Færsluflokkur: Dægurmál
20.4.2009 | 19:07
Veikara kynið - karlmannslausar og allslausar
Hvað eru stelpurnar eiginlega að hugsa að æða þetta út í ófæruna, karlmannslausar og allslausar? Vonandi hafa þær vit á því í framtíðinni að hafa með sér karlmann svo ekki þurfi að senda karlmenn eftir þeim þegar allt er komið í óefni.
Vissulega eru þær fagra kynið, en þær eru líka veikara kynið.
![]() |
Moka þurfti tjöld kvennanna upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 18:17
Lítilfjörleg vonarglæta - en samt!
Sjálfstæðisflokkurinn bíður afhroð í Suðurkjördæmi en er þó enn stærstur - og í því leynist ofurlítil vonarglæta. Vinstri flokkarnir hyggjast keyra þjóðina niður í slíkt hyldýpisfen að upp úr því munum við aldrei komast. Verði hér vinstri stjórn munu 100 000 Íslendingar flýja land á næstu árum. Þjóðin mun aldrei ná að rétta úr kútnum. Það mun ríða okkur að fullu.
Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem fært er um að leiða okkur út úr ógöngunum, byggja upp atvinnulífið að nýju, búa næstu kynslóð mannsæmandi lífsskilyrði og sjá til þess að áfram verði til íslensk þjóð.
Margir kjósendur eru flokknum gramir og ætla að snúa við honum baki. Þeir eru eins og maður sem missir framan af fingri og til að sýna reiði sína sker hann af sér annan handlegginn.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki alviturt afl, en það væri óðs manns æði að kjósa hann ekki. Sunnlendingar sýna lofsvert fordæmi. Þrátt fyrir hrikalegan andróður og lygar vinstri manna ætla þeir að styðja Sjálfstæðisflokkinn - og styðja þannig Ísland framtíðarinnar. Það er vonarglætan - þótt vissulega sé hún ekki merkileg.
![]() |
D og S listi stærstir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2009 | 14:51
Vinstri stjórnin selur svikna vöru
Hallur Magnússon bloggar ævinlega af miklu viti um menn og málefni - nema þegar Framsóknarflokkurinn á í hlut, þá dregur hann gardínur fyrir skilningarvitin og þusar í rökkrinu.
Í dag bloggar hann um þá ákvörðun Jóhönnu Sigurðardóttur að sniðganga umræðuþátt í RÚV þar sem leiðtogar stjórnmálaflokkanna komu saman. Í sinn stað sendi hún fagurgalann úr Kraganum, Árna Pál Árnason. Hallur hendir gaman að þessu:
"Betra að hafa hana þar sem hún talar ein og sér og er ekki gagnrýnd - eins og á aðalfundi Seðlabankans - í stað þess að þjóðin átti sig á því að myndin af Jóhönnu er glansmynd sem fölnar örugglega í umræðu Jóhönnu við pólitíska andstæðinga hennar."
Þetta er vel orðað. Jóhanna er glansmynd sem þeir Steingrímur og Össur hafa límt yfir stjórnarómyndina. Hún hefur hvorki þrek né vit til að leiða ríkisstjórn. Það vita þeir og það veit hún sjálf. Vinstri stjórnin selur kjósendum sínum svikna vöru.
19.4.2009 | 12:34
Bandaríkin bjóða sáttahönd
Barack býður Kúbverjum sáttahönd. Þetta líkar mér og líkar mér þó ekki allt. Hann hefur áður talað vinsamlega til Múslima. Hann þarf líka að friðmælast við Rússa og hætta að áfellast þá þegar þeir eru að verja smáþjóðir fyrir ofríki Georgíumanna.
Ingibjörg Sólrún studdi ofríki Georgíumanna og tók heilshugar þátt í kaldastríðsáráttu George Bush. Þá var Bleik brugðið.
Ég er ansi ánægður með Barack. Kannski eru gjárnar milli þjóða og trúarbragða enn of djúpar til þess að hann geti brúað þær - en hann langar til þess. Nú á hann eftir að takast á við þyngstu þrautina, sem er Palestína og Ísrael.
![]() |
Býður Kúbverjum nýtt upphaf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2009 | 22:03
Gunnari var ekki alls varnað
Gunnari Svavarssyni var ekki alls varnað. Vinnusamur, vel skipulagður og hafði vit á rekstri fyrirtækja. Slík vitneskja er ekki í hávegum höfð meðal Samfylkingarmanna. Þar þykir meira um vert að geta hreytt úr sér fúkyrðum og smjaðrað fyrir forystunni.
Kerlingaveldið í Samfylkingunni hrakti þennan mann út úr þingsölunum. Hann nennti ekki að verja ævidögunum undir pilsfaldi Sollu og Jóhönnu. Kannski hefði hann samt átt að bíða með að hætta. Það er viss eftirsjá að Svavari. Hann stofnaði og rak um árabil gott fyrirtæki í Hafnarfirði. Kannski snýr hann sér aftur að viðskiptum. Vonandi vegnar honum vel í því sem hann tekur sér næst fyrir hendur.
![]() |
Takk fyrir, búið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2009 | 20:19
Mikið var að beljan bar
Eru Bandaríkjamenn loksins farnir að átta sig á því að fallbyssubátar og stýriflaugar eru ekki alltaf réttu viðbrögðin þegar vanda ber að höndum? Margt hafa Kanar sér til ágætis en djúpskyggni og pólitísk dómgreind eru ekki þar á meðal. Þeir eru búnir að vera til stórra vandræða um langt skeið sökum einfeldni sinnar og hleypidóma.
Tekst Barack að marka upphaf nýrra tíma í samskiptum þeirra við umheiminn? Hjal ráðskonunnar vekur oss vonir um það.
![]() |
Kúbustefnan hefur mistekist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2009 | 16:14
Í guðanna bænum hlustaðu!
![]() |
Býðst til að kyssa Susan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.4.2009 | 16:07
RÚV ætti að endurskoða þessa ákvörðun
Ástþór og Borgarahreyfingin hafa nú þegar fengið ærin tækifæri til þess að kynna sig í sjónvapinu. Þessi framboð hafa fengið inni í kjördæmaþáttunum. Þar hafa þau lagt fátt eða ekkert áhugavert til málanna. Raunar hafa þau verið heldur til vansa og spillt umræðunum. Frambjóðendur þeirra hafa ítrekað hunsað spurningar þáttastjórnenda og vaðið elginn aftur á bak og áfram með sleggjudómum og gífuryrðum svo raun var á að hlýða.
Það breytir ekki þeirri staðreynd að við búum við lýðræði og ný framboð verða að fá tækifæri til þess að kynna sig. Jafnvel bjánarnir búa við málfrelsi. RÚV ætti að endurskoða þessa ákvörðun. Slík kynning þarf alls ekki að vera á besta áhorfstíma. Þau framboð sem ekki kæra sig um að nýta tilboðið eiga ekki að koma í veg fyrir að hin fái það.
![]() |
Segja þaggað niður í nýjum framboðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2009 | 12:27
Stórsigur á tuddum kommúnista
Lýðræðið hefur unnið stórsigur á tuddum kommúnista. Stjórnarskrá lýðveldisins er okkur heilagt plagg og við skulum ekki líða nein handarbakavinnubrögð í sambandi við hana. Ætli menn sér að hrófla við henni skal það fara fram í góðu tómi. Allar breytingar á að skoða ofan í kjölin og leita þarf ríkrar samstöðu um þær.
Jóhanna, Steingrímur og Össur koma fram við stjórnarskrá Íslands eins og hún sé einhver skítableðill sem þeim leyfist að niðurlægja að vild.
Hafi þeir heila þökk fyrir drengilega baráttu, Sigurður Kári og Birgir Ármannsson. Það er gott til þess að vita að æska landsins skuli standa vörð um lýðræðið. Nú get ég sofið rólegur á nóttunni.
![]() |
Ofbeldi og skemmdarverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2009 | 12:18
Kommúnisti rekur kinnhest
Æ, eigum við nú að gerilsneyða tungumálið og banna málnotkun sem tíðkast út um allt þjóðfélagið og þykir ekkert tiltökumál? Einn af frambjóðendum kommúnista, Árni Páll Árnason, kallaði pólitíska andstæðinga sína fífl á fjölmennum framboðsfundi í gærkvöldi. Fundurinn var haldinn í Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Ummæli kommúnistans hafa fallið í grýttan jarðveg.
Sjálfur segir hann að ummælin hafi fallið í þessa veru (tekið af visir.is): "Ég fékk spurningu um það afhverju lönd innan Evrópusambandsins væru í vandræðum og þá var bent á Lettland og Írland í því samhengi. Ég svaraði því bara þannig að ESB tekur ekki af okkur valdið til þess að kjósa fífl yfir okkur," sagði þingmaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, sem uppskar gagnrýni á framboðsfundi flokkanna í Suðvesturkjördæmi í gær fyrir ummæli sín.
Það er barnaskapur að reiðast svona ummælum. Ef eitthvað er þykir mér pólitísk umræða á Íslandi bragðdauf og ástríðulítil. Það er gaman þegar frambjóðendur reiðast og reka hver öðrum kinnhesta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
-
kleppari
-
odinnth
-
viggojorgens
-
joiragnars
-
pallvil
-
kristinn-karl
-
halldorjonsson
-
bassinn
-
blaskjar
-
skari60
-
snjolfur
-
altice
-
andres
-
svarthamar
-
axelthor
-
hlf
-
gthg
-
noldrarinn
-
maeglika
-
finni
-
gustaf
-
ragnhildurkolka
-
bjornbondi99
-
gp
-
jokris
-
andrigeir
-
reykur
-
skagstrendingur
-
jonvalurjensson
-
offari
-
fun
-
bf
-
arikuld
-
lehamzdr
-
ziggi
-
skulablogg
-
rafng
-
juliusbearsson
-
jari
-
islandsfengur
-
stormsker
-
haddih
-
agbjarn
-
katagunn
-
brylli
-
esgesg
-
siggith
-
gorgeir
-
gleymmerei
-
holmarinn
-
holmgeir
-
jonmagnusson
-
kreppan
-
kristjan9
-
rannveigh
-
pjeturstefans
-
umrenningur
-
tilveran-i-esb
-
valdimarg
-
sisi
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
joelsson
-
gunz
-
mosi
-
ollana
-
allt
-
kebblari
-
thorarinn
-
muggi69
-
ihg
-
helgigunnars
-
what
-
nautabaninn
-
jonsnae
-
thjalfi
-
bjargfruin
-
stebbifr
-
170341
-
jakobk
-
lm
-
steffy
-
egillthord
-
alyfat
-
estheranna
-
re
-
olafurthorsteins
-
huldumenn
-
sigurdurkari
-
sjonsson
-
marinogn
-
arnthor
-
mullis
-
vogin
-
ace
-
axelpetur
-
jonkarijonsson
-
jaherna
-
gummi-p
-
borkurgunnarsson
-
snorrima
-
landfari
-
eyjann
-
gbe
-
carlgranz
-
heimssyn
-
gattin
-
gmc
-
kerubi
-
fullvalda
-
tourguide
-
omarragnarsson
-
morgunbladid
-
bjarnihardar
-
morgunblogg
-
krist
-
smjerjarmur
-
predikarinn
-
vinaminni
-
gagnrynandi
-
magnusthor
-
snorribetel
-
eeelle
-
veravakandi
-
nonniblogg
-
hjaltisig
-
benediktae
-
athena
-
hallarut
-
ksh
-
joninaottesen
-
thjodarheidur
-
harring
-
gamli
-
prakkarinn
-
zeriaph
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
vidhorf
-
yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar