Færsluflokkur: Dægurmál
17.4.2009 | 01:53
Það eru hennar ær og kýr
![]() |
Hvalveiðar hafa ekki skaðað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.4.2009 | 01:34
Dr. Steingrímur og Mr. Hyde
![]() |
Segir Steingrím búa í glerhúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 21:28
Norðausturkjördæmi er orrustuvöllur þungaviktarmannanna
Norðausturkjördæmi er orrustuvöllur þungaviktarmannanna. Þar eigast við Kristján Þór Júlíusson, Kristján Möller og Steingrímur Sigfússon valinkunnir mælskumenn sem gjörþekkja viðfangsefni samfélagsins. Sjónvarpsþátturinn í kvöld bar þess merki að þar fóru vígfimir menn og gamalreyndir.
Steingrímur er í sérflokki hvað áhrærir leikræna tilburði. Hann þenur sig ákaft, æsir upp röddina og kallar af ákefð, heggur handarjaðrinum hart og títt eins og norrænn víkingur sem ræðst til uppgöngu á skip fjenda sinna og heggur á báðar hendur. Gamli nöldurstónninn hvarf þegar hann varð ráðherra og nú er gaman að hlusta á hann. Hann lofar jarðgöngum hverjum sem hafa vill og heitir því að skerða aðeins hár á höfði hinna ríku. Hann fer með hlutverk Hróa hattar og gerir það vel.
Kristján Þór Júlíusson hefur af að státa lengri og glæsilegri stjórnmálaferli en nokkur hinna. Þrautreyndur í bæjarstjórnum. Hann hefur rifið upp atvinnulíf og eflt samfélagið hvar sem hann hefur komið. Hann var sá eini sem hafði manndóm til að slá á framréttar lúkur þeirra sem heimta jarðgöng fyrir atkvæði.
Kristján Möller er sagður hafa mætt einhverju andstreymi í kjördæminu. Viðkunnanlegur öldungur sem úthlutar jarðgöngum af föðurlegri velvild þeim sem þess óska. Kristján Möller hefur þann kost með sér að vera bjartsýnismaður að eðlisfari og neitar að bugast. Góður maður í vondum flokki.
Birkir Jón er fyrirgreiðslupólitíkus af gamla skólanum. Enginn skyldi láta blekkjast af barnsrassinum, því undir sléttri húð dylur sig gamall fyrirgreiðslurefur. Góðærisþingmaður og pókerspilari. Léttviktari.
Ásta Hafberg heitir kona sem talar fyrir Frjálslynda flokkinn. Afar áheyrilegur kvenmaður, kýrskýr og vel heima í mikilvægum málum. Flokkurinn hennar er steindauður og er það vel, en vonandi finnur Ásta nýjan og betri farveg fyrir ótvíræða hæfileika sína.
Dægurmál | Breytt 17.4.2009 kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
16.4.2009 | 17:13
Sjálfstæðisflokkur í stórsókn
Sjálfstæðismenn eru greinilega að ná vopnum sínum um land allt. Þeir hafa aukið fylgi sitt um þriðjung frá síðustu könnun. Oddvitinn, Kristján Þór, hefur gífurlegt fylgi í kjördæminu enda vaskur maður, þaulreyndur og kjósendur vita að hann hefur alla burði til þess að rífa upp atvinnulífið og rétta við efnahag landsins. Eftir landsfund er Kristján einn af máttarstólpum Sjálfstæðisflokksins. Það kemur mér ekki óvart að kjósendur á Norðurlandi og Austurlandi skuli flykkjast um hann.
![]() |
VG stærst í Norðausturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2009 | 13:43
Óráðsíustjórnin sýnir klærnar
Er þetta það sem þjóðin þarf? Það er þegar búið að lækka laun fjölda fólks hjá hinu opinbera, fjölmargir hafa misst vinnuna vegna neyðarhagræðingar og svo kemur vinstri óráðsíu-stjórnin upp með þetta snjallræði.
Vitlegast hefði verið að afnema alla listamannastyrki næstu 5 árin. Við þurfum fyrst að eiga fyrir matnum okkar - síðan kemur röðin að listum.
En svona verður þetta næstu 4 árin. Hömlulaust sukk og fjáraustur í hringavitleysu meðan fyrirtækin fara á hausinn og alþýðan sveltur.
![]() |
Lög um listamannalaun samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 17.4.2009 kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
16.4.2009 | 10:53
Hennar tími er kominn - því miður!
Alveg vissi ég fyrirfram hvernig þessi fundur færi fram. Þarna er ekkert látið uppi. Bara gömlu, útþvældu klisjurnar um Evrópusambandið, stöðugleika krónunnar, lækkun vaxta og afnám gjaldeyrishafta. Þetta eru ekki leiðir. Þetta eru markmið!
Jóhanna Sigurðardóttir sýnir að hún er hlýðin kona og auðmjúk. Hún fylgir fyrirmælum hershöfðingjanna Össurar og Steingríms um að þegja sem fastast og gefa nákvæmlega ekkert upp. Jóhanna ætlar sér að vinna kosningasigur án þessa að svara nokkrum spurningum.
Jóhanna ætlar sér að leiða Íslendinga en vill ekki segja þeim hvert hún ætlar að leiða þá. Hennar tími er kominn - því miður.
![]() |
Húsfyllir á fundi Samfylkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2009 | 10:45
Fallega stúlkan var klaufi
Klaufi var hún þessi fallega stúlka að glopra þessu út úr sér. Hershöfðingjarnir Össur og Steingrímur kunna henni litlar þakkir. Fyrirmælin eru skýr: gefa upp sem allra minnst og helst ekkert um fyrirætlanir stjórnarinnar.
Ríkisstjórnin siglir háan byr. Verði hún ekki fyrir neinu verulegu hnjaski síðustu dægrin fær hún traustan meirihluta á þingi. Hún þarf ekki að gera neitt annað en þegja og það hyggst hún gera.
![]() |
Orð Katrínar falla í grýttan jarðveg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2009 | 10:40
Þjóðin treystir Sjálfstæðisflokknum best
Þetta er skemmtileg könnun, ólík flestum öðrum könnunum. Í anda hennar ættu VG og Sjálfstæðisflokkur að mynda saman ríkisstjórn - en það er auðvitað borin von.
Gaman að sjá að þjóðin treystir Sjálfstæðisflokknum langbest til að endurreisa atvinnulífið og fara með stjórn efnahagsmála. Þjóðin skilur að bankahrunið var ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna og þó að honum hafi farist margt óhönduglega er hafið yfir allan vafa að honum er best treystandi til þess að rífa Ísland upp úr lægðinni.
Vinstri stjórn mun hindra nýja uppsveiflu og halda okkur á fátæktarmörkunum árum eða áratugum saman.
![]() |
Flestir treysta núverandi stjórnarflokkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2009 | 09:07
Steingrímur og Össur þegja sem fastast
Um hvað er konan að tala? Er henni ókunnugt um að laun opinberra starfsmanna hafa þegar verið lækkuð?
Það er aðdáunarvert að mogganum skuli hafa tekist að finna eina bitastæða setningu í máli Katrínar. Hún og Helgi Hjörvar gættu þess vandlega að segja nákvæmlega ekkert um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar.
Enginn skyldi halda að þessi grafarþögn stafi af heimsku þeirra tveggja. Þau eru að hlýða fyrirmælum. Stjórnarflokkarnir hafa byrinn í seglin og dagskipunin er sú, að þegja en ekki segja. Þeir Steingrímur og Össur álykta sem svo, að þögnin skaði þá ekki en allar upplýsingar um fyrirætlanir þeirra geti skaðað stjórnarflokkana. Um Jóhönnu þarf ekki að ræða. Hún bara skrifar upp á víxlana.
Fjölmiðlar mega ekki láta þessa þögn viðgangast. Það gengur ekki í lýðræðisríki að ríkisstjórn fái að ganga til kosninga án þess að skýra frá fyrirætlunum sínum.
![]() |
Frekar lækka laun en fækka störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.4.2009 | 09:00
Varnarsigur í sjónmáli
Þessi útkoma sýnir að almenningur hefur ekki látið fjölmiðlafárið blekkja sig. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki spilltur flokkur. Þetta var hörð raun fyrir ungan, óreyndan formann. Hann stóð sig með ágætum og hefur uppskorið almennt lof fyrir framgöngu sína. Bjarni Benediktsson gengur úr eldinum með sviðið hár en að öðru leyti óskaddaður.
Haldi Sjálfstæðisflokkurinn áfram að vaxa svona ört, þá getum við gert okkur vonir um varnarsigur í kosningunum. Mikilvægast er að þeir sem hafa að jafnaði stutt Sjálfstæðisflokkinn, en bilað í orrahríðinni, snúi heim til föðurhúsanna þar sem þeim verður vel fagnað.
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst milli vikna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
-
kleppari
-
odinnth
-
viggojorgens
-
joiragnars
-
pallvil
-
kristinn-karl
-
halldorjonsson
-
bassinn
-
blaskjar
-
skari60
-
snjolfur
-
altice
-
andres
-
svarthamar
-
axelthor
-
hlf
-
gthg
-
noldrarinn
-
maeglika
-
finni
-
gustaf
-
ragnhildurkolka
-
bjornbondi99
-
gp
-
jokris
-
andrigeir
-
reykur
-
skagstrendingur
-
jonvalurjensson
-
offari
-
fun
-
bf
-
arikuld
-
lehamzdr
-
ziggi
-
skulablogg
-
rafng
-
juliusbearsson
-
jari
-
islandsfengur
-
stormsker
-
haddih
-
agbjarn
-
katagunn
-
brylli
-
esgesg
-
siggith
-
gorgeir
-
gleymmerei
-
holmarinn
-
holmgeir
-
jonmagnusson
-
kreppan
-
kristjan9
-
rannveigh
-
pjeturstefans
-
umrenningur
-
tilveran-i-esb
-
valdimarg
-
sisi
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
joelsson
-
gunz
-
mosi
-
ollana
-
allt
-
kebblari
-
thorarinn
-
muggi69
-
ihg
-
helgigunnars
-
what
-
nautabaninn
-
jonsnae
-
thjalfi
-
bjargfruin
-
stebbifr
-
170341
-
jakobk
-
lm
-
steffy
-
egillthord
-
alyfat
-
estheranna
-
re
-
olafurthorsteins
-
huldumenn
-
sigurdurkari
-
sjonsson
-
marinogn
-
arnthor
-
mullis
-
vogin
-
ace
-
axelpetur
-
jonkarijonsson
-
jaherna
-
gummi-p
-
borkurgunnarsson
-
snorrima
-
landfari
-
eyjann
-
gbe
-
carlgranz
-
heimssyn
-
gattin
-
gmc
-
kerubi
-
fullvalda
-
tourguide
-
omarragnarsson
-
morgunbladid
-
bjarnihardar
-
morgunblogg
-
krist
-
smjerjarmur
-
predikarinn
-
vinaminni
-
gagnrynandi
-
magnusthor
-
snorribetel
-
eeelle
-
veravakandi
-
nonniblogg
-
hjaltisig
-
benediktae
-
athena
-
hallarut
-
ksh
-
joninaottesen
-
thjodarheidur
-
harring
-
gamli
-
prakkarinn
-
zeriaph
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
vidhorf
-
yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar