4 identicon

ekki gleyma því að VG hafa sagt að þeir vilja þjóðaratvæðagreiðslu, þrátt fyrir að þeir séu á móti því að þetta verði samþykkt. Þannig að ég get ekki séð að þeir séu að svíkja einn né neinn. En það að flokkurinn vilji þjóðaratkvæðagreiðslu sýnir þann vilja fyrir lýðræði sem hann hefur fram yfir t.d. xD, sem hefði aldrei farið í atvæðagreiðslu um eitthvað sem þeir hefðu verið á móti.

bara smá umhugsunarefni.

Eyþór Franzson Wechner (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 15:02

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Steingrímur var mjög afgerandi rétt fyrir kosningar - VG tekur ekki þátt í neinu ferli sem leiðir til ESB. Ráðherrasætin eru 30 silfurpeningar fyrir VG. Þvílík hneisa.

Baldur Hermannsson, 26.4.2009 kl. 15:07

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Baldur, ég verð að taka upp handskann fyrir Vinstri Græna. Ögmundur stóð fastur fyrir sínu og gaf Össuri engin tilefni að flissa. Eftir þeim ummælum sem ég hef heyrt frá VG munu þeir alls ekki gefa eftir fyrir ESB-söfnuðinum. Frétta-mafían hefur vissulega ruglað marga í ríminu með fölsun staðreynda, en menn munu ná áttum.

Athugum að í kosningunum 2003 var Samfylkingin með 31,0% atkvæða. Nú fá Sossarnir 29,8% og það er nefnt "stórsigur" af frétta-mafíunni ! Egil fífl Helgason ætti að hengja í nærsta ljósastaur.

Svona fréttamennska ætti að varða við lög.

Þegar menn átta sig á stöðunni, mun engum detta í hug stjórn S+O+B. Helmingur þingmanna Framsóknar eru algjörlega andvígur ESB-undirgefni og engin veit neitt um afstöðu Borgarafylkingar. Þessi stjórn er hin mesta firra.

Að mínu mati, er fráleitt að halda að VG muni gefa eftir fullveldið. Núverandi stjórn springur innan 12 mánaða og þá mun Fullveldisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG taka við, með 39 þingmenn og 60,2% atkvæða.

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.4.2009 kl. 15:58

7 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Baldur! Getur þú fundið dæmi þess að einhvern tímann , hér á Íslandi , hafi einhver flokkur staðið við öll sín kosningaloforð , m.ö.o. ; kosningaloforð eru kosningaloforð , en loforð loforð .

  Höldum okkur við staðreyndir , nema þú fynnir annað í Íslandssögunni .

Hörður B Hjartarson, 26.4.2009 kl. 16:12

8 identicon

Gað Samfylkingin ekki loforð um sömu stjórn ef þeir næðu meirihluta? Hver er að svíka hvern. En af hverju ekki VG, X-D og X-B saman í stjórn og ekkert ESB kjaftæði heldurendurreisn Íslands.

Palli (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 16:55

9 identicon

Svíkja allt sem svikið geta

svikahyskið Vinstri græn.

Kunna best að kúka og freta

Kölski gegnir þeirra bæn.

St. Gulliana (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 17:46

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Loftur, VG munu víkja sér undan ábyrgð og fela silfurpeningana 30 með orðhengilshætti.

Baldur Hermannsson, 26.4.2009 kl. 19:15

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, Drottinn Oddsson stóð ALLTAF við ALLT sem hann lofaði.

Baldur Hermannsson, 26.4.2009 kl. 19:16

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

St. Gulliana, mæl þú kvenna heilust. Þú segir það sem þjóðin hugsar.

Baldur Hermannsson, 26.4.2009 kl. 19:17

13 Smámynd: Björn Birgisson

"Egil fífl Helgason ætti að hengja í næsta ljósastaur" ............. segir Loftur Altice Þorsteinsson hér að ofan.

Er svona komið fyrir okkur? Er heiftin í pólitíkinni svona mikil?

Bendi á að Egill er óvenju hálsstuttur maður

Björn Birgisson, 26.4.2009 kl. 20:19

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svona uppástunga er nú ekki samboðin sprenglærðum verkfræðingi eins og Loftur er. Það myndi enginn ljósastaur bera Egil Helgason. En Loftur hefur kannski hlaupið yfir burðarþolsfræðina.

Baldur Hermannsson, 26.4.2009 kl. 20:22

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Æ já Baldur, ég verð að játa að ég reiknaði dæmið alls ekki.

Björn bendir á að sakamaðurinn sé hálsstuttur. Raunar sá ég fyrir mér að hann væri hengdur upp á annari löppinni. Ætli við verðum ekki í staðinn, að dæma Egil í gapastokkinn ? Hvernig er það Björn, passa hálsstuttir menn í gapastokk ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.4.2009 kl. 20:55

16 Smámynd: Björn Birgisson

Hengdir menn fara ekki í gálgann á annarri löppinni. Það er ekki henging.

Flokkast frekar undir að taka menn á löpp! Ertu að taka Egil á löpp?

Gapastokkar eru ekki hannaðir fyrir hálsstutta. Hætta á ónákvæmni.  Kannski verkfræðingurinn hanni nýjan?

Þvílíkt bull og endileysa ............. en svolítið gaman  líka!

Björn Birgisson, 26.4.2009 kl. 22:43

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, þú veist nú svo margt - mætti ekki kalla þetta gálgahúmor?

Baldur Hermannsson, 26.4.2009 kl. 22:57

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég held þetta séu eftirköst kosninganna. Svefnleysi, hóflaus sigurvíma, hyldjúp örvænting, höfnunartilfinning, örvænting, meinfýsni, öfund - þannig verður gálgahúmorinn til. Hann er alþekktur á vígstöðvunum, skurðstofunni, í löggunni - allsstaðar þar sem menn standa andspænis dauðanum á degi hverjum.

Ef þetta er ekki sannfærandi þá skulum við bara skella skuldinni á skólakerfið.

Baldur Hermannsson, 26.4.2009 kl. 23:13

19 Smámynd: Björn Birgisson

I rest my case. Bið Sillu, nágrannakonu, velvirðingar hafi ég farið yfir strikið. Loftur hóf umræðuna og verður að ljúka henni. Svo eigum við náttúrulega Gálgaklettana, en bara til að skoða, dást að og rifja upp minningar!

Björn Birgisson, 26.4.2009 kl. 23:21

20 Smámynd: Eygló

Oj, ætlið þið hætta núna? Þetta var byrjað að vera skemmtilegt.

Eygló, 26.4.2009 kl. 23:49

21 identicon

Einu sinni fyrir margt löngu var ort af Friðiki Ingólfsyni frá Laugarhvammi,  svona til að stríða Sjálfstæðismönnum.

Fallið hefur foringinn

frækna liðið brotið.

Grætur engin Geirfuglinn 

sem Gunnar hefur skotið.

Bróðir  Friðriks,  Gísli hafði það aftur svona

Æðstu völdin Geir mun gráta 

en gjarnan þarf að semja frið.

Hann ætti því að eftirláta 

öðrum formanns embættið.

Og svo gáta í kjölfarið ... hvor þeirra bræðra skildi hafa verið framsóknarmaður og hvor sjálfstæðismaður??? 

Mér sýnist að sagan sé þarna að  endurtaka sig rétt eins og tískan. Verið svo góðir krakkar mínir hvert við annað

(IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 01:08

22 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það verður fróðlegt að sjá upplitið á kjósendum VG þegar í ljós kemur að þeir voru RAUNVERULEGA að kjósa að fara í aðildarviðræður við ESB strax.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.4.2009 kl. 01:48

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Baldur minn, gíraðu þig niður.

Veitum hins vegar stjórnmálastéttinni aðhald, allan tímann, og Vinstri grænum líka, um það getum við átt samleið.

Jón Valur Jensson, 27.4.2009 kl. 01:52

24 Smámynd: Eygló

Skiptir í raun nokkru hvort einn eða annar stjórnmálaflokkur samþykkir að fara í ESB?  Hvað sem útúr þeirri könnun kann að koma... mun ÞJÓÐIN hafa síðasta orðið um aðild.... > > > í þjóðarkosningu.

SKiptir nokkru máli hvort Jóhönnum, Steingrímum eða Björnum hugnast aðild, miðað við "restina" af þjóðinni? 

Eygló, 27.4.2009 kl. 04:43

25 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekki skrýtið þótt ég gerist hér boðflenna annars lagið, kemst undantekningalítið í gott skap og kemst í stuð til að blaðra sjálfur! Burðarþol fær mig til dæmis strax til að hugsa til sveitunga míns að upplagi, prófessors Júlíusar Sólnes, en fáir ef nokkrir eru einmitt fróðari um slíkt og þvíumlíkt á sviði verkfræðinnar. Hann var til dæmis undan flestum ef ekki bara öllum sem ég eyrði í á sínum tíma er ráðist var á tvíburaturnanna, að útskýra hví þeir hrundu svona eins og spýtukubbar, einhver arfavitlaus hönnun í burðarvirkinu ef ég man rétt.

En Baldur, var alveg búin að gleyma aðs svara þér smá varðandi golfið. Hygg að þú hafir verið að meina hið stórkostlega Krossanessvæði með sínum miklu borgum m.a. og þaðan norður eftir miðað við lýsinguna og staðsetninguna þína. Veit hins vegar ekki hvort völlur yrði nokkurn tíman að veruleika þarna, svo margar aðrar hugmyndir komnar á undan og bæjaryfirvöld með mörg plön held ég varðandi svæðið m.a. sem jú útivistarparadís. En fullt af fleiri möguleikum til, út í Hrísey til dæmis hafa lengi verið hugmyndur um golfvöll, en aðstæður þar og möguleikar alveg margbrotnar. (m.a. nálægð við sjóinn og fjölbreytt náttúruskilyrði)

Varðandi Jaðar, þá voru nú plön sett niður á blað 2007 minnnir mig um margvíslegar endurbætur og bærin m.a. lofaði fúlgum fjár, gott ef ekki rúmlega 200 millum í verkið!? Íslandsmótið í höggleik verður jú hér næsta sumar (ef mig misminnir ekki?) og þetta miðaðist við það ekki síst. Hamingjan má hins vegar vita hvar þetta stendur núna eftir allt hafaríið sl. mánuði.

Um kosningarnar hef ég annars ekkert að segja, nema hvað að þær fóru fram, ég varð var við það!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.4.2009 kl. 11:14

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, þegar turnarnir hrundu kenndi ég við Iðnskólann í Reykjavík og einn iðnmeistarinn útskýrði fyrir okkur hvað gerst hafði á krystaltæru máli og með svo auðskildri rökvísi að smábarn hefði skilið hann. Svo heyrði ég Sólnes staglast á sömu skýringum en þvílíkt klúður! Ég spurði mann sem hafði lært hjá honum og hann sagði mér að Júlíus væri afar vel menntaður en hefði alltaf átt í erfiðleikum með að að útskýra.

Hrísey hefur feikna svæði sem henta myndi fyrir golfvöll en það er enginn rekstrargrundvöllur fyrir hann. Svo eru svæði innar í firðinum sem koma til greina. En Jaðarsvöllurinn verður alltaf til vandræða þótt hann sé tignarlegur. Hann er einfaldlega of hátt uppi í fjallinu, of langt frá sjó.

Baldur Hermannsson, 27.4.2009 kl. 11:48

27 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég tók nú þessar kosningar eitthvað skakkt inn í höfuðið. Ég leit svo á að þjóðin stæði frammi fyrir miklum vandamálum sem brýnt væri að leysa hið bráðasta. Ég man ekki betur en að Steingrímur hafi nálgast þessar árásir og áköll frá ESB þjáningarhópnum með nærgætnum ábendingum um einmitt það að nú væru önnur verkefni brýnni og hann taldi að þessir tveir flokkar ættu að geta leyst þann afmarkaða ágreining sem umsóknin væri. Ég hef áreiðanlega ekki heyrt allt sem þessir foringjar hafa verið knúðir til að segja af Agli Helga sem er að selja hlustun á Sjónvarpið. Sjálfum finnst mér að þessir tveir flokkar ættu að fá að vera í friði fyrir ómerkilegum upphlaupsmönnum á meðan á það reynir.

Ef stjórnvöld fara nú að undirbúa þessar viðræður á meðan jörðin brennur eru þau ekki margra fiska virði.

Það er bara vont að tveir fjölmennustu stjórnmálaflokkarnir stjórnist af heilkennum fjarlægrar hugmyndafræði.

Ég studdi ekki V.g. í kosningunum en það hamlar því ekki að núna tel ég Steingrím J. vera þann pólitíkus sem ég treysti best til að horfa á vandamálin með köldu mati á raunveruleikann.

Árni Gunnarsson, 27.4.2009 kl. 16:19

28 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurlaug: Ekki man ég betur en að pabbi þinn hafi verið Eykons maður en Fiddi í Laugarhvammi Frammari.

Árni Gunnarsson, 27.4.2009 kl. 16:23

29 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég hef áður bent á, að á vinstri kanti stjórnmálanna fór fram harðasta barátta kosninganna og sú barátta var um ESB-aðild. VG sigraði glæsilega og hægt er að færa sterk rök fyrir því að Samfylkingin og ESB-stefna hennar hafi hlotið aumkunarverða útreið.

Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn, þá var fylgishrun hans löngu fyrirséð. Það varð samt minna en á horfðist, vegna eindreginnar afstöðu landsfundarins til stuðnings fullveldinu. Því miður var sú afstaða gerð ótrúverðug með þeim frambjóðendum flokksins sem fylgja ESB.

Það ætti að vera öllum ljóst, að lang flestir kjósendur Sjálfstæðisflokks og VG eru andstæðingar inngöngu í ESB. Skýr stefna þessara flokka og á hinn bóginn Samfylkingar, veldur þessu. Kjósendur Framsóknar eru skiptir í afstöðu til ESB.

Fullveldissinnar voru því greinilega sigurvegarar kosninganna. Þetta ætti auðvitað að vera augljóst af því að Samfylkingin náði ekki einu sinni fylginu frá 2003. Að auki segja allar skoðanakannanir það sama. Á frétta-mafían að komast upp með að halda því fram, að ESB-sinnar hafi haft sigur ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.4.2009 kl. 16:45

30 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er sammála þér Loftur með fréttamafíuna. Það er ótrúleg fölsun á niðurstöðu kosninganna að þar hafi ESB sinnar borið hærri hlut. Hið gagnstæða er staðreyndin í málinu. En nú er þessi aðildarumsókn búin að vera steinfóstur í vömbinni á geldneytum íslenskra stjórnmála svo lengi að einhverra aðgerða er þörf. ´Rg sé ekki í fljótu bragði annað til ráða en að leysa hnútinn með því að leggja í einhverjar viðræður. Við sitjum uppi með sterkan (fjölmennan) þingflokk Samfylkingarinnar og hann stendur allri vinnu fyrir þrifum ef ekki tekst að róa liðið niður.

Hroðalegasta vandamálið í dag er Alþingi og ekki fyrsta skiptið. Mikið vildi ég hafa þar núna þá tvo öldunga sem ég treysti best og heita Vilhjálmur Hjálmarsson og Sverrir Hermannsson. Ég held að við þyrftum ekki fleiri. Jú og Ragnar Önundarson, Gunnar I. Birgisson.

Fólk er hætt að fullorðnast en það eldist bæði hratt og illa.

Árni Gunnarsson, 27.4.2009 kl. 17:30

31 identicon

það er greinilegt að Árni veit bara allt. Þetta er hárrétt hjá þér Árni minn.

kv Silla Gunna

(IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 17:57

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég held að það sé orðið flestum ljóst að þingið verður ekki starfhæft fyrr en búið að leggja inn ESB-umsókn.

Baldur Hermannsson, 27.4.2009 kl. 18:11

33 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gunnar I. Birgisson? Jú, skil, hann yrði með svo hinum leiddist ekki, segði skemmtisögur af strípibarnum Gullputta!

En Baldur, veistu að Akureyringar eru snillingar í að hanna og teikna eitthvað eða láta gera það fyrir sig, en týna svo bara eða gleyma teikningunum! Um það segir allt sem segja þarf, gata nokkur löng og hlykkjótt er kallast Borgarbraut og sprengt var fyrir og kláruð fyrir nokkrum árum og liggur upp með Gleránni.Ætli hafi ekki liðið svona 25 til 30 ár á milli þess að hugmyndin af henni kviknaði og að loks var lögð á hana lokahönd!

En rétt hjá þér er að inn með firðinum eru ýmsar hugmyndir líka og á allavega tveimur jörðum hafa orðið til sæmilegustu æfingavellir, annars vegar á Þverá, en man ekki nafnið á hinni.

kannast nú ekkert við þessa lýsingu á Júlíusi og segi ekki orð um hana.

Magnús Geir Guðmundsson, 27.4.2009 kl. 18:12

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú eitt enn um Júlíus - hættulegri mann getur ekki á golfvelli. Hann er högglangur en svo villtur í dræfum að menn eru í lífshættu á öðrum brautum. Þið Akureyringar ættuð að ráða Gunnar Birgisson til að stýra þorpinu í nokkur ár, þá yrði strax völlur á ykkur.

Baldur Hermannsson, 27.4.2009 kl. 18:20

35 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, VÖLLUR já! Jæja Júlli kallinn er svona viltur já í golfinu!En allt kemur þetta blaður heim og saman einhvers staðar eða stemmir, man nefnilega ekki betur en afi Júlíusar eða náfrændi að minnsta kosti, hafi einmitt verið fyrsti formaður GA!?

Magnús Geir Guðmundsson, 28.4.2009 kl. 19:13

36 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Loftur, síðustu þingkosningar voru ekki 2003 heldur 2007. SF bætti við sig fylgi frá síðustu kosningum. Þú getur þessvegna reynt að taka 10-20 ára gömul kosningaúrslit og dustað af þeim rykið.

Kjósendur allra flokka eru skiptir í afstöðu til ESB. Merkilegt að þú teljir VG andsnúna aðild. Las um daginn að 40% kjósenda þeirra væru fylgjandi aðild, og þ.á.m. frambjóðandi hreyfingarinnar í Vesturkjördæmi.

Páll Geir Bjarnason, 29.4.2009 kl. 02:57

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Úrslitin 2003 eru aðeins 6 ára, ekki 10–20 ára. Samfylkingin náði ekki hæsta kjörfylgi sínu nú, rauf ekki einu sinni 30%-múrinn. Á sama tíma og Sjálfstæðisflokkur tapar 9 þingsætum frá 2007 og Frjálslyndum fjórum, þá vinnur Sambræðslufylkingin einungis tvö þingsæti, en Vinstri græn fimm.

Það hefur enginn flokkur leitað umboðs til að láta innlima okkur í Evrópubandalagið nema Samfylkingin. Borgarahreyfingin gerði það ekki, og Framsókn var með samþykkt á bakinu, sem skuldbindur hana til að standa með fullveldisréttindum okkar og afsala þeim ekki, né heldur að fórna landbúnaðar- og sjávarútvegshagsmunum okkar, og það felur í sér, að frávikalaus uppáskrift Rómarsáttmálans og sjávarútvegsstefnu EBé gengur ekki á þeim bænum, þ.e. hjá Framsókn. Og eins og við vitum, ekki sízt eftir viðtalið við Olla Rehn í Handelsblatt, þá leyfir EBé engin frávik frá þessum sáttmálum sínum og sjávarútvegsstefnunni.

Jón Valur Jensson, 30.4.2009 kl. 00:22

38 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Því má halda til haga, að Ómar Ragnarsson seldi Samfylkingunni sinn flokk og ætli þar séu ekki þau 3% sem Samfylkingin bætti við sig frá kosningunum 2007 !

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.4.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband