Neyðarréttur gegn ógnarstjórn Jóhönnu

Greiðsluverkfall er áhugaverður og trúlega raunhæfur kostur í stöðunni en menn mega ekki fara í verkfall einir og sér. Einn er maðurinn ei nema hálfur, sagði skáldið og það yrði hægurinn hjá fyrir ógnarstjórn Jóhönnu að ofsækja eina fjölskyldu og rústa hana gersamlega.

En er hægt að rústa 500 fjölskyldur sem eru í bandalagi um greiðslustöðvun? 1000 fjölskyldur? 2000?

Auðvitað ber öllum að fara að lögum - þótt Jóhanna telji sig hafna yfir íslensk lög - en það er frumskylda hvers einasta manns að verja sjálfan sig og fjölskyldu sína fyrir fjandsamlegri árás.

Jóhanna er staurblind á veruleikann í samfélagi okkar. Hún veit nákvæmlega ekkert í sinn grámyglaða haus. Hún þvaðrar langt fram á nætur um ESB og svarar öllum spurningum sem fyrir hana eru lagðar með ýfingum, frekjulegum aðdróttunum og ESB kjaftæði. Það er neyðarréttur íslenskra fjölskylda að andæfa ógnarstjórn Jóhönnu með greiðsluverkfalli.


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta fer að þróast í þessa átt. Almenningur tekur málin í sínar hendur enda er engra annarra kosta völ ef fer fram sem horfir.

Finnur Bárðarson, 2.5.2009 kl. 13:14

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Hérna áðurfyrr voru menn kallaðir landráðamenn (Jóhanna og Samfó) sem höguðu sér svona,og svona fólk endaði í gálganum.Er ekki komin tími á að reysa gálga niður við Austurvöll

Marteinn Unnar Heiðarsson, 2.5.2009 kl. 13:15

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Marteinn, eigum við ekki að standa saman um óvopnaða andstöðu? Mér hugnuðust ekki skríllætin á Austurvelli og þú sérð að þau hafa engu áorkað.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 13:29

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Finnur, þegar fjölskyldan á aðeins einn leik í stöðunni þá á hún að leika honum. Venjulegt verkfall er ekki sama og leti. Greiðsluverkfall er ekki ólögmætt atferli, það er neyðarréttur.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 13:31

5 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Ég á ekki til orð og það sýður á mér,,,,, það er verið að láta þúsundir manna borga af lánum  sem ekkert stendur á bak við. Hvað er í gangi???????????   Og ekkert liggur á segja Jóhanna og Steingrímur pipppppppppppp

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 2.5.2009 kl. 13:41

6 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Það var þá hjálp í þessum Norska vini þeirra sem var settur í til valda,,,,,,,, arrrrrgggggggggggggggg

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 2.5.2009 kl. 13:43

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fyrirtæki í kröggum fá nauðasamninga - hví ekki fjölskyldur landsins?

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 13:45

8 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Já segðu, en ekki fær mitt fyrirtæki neina niðurfellingu, þau eru útvalinn sem fá þessa sér meðferð og kostaboð.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 2.5.2009 kl. 13:49

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er alveg vitað hverjir fá enga miskunn, það eru þeir sem hafa selt veð í fasteign eða einhverju slíku, þeir eru skornir á háls eins og hænsni.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 13:56

10 identicon

Fyrst þetta, Baldur minn Ærlegur: Ég er sammála því að greiðsluverkfall er eðlilegur og sjálfsagður leikur í stöðunni hjá íslenskum heimilum. Þetta er neyðarréttur okkar gagnvart stjórnvöldum sem fljóta sofandi að feigðarósi.

Það er líka rétt ályktað hjá þér að styrkur okkar felst í fjöldanum. Núna þurfa allir ærlegir Íslendingar að sameinast gegn þjóðarvá og láta hversdagslegar flokkakrytur lönd og leið. Þetta þýðir m.ö.o. stétt með stétt, kyn með kyni, kynslóð með kynslóð.

Ég sé mig hins vegar tilknúinn að leiðrétta þig varðandi ætluð skrílslæti á Austurvelli sem þú telur að hafi engu áorkað. Baráttan á Austurvelli í vetur var frelsisbarátta gegn vanhæfum stjórnvöldum. Með órofa samstöðu fjöldans og miklum fórnum tókst að koma einni skelfilegustu valdstjórn Íslandssögunnar frá völdum, gera nauðsynlega vorhreingerningu í seðlabankanum og fme og knýja fram kosningar.

Svo að allt sé á hreinu Baldur minn vildum við ekki fá minnihlutamartröðinni stjórnartaumana í hendur. Við kröfðumst þess að fá utanþingsstjórn þjóðhollra sérfræðinga sem væru hæfir til að vinna vinnuna sína. Við fengum tvo utanþingsráðherra, viðskiptaráðherra og dómsmálaráðherra, en það hafa einmitt reynst vera þeir ráðherrar sem þjóðin hefur mest traust á.

Nú er komið að öðrum þætti þessa þjóðþrifaverks. Í maí mun þjóðin átta sig á því að samspillingin og VG geta ekki leyst aðkallandi vandamál fyrirtækja og heimila landsins. Stjórnmálamenn kunna að vera þokkalega færir um að stunda kokkteilboð en þegar þjóðarvá ber að höndum sýnir reynslan að þetta er upp til hópa vanhæft og jafnvel hættulegt lið

Júní mun því verða heitur mánuður á Íslandi. Höldum uppá þjóðhátíðardaginn okkar með því að gjöra rétt og þola ei órétt. Sköpum nýtt og lífvænlegt Ísland. Sýnum samfélagi þjóðanna enn búa menn á Íslandi.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 14:03

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Háttvirtur Hilmar Hafsteinsson,  ég get ekki séð að stjórnarskiptin hafi verið ávinningur fyrir okkur - hvað þá mannaskiptin í Seðlabankanum. Þjóðin er stödd í sömu sporum og líklega ver á sig komin en ella væri.

Skrílslæti koma engu góðu til leiðar. Ég endurtek í þúsundasta skipti að ég kalla friðsamlega mótmælafundi ekki skrílslæti.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 14:09

12 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki held ég að ógnarstjórn Jóhönnu hafi skapað þetta ástand. Það var önnur stjórn, undir forsæti Geirs nokkurs Haarde, sem svaf þyrnirósarsvefni á meðan allt hrundi sem hrunið gat. Ekki rumskaði Geir.

Góður maður sagði: "Róm var ekki byggð á hverjum degi"  Það tekur vafalaust langan tíma að hreinsa til eftir svefnpurkurnar Geir og Sollu. Sýnum stjórnvöldum smá þolinmæði. Verkefnin eru endalaus og sýnast óleysanleg sum hver. Ekki kenna björgunarsveitinni um stórslysið. 

Björn Birgisson, 2.5.2009 kl. 14:14

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hræðileg rökleysa er þetta. Svefnpurkurnar eru í stjórn núna! Ég er auk þess ekki að tala um hver hafi skapað þetta ástand - VG bera litla sem enga ábyrgð á því - en þetta fólk tók að sér að vinna okkur út úr vandanum en gerir ekkert annað en þamba kaffi og röfla um ESB.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 14:21

14 Smámynd: Björn Birgisson

Rökleysa? Má vera. Eru þá allir stjórnmálamennirnir okkar liðleskjur og svefnpurkur?

Rökleysa, segir þú. Hvað er þá þetta?

"Jóhanna er staurblind á veruleikann í samfélagi okkar. Hún veit nákvæmlega ekkert í sinn grámyglaða haus. Hún þvaðrar langt fram á nætur um ESB og svarar öllum spurningum sem fyrir hana eru lagðar með ýfingum, frekjulegum aðdróttunum og ESB kjaftæði."

Björn Birgisson, 2.5.2009 kl. 14:30

15 Smámynd: Páll Blöndal

Baldur Hermannsson kannski kenndur við "þjóð í fjötrum hugarfarsins"?

Þú talar um óhæfa ríkisstjórn Jóhönnu. Gott og vel.
Segjum að þú hafir bara alveg rétt fyrir þér.
Þá er fátt um fína drætti.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn er þín eina von, Guð hjálpi okkur þá.
Þá höfum við ENGA hæfa hér á landi
ERGO verðum við þá ekki að fela einhverjum öðrum en óhæfum íslenskum stjórnmálamönnum að taka að sér stjórn þessa lands?

Páll Blöndal, 2.5.2009 kl. 15:02

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sæll Páll, ég tek undir það með þér að fátt er um fína drætti. Mér finnst samt að fólk sem hefur boðið sig fram til þjónustu og hlotið fylgi meirihluta kjósenda ætti að taka ástandið alvarlega og gera eitthvað í stað þess að sitja bara og masa. Ekkert liggur á, segir Jóhanna, og grísinn áréttar: ekkert liggur á.

En því miður, Páll: það liggur á.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 15:25

17 identicon

Baldur virðist vera dálítið þjakaður af hugarfarinu. Skoðum fullyrðingar hans:

1. "... ég get ekki séð að stjórnarskiptin hafi verið ávinningur fyrir okkur..." > Stjórnarskiptin í vetur kenndu þjóðinni að það er hægt að losna við vanhæfa ríkisstjórn án þess að bíða eftir kosningum. Ég sé ekki betur en að við séum sammála um að það þurfi að endurtaka leikinn í júní.

2. "... hvað þá mannaskiptin í Seðlabankanum..." > Lestu bók Ólafs Arnarsonar "Sofandi að feigðarósi" og ræðum síðan um mannaskiptin í Seðlabankanum.

3. "... Þjóðin er stödd í sömu sporum og líklega ver á sig komin en ella væri..." > Vísa aftur til ofanritaðs. Við losuðum okkur við vanhæfa valdstjórn samspillingar og FLokksins. Við lærðum að sameinaðir eru Íslendingar sterkir, sundraðir veikir. Reyndu nú að taka sönsum Baldur minn. Þú ættir að geta það ef þú virkilega reynir

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 15:43

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

1. Til hvers að losna við vanhæfa stjórn og fá óhæfa stjórn í staðinn?

2. Ég trúi ekki Ólafi Arnarsyni. Hann vann árum saman fyrir útrásarvíkingana. Man ekki betur en hann hafi í þeirra þágu bölsótast gegn fjölmiðlalögunum. Ólafur er keyptur maður.

3. Hilmar, þú verður að gera betur, þú ert alveg maður til þess.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 15:52

19 Smámynd: Páll Blöndal

Baldur,
Við erum sammála um það að getuleysi hrjáir okkar stjórnmála menn í dag.
Eða kannski hafa valist í þetta menn sem gátu blaðrað og bullað í góðærinu án þess að sök kæmi við þær aðstæður.
Þurfum kannski annars konar fólk í þetta í dag? Fólk með bein í nefinu.

En þú svaraðir mér ekki um hver þú ert.
Ertu Baldur, vinur Hrafns Gunnlaugssonar og Davíðs Oddsonar?
Ef svo er þá vona ég að þú sért búinn að fyrirgefa mér tapið í hraðskákinni forðum:  

Páll Blöndal, 2.5.2009 kl. 15:58

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Orðum það svo: þú ert ekki að tala við "vitlausan" Baldur.  En það er alkunna að þjóðir þurfa allt öðruvísi leiðtoga á stríðstímum heldur en friðartímum. Við höfum ekkert nema góðærisfólk á þingi núna, þar er engin  alinn upp á trosi. Sjálfstæðisflokkurinn er kapítuli út af fyrir sig, því hann er laskaður og þarf tíma til að ná sér og fyrr getur hann ekki komið að stjórn landsmála.

Teflirðu á netinu - chess.com eða gameknot.com ? Ég tefli grimmt á netinu yfir veturinn en leggst í golf og útilegur á sumrin. En það væri gaman að kljást með haustinu.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 16:13

21 identicon

Maðurinn einn er ei nema hálfur/ með öðrum meir en hann sjálfur. E.Ben úr Einræðum Starkaðar.( Starkaður er karlmannsnafn ).

Farðu mildari orðum um Jóhönnu,hún er manna vísust til þess að launa þér það í betra lífi sem íslendings. Sannaðu til.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 16:54

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hún kannski launar mér lambið gráa.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 17:12

23 identicon

Þú ert þó ekki að væna hana um sauðaþjófnað? ..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 17:18

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tja, ef hún er Húnvetningur þá veit maður aldrei......

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 17:35

25 Smámynd: Björn Birgisson

Hallgerður, haltu áfram að taka í lurginn á honum Baldri. Hann talar eins og hver annar götustrákur um heilaga Jóhönnu. Uppnefnir hana, veltir sér upp úr útliti hennar og er bara andstyggilegur í hennar garð. Hann talar ekkert um þær byrðar sem flokkurinn hans lagði á þessa skeleggu konu.

Hennar tími er kominn - en tími sumra er liðinn!

Björn Birgisson, 2.5.2009 kl. 18:03

26 identicon

Björn,

Jóhönnu tími er löngu liðinn.  Ekki stóð hún upp frekar en Davíð, Össsur og aðrir í ríkistjórn D/SF og barði í borðið þegar þau sáu að hér var illa að fara,.  Hvað þá að gera ráðstafanir til að minnka skaðann.  Það þarf ekki að segja manni að þetta lið hafi ekki vitað hvað var í gangi.  Í raun vissi líka formenn stjórnarandöðunnar þetta líka.

Nei SF var jafnt meðvitundarlaust og D

itg (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 18:19

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ekki svona væminn.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 18:58

28 Smámynd: Björn Birgisson

Ófyrirleitið, málefnasnautt, götustrákalegt, D - tilbeiðslulegt, annarlegt, ókurteisi í nýjum hæðum, aumkunarvert sprikl stórtapara. Þessi orð lýsa vængstýfðum Sjöllum um þessar mundir. Ekki síst þér, Baldur.

Væmið? Nei brjóstumkennanlegt. Þjóðin þarf að standa saman. Hún þarfnast engra hælbíta.

itg, ekki veit ég hvar þú hefur alið manninn. Samfylkingin yfirgaf Geir, hinn ákvarðanafælna, og valdi sér öflugra lið til að vinna með. Þetta var í öllum fréttatímum í ársbyrjun. Hvar varst þú?

Björn Birgisson, 2.5.2009 kl. 19:00

29 identicon

Björn,ég held að Baldur sé enn í skápnum. En ég heyri marrið í hurðinni. Það á eftir að rofa til. Baldur er góður peyi. Hann veit það bara ekki sjálfur.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 19:16

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þarf þjóðin að standa saman? Hvað eru VG og Sf með mörg % á bak við sig? Það eru 52% minnir mig. Það er nú öll samstaðan. 48% vildu eitthvað annað en þau dusilmenni sem nú ráðskast með landið og miðin.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 19:29

31 Smámynd: Björn Birgisson

Karlinn í skápnum  frábært Halla mín! Hann kemur seint þaðan út! 

Baldur minn, settu þessar % tölur þínar þar sem sólin aldrei skín. Ástandið er svo alvarlegt að við eigum að stofna til ÞJÓÐSTJÓRNAR. Þá fáið þið meira að segja að vera með, þrátt fyrir allt. Dusilmenni samanlagðrar Íslandssögunnar. 

Björn Birgisson, 2.5.2009 kl. 19:48

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sorry gamla fól, við viljum ekki vera memm.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 19:50

33 identicon

Það má satt vera að stjórn Geirs og Sollu hafi verið daufdumb, en það afsakar ekki þessa stjórn SFog VG sem lofuðu að slá skjaldborg um heimilin í landinu og fengu kosningu út á það. 

Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 19:56

34 identicon

Baldur þjóðstjórn er ekki inií myndinni. úrslit kosninganna segja það ekki, það hefði ekki þurft kosningu til að mynda þjóðstjórn.

Frosetinn hefði átt að hafa forgöngu um það, hann hefði þá kanski fengið medalíu hjá þjóðinni.

Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 20:06

35 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki memm! Er ekki betra að taka þátt í eigin skeiningu? Leggja þar bláa hönd á holdlítinn rass? Eða eigum við hin bara að sjá um pappírsvinnuna?

Björn Birgisson, 2.5.2009 kl. 20:20

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Áhugaverð pæling, Arnar. Samkvæmt nýjustu fréttum er heil vika í stjórnarmyndun og þá fyrst kemur í ljós hvað vakir fyrir kommunum. Kannski tekst þeim að koma sér saman um bjargráð sem duga. Við skulum vona það. Ég er í raunni frekar bjartsýnn á að þeir detti niður á eitthvað sem alla vega dugar til bráðabirgða. Ég hef meiri áhyggjur af langtíma áætlunum þeirra.

Þjóðstjórn - menn urðu að taka af skarið strax þegar Davíð stakk upp á henni. Nú er það alltof seint. Sveimhugar á borð við Björn Birgisson eru eitthvað að jarma um þjóðstjórn núna, sem er í besta falli broslegt - í versta falli heimskulegt.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 20:26

37 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Mikið rétt Baldur. Neyðarréttur gegn VANHÆFRI ríkisstjórn. Jóhanna er komin í fílabeinsturn stjórnmálamanna og er úr tengslum við íslenskan almenning.

Guðmundur St Ragnarsson, 2.5.2009 kl. 20:38

38 Smámynd: Björn Birgisson

Sækjast sér um líkir. Þið eruð ágætir saman, bullurnar Baldur Hermannsson og Guðmundur St. Ragnarsson. Ykkar samneyti er í besta falli broslegt og í versta falli heimskulegt. Kannski þjóðhættulegt? Hver veit? 

Er það ekki svona sem þið talið við fórnarlömb frjálshyggjunnar ykkar?

"Jóhanna er komin í fílabeinsturn stjórnmálamanna og er úr tengslum við íslenskan almenning."

Guðmundur St., segðu mér ekki að svart sé hvítt. Íslensk alþýða, nú mergsogin af afglöpum íhaldsins, elskar heilaga Jóhönnu. Amen.

Íhaldið þarf að finna sér annan kamar, til þarfa sinna, en að drulla yfir heilagt fólk í björgunarleiðangri.

Ef ballið fer úr böndum er ekki réttlátt að mæta á staðinn, sauðdrukkinn í morgunsárið, og kenna ræstingafólkinu um allt. 

Björn Birgisson, 2.5.2009 kl. 20:55

39 identicon

Baldur heiðursmaður,

Klárlega á öðrum stað en þú, ef þú heldur að tilveran hafi hafist eftir skilnað Geirs og Sollu.

Er þetta gullfiskaminni?

itg (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 20:58

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

itg, ég er svo dasaður og eiginlega hálf miður mín eftir að hafa lesið drullu- og drykkjuskrif Bjössa Grindvíkings að ég er ekki alveg með á nótunum. Nákvæmlega hvað áttu við? Ég vil gjarnan vera fyrirmynd um háttvísi og svara öllum spurningum kurteislega, en ég veit ekki fyrir víst til hvers þú ert að vísa.

Viltu vera svo vænn að skýra þetta aðeins?

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 21:07

41 identicon

Afsakið Baldur,

Ég átti við Björn Birgisson.  Biðst velvirðingar. 

Itg (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 21:20

42 identicon

Eru menn búnir að gleyma orðum Sollu í Háskólabíói þegar hún sagði á fjölgafundi þar að fólkið sem þar mætti væri ekki þjóðin.

Ef foristufólk í SF hugsa svona þá er ekki von á góðu

Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 21:25

43 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú áttirðu við Bjössa. Mér heyrðist þú segja "heiðursmaður".

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 21:25

44 identicon

Getur einhversagt mér hversvegna égá að þurfa að botga kosningaloforðFramsóknarflokksins?

Þeir fundu uppá 90% lánum til húsnæðiskaup og hleyptu svo bönkunum inná markaðinn, seinna stóð svo til að leggja íbúðalánasjóðinn niður (sem Jóhanna fann uppá) og láta bankana eina um að fjármagna lán til húskaupanda...... Já já boring stuff..... EN,

Hversvegna á ég sem "endufjármagnaði" aldrei lánin og keypti mér ekki Lamdcruser, sumarbústað, grill, ferð til útlanda eða nýjar tennur, að borga fyrir? Get ég og aðrir sem eru í sömu sporum ekki tekið Davíðs ors í munn og sagt að ,við borgum ekki fyrir fjárglæframenn'? Eða er þessi "bónus" skattgreiðanda líka í boði Frammsóknarog SjáLfspillingarFLokksins?

Steinn Magnússon (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 21:29

45 identicon

Hann er án efa heiðursmaður:)

itg (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 21:31

46 Smámynd: Baldur Hermannsson

Steinn, það lendir alltaf á okkur smælingjunum að borga því við erum svo margir og margt smátt gerir eitt stórt. Þar að auki erum við of litlir til að geta varið okkur.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 21:41

47 identicon

Hvað með eignaréttinn? Þú skuldar og skalt greiða, þú skrifaðir undir skuldbindingu og skalt með rétti greiða. Á að breyta einhverju hér? Spyrjið Davíð fyrrum allra kóngs hvað sé rétt í þessu. 2005-2006 skoðaði ég í reiknivélum á netinu hvað það kostaði að taka 20m lán miðað við 4% verðbólgu og niðurstaðan þá var 120m á 40 árum (í dag reiknast svipað dæmi upp á 136m) og ég hugsaði mitt sem var nei takk. Hvað hugsaði fólkið sem tóku þessi lán? Tekið lán skal greitt er ég viss um að Davíð kóngur segji.

Ég ákvað að vera ekki meðal þeirra sem tók lán á þessum tímum og prísa mig sælan í dag. Hver á að borga? Ekki ég sögðu allir í sögunni um gulu hænuna og ég vil ekki borga fyrir þá sem tóku þessi lán frekar en útrásarvíkingana.

Ekkert er að því að taka lán hvað þá fyrir íbúð-húsi td. en Ísland hefur alltaf frá 1980 gert almenningi erfitt fyrir og þeir sem tóku lán og geta ekki greitt verða að súpa af því, Þetta er raunveruleikinn því miður en þetta hefur áður gerst....borgið eða missið er reglan.

Ég vil stöðuleika áður en ég skuldbind mig í langvarandi þrældóm, ég kaus Davíð kóng þar sem hann bauð og lofaði stöðuleika en hvað hefur gerst! Geir tók við eftir Davíð og allt er hrunið.

Gangi ykkur vel.

Ingi (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 21:43

48 Smámynd: Björn Birgisson

" .... ég er svo dasaður og eiginlega hálf miður mín eftir að hafa lesið drullu- og drykkjuskrif Bjössa Grindvíkings .... "

He, he, he. Greinilega misskilinn "heiðursmaður"

Hef ekki bragðað alvöru vín í  4 ár. Bara bjórsull og kvennarauðvín. Á hverju ert þú Baldur minn?

Björn Birgisson, 2.5.2009 kl. 21:45

49 identicon

Björn,

Hófst tilveran með skilnaði Geirs og Sollu? semsagt?

itg (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 21:53

50 identicon

Já Baldur minn,

,,hún Mamma memur í bæinn bráðum og borgar skuldina mína...."

Svona verður þetta, einsog venjulega.

Steinn Magnússon (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 21:54

51 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi, þú ert svo móðgunargjarn að það hálfa væri nóg. Ég var ekkert að væna þig um drykkjuskap, ég var bara að hæla skáldlegum áhrifamætti þinna eigin orða:

"Íhaldið þarf að finna sér annan kamar, til þarfa sinna, en að drulla yfir heilagt fólk í björgunarleiðangri.

Ef ballið fer úr böndum er ekki réttlátt að mæta á staðinn, sauðdrukkinn í morgunsárið, og kenna ræstingafólkinu um allt. "

Eins og hver má sjá eru þetta heiðvirð og í alla staði aðdáunarverð drullu- og drykkjuskrif og þú skalt bara vera hreykinn og hætta að væla.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 22:09

52 Smámynd: Björn Birgisson

itg, nafnlaus með öllu og því varla svaraverður. Svarið er nei.

Björn Birgisson, 2.5.2009 kl. 22:12

53 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ingi, röksemdir þínar eru algerlega skotheldar og satt að segja fór ég að þínu dæmi - hafnaði gylliboðum en fór varlega í allt. Hrunið fór illa með mig, jók skuldir mínar og dró úr greiðslugetunni, og svo koma blóðugar skattahækkanir í haust - en ég lifi.

Ég held samt að við verðum að skera ansi margar fjölskyldur úr snörunni þótt vissulega eigi margar þeirra stóran þátt í eigin óförum. Það gengur ekki að halda öllu þessu fólki í fátæktargildru ævilangt. Borgum og brosum.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 22:13

54 identicon

Þakka svarið Björn,

 Þú berð af öðrum mönnum í greind og andlegri gift.

itg (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 22:14

55 Smámynd: Baldur Hermannsson

itg, bíddu bara þangað til þú sérð golfsveifluna hans.................

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 22:18

56 identicon

Hún er án efa frábær:)

Eigum við að taka hring Björn?

itg (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 22:27

57 Smámynd: Björn Birgisson

Haltu bara þínu striki, Baldur minn, snúðu öllu á haus hið innra með þér, en gættu þess að eigin fætur snúi niður.

Drullaðu bara yfir mig og aðra viðmælendur þína og dragðu svo allt til baka með orðhengilshættinum sem þú hefur tamið þér.

Allt í lagi mín vegna!  

Björn Birgisson, 2.5.2009 kl. 22:28

58 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hummmmmm, itg, taktu heldur hring með mér ef þú vilt sjá "frábæra" sveiflu......

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 22:29

59 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, djís hvað sumir eru hörundssárir - hvar er nú hinn mæti HÞB, hann var svo flinkur að sálgreina þig hér um árið.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 22:30

60 Smámynd: Hörður B Hjartarson

     Baldur!  Ég verð að viðurkenna það , að við lestur þessarrar; allraheilögu Jóhönnumessu , þá les ég þá staðreynd um þig og þinn höfuðvöxt , skv. bloggi , að ef þú fengir sár á puttann , þá væri best að höggva hann af , ef ekki allann armlegginn . Mælir þú kannske með slíkum læknisaðferðum ?

     Hitt er svo annað , að lítil hætta er á að maður verði syfjaður á að lesa færslurnar þínar , já þú átt það sem þú átt , en blindan á bláa litinn , , , - - - . Hjálpi þér allir heilagir , já og hinir líka , því ei mun af veita .

     En ástandið á öreyga skerinu fv. bláa , er SKELFILEGT , og þó , jú margur landinn hefur litla , eða enga hugmynd um hvað sultur er , annað en sex stafa orð , og víst er mikið til í því ; að neyðin kennir naktri konu að spinna . Því segi ég það að þjóðin , að stóru leiti , hefur sinn (góða) lærdóm af kreppunni , enda lífsstandardinn eftir því . Af misjöfnu þrífast börnin best.

     Frá 3. til 5 ára aldurs bjó ég , þ.e.a.s. foreldrar mínir með eitt 3.(ég) , tvö 5 , eitt 7 , og fimmta 9  ára í 17-18 fm. skúr , óeinangraður , ekkert vatn , ekkert rafmagn , sjö manna fjsk. mátti mamma heitinn laga matinn ofan í fyrir utan iðnaðarmenn , sem voru að byggja íbúðarhúsið okkar . Þegar við fluttum í húsið , ég þá að verða fimm ára , fór ég í fýlu , vegna þess að ég vildi búa áfram í skúrnum , þessum 17-18 fm. óeinangraða rafmagns - og vatnslausa skúr , þetta segir okkur það að ást barnsins (mín) fór ekki eftir fermetrum , rafmagni , né rennandi vatni , heldur ekki KREPPU , því þá var engin kreppa , í dag erum við tvö , í á 3. hundrað fm. , og eigum ösköpin öll bágt , já og kreppuna líka , ef það er ekki sjúkleiki í þessu þjóðfélagi , þá held ég að engar meinsemdir séu til .

Hörður B Hjartarson, 2.5.2009 kl. 22:51

61 identicon

Ágæti Björn,

Forvitnilegt væri að fá svar við færslu 26.

Með virðingu í þinn garð.

itg (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 22:55

62 Smámynd: Björn Birgisson

HÞB, itg, HHP, AGS, SÍB, AGS, allt eru þetta geimverur fyrir mér, jarðbundnum manninum, undirokuðum í hjónabandi á fjórða áratug. Ég er ekkert svo hörundssár, eiginlega andskotans sama um flest. Kreppan, sem allir elska eða hata, fór fram hjá mér. Ég missi alltaf af fjörinu!

Sveiflan mín er heimatilbúin og hvorki til útflutnings né eftirbreytni, eins og áður hefur komið fram. Samt ógeðslega góður!

Ef forpokaðir lesendur þessarar síðu vilja lyfta andanum á hærra svið, er ég reiðubúinn að að fylgja þeim um Húsatóftavöll, og veita verðuga keppni.

Ávallt velkomnir!

Björn Birgisson, 2.5.2009 kl. 22:59

63 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, þetta var spaklegur ritningartexti hjá þér eins og venjulega, en gott að ég fékk bara sár á puttann og missti handlegginn - verra ef ég hefði fengið sár á eyrað eða jafnvel frunsu.

En ljóðið um litla skúrinn á skilið að lifa.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 23:00

64 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Skítt með eyrað , þú bloggar  ekki með því ; )

Hörður B Hjartarson, 2.5.2009 kl. 23:06

65 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Já þú meinar

Hörður B Hjartarson, 2.5.2009 kl. 23:07

66 identicon

Hörður!

Eigið þið bágt?...þú hlýtur að vita betur:)

Ísland er ekki að fara á hausinn frekar en önnur vestræn lönd.  Ekki væla kútur...það er niðursveifla í veraldlegum verðmætum og ekkert annað.  Hefur marg oft gerst áður.

Þetta hefst allt með þrotlausri vinnu eins og alltaf áður hér sem annarsstaðar og verður alltaf þannig.

Megi hamingjan sækja þig heim hvar sem til þín næst:)

itg (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 23:15

67 Smámynd: Björn Birgisson

itg, annað hvort fara allir á hausinn eða enginn. Til hamingju með færslu 66.

...það er niðursveifla í veraldlegum verðmætum og ekkert annað.  Hefur marg oft gerst áður.

Andlegu gæðin halda. Það er fyrir öllu.

Björn Birgisson, 2.5.2009 kl. 23:45

68 Smámynd: Baldur Hermannsson

Og andlegu gæðin rísa víst hæst á Húsatóftavelli, 4. braut.

Baldur Hermannsson, 3.5.2009 kl. 00:01

69 Smámynd: Björn Birgisson

............... ekki gleyma 8. braut!  Sumir eiga svo létt með þetta!

Björn Birgisson, 3.5.2009 kl. 00:18

70 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nefndi nú 4. bara af því að ég hef parað hana oftast og líka náð bördum, ekki mörgum að vísu. Það er ekki erfitt að slá inn á hana og þó maður lendi utan flatar er góður möguleiki á sippi og einpútti. Ég hef góðar minningar um hana. Svo hef ég mætur á einni, minnir hún hafi verið nr. 7 eins og völlurinn var áður, erfitt grín með brekku hægra megin. Paraði hana sárasjaldan en skemmtileg var hún.

Baldur Hermannsson, 3.5.2009 kl. 00:23

71 Smámynd: Hörður B Hjartarson

itg ! Þú fyrirgefur , eða ekki , en ég botna lítt eða ekki neitt í þessu hjá þér , bágindin eru , held ég , því miður , ekki meiri hjá mér en öðrum er þetta sker búa , að vísu er ég kannski ekkert sérstaklega brosmildur yfir að skulda sennilega 30-40 milljónir , vegna þess ég tók lán að upphæð 14,3 m. fyrir 2 árum , og lækkaði það , eftir tvo mánuði um 0,5 m. , það er þín fullyrðing að þetta sé niðursveifla , en ekki kreppa , þetta minnir mig á mann sem tók , eða ætlaði að taka snertilendingu , kannski á Austurvelli , hvað fjárhagsvanda okkar íslendinga varðaði fyrir um ári , ert þú kannski í sama "veruleikaheimi" og sá maður (hann var þá forsætisóráðherra) kútur ?

Hörður B Hjartarson, 3.5.2009 kl. 00:35

72 Smámynd: Björn Birgisson

Góða nótt, Baldur minn, takk fyrir alla skemmtunina. Án þín væri verra að vera til.  íhaldspungur.

Björn Birgisson, 3.5.2009 kl. 00:48

73 Smámynd: Baldur Hermannsson

Góða nótt Bjössi, það kemur nú ekki til af góðu að ég vaki, hálsbólgan að angra mig, sárt að sitja heima þegar allir eru úti að spila.

Baldur Hermannsson, 3.5.2009 kl. 00:51

74 Smámynd: Björn Birgisson

Er dottinn í Snooker. www.flyordie.com, kíktu á það

 Er dottinn í Snooker. flyordie.com. Kíktu á það.

Björn Birgisson, 3.5.2009 kl. 00:58

75 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Árans Baldur, þú verður að fara að lengja "opnunartíman" á athugasendunum, missti af tækifæri til að berja aðeins á vinkonu þinni þarna nafnlausu en síkveðandi, fyrir að láta svona ílla við 1. mai!

En stelst til að láta hana fá það óþvegið hérna!

Ei upp í nef mitt næ,

á nótur reiðinnar slæ.

Er kjaftgleitt kellingarhræ,

klæmist á 1. mai!

Annars var ég með eitthvað fallegra í huga, en er núna búin að gleyma því!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.5.2009 kl. 16:36

76 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gott Magnús, láttu kerlingarbeinið hafa það óþvegið!

Baldur Hermannsson, 3.5.2009 kl. 17:27

77 identicon

Sæll og blessaður Baldur og takk fyrir síðast.

Alltaf gaman að lesa bloggið en þó verð ég að segja að í þetta sinn bregður mér heldur í brún. Sá andfélagslegi tónn sem hér heyrist vekur upp minningar um þrjár persónur Íslendingasagnanna sem allar hétu Hrappur(tveir í Laxdælu og einn í Njálu). Þeir áttu það allir sammerkt að vera í greiðsluverkfalli sem kostaði þá lífið. Við Íslendingar ættum frekar að taka okkur aðra fornaldarkappa til fyrirmyndar.

Eboue (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 19:55

78 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sæll Eboue, áttu þá ekki frekar við að tónnin sé orðinn helst til félagslegur?

Baldur Hermannsson, 3.5.2009 kl. 22:04

79 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ber að skilja þig svo Baldur að þú teljir að þau Jóhanna og Steingrímur séu nú búin að glutra niður stöðugleikanum frá 18 ára valdatíð Davíðs og Geirs?

Maður er orðinn svo tortrygginn uppá síðkastið. Og eftir að hafa lesið allt sem hann Björn úr Hraununum hefur látið útúr sér við þig hérna í þessu réttarhaldi veit ég sveimér ekki hvort hann muni það rétt að hann sé hættur að smakkaða.

Árni Gunnarsson, 4.5.2009 kl. 00:19

80 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni minn, ég held það væri ofrausn að tala um stöðugleika í frjálsu falli, sem auðvitað er ekki Steingrími að kenna og varla Jóhönnu heldur. Ég get vel skilið að menn eigi erfitt með að greiða úr öllum fjárhagsflækjunum sem þeir hafa rótað sér inn í en ég hreinlega velti því fyrir hvort ekki væri ráð að virkja það sem við eigum eftir að kristilegu kærleiksþeli og hjálpa fólki úr kröggum - jafnvel þeim sem ekki eiga neina hjálp skilda.

En Björn hefur á sama hátt og örninn, hann flýgur fugla hæst í forsal vinda og það er ekki alltaf á færi okkar smáfuglanna að botna í ferðum hans.

Baldur Hermannsson, 4.5.2009 kl. 00:38

81 Smámynd: Björn Birgisson

Smáfuglar, rétt mat. Örninn er stór. Ég er Bj(örn). Munið endilega að gefa smáfuglunum.

Björn Birgisson, 4.5.2009 kl. 01:00

82 Smámynd: Auðun Gíslason

...ógnarstjórn?  Er ekki alltílagi?

Auðun Gíslason, 4.5.2009 kl. 23:24

83 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jæja svo þér finnst allt í lagi? Egóisti.

Baldur Hermannsson, 4.5.2009 kl. 23:49

84 Smámynd: Björn Birgisson

....................... hm ............!

Björn Birgisson, 5.5.2009 kl. 00:41

85 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá Björn, þú varst að horfa á HM í snóker og John Higgins vann!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.5.2009 kl. 00:57

86 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hégómagjörn, grámygluleg, hvatvís, heilög, lesbísk, fyrreverandi flugfreyja.  Kemur hún til með að leysa okkar vanda?  Það er stór spurning.  Annars mjög skemmtilegt  að sjá viðbrögð við bloggskrifum Baldurs.  Þetta er kurteis og hæglátur félagshyggjumaður en samt er eins og hálf þjóðin umturnist þegar hann birtir hófsamar og rökstuddar hugleiðingar sínar um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni. 

Hér eru allskonar fuglar og annað fiðurfé að ausa úr skálum reiði  sinnar  út af hlutum sem koma upphaflega innlegginu nákvæmlega ekkert við. 

Öll föll eru spennandi, þar með talin greiðsluverk föll.

Guðmundur Pétursson, 6.5.2009 kl. 01:48

87 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ég sé að þú ert skákmaður Baldur.  Kannski að við tökum eina skák við tækifæri.  Þú veist náttúrulega að þú átt engan séns í mig í slíku tafli.

Guðmundur Pétursson, 6.5.2009 kl. 01:57

88 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jú, þú átt örugglega mikin sjéns ef maðurinn þusar svona mikið meðan hann teflir!?

Magnús Geir Guðmundsson, 6.5.2009 kl. 02:36

89 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er stór ef ekki stærsti hlutinn við að tefla skák að þusa nógu mikið.  Þetta vitum við Baldur.   Hinsvegar er  Baldur mjög ör í hugsun þ.a. við komum til með að tefla svona 30-60 sekúndna skák á chess.com sem er reyndar nákvæmlega sá tími sem það ætti að taka að mynda eina ríkistjórn.

Guðmundur Pétursson, 6.5.2009 kl. 04:17

90 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Ég hef engan tíma til að lesa þessi 89 commnet.  Veit bara að ný pottabylting er í burðarliðnum.  Held ekkert endilega með Samfó lengur :)

Gunnar Freyr Rúnarsson, 6.5.2009 kl. 12:49

91 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Og BALDR er mjög sterkur skákmaður,  Ekki vanmeta hann

Gunnar Freyr Rúnarsson, 6.5.2009 kl. 12:51

92 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég er svo sterkur að ég á séns í Gunnar Frey ef ég fæ 10 mín og hann eina. En Guðmundur, það er vita vonlaust að tefla hraðskák á chess.com. Sambandið rofnar, lag-tími er mikill, mennirnir detta niður á ranga reiti osfrv. Síðan er enn í vinnslu. Ég tefldi hraðskák á ICC en ákvað að spara þann útgjaldalið þegar hagkerfi Vesturlanda hrundi (allt Sjálfstæðisflokknum að kenna you know).

Ert þú Guðmundur gamla briddströllið?

Baldur Hermannsson, 6.5.2009 kl. 13:21

93 identicon

Þetta er svo svaðalega stór sandkassi hérna að ég verð bara skák og mát með það sama.

(IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 13:24

94 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Mig langaði bara að vera með athugasemd nr. 94. Hver verður nr. 100?

Guðmundur St Ragnarsson, 6.5.2009 kl. 19:21

95 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ég trúi nú hvorki á tröll né álfa Baldur.  Ég kann að telja upp í 13 sem er eina skilyrðið fyrir því að teljast góður briddsari.  Ég er kannski með svona 2000 +/- elo stig.  Kannski einu sinni Íslandsmeistari í hraðskák.

Guðmundur Pétursson, 7.5.2009 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 340349

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband