Bíómynd í slow motion

Þetta er ekki tiltakanlega góð hugmynd - þetta er sjálfsögð hugmynd. Hún hefði átt að koma fram fyrir löngu. 7 mánuðir liðnir frá bankahruninu og nú fyrst eru þeir að ranka við sér. Ofboðslega eru þessir menn seinfærir. Þetta er eins og að horfa á bíómynd í slow motion.
mbl.is Skattalagabrot rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þú notaðir mikið slómó í myndinni þinni góðu um árið.

Ég minnist verbúðafólksins á leið yfir heiði í hægagangi.

Bankahrunið var ekki í slómó en eftirleikurinn virðist vera þannig eins og þú nefnir.

Hjálmtýr V Heiðdal, 22.4.2009 kl. 12:41

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hjálmtýr, Það fer ekki margt fram hjá þér. Vonandi taka þínir menn fjörkipp þegar kosningarnar eru afstaðnar. Geri ráð fyrir því að þær hafi forgang á allt annað þessa dagana.

Baldur Hermannsson, 22.4.2009 kl. 12:47

3 Smámynd: Einar Ólafsson

Ef fréttatilkynningin er lesin, þá kemur í ljós að stjórnvöld hafa brugðist við með ýmsu móti og rannsóknir hafa verið settar í gang. Hins vegar hefur komið í ljós að varðandi ákveðna þætti, þ.e. skattalagabrot, þarf að auka kraftinn, en nýlega hefur Alþingi samþykkt tillögur núverandi fjármálaráðherra um breytingar á skattalögum til að greiða fyrir þessarar rannsókn. Eflaust þyrfti að auka kraftinn í öllum þessum rannsóknum, það vantar fé og fleira starfsfólk. En þessi frétt segir ekkert um hvort um eitthvert sérstakt sleifarlag hefur verið að ræða.

http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/frettatilkynningar/nr/12013

Einar Ólafsson, 22.4.2009 kl. 14:11

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ultra slow motion, akkúrat, eins og titill myndarinnar á tjaldinu sem aldrei hverfur og manni fer að syfja áður en sjálf myndin hefst.

Finnur Bárðarson, 22.4.2009 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 340363

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband