Kerlingarvargurinn veifar goggnum og grobbar

Alltaf skal Kjartan Gunnarsson hitta naglann á höfuðið. Hann hefur einstakt lag á því að sýna hlutinu í skörpu ljósi með örfáum orðum. Hlægilegt að hlusta á grobbið í kerlingarvarginum, veifandi goggnum eins og geðill kráka - slefar í 30% og rétt nær að merja Sjálfstæðisflokkinn í sárum. En leyfum henni að grobba. Hún gerir sig bara að fífli.

Vonandi tekst þessari stjórn að taka á málum af einhverju viti. Þá mætti hún veifa goggnum mín vegna. Ég er nú svo sanngjarn maður að ég mun ljúka á hana lofsorði ef hún gerir það.


mbl.is Fótbrotinn Sjálfstæðisflokkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Þessi færsla fær 11 ómögulega af tíu mögulegum.

"Ég er nú svo sanngjarn maður að ég mun ljúka á hana lofsorði ef hún gerir það"

Þú gleymdir að nefna alkunna pólitíska víðsýni þína og umburðarlyndi fyrir vinstra fólki! Við lesum það bara á milli línanna!

Björn Birgisson, 27.4.2009 kl. 19:44

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég er ekki forpokaður eins og þú. Ég ann fólki alltaf sannmælis, hvort heldur það er rautt eða blátt, hátt eða lágt. Þess vegna hef ég talað af vinsemd og virðingu um fjölmarga vinstri menn og jafnvel Framsóknarmenn - og það síðasta er ekki lítið afrek.

Einkum bíð ég spenntur eftir því að sjá hvað stjórnin muni gera í fiskveiðimálum og liðsinni við fyrirtækin í landinu. Ef hún stendur sig þar mun ég ljúka lofsorði á hana.

Menntamálin eru líka í verulegu ólagi þótt þau líti ekki þannig út á pappírnum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft þau mál á hendi lengi og ég hef alltaf sagt að hann hafi ekki staðið sig þar sem skyldi. Svona er ég nú sanngjarn - en sanngirni er reyndar hugtak sem þú skilur ekki.

Baldur Hermannsson, 27.4.2009 kl. 19:50

3 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, þarna þekki ég þig. Færsla upp á jafnmarga punkta og góður "fugl" gefur með forgjöf.

Dáist að afreki þínu gagnvart Framsókn. Gæti aldrei leikið það eftir.

Auðvitað er ég forpokaður og skil ekki hugtakið sanngirni. Ekki vera að eyða innslætti í það sem allir vita.

Kjartan "haugsugunefur" sagði Sjálfstæðisflokkinn fótbrotinn á báðum. Það er kannski alveg rétt. En miklu alvarlegra er að hann er algjörlega lamaður fyrir ofan banakringlu.

Ertu búinn að lesa færsluna mína um þjóðstjórn - með nýju víðsýnisgleraugunum þínum? 

Björn Birgisson, 27.4.2009 kl. 20:08

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei, hvers vegna ætti ég að lesa hana? Geir og Solla hefðu betur hlustað á Drottinn Oddsson og skipað þjóðstjórn á sínum tíma. Nú hefur það ekkert upp á sig. VG og Samfylking eru með öflugan meirihluta og munu hæglega hrinda sínum málum í framkvæmd. Sumt mun takast vel, annað illa. Vonandi verður fyrri hlutinn umfangsmeiri.

Baldur Hermannsson, 27.4.2009 kl. 20:13

5 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, það hefur allt upp á sig, fauskurinn þinn. Þörfin á því er jafn mikil nú og þegar hrokagikkirnir Solla stirða og Geir hinn fælni höfnuðu hugmyndinni. Með þeim rökum að meirihlutinn væri traustur og til í að taka á vandanum. Annað kom á daginn.

Komdu svo ekki með færslu um að Samfó hafi svikið og stungið af. Þið voruð þá þegar fótbrotnir á báðum og komnir með heilafúa.

Björn Birgisson, 27.4.2009 kl. 20:30

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

OK, anything you say.

Baldur Hermannsson, 27.4.2009 kl. 20:33

7 identicon

Þið hljótið að vera góðir vinir.

Svona tala bara reglulega góðir vinir saman.

Bara gaman að þessu hjá ykkur.

HÞB (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 21:15

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hæ HÞB, komdu oftar og heilsaðu upp á - og miðlaðu oss fákænum af visku þinni.

Baldur Hermannsson, 27.4.2009 kl. 21:21

9 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Þessir tveir eru æðislegir, kemst alltaf í gott skap að lesa þá.

Ég er þó ágæt eftir kosningarnar og hann Kjartan Gunnars veit hvað hann syngur.  Ég get ekki séð neinn sigur hjá Samfylkingunni. Átti von á að Framsókn kæmi betur út, hann vinnur á nýi formaðurinn heyrist mér á tali fólks í kringum mig. Þó ekki allir tilbúnir að kjósa hann en gæti trúað að slatti af Sjálfstæðismönnum hafi gefið Framsókn X frekar en S og VG

En ég setti X við D, engin ástæða að þvælast milli flokka, búin með þann pakka.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 27.4.2009 kl. 21:26

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sammála um Sigmund, afar geðugur strákur, verður fróðleg að sjá hvort hann nær tökum á flokknum.

Baldur Hermannsson, 27.4.2009 kl. 21:27

11 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar Þór, mér þykir mjög vænt um Baldur, lít á hann gáfaðan skemmtikraft og snjallan golfara.

Hann segir fátt eitt gott um mig, sem sýnir best hvað hann er naskur og gáfaður.

Björn Birgisson, 27.4.2009 kl. 21:43

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég segi ekki neitt gott um þig fyrr en ég sé sveifluna þína. Annars er ég sjálfur að gerbreyta minni sveiflu. Ég spila við menn sem eru svo svívirðilega högglangir að eitthvað verður að gerast ef ég á ekki að fara á hausinn í sumar.

Baldur Hermannsson, 27.4.2009 kl. 21:47

13 Smámynd: Björn Birgisson

Komdu bara suðureftir til mín, gæskur! Ég er aumingji í baki og slæ samkvæmt því. Sveiflan er heimatilbúin og hvorki til útflutnings né eftirbreytni. Einhver sagði að ég ætti að fara til kennara. Ég svaraði því til að það legði ég ekki á nokkurn mann, sjálfur mannvinurinn!

Svo hefur kreppan leikið við mig, þannig, að ef þessir högglöngu svíðingar eru að setja þig á hausinn, í golfskálanum, getur þú alltaf fengið lán hjá mér. Er núna með 35% vexti. Athugaðu! Engin verðtrygging. Kaffi og meðlæti borga ég alltaf, hvor sem vinnur.

Fór 13 holur í dag. 5 pör. Þig varðar ekkert um hinar.

Björn Birgisson, 27.4.2009 kl. 22:12

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

5 af 13 er ekki slæmt. En þú gleymir að telja fuglana.

Baldur Hermannsson, 27.4.2009 kl. 22:24

15 Smámynd: Björn Birgisson

Þeir eru seinir fyrir í ár.

Björn Birgisson, 27.4.2009 kl. 22:42

16 Smámynd: Guðmundur Björn

Björn: Ákafi þinn í að vera wisserbesser segir margt um þig. 

Guðmundur Björn, 27.4.2009 kl. 23:19

17 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Björn, besserwisser, hver er þinn ákafi. Kíkti á síðuna og fann ekkert bitastætt.

Björn Birgisson, 27.4.2009 kl. 23:34

18 Smámynd: Guðmundur Björn

Einmitt!

Guðmundur Björn, 27.4.2009 kl. 23:43

19 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Björn, ekki misskilja mig, ég hef gaman af öllu fólki, en óneitanlega minna gaman af fólki sem hefur ekkert fram að færa, annað en stakar upphrópanir úr því myrkri sem umlykur það. Komdu endilega með okkur inn í ljósið! Íslandi allt!

Björn Birgisson, 28.4.2009 kl. 00:12

20 Smámynd: Björn Birgisson

Sorry Baldur!

Björn Birgisson, 28.4.2009 kl. 00:12

21 Smámynd: ThoR-E

Eru einhverjir sem taka mark á Kjartani í dag ??

Eftir allt sem undan er gengið .. tala nú ekki um lygarnar í kringum síðustu páska um styrki FLokksins .. að þá finnst mér trúverðugleiki hans hafa skaddast mikið.

Ef hann var þá nokkur fyrir.

Tími spilltrar pólitíkur er liðinn! :) Nýtt Ísland!

ThoR-E, 29.4.2009 kl. 14:51

22 Smámynd: ThoR-E

En ég setti X við D, engin ástæða að þvælast milli flokka, búin með þann pakka.

Þetta er ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn fékk þó þetta mörg atkvæði.

Hann er með áskrift af atkvæðum hjá stórum hluta fólks og skiptir það fólk engu hvað meðlimir flokksins gera eða verða uppvísir að.

Þetta er virkilega sérstakt :) hálpartin svona Stokkhólmsheilkenni .. stórskrítið ...

ThoR-E, 29.4.2009 kl. 14:55

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei AceR, hættu nú alveg, Sjálfstæðismenn eru alltaf strangir gagnvart sínum flokki og gera hærri siðferðiskröfur til hans en annarra. Honum hlekktist á og þess vegna viljum við hreinsun. Ef þú dæmir alla úr leik vegna mistaka, þá verður enginn eftir.

Og AceR: taktu mark á Kjartani, það er gaur sem veit sínu viti.

Baldur Hermannsson, 29.4.2009 kl. 16:24

24 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Viss hér Baldur segist sjá,

Sjálfstæðisflokksins grút.

Honum bara hlekktist á,

hreinsa þurfi út!

Annars mikil skemmtan að lesa "golfkjaftæðið" ykkar Bjarnar að ofan.

Magnús Geir Guðmundsson, 29.4.2009 kl. 16:54

25 identicon

Baldur minn, ég trúi því nú ekki að þú sért enn að skemmta þessari þjóð með frábæru bloggi þínu eftir að hún kaus yfir sig fjóra þingmenn Borgarahreyfingarinnar. Maður fer að efast um ágæti lýðræðisins þegar þjóðin berst í bökkum og ákveður að lausnin felist í því að láta Þráin Bertelsson koma sér til bjargar. Hreyfingin er merkilegt afl engu að síður. Hugmyndin á bak við hana er sú að horfa á allt hlutlausum augum og dæma ekki mál fyrirfram út frá flokkapólitík. Samt hafa fulltrúar Borgarahreyfingarinnar margsagt að allt sem kemur frá Sjálfstæðisflokki, gott eða slæmt, verði samstundis hunsað. Þversögn?

Ef að Jóhanna er kráka þá er Þráinn broddgöltur.

Annars grobba fleiri en krákan því lokaorð þín um hversu sanngjarn þú ert og að þú munir ljúka á hana lofsorði minna mig einna helst á Björn hvíta.

Eboue (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 17:09

26 Smámynd: ThoR-E

Ég hef séð Kjartan í fjölmiðlum ofl í gegnum árin, hef ekkert haft persónulega á móti manninum.

En aðkoma hans að þessum styrkjamálum og hvernig hann "leysti" það mál í fjölmiðlum í kringum páskana, varð nú ekki til þess að ég teldi hann neitt 100% á því sko ... :Þ

ThoR-E, 29.4.2009 kl. 17:22

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, flott vísa! Á ekki að sveifla amboðunum í sumar?

Baldur Hermannsson, 29.4.2009 kl. 18:11

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fantur ertu Eboue! En nafn þitt bendir til þess að þú munir horfa á sjónvarpið á eftir, ásamt mér. Mín spá: 2:2.

Baldur Hermannsson, 29.4.2009 kl. 18:13

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

AceR, Kjartan er einstaklega gamansamur náungi og alveg brilliant eftirherma. Mig grunar að hann hafi haft bestu skemmtun af þessum farsa.

Baldur Hermannsson, 29.4.2009 kl. 18:15

30 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, ég er sæmilegur í hnoðinu þegar sá gállinn er á mér. Í hinni fornu merkingu að ég held, þá hefði ég allavega fyrr á tíð verið til alls líklegur með orf og ljá, sömuleiðis að moka út úr haughúsum, enda af góðum sveitamönnum komin í báðar ættir.Á andlega sviðinu er ég hins vegar meir til afreka fallin núorðið.

Fjárans rugl hjá "Skyttunum" annars að næla ekki í jafntefli áðan gegn MU.

Magnús Geir Guðmundsson, 29.4.2009 kl. 21:38

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

MU voru rosalegir í fyrri hálfleik og við máttum þakka fyrir að sleppa með eitt mark undir. Við héldum í við þá í seinni. Það kom of lítið út úr Ade og ekki gott að hafa Cesc svona framliggjandi. Ég bind vonir við að vP verði kominn í næsta leik og þeir verði þá báðir með hann og Ade og þá ætti Cesc að geta legið dýpra. Almunia er æsilegur í stuttum markskotum. Yrði geggjað að fá framlengingu og vítakeppni, þar veðja ég á Almunia.

Baldur Hermannsson, 29.4.2009 kl. 22:19

32 Smámynd: Steingrímur Helgason

Vont að mega ekki brúka 'rúzzann' á þá, einz & sagt var í ~zweidinni~ forðum.  Virkaði fínt á lífzpúlara Magga.

Steingrímur Helgason, 29.4.2009 kl. 22:41

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rúzzinn æti þá lifandi og það væri gott á þá. Van Perzie verður að duga.

Baldur Hermannsson, 29.4.2009 kl. 22:44

34 Smámynd: Björn Birgisson

M. Júnætid átti þennan leik algjörlega skuldlausan allan tímann. Skytturnar eins og ráðvilltir unglingar út um allan völl, sérstaklega framan af leik. Þokkalegri í seinni. Enda nokkrum mínútum eldri og þroskaðri!

Final: M.Utd. vs. Barcelona. Tvö bestu lið heimsins. Ekki spurning.

Björn Birgisson, 29.4.2009 kl. 23:01

35 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Í fullri alvöru og á raunsæisnótum, þá er ég 75% viss um að Arsenal taki þetta íseinni leiknum, nái upp svipuðum eldmóði og mínir menn hafa náð já í svo mörgum leikjum sl. vikurnar.Það verður nú svo að segjast ykkar Baldurs og Steina mönnum í Arsenal til mikils hróss, að þeir hafa staðið sig mjög vel miðað við öll þessi miklu meiðsli sem herjað hafa á liðið.

Magnús Geir Guðmundsson, 29.4.2009 kl. 23:04

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já Skyttubörnin eru bráðflink en ég held að róðurinn verði þeim þungur í London. MU þurfa aðeins að pota inn einu marki og þá vera Skytturnar að skora 3. Það hjálpar okkur hinsvegar að við getum sparað kraftana um næstu helgi, því við náum ekki 3. sætinu og Villa mun ekki taka 4. frá okkur. MU verða hinsvegar að vinna um helgina og geta ekki hvílt sína bestu menn. Þessar kringumstæður hjálpa okkur.

Baldur Hermannsson, 29.4.2009 kl. 23:22

37 Smámynd: Björn Birgisson

Ha? Er Kjartan kominn með bleiju? Blessaður karlinn!

Björn Birgisson, 30.4.2009 kl. 20:58

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, þessi mál voru blásin út - en ekkert gert með þá kostulegu staðreynd að Solla hafði arkað eins og betlikerling milli fyrirtækja og sníkt framlög, miklu alvarlegra mál en fjölmiðlar drógu fyrir skilningarvitin og þögðu. Þetta mál allt var farsi frá upphafi til enda og það eina rétta að skellihlæja að því. Er sólarlagið ekki flott hjá ykkur Gunna núna?

Baldur Hermannsson, 30.4.2009 kl. 20:58

39 identicon

Þetta er allt mjög huggulegt hérna.

Allir vinir og svoleiðis en ég vil ekki vera kallaður nafni eða gælunafni enda skrifa ég undir listamansnafni/dulnefni og ég hef mínar ástæður fyrir því.

Og annað vil ég biðja um og það er að tala ekki illa um fólk á borð við Geir eða ISG. Þau eru veik og við eigum að hugsa vel til þeirra.

Geir og Solla voru að vinna í anda ársins 2007 þegar allir voru blindir eða kannski í slæmum tilfellum siðblindir.

Gefum þeim smá pásu.

Annað er að ég held mikið uppá Kjartan. Hann léttir mér alltaf lund með sinni skörpu sýn og málflutningi. Kjarninn og hismið...þið vitið!!

En hvenær er von á nýrri færslu frá Baldri?

HÞB (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 21:23

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

HÞB, nú er gríðarlegur annatími hjá mér og það er nú þannig með okkur sem erum latir af náttúrunnar hendi, að við verðum alltaf hálf lasnir og rytjulegir þegar við erum látnir erfiða. Ég er með bólgu í hálsinum en það er eins og slái á hana þegar ég borða íbúfen og ís. Ég er þessa dagana mest að skrifa athugasemdir á bloggsíðum annarra. Alltaf gaman að sjá hvað fólk fær ótrúlega mismunandi hugmyndir. Þetta er sennilega rétt kjá þér varðandi Geir og Sollu. Þarf að hugleiða það nánar

Fyrir alla muni skrifaðu bara sem HÞB, það er ekki verra nafn en hvað annað.

Baldur Hermannsson, 30.4.2009 kl. 21:38

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ertu með jökulinn í sikti? Ég er ei nema hálfur maður ef ég sé ekki jökulinn.

Baldur Hermannsson, 30.4.2009 kl. 21:50

42 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já ég sé það núna, komnir bláir skýjahrókar yfir hann og einn höfðinu hærri en hinir, ég kalla hann þá bara Bjarna Ben.

Baldur Hermannsson, 30.4.2009 kl. 22:06

43 identicon

Þakka þér umburðalyndið Baldur.

Þú getur veri þess fullviss að ég mun lesa síðu þína framvegis og jafnvel kommentera það sem þar fer fram sýnist mér svo.

Úr þvi að þú ert svona víðförull í bloggheimum þá spyr ég hvort þú þekkir staði þar sem bygginga- og skipulagsmál eru á dagskrá?

Annars er allt djöfullegt að frétta héðan úr höfuðborginni.

HÞB (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 22:25

44 Smámynd: Baldur Hermannsson

HÞB, nei ég er ekki nógu víðförull og kannast ekki við skipulagsmál, ég er alltof illa að mér um svo marga hagnýta hluti. Ég þyrfti að taka mér tak og setja mig inn í svo margt áhugavert í þjóðlífinu. En hvað er svo djöfullegt í höfuðborginni? Ertu þá að tala um þetta hryllilega ofbeldi - eða bara svona almennt?

Baldur Hermannsson, 30.4.2009 kl. 22:29

45 identicon

Hvað er djöfullegt í höfuðborginni spyrð þú?

 Jóka og Skallagrímur vafra hér um í Vatsmýrinni og geta ekki fundið út úr neinu.

Þau finna ekki neitt neinstaðar annað en innganginn að Norræna húsinu og útganginn aftur.

Og svo segja þau að ekkert liggi á.

Og svo ætla þau eins og hreintrúa (rétttrúa)kommonistar að taka sér frí á morgunn!!!

Og Borgin er þjökuð af raðskipulagslysum vinstri manna.

Nægir þar að nefna Háskólann í Reykjavík.

Staðarvalið er verk varaformanns Samfylkingarinnar, Dags Bergþórusonar og Eggerts.

Þetta er allt þunglyndislegt hörmungarástand.

HÞB (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 22:39

46 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég skil. Ég hef áratugum saman lifað samkvæmt þeirri lífsreglu (man ekki hvar ég lærði hana) að lyfta mér yfir hversdagsleikann og horfa ofan á hann rétt eins og ég væri upp á Esju. Þá sér maður alla hluti í stærra samhengi. Það hefur alltaf hjálpað mér þegar ástandið er erfitt. En það er auðvitað ekki þar með sagt að það hjálpi öllum. En ég tek ekki í mál að láta þessa ríkisstjórn ræna mig lífsgleðinni. Þótt hún keyri okkur öll í bólakaf mun ég brosa gegnum tárin.

Baldur Hermannsson, 30.4.2009 kl. 22:44

47 Smámynd: Björn Birgisson

Afskaplega kósí hér. Er ekki örugglega kertaljós? Jökulinn að hverfa í sólarlagið, fyrsta alvöru sólarlag sumarsins, tær fegurð. Bjarni Ben hans Baldurs að breytast í frostpinna. Geir og Solla "voru að vinna í anda ársins 2007 þegar allir voru blindir eða kannski í slæmum tilfellum siðblindir." Fyrirgefum þeim, eins og smiðssonurinn sagði: Því þau vita ekki hvað þau gjöra, (eða gerðu ekki). Allavega nettur koss við upphaf og slit sambúðar.

HÞB, ertu búinn að hringja í Jónmund á Seltjarnarnesi. Kannski eitthvað fyrir ykkur arkitektana?

Björn Birgisson, 30.4.2009 kl. 22:50

48 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hér er sko kósí því hér eru ekki kommabullurnar með forugar lappirnar uppi á borðum og spýtandi munntóbakinu þvert yfir stofuna og snýtandi sér í gardínurnar. Hér er bara kyrrð og æðri friður og Winchesterinn bíður hlaðinn við rúmgaflinn.

Baldur Hermannsson, 30.4.2009 kl. 22:53

49 identicon

Björn er kominn..

Ég er farinn.

Án gríns Björn,  þú talar eins og lögfræðingur um fyrirgefningu vegna aðgerða eða aðgerðaleysis, innblásinn af Biblíunni!!.

Erum við annars ekki öll saman í þessu?

HÞB (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 22:59

50 Smámynd: Björn Birgisson

HÞB, ertu bara farinn, kúturinn, er ég að flæma þig í burtu? Synd væri það. Höfuðsynd. Ég bið forláts, á þessari katólsku síðu, þrettán Maríubænir. Lögfræðingur? Þarftu alltaf að gera minna og minna úr mér? Get ég ekkert gert til að gleðja þitt hjarta? Grillaður humar kannski? 

Björn Birgisson, 30.4.2009 kl. 23:28

51 identicon

Góði farðu að láta ljós þitt blakta

með lærðu bloggi um spilltan vinstriskríl

um lygamerði, ljóta krákutakta

og landráðanna glæpsamlega díl.

St. Gulliana (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 16:19

52 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehehe flottur 1. maí kveðskapur þetta!

Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 16:23

53 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mikið assgoti væri bloggheimurinn dauflegur ef Baldur væri ekki þar

Finnur Bárðarson, 1.5.2009 kl. 17:37

54 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sammála, kunni ekki við að hafa orð á því sjálfur.

Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 17:57

55 Smámynd: Finnur Bárðarson

  óborganlegt svar

Finnur Bárðarson, 1.5.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 340335

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband