Óráðsíustjórnin sýnir klærnar

Er þetta það sem þjóðin þarf? Það er þegar búið að lækka laun fjölda fólks hjá hinu opinbera, fjölmargir hafa misst vinnuna vegna neyðarhagræðingar og svo kemur vinstri óráðsíu-stjórnin upp með þetta snjallræði.

Vitlegast hefði verið að afnema alla listamannastyrki næstu 5 árin. Við þurfum fyrst að eiga fyrir matnum okkar - síðan kemur röðin að listum.

En svona verður þetta næstu 4 árin. Hömlulaust sukk og fjáraustur í hringavitleysu meðan fyrirtækin fara á hausinn og alþýðan sveltur.


mbl.is Lög um listamannalaun samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú varst nú einu sinni á spenanum, ekki satt, Baldur minn?

Lesandi (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 14:12

2 identicon

Hvaða matur verður í kvöld mamma? Það verður lesið úr ljóðabók elskan.

gunna (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 14:31

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Lesandi, ég er ekki að segja að við ættum að afnema listamannastyrki til eilífðar, aðeins næstu 5 árin meðan við erum að koma undir okkur fótunum - ef okkur tekst það á annað borð.

Baldur Hermannsson, 16.4.2009 kl. 15:05

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

gunna, þú kannt að koma orðum að því!

Baldur Hermannsson, 16.4.2009 kl. 15:06

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Listamannalaun eru arfur gamals tíma og dæmi um pólitíska óráðsíu. Geta listamenn ekki einfaldlega unnið fyrir sér eins og aldraðir og öryrkjar?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 16.4.2009 kl. 16:22

6 Smámynd: Anna Guðný

Eitt er að halda áfram því sem hefur verið hingað til, annað er að bæta við.

Skil þetta ekki heldur, frekar en svo margir aðrir.

Anna Guðný , 16.4.2009 kl. 16:35

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eðlilegast er auðvitað að listamenn vinni fyrir sér með því að selja verk sín. Styrki ætti að veita til sérstakra verkefna. En reyndin er sú að margir eru einfaldlega á launum, listamannalaunum, og oft eru það menn sem enginn vill kaupa verk eftir.

Það er glórulaust að fjölga slíkum launum núna þegar verið er að lækka laun fólks og segja mönnum upp störfum.

Baldur Hermannsson, 16.4.2009 kl. 17:06

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Að mínum dómi á að styrkja listamannaspírur til þess að gefa þeim tækifæri. En gjaldþrota þjóð hefur engin efni á því að greiða með þekktum listamönnum sem hafa alla burði til þess að lifa af list sinni.

Kolbrún Hilmars, 16.4.2009 kl. 17:58

9 identicon

Ef við ætlum að greiða listamannalaun, er þá ekki einmitt lógískt að ríkið eignist öll verk sem listamaðurinn býr til á meðan hann er á listamannalaunum? 

Listamaðurinn getur þá kosið að afsala sér laununum þegar hann sér fram á að geta lifað af eigin list.

Fjölnir (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 10:24

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hollenskur listmálari sem sýnt hefur víða um lönd tjáði mér fyrir nokkrum árum að hollenska ríkið ætti 400 000 listaverk sem enginn vill sjá eða heyra. Það er geymt í risaskálum, það kostar morð fjár að varðveita þetta og lagfæra þegar þarf, eins og lög kveða á um. Ríkið hefur í örvæntinmgu reynt að koma þessu út, inn á stofnanir og annað, en enginn vill hafa þetta nálægt sér.

Baldur Hermannsson, 17.4.2009 kl. 11:50

11 identicon

Listamenn sem framleiða verk sem ekki einu sinni er hægt að gefa eru augljóslega ekki verðir listamannalaunana.  Það er borðleggjandi.  Menn eru allt of gjafmildir á styrki ef 400.000 verka safn styrkþega safnast upp í óþökk allra.

Fjölnir (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 17:29

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fjölnir, þetta var yfirlýst stefna Hollendinga um langt árabil - og er kannski enn þá. Gallinn við "nútímalist" er bara sá að mikið af henni er algert rusl sem enginn vill sjá eða heyra. Ég hef lagt á mig þá raun að fara á listsýningar hér heima, þar sem manni var boðið upp á auvirðilega lágkúru. Það er til skammar að lækka laun alþýðunnar til þess að halda uppi svona framleiðslu.

Það þarf ansi harðvítugan vinstri mann til að verja þessa óhæfu. Mér sýnist reyndar hér á blogginu að grimmustu vinstri hundarnir leiði þetta mál hjá sér.

Baldur Hermannsson, 17.4.2009 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 340385

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband