Bláa hjartað slær í kjörklefanum

Við göngum til kosninga í skugga  ferlegra áfalla, skemmdarverka, múgæsingar, eineltis og landráða. Forfeður okkar og formæður voru sundurleit hjörð og það tók sinn tíma að verða ein þjóð í einu landi. Sem ein þjóð höfum við lifað hér meir en ellefu hundruð ár. Sem ein þjóð lifðum við af Sturlungaöld, Svarta dauða, Tyrkjarán og Móðuharðindi.

Nú göngum við sundruð til kosninga. Heiftar og hatursáróður vinstri flokkanna hefur sundrað okkur. Þar er Jóhanna Sigurðardóttir fremsti spellvirkinn. Illúðleg veifar hún goggnum og skýtur eldibröndum haturs og mannfyrirlitningar. Jóhanna er forsætisráðherra heiftúðugra vinstri manna. Hún er ekki forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar.

En hvað skal kjósa? Mörg erum við tvístígandi. Við skulum alls ekki taka ákvörðun sem við munum iðrast sárlega strax á morgun.

Göngum í kjörklefann og finnum hvernig Bláa hjartað slær í í brjóstinu. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn.

XD


mbl.is Kjörfundur hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Jahérna þvílík heift er í gangi að sjá ekki flísina í eiginn auga

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 25.4.2009 kl. 09:18

2 identicon

Þú ert greinilega ekki úr þessu sólkerfi.

Ættir því ekki að hafa kosningarétt.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 09:30

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

 FrozenBaldur, hringdu gæskur. 





Magnús Sigurðsson, 25.4.2009 kl. 09:33

4 identicon

Ég hef heyrt að margir sjálfstæðismenn ætli að skila auðu þessar kosningar, svona aðeins til að refsa þeim fyrir slælega frammistöðu.

Það er ekki illa til fundið að láta þá aðeins vita af óánægju sinni, annars halda þeir að allt sé í lagi og halda áfram á sömu braut.

Einnig er hægt að fara í fjallgöngu eða golf og refsa þeim þannig. Gott er að komast í snertingu við landið á svona dögum og finna hvernig hugurinn lyftist upp frá eymdarvoli frjálshyggjunnar og þá verður hægt að horfa til bjartrar framtíðar undir stjórn fólks sem ann landinu og þjóðinni.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 09:33

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur, ertu þá að vísa til Jóhönnu - eða bara vinstri manna yfirleitt?

Baldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 09:44

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Viðar, mér finnst örla á þröngsýni í þessari athugasemd þinni. Mætti segja mér að þú kysir Þór Saari.

Baldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 09:45

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, hvaða símhringingar ertu alltaf að fjasa um? Drífðu þig á kjörstað og krossaðu við Kristján Þór og Tryggva Herberts. Það eru mennirnir sem geta bjargað Austurlandi. Gleymdu því aldrei hverjir gáfu ykkur Kárahnjúkavirkjun!

Baldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 09:47

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn hinn ungi, það er vel hægt að sameina þetta allt. Sjálfur er ég að fara austur í Þorlákshöfn á eftir til að spila þar golf, svo langar mig til að arka meðfram ströndinni með konu minni, svo skundum við á kjörstað og finnum litlu Bláu hjörtun tifa í vonglöðum íhaldsbrjóstunum.

Baldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 09:49

9 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Bláa hjartað slær, ekki spurning.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 25.4.2009 kl. 09:53

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sé forsætisráðherrann sjálfstæðismaður er hann eðlilega forsætisráðherra allar þjóðarinnar, sem er sameinuð og sæl undir forystu trausts, milds og föðurlegs föðurlandsvinar sem ekki má vamm sitt vita né neitt aumt sjá.

Sé forsætisráðherra úr öðrum flokki og Bláa höndin utan stjórnar þá er þjóðin sundruð og ríkjum ráða spellvirkjar, haturssinnar og landráðamenn. Forsætisráðherrann er ekki forsætisráðherra allrar þjóðarinnar enda landráðahænsn fullt haturs og mannfyrirlitningar sem situr stöðugt á svikráðum við þjóð sína. 

Er þetta það sem þú ert að segja Baldur? 

Ef þetta er þín heimssýn skaltu fyrir alla muni halda þig við Sjálfstæðisflokkinn áfram, svona víðsýni og réttsýni rúmast hvergi annarstaðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.4.2009 kl. 09:53

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Anna, ég held þú sért aðeins of ginkeypt fyrir lygum vinstri manna. Sjálfstæðisflokkurinn er alls ekki fyrir einhverja tiltekna einstaklinga, hann er fyrir alla - hann er fyrir alþýðuna í landinu. Veistu hverjir sátu landsfundinn? Íslenskt alþýðufólk til sjávar og sveita.

Baldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 09:57

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ægir, þegar Bláa hjartað slær þá er það ljúfur og góður hjartsláttur. Við erum íslendingar og kjósum fyrir Ísland. Það er ekki bannsett heiftin að angra okkur, hún ásækir bara vinstra hyskið.

Baldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 09:59

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Axel, það hafa margir menn verið kjörnir til hárra embætta og starfað fyrir þjóðina alla. Ég held að Kristján Eldjárn sé fegursta dæmið um slíkan mann. Jóhanna er alger andstæða. Illskeytt, bitur kona sem elur á hatri og sundrungu. Hún er óheillakráka Íslands. Ef þú ert kommúnisti þá kjóstu heldur Steingrím, hann er miklu heilsteyptari persóna.

Baldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 10:02

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Tryggvi Þór er drengur góður, það þekki ég frá fyrr tíð, þó hann hafi villst af leið á krákustígum þeirrar hagfræði sem setti Ísland á hausinn.

En hringdu Baldur minn það skara ekki , það var þessi kafli í færslunni þinni hérna á undan sem sannfærði mig um að þú værir ekki allsgáður og hefðir ekki verið það núna í nokkra daga.

"Bjarni var málefnalegur og gerði góða grein fyrir skoðunum sínum. Hann býr að þekkingu og orðaforða sem hinir bera ekkert skynbragð á. Hann er heima í öllum atriðum sem varða efnahagsmál Íslands, hvort sem það er fyrningarleið, kvótakerfi, sjóðstreymi, arðsemi eða afskriftir. Bjarni hefur vaxið gífurlega á þeim örstutta tíma sem hann hefur gegnt formennsku. Á hann mun dæmast að þola ferlegasta afhroð í sögu Sjálfstæðisflokksins. Hann á erfiða daga í vændum."

Er þetta normalt?

Magnús Sigurðsson, 25.4.2009 kl. 10:23

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já Maggi minn. Þetta er normalt. Hættu svo að tönnlast á þessum símahasar og láttu þér detta eitthvað betra í hug. Nú sest ég upp í minn bláa (hvað annað) pallbíl og ek með mína spúsu austur í Þorlákshöfn, þar sem sjófuglar garga yndislega yfir golfvellinum. Heyrumst síðar í dag. Vona að veðrið sé eins fagurt hjá þér og okkur hér syðra. Kær kveðja.

Baldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 10:31

16 identicon

Blá er lundin, blátt er þel

blár er draumur okkar

og framtíð bíður blá sem hel

ef blífa vinstri flokkar.

St. Gulliana (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 10:55

17 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Baldur og gleðilegt sumar.

Þetta haturssull út í Jóhönnu gerir þér ekki gott. Þú verður að sætta þig við veruleikan. Sjálfstæðismenn eru ekki alltaf góðir í því sbr. Ingva Hraf á ÍNN/Hrafnaþingi: Stjórnina tengir hann morðgingjum kommúnismans, nasafasimisman og fasismans (honum var svo mikið niðri fyrir að hann kom þessu varla út úr sér). Kíktu á bloggið mitt - þar er hann froðufellandi.

Hjálmtýr V Heiðdal, 25.4.2009 kl. 13:47

18 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Vel á minnst - völlurinn í Þorlákshöfn er góður. Hvernig gengur í íþróttinni? Ég er búinn að ná 18 í forgjöf. Byrjaði of seint.

Hjálmtýr V Heiðdal, 25.4.2009 kl. 13:51

19 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vel af sér vikið hjá Hjálmtý að greina froðu annarra í gegnum eigin froðu, en fullkomlega samkvæmt Samfylkingaruppskriftinni.

Ragnhildur Kolka, 25.4.2009 kl. 14:04

20 Smámynd: Hörður B Hjartarson

     Baldur! Ég segi nú bara - : " Ja hérna " , og svo er verið að tala um illskeytt skeyti frá mér , þessir menn ættu að lesa þínar færslur , þeir dyttu niður dauðir .

     Ég held ég fái mér eitthvað jákvætt í sinnið , þó ekki væri annað en kíkja á gula ferlíkið í háloftunum , eftir þetta gogga gogg blogg hjá þér .

Hörður B Hjartarson, 25.4.2009 kl. 15:09

21 Smámynd: Björn Birgisson

Þegar blámi sést á hjörtum og andlitum er oftast stutt í andlátið! Bláherinn tapar um 40% þingmanna sinna í kvöld. Sjónarsviptir af einhverjum, landhreinsun í einhverjum tilfellum. Til dæmis er sárt að missa  Birgi Ármannsson út af þingi. Af honum leka glettnin, gleðin og gáskinn í því mæli að þjóðin má illa við því að missa hann út!

Húsatóftavöllur skartaði sínu fegursta í blíðunni í dag. Hvernig gekk hjá Þorláki?

Björn Birgisson, 25.4.2009 kl. 18:36

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hjálmtýr, ég er með 9,9 en spilaði nú ekki samkvæmt því dag, enda er sumarsveiflan ekki komin inn. Það skiptir engu máli hvenær þú byrjar eða hvort þú verður góður. Finndu þér skemmtilega spilafélaga og njóttu lífsins í harðri keppni. 18 er alls ekki svo slæmt, þú ert þá að para slatta af holum á hverjum hring.

Björn, við lékum 2 gegn 2 og við töpuðum en þó ekki stórt. Það kostaði bjór í skálanum. Aðrir munu tapa stærra á þessum Drottins degi. Ég náði helling af pörum en engum fugli - var þó oft að pútta fyrir fugli.

Baldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 19:04

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

St. Gulliana, þakka þér kærlega fyrir vísuna. Hún tjáir hug allra sannra Íslendinga í dag.

Baldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 19:05

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hjálmtýr, ég hef ekkert á móti Ingva Hrafni en ég held ég sleppi því að horfa á hann fella froðu. Vona að þú móðgist ekki.

Baldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 19:07

25 Smámynd: Björn Birgisson

"Hellingur af pörum" hljómar vel. Verður ekki bara skemmtilegt í kvöld - þrátt fyrir allt?

Björn Birgisson, 25.4.2009 kl. 19:09

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ragnhildur, vera má að einhverjum blöskri vinstri froðan sem vellur fram af vitum Hjálmtýs, en við sem þekktum hann í gamla daga og munum hvernig hann var þá, okkur finnst nú ekki mikið varið í þetta. Hjálmtýr er batnandi maður.

Baldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 19:09

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, hvar í ósköpunum komst þú auga á gula ferlíkið í dag?

P.S. Vona að þú hafir gleymt að kjósa.

Baldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 19:10

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég er búinn að hamstra Pepsí Max og Maaruds svo kvöldið verður alls ekki slæmt.

Baldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 19:11

29 identicon

Karlinn minn, og kodda til að gráta í. Ekki skal vanmeta það. Ég verð fjarri sorginni. Ég verð að taka á móti vorinu. Þú er velkomin kæri vinur ef rofar til

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 19:36

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þegar neyðin er mest er Hallgerður best!

Baldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 19:41

31 Smámynd: Björn Birgisson

Sér frúin nokkuð bloggið frá Hallgerði, Vestmannaeyja kvensu? Pepsí og snakk er bara fyrir feminista og "þurrskreytingar". Bjór til upphitunar, rauðvín með grillmatnum, viský með kaffinu (með ríflegri ábót) er fyrir alvöru Sjálfstæðismenn og okkur hina. Skál Skugga-Baldur! 

Björn Birgisson, 25.4.2009 kl. 21:35

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hallgerður er "afturgengin" svo það skiptir akkúrat engu máli!

Baldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 21:45

33 Smámynd: Björn Birgisson

Held að Halla mín, Vestmannaeyjagella, sé engin vofa. Til hamingju með verðskuldaða útreiðina í kosningunum. Bláa höndin klórar sér bara á bakinu næstu árin, sleikir sárin. Einkavinavæðingin hefur verið dæmd út í  ysta hafsauga. Spillingin hefur hér verið metin af þjóðinni. Og dæmd út í ystu myrkur. Sá dómur er ótímabundinn. Sjálfstæðisflokkurinn verður utanveltu um langa hríð. Vonandi sem lengst.  

Björn Birgisson, 25.4.2009 kl. 23:02

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já.

Baldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 23:26

35 identicon

Hahahahaha þú ert mikið veikur kallinn minn, en það er bót í máli að nú færðu góða þjónustu í heilbrigðisgeiranum því nú þarftu ekki að biðja til Guðs um að verða ekki viekur. En mundu bara að ykkar skoður endurspeglar ekki skoðunn þjóðarinnar eins og þú sérð í þessum kostningum.

nafnlaus (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 00:22

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

nafnlaus, hve oft þarf ég að endurtaka þessa staðreynd sem þó ætti að vera næsta augljós: þjóð hefur ekki skoðun, einstaklingar hafa skoðun.

Baldur Hermannsson, 26.4.2009 kl. 00:53

37 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Velkomin í minnihlutan .... Baldur og það fyrir lífstíð og kannski tími til komin að þú farir að hafa RÉTT FYRIR ÞÉR ef ég vísa í blogg þitt (meiri hlutin hefur alltaf rétt fyrir sér ). FLokkur þinn er í dauðteigum og mun aldrei verða annað en hjóm í framtíðinni. Það sem feldi ykkur var messiasísk leiðtogadýrkun og kokhreisti sem engin innistæða var fyrir.

Njóttu heill og lifðu vel í sporum þolandans...  

Brynjar Jóhannsson, 26.4.2009 kl. 05:02

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Brynjar, það er ekki  nóg að hafa heilann, þú verður einhvern tíma að fara að nota hann líka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ALLTAF verið í minnihluta. Oftast hefur hann haft aðeins 36% en hinir 64%. Nú hefur hann 23,6 %. Minnihluti var það og minnihluti er það.

Baldur Hermannsson, 26.4.2009 kl. 07:48

39 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Baldur ! Besta sóknin hjá þér , fyrir næstu kosningar , er að læra Nallann . Öllum í FL okknum til góðs .  ;)

Hörður B Hjartarson, 26.4.2009 kl. 16:05

40 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Heilinn er vel notaður hjá mér þakka þér fyrir, í það minnsta ekki misnotaður.

Sjáflstæðsiflokkurinn var alltaf stærsti meiri hlutinn á íslandi í gegnum tíðina og hegðaði sér sem slíkur (allaveganna hafði hann og hefur alltaf rangt fyrir sér) . hann var til að mynda meiri hluti en samfylking er af íslensku þjóðinni og vg og er ekki minni hluti en svo að hann er enn næst stærsti flokkur landsins. Einnig var hann í meiri hluta ríkisstjórn með ríkisstjórn með framsókn í ótal mörg ár og t.d sagði Hannes Hólmsteinn, stóra ástin í lífi þínu að þeir flokkar væru svo líkir á sínum tíma að ekkert væri í fyrirstöðu að sameina þá. 

Annars hef ég engar áhyggjur... Íhaldið er búið að vera.

Brynjar Jóhannsson, 26.4.2009 kl. 17:12

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Verði ykkur að góðu, kommar góðir. VG eru strax byrjaðir að svíkja kosningaloforðin. Ögmundur ætlar að drösla þjóðinni inn í Evrópusambandið þrátt fyrir svæsin loforð um hið gagnstæða.

Baldur Hermannsson, 26.4.2009 kl. 19:19

42 Smámynd: ThoR-E

Um leið og stefna sjálfstæðisflokksins fór úr því að vinna að hagsmunum þjóðarinnar, yfir í að vinna að hagsmunum flokksmanna, flokksgæðinga og styrktaraðila, að þá var leiðin bara niður.

Og það sýndu kjósendur að svona vinnubrögð eru ekki liðin.

Sama mál segja um flokkinn minn, Frjálslynda .. að þar hafa verið illdeilur og ósætti milli flokksmanna og þingmanna sem hlaupið var með beint í fjölmiðla.. sem og brot á reglum ... ofl ofl ofl ... kjósendur treysta ekki svona vinnubrögðum.

En guð hjálpi okkur öllum .. Samfylkingin og VG í ríkisstjórn áfram .. held að við getum bara tilkynnt gjaldþrot Íslands strax ... og gengið í Noreg eða ESB ... þetta lítur ekki vel út.

Á virkilega Georg Bjarnfreðarson... að koma okkur út úr efnahagsvandanum...

ThoR-E, 27.4.2009 kl. 13:44

43 Smámynd: Baldur Hermannsson

AceR, Sjálfstæðisflokkurinn á mikið verk fyrir höndum og ég ætla ekki að gefa mér neitt í þeim efnum - kannski tekst honum að rétta sig af, kannski ekki.

En er ekki sjálfhætt hjá Frjálslyndum?

Baldur Hermannsson, 27.4.2009 kl. 15:32

44 Smámynd: ThoR-E

Það er spurning .. það er verið að funda um framtíðina .. það hefur meðal annars verið kallað eftir afsögn formannsins sem og allri stjórninni.

Eru víst uppi raddir um að hann hafi neitað að hlusta þegar t.d fyrrv varaformaður (Magnús Þór) sem og formaður ungliðahreifingarinanr (og ungliðahreifingin mest öll), ofl ofl hafi ítrekað varað við og gagnrýnt þessi vinnubrögð sem innan flokksins voru viðhöfð.

Skipstjórinn hlustaði ekki á stýrimennina þegar skipið var að sökkva.. hélt áfram og tók skipið niður með allri áhöfninni. Bara út af því að hann vildi vera skipstjóri áfram .. tók ekki sönsum. Tek það samt að Guðjón er góður maður ... hann gerði bara mistök.

Dapurlegt hvað er búið að gera þessum góða flokki. Á 2 árum er búið að rústa flokknum ...

--

Hvað sjálfstæðisflokkinn varðar .. að þá hefur vissulega orðið breyting þar. .. nýtt fólk inn og þannig. Ef náhirð Davíðs fyrrv er bolað burt og hafið verði uppbygging og heiðarleiki og siðferði verði nr.1 , 2 og 3 í staðin fyrir eiginhagsmunapot .. og græðgi .. eins og hefur verið undanfarin ár.. því miður. Ég óska D samt góðs gengis..

ThoR-E, 27.4.2009 kl. 15:44

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Er ekki einfaldara fyrir ykkur, þessar sárafáu hræður sem eftir eruð, að stofna nýjan flokk? Annars munuð þið dragnast með byrðar fortíðarinnar á bakinu alla daga.

Baldur Hermannsson, 27.4.2009 kl. 16:00

46 Smámynd: ThoR-E

Má vera, eða skipta um nafn.

Kemur í ljós á næstu dögum.

ThoR-E, 27.4.2009 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 340414

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband