Færsluflokkur: Dægurmál
23.4.2009 | 21:39
Steingrímur dansar Hrunadans við Kollu - XD
Að bestu manna yfirsýn mun annað hrun ekki vera fram undan eins og riddarinn sjónumhryggi boðar okkur. En hitt er þó rétt, að verði vinstri stjórn í landinu getur ekkert komið í veg fyrir annað hrun - og það verður allsherjarhrun með fullkominni uppgjöf og landflótta.
Hlustuðu menn á tilsvör Steingríms þegar hann var spurður út í geggjaðar yfirlýsingar Kolbrúnar? Í fyrsta lagi þurfti bókstaflega að nauðga mannræksninu til að svara - 6 sinnum var hann spurður áður en hann loksins gafst upp og svaraði.
Og hverju svaraði hann: stefnan er skýr!
En stefnan er ekki skýrari en það að 2 ráðherrum Vinstri vitleysinganna ber ekki saman um einföldustu atriði. Komist þetta fólk aftur í stjórn mun það efna í annan Hrunadans og hann verður okkar síðasti.
XD
![]() |
Sigmundur Davíð spáir öðru hruni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.4.2009 | 13:31
Handónýt veðurstofa
Við vorum lagðar af stað austur á Hellu til að spila golf, fjórar fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu. Illu heilli tókum við mark á veðurstofunni. Spáin seint í gærkvöldi sýndi litla sem enga úrkomu og þolanlegt hitastig. Sá sem fyrstur kom á staðinn hringdi í okkur hin og sagði okkur að snúa við. Þar var þá 3 stiga hiti og húðarrigning. Það er búið að vera svona í allt vor: ekkert að marka þessa veðurstofu. Hún getur ekki einu sinni spáð 12 klukkustundir fram í tímann. Er ekki eins gott að leggja niður svona gerónýta stofnun?
![]() |
Sumar og vetur frusu saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 18:47
Hærusekkur í stað skrautskikkju
Þetta er skref í rétta átt - of lítið skref, of seint. Ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks mun leiða örbirgð og vonleysi yfir þjóð, sem nú þegar hefur mátt þola helst til mikið.
Á ögurstundu vitna Íslendingar aðeins í 2 bækur: Njáls sögu og Biblíuna. Um ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins má segja eins og í Jesaja 3:24.
Koma mun ódaunn fyrir ilm,
reiptagl fyrir belti,
skalli fyrir hárfléttur,
aðstrengdur hærusekkur í stað skrautskikkju,
brennimerki án fegurðar.
Við Íslendingar verðum að taka höndum saman og hverfa aftur til Davíðs-áranna, þegar við vorum ríkasta, öflugasta og hamingjusamasta þjóð í heimi. Höfnum brjálseminni. Kjósum D.
![]() |
Dregur saman með flokkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 12:33
Bíómynd í slow motion
![]() |
Skattalagabrot rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2009 | 11:31
Góður gaur - en búinn að vera
Mér finnst þessi Sigmundur Davíð frekar viðkunnanlegur náungi. Það væri gaman að taka með honum golfhring þegar veðrið er þurrt og bjart er yfir. Hann er gáfaður og hann var góður hér um árið þegar hann talaði um borgarskipulag.
En Sigmundur Davíð er einhver gasalegasta óheillakráka stjórnmálasögunnar. Gekk í stjórnmálaflokk, kosinn formaður nokkrum klukkustundum síðar, fékk rífandi stuðning um land allt - maður framtíðarinnar.
En svo klúðraði hann öllu með einni setningu. Hann bjó til ríkisstjórn fyrir óvini sína - fólk sem hatar flokkinn hans og allt sem hann stendur fyrir og lítur niður á hann persónulega. Hann fær aldrei bætt þann skaða sem hann hefur valdið.
Sigmundur Davíð er góður gaur en hann er búinn að vera.
![]() |
Mikilvægustu kosningarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 11:21
Bítum á jaxlinn og kjósum D
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins ættu ekki að skila auðu. Þeir ættu að arka á kjörstað, brúnaþungir mjög, og krossa við D, rétt eins og þeir hafa alltaf gert.
Sumir Sjálfstæðismenn vilja refsa flokknum og hyggjast gera það með því að skila auðu. En það er búið að húðstrýkja veslings, litla Sjálfstæðisflokkinn og hann hefur ekki gott af meiru. Það er líka ferlegt fyrir þjóðfélagið að fá yfir sig vinstri stjórn. Alveg ferlegt. Við megum ekki hneppa börnin okkar og barnabörn í áratuga þrælahald, bara vegna þess að við erum spæld út í flokkinn okkar.
Mætum á kjörstað, bítum á jaxlinn og kjósum D eins og við erum vön. Gerum það fyrir Ísland.
![]() |
Margir ætla að skila auðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2009 | 11:03
Sjálfsvíg á laugardaginn
Íslendingar eru eins og maðurinn sem missti framan af vísifingri vinstri handar í vélsög og varð svo spældur að hann sagaði af sér allan handlegginn. Menn eru gramir Sjálfstæðisflokknum og refsa honum og þar með sjálfum sér með því að kjósa vinstri flokkanna.
Sjálfstæðisflokkurinn skóp mesta góðæri Íslandssögunnar. Þegar menn réðust í einkavæðingu bankanna - illi heilli - vorum við ein öflugasta, ríkasta og hamingjusamasta þjóð veraldar ár eftir ár.
Við þurfum að snúa aftur til góðu áranna. Það gerum við aðeins undir styrkri forystu Sjálfstæðisflokksins. Hann einn er fær um að koma fjármálum okkar í lag aftur.
Ríkisstjórn vinstri flokkanna mun keyra hér allt á kaf. Hér verður dæmigerð vinstri vesöld, fátækt, skuldir og basl. Og þegar menn loksins átta sig á mistökunum verður það of seint. Við erum þjóð sem ætlar að fremja sjálfsvíg á laugardaginn kemur.
![]() |
S- og V-listar bæta heldur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.4.2009 | 10:55
Bótaþjóðfélagið
Hver einstaklingur á að taka ábyrgð á eigin lífi. Það eitt er mannsæmandi líf. Bóta-hugsunin er orðin alltof rótgróin með þjóðinni. Við erum orðin bótaþjóðfélag. Alltof margir vilja vera á bótum og lifa þannig á öðrum. Fullfrískir menn koma sér á örorku í stað þess að vinna fyrir sér. Margir vilja miklu heldur vera á atvinnuleysisbótum en þiggja atvinnu sem þeim stendur til boða. Og alltof margir gera sér að leik að níðast á kerfinu og svíkja út bætur hvers konar. Þetta hefur lengi viðgengist og allir vita það.
Auðvitað er það svo að alltaf verður viss fjöldi fólks sem er ófær um að sjá fyrir sér og verður að lifa á bótum, nauðugt viljugt. En markmið samfélagsins ætti að vera að draga úr bótum eins og frekast er unnt. Bætur eiga að vera undantekning en ekki regla.
![]() |
Mikilvægt að draga úr bótasvikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2009 | 11:59
Ó hvað ég sakna Ingibjargar Sólrúnar
Ægilega er þetta nú lágkúruleg og gegnsæ smjörklípuaðferð. Þetta lið hefur ekki burði til að ræða eitt eða neitt sem máli skiptir og þá fara menn í einhverja tilgangslausa fortíðarrannsókn. Líf íslensku þjóðarinnar hangir í bláþræði og kerlingarbjáninn situr þarna í ruggustólnum og fjasar um bókhald.
Getur engin komið vitinu fyrir þessa vesalings konu? Aldrei hélt ég að sá dagur rynni að ég myndi sakna Ingibjargar Sólrúnar en ég geri það núna.
![]() |
Taka undir að Ríkisendurskoðun skoði fjármál flokkanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 10:25
Ill tíðindi - og góð
Stóra fréttin í þessari könnun er auðvitað fylgi Borgarahreyfingarinnar. Verði þetta niðurstaðan fá þeir 4 menn á þing. Eru það góð tíðindi eða slæm? Sitt lítið af hvoru myndi ég halda.
Það sem ég hef séð til frambjóðenda flokksins lofar ekki góðu, nema hvað Valgeir Skagfjörð fékk ágæta útkomu. Þeir eru almennt ómálefnalegir, þekkja lítið til landsmála, hafa ekki nennt að setja sig inn í eitt eða neitt, hunsa fyrirspurnir og hneigjast til palladóma og drembilætis. Það verður ekki geðslegt að hafa þetta fólk á þingi.
Á hinn bóginn er það mikið gleðiefni að nýr og gersamlega peningalaus flokkur skuli yfirleitt eiga möguleika á því að koma manni á þing. Það gefur fyrirheit um aðhald og pólitíska fjölbreytni. Vonum bara að þssi nýi flokkur reki af sér slyðruorðið þegar á hólminn er komið.
![]() |
O-listi fengi fjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
-
kleppari
-
odinnth
-
viggojorgens
-
joiragnars
-
pallvil
-
kristinn-karl
-
halldorjonsson
-
bassinn
-
blaskjar
-
skari60
-
snjolfur
-
altice
-
andres
-
svarthamar
-
axelthor
-
hlf
-
gthg
-
noldrarinn
-
maeglika
-
finni
-
gustaf
-
ragnhildurkolka
-
bjornbondi99
-
gp
-
jokris
-
andrigeir
-
reykur
-
skagstrendingur
-
jonvalurjensson
-
offari
-
fun
-
bf
-
arikuld
-
lehamzdr
-
ziggi
-
skulablogg
-
rafng
-
juliusbearsson
-
jari
-
islandsfengur
-
stormsker
-
haddih
-
agbjarn
-
katagunn
-
brylli
-
esgesg
-
siggith
-
gorgeir
-
gleymmerei
-
holmarinn
-
holmgeir
-
jonmagnusson
-
kreppan
-
kristjan9
-
rannveigh
-
pjeturstefans
-
umrenningur
-
tilveran-i-esb
-
valdimarg
-
sisi
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
joelsson
-
gunz
-
mosi
-
ollana
-
allt
-
kebblari
-
thorarinn
-
muggi69
-
ihg
-
helgigunnars
-
what
-
nautabaninn
-
jonsnae
-
thjalfi
-
bjargfruin
-
stebbifr
-
170341
-
jakobk
-
lm
-
steffy
-
egillthord
-
alyfat
-
estheranna
-
re
-
olafurthorsteins
-
huldumenn
-
sigurdurkari
-
sjonsson
-
marinogn
-
arnthor
-
mullis
-
vogin
-
ace
-
axelpetur
-
jonkarijonsson
-
jaherna
-
gummi-p
-
borkurgunnarsson
-
snorrima
-
landfari
-
eyjann
-
gbe
-
carlgranz
-
heimssyn
-
gattin
-
gmc
-
kerubi
-
fullvalda
-
tourguide
-
omarragnarsson
-
morgunbladid
-
bjarnihardar
-
morgunblogg
-
krist
-
smjerjarmur
-
predikarinn
-
vinaminni
-
gagnrynandi
-
magnusthor
-
snorribetel
-
eeelle
-
veravakandi
-
nonniblogg
-
hjaltisig
-
benediktae
-
athena
-
hallarut
-
ksh
-
joninaottesen
-
thjodarheidur
-
harring
-
gamli
-
prakkarinn
-
zeriaph
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
vidhorf
-
yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar