Færsluflokkur: Dægurmál
2.1.2010 | 13:56
Ofbeldishneigðin krefst útrásar
Manni verður þungt fyrir hjarta að lesa slíka frétt, en þó get ég ekki sagt að hún komi mér á óvart. Það er búið að spana upp svo heiftarlegan ofbeldisanda með þjóðinni og einhvers staðar vill ofbeldishneigðin fá útrás.
Við Jóna höfum farið á þennan yndislega stað tvisvar eða þrisvar á hverju ári. Þarna var fagurt á sumarkvöldum þegar geislar hnígandi sólar léku um landið, litlu kirkjuna og gömlu leiðin. Það var svo ljúft að tylla sér í kirkjunni og finna snertingu við anda liðinna tíma. En nú er þessi hjartkæri áfangastaður brenndur til kaldra kola.
Ég hef áður vakið máls á því hvernig skrílvæðing sú sem kennd er við búsáhaldabyltingu leysti úr læðingi skaðræðisöfl sem ekki verða hamin úr þessu. Það er vitað að Vinstri grænir áttu drjúgan þátt í skipulagningu skrílslátanna og efast ég þó um að Steingrímur sé hreykinn af þeirri birtingarmynd ofbeldisins sem nú blasir við.
Vinstri grænir, Álfheiður Ingadóttir og Hörður Torfason bera ekki einsömul ábyrgð á þessari skrílvæðingu. Fleiri samtök hafa farið fram með offorsi og má þar nefna Saving Iceland og félagið Vantrú.
Vantrú hefur ekki á neinn hátt hvatt til áþreifanlegs ofbeldi en mér hefur blöskrað sá hatursandi í garð Kristinnar trúar sem þessi samtök hafa boðað hér á netinu. Ég minnist þess sem Nietzsche sagði löngu fyrir aldamótin 1900: sá hernaðarandi sem menn hafa blásið upp hér í Þýskalandi mun fyrr eða síðar krefjast útrásar og valda ólýsanlegum hörmungum. Og Nietzsche reyndist sannspár.
Það er athyglisvert að fylgjast með þeim friðsamlegu mótmælum gegn Icesave sem nú eru í gangi og bera saman við ofbeldisverkin og skrílslætin á Austurvelli. Þeir sem kynt hafa ötullega undir hatri og ofbeldishneigð horfa nú á uppskeru sína og þó að einhverjir þeirra fagni brunanum í Krýsuvík held ég að þeir séu fleiri sem horfa til hans með ugg í brjósti.
Krýsuvíkurkirkja brann í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.1.2010 | 15:25
Ólafur ætlar ekki að skrifa undir!
Það er veigur í þessu áramótaávarpi Ólafs Ragnars og orð hans verða aðeins skilin á einn veg:
Forseti Íslands ætlar ekki að skrifa undir Icesave samninginn.
Vegsemd Ólafs Ragnars hefur dalað hratt á undanförnum árum en hann mun rétta hlut sinn eftir þrjá daga, þegar hann skilar Steingrími skjalinu og segir honum að stinga því þar sem aldrei sólin skín.
Ég var ekki risinn úr rekkju þegar Ólafur flutti ávarpið í sjónvarpinu, en horfði á það á ruv.is og gerði þó gott betur, því ég las það samtímis frá orði til orðs á mbl.is. Og það er enginn vafi í mínum huga. Sá kafli ávarpsins sem fjallar um lýðræði og vald þjóðarinnar verður aðeins á einn veg skilinn. Ólafur mun ekki skrifa undir. Ég hef þegar dregið upp minn snjáða, fátæka þúsundkall og slengt honum valdsmannslega á borðið - veðmálin eru hafin og ég veðja á skynsemi Ólafs Ragnars Grímssonar.
Ríkisstjórnin mun ekki leggja frumvarpið í atkvæði þjóðarinnar, því þar yrði það kolfellt. Sett verður saman þverpólitísk nefnd til að semja á nýjan leik við ofureflismennina í London. Á stórum stundum verða menn að grípa til stórtækra ráðstafana. Nú þýðir ekki að setja vitsmunalega rindla á borð við Svavar Gestsson yfir samninganefndina. Og glöggt sé ég þann mann sem á að leiða hina nýju nefnd: það er enginn annar en sjálfur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson.
Þótt Ólafur hafi glutrað niður þeirri hylli sem hann naut hjá Íslendingum í upphafi forsetatíðar, þá er hann glæsilegur á velli, vel máli farinn, langskólagenginn, talar erlend tungumál og það sópar að honum.
Ólafur Ragnar og enginn annar á að leiða hina nýju samninganefnd Íslands.
Vilji þjóðarinnar hornsteinninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2009 | 21:03
Var kerlingarálkan á lyfjum?
Þarna sat þetta finngálkn og flutti ræðu sem annar maður fékk greitt fyrir að semja fyrir hana - og þetta var svo sem ágætis ræða, ég hef heyrt þær lakari. En þetta var versti flutningur sem ég hef nokkurn tíma heyrt á gamlaárskvöldi. Veslings kerlingarálkan hafði enga tilfinningu fyrir inntaki ræðunnar, eins og oft vill verða þegar maður þylur texta upp úr öðrum - texta sem maður skilur kannski ekki alveg fyllilega.
Meðan ég hlustaði á hana komu upp í hugann ýmis orð sem enda á -unn, svo sem vorkunn og miskunn. Kerlingunni leið ekki alls kostar vel. Hún einhvern veginn slefaði orðunum út úr sér, vönkuð og annars hugar, kannski var hún á lyfjum. Það er skiljanlegt. Hún er nýbúin að kalla yfir Ísland meiri hörmungar en nokkur Íslendingur hefur gert síðan Einar Herjólfsson bar hingað Svarta-dauða árið 1402. Og hún ætlar sé stærri hlut í hörmungasögu þjóðarinnar, því bráðum ætlar hún að uppræta íslenskt þjóðerni og þjóðmenningu og drekkja okkur endanlega í hafi þjóðanna.
Ég hef í sjálfu sér enga trú á því að þetta sé beinlínis vond kerling. Ef hún væri ekki svona lítilsigld og ómerkileg myndi maður sennilega leggja það á sig að leita að einhverjum lofsverðum þáttum í fari hennar.
Krefjumst ábyrgra fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (50)
29.12.2009 | 17:11
Hver verður Nýliði ársins 2009 ?
Bráðum ár er liðið frá Alþingiskosningum og komin reynsla á nýliðana. Hver er Nýliði ársins 2009? Hver er þeirra líklegastur til að verða sómi Íslands, sverð og skjöldur?
Það er fljótlegt að afgreiða verstu tossana. Enginn vinstri maður með snefil af sómatilfinningu mun kjósa Sigmund Erni í annað sinn. Að vísu er það viðloðandi vinstri menn að hafa ekki sómatilfinningu, en Sigmundur Ernir getur ekki einu sinni treyst á það. Nógu afglapalegur er hann ódrukkinn í pontu þótt hann geri ekki illt verra með því að mæta í vinnuna sauðdrukkinn, röflandi og ruglaður.
Tveir menn berjast um titilinn Nýliði ársins 2009. Það eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ásmundur Einar Daðason.
Það er ekki aðeins að Sigmundur hafi unnið sér traust kjósenda og komist á þing, hann varð líka formaður Framsóknarflokkins. Látum liggja milli hluta að Framsóknarflokkurinn er vondur stjórnmálaflokkur. Sigmundur hefur komið með ferskan andblæ. Hann er frumlegur í hugsun, vel máli farinn, á einkar auðvelt með að setja flókin málefni þannig fram að allir skilji. Hann gerði strax í upphafi ótrúleg mistök þegar hann skóp vinstri flokkunum svigrúm til athafna. Þar tel ég að Sigmundur hafi goldið illráða þeirra Steingríms Hermannssonar og föður síns, Gunnlaugs. Og það er heldur ekki hægt að horfa fram hjá Bjarmalandsför Sigmundar, sem ekki varð honum til vegsauka.
En þessi axarsköft nýliðans skyggja ekki á þá staðreynd að hann er skeinuhættur
í kappræðum, fróður og málsnjall. Og ég vil minna á eitt sem ég hygg að hafi farið fram hjá mörgum. Sigmundur benti fyrstur allra á þá þrautreyndu hernaðartækni Breta, sem felst í því að stjórnmálamennirnir lofa öllu fögru í einkasamræðum við leiðtoga okkar, en embættismennirnir láta síðan miskunnarlaust kné fylgja kviði. Þetta vissi Sigmundur af þekkingu sinni og varaði við, en ekki var á hann hlustað. Hefði Sigmundur átt hlut að samningum við Breta hefði útkoman orðið allt önnur en sá sjálfsvígssamningur sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.
Ásmundur Einar Daðason er prúður maður og vel gefinn. Hann er íslenskur sveitamaður í húð og hár eins og þeir gerast bestir. Þótt félagar hans í Vinstri grænum hafi unnvörpum svikið loforð og stefnu flokksins, þá hefur hann staðið af sér svikastorminn og hann hefur áunnið sér slíkt traust að félagið Heimssýn, sem berst fyrir fullveldi Íslands, hefur gert hann að formanni sínum.
Ásmundur stendur nú afsíðis í þingflokki sínum og heldur á fjöreggi þjóðarinnar í hendi sér. Hann getur beygt sig fyrir svikastorminum og greitt Icesave atkvæði sitt. Hann getur líka staðið hnarreistur af sér storminn og greitt Íslandi atkvæði sitt.
Í þeirri kosningu mun ráðast hvor þessara ungu manna verður Nýliði ársins 2009.
Völvan spáir spennandi tímum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (149)
25.12.2009 | 22:19
Hvaða bækur liggja á borðinu þínu?
Nokkrir bloggarar hafa nefnt þær bækur sem þeir lesa yfir jólin og stundum vitnað í þær til skemmtunar og fróðleiks. Það væri gaman að heyra hvaða bækur liggja á borðunum okkar. Sjálfur er ég alltaf með margar bækur í takinu og les í þeim til skiptis. Ég veit að þetta er ávani hjá fleirum en mér. Ég skal ríða á vaðið:
Personality, what makes you the way you are, eftir Daniel Nettle. Þessi bók kemur mér verulega á óvart. Hún útskýrir margt sem ég hef veitt athygli í eigin fari og annarra. Meðal annars útskýrir hún skapgerð útrásarvíkinganna og sýnir okkur hvaða menn ber að varast í því samhengi.
Hagfræði í hnotskurn, eftir Henry Hazlitt. Þessa bók hefði ég átt að lesa fyrir 30 árum.
Umsátrið eftir Styrmi Gunnarsson. Skyldulesning fyrir hvern einasta mann sem á annað borð er að tjá sig um hrunið. Ég á ekki eftir nema nokkrar blaðsíður. Þar er Styrmir að fjalla um framtíðina. Ég er að hugsa um að sleppa þeim kafla. Mér finnst Styrmir ekki alveg sannfærandi í þessum atriðum þótt bókin í heild sé ómetanleg.
Wordsworth, valið af Lawrence Durrell. Les eitt og eitt ljóð.
Other Men´s Flowers, valið af A. P. Wavell. Sama athugasemd. Hún liggur á borðinu en ég er ekki enn búinn að opna hana.
Frásagnir, eftir Þórberg Þórðarson. Hef lesið þessa bók áður en ætla að rifja upp kaflann um "Lifnaðarhætti í Reykjavík á síðara helmingi 19. aldar".
Ljóðmæli, eftir Grím Thomsen. Les mörg ljóð að þessu sinni. Var einmitt rétt áðan að lesa "Íslenskar konur á Söguöldinni" og Tókastúf.
Fiskað í djúpinu, eftir David Lynch. Hver hefur ekki dálæti á Davíð? Ég er rétt búinn að opna þessa bók en ég finn strax á mér að hún á eftir að verða mér kærkomin. Dabbarnir bregðast ekki.
Lisbeth Salander, Luftslottet som sprängdes, 3. bókin á frummálinu, eftir Stieg Larsson. Eftir smá umhugsun bæti ég henni við. Ég var að vísu að klára hana en hún er enn á borðinu og enn í huganum. Snilldarverk. Las bækurnar þrjár á íslensku, ensku og sænsku. Skyldulesning fyri vinstri menn og feminista.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (158)
25.12.2009 | 15:07
Fjalla-Eyvindur og Halla taka við búinu
Við smælingjar sem engan banka áttum en höfum það til saka unnið að hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn hrökkvum í kút við þennan kaldranalega jólalöðrung. En þegar sárasti sviðinn er liðinn úr kinnunum förum við að hugsa.
Og ég neyðist til að viðurkenna að Steingrímur hefur nokkuð til síns máls. Hann tók við erfiðu búi. Hjónin voru nýskilin, hjúin á fylleríi, kýrnar með júgurbólgu og rollurnar með skitu. Aðkoman var ekki fögur.
En ástandið var þó ekki alslæmt. Ísland er auðugt af menntuðu fólki með góða starfskunnáttu, gjöfulum fiskimiðum, orku í fallvötnum og jörðu. Dugandi bóndi með röska húsfreyju hefði verið fljótur að rétta úr kútnum og gera búið að stórbýli.
En saga Steingríms og Jóhönnu er með eindæmum. Þau eru ekki heiðvirt bóndafólk heldur Fjalla-Eyvindur og Halla. Þau gera allt vitlaust, láta reka á reiðanum, leggja drápsklyfjar á atvinnuvegina, stefna heimilum í gjaldþrot með skattaþján, undirrita fegins hugar ferlegar álögur sem hneppa næstu kynslóðir í þrældóm. Síðan rigsa þau til fjalla með mötuna sína, skippund af smjöri og skippund af rúgbrauði. Svo drekkja þau börnunum í næsta fossi að hætti Höllu.
Búið var vissulega illa á sig komið en Fjalla-Eyvindur og Halla voru ekki rétta fólkið til að taka við bústjórninni. Allt er nú helmingi verra en þegar þau gengu upp bæjartröðina fyrir ári síðan. Þetta veit Fjalla-Eyvindur, gengur þó fram á gnípu og galar sína köldu jólakveðjur yfir okkur smælingjana sem enn dveljum á litla bænum.
Tók við af búskussa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
23.12.2009 | 21:52
Opin hjónabönd eru framtíðin
Ég las þessa frétt eldsnemma í morgun og var þá sammála Angelinu. Ég renndi aftur yfir fréttina núna og er enn sammála. Fólk er fjölbreytt. Það er ekki til nein formúla sem hentar öllum. Í gamla daga töldu menn mikilvægt að brúðurinn væri óspjölluð. Tengdamamma hnusaði af lakinu og leitaði að blóðdropum. Ef ekkert blóð fannst var stúlkunni skilað. Múslimar framfylgja enn af einurð gamla boðorðinu: ekkert meyjarhaft, ekkert hjónaband. Þeirra á meðal starfa fróðar konur sem rannsaka konuefnið og ganga úr skugga um að ekki hafi óprúttinn karlmaður hnuplað gerseminni í óleyfi.
Það eru mikil hlunnindi að lifa á tímum þegar þessar fornu bábiljur eru grafnar og næstum gleymdar. Á Vesturlöndum getur fólk hagað samböndum sínum að vild. Þeir sem vilja einn maka hafa einn maka. Þeir sem vilja opnari sambönd hafa opnari sambönd og enginn skiptir sér af því. Það er áreiðanlega rétt hjá Angelinu að öllu skiptir að hjónin séu sammála um mörkin. Múslimar hafa um aldaraðir haft þann háttinn að hver karlmaður má eiga fjórar eiginkonur og ótaldar hjákonur. Þetta hefur gengið vel hjá þeim og allir eru ánægðir. Í þessum löndum má segja að hjónabandið sé opið í annan endann en ekki báða. Við skulum ekki setja okkur á háan hest og ímynda okkur að siðir Vesturlanda séu endilega bestu siðir í heimi.
Opin hjónabönd geta lukkast ef báðir aðilar eru á eitt sáttir. Ég yrði ekki hissa þótt opin hjónabönd verði algengasta sambúðarformið í framtíðinni.
Jolie: Tryggð skiptir ekki öllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 24.12.2009 kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
21.12.2009 | 16:44
Jóhanna skreiðist á Bessastaði
Þetta er tvöfalt reiðarslag fyrir vinstri stjórnina. Fyrst kemur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og hreinsar með einni sveiflu út af borðinu kenningu vinstri manna um að þeir hafi verið bundnir af samningum ríkisstjórnar Geirs Haarde. En sú kenning er undirstaða Icesave samninganna og á henni hafa vinstri menn stanslaust hamrað síðan þeir komust í ráðherrastólana illu heilli.
Seinna reiðarslagið er svo þessi skýrsla hinnar bresku lögmannsstofu, Mischon de Reya. Samningurinn er óskýr og ósanngjarn. Fyrir breskum dómstóli yrðu öll vafamál dæmd Bretum í vil, sama hver málsatvik kunna að vera og sama hve hryllilega ósanngjarn dómurinn væri.
Vinstri stjórnin hefur setið í bráðum ár og nú er ljóst að ekki stendur steinn yfir steini af öllu hennar starfi. Hún hefur farið með linnulausar lygar, fleipur og útúrsnúninga. Hún er stórhættuleg íslensku þjóðinni og verður að víkja nú þegar. Það er kannski ofmælt að flumbrugangur hennar í Icesave-málinu séu landráð en hann jaðrar við landráð.
Jóhönnu Sigurðardóttur er ekki lengur til setunnar boðið. Hennar tími kom, illu heillu, og nú er hann liðinn. Hún verður að neyta síðustu krafta til að skreiðast á Bessastaði og biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.
Samningarnir hættulega óskýrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 27.12.2009 kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (208)
21.12.2009 | 14:45
Frá Aðalsteini til inspector Morse
Við þurfum ekki að leita út fyrir landsteina til að finna góða greiningu á prettum útrásarvíkinganna. Tíund heitir tímarit Ríkisskattstjóra og þar birtist fyrir mörgum mánuðum ítarleg krufning á aðferðum þeirra. Höfundur greinarinnar heitir Aðalsteinn Hákonarson. Þú þarft ekki að vera sérfræðingur til þess að skilja þessa grein. Fyrst ég skildi hana munt þú skilja hana líka. Undir lokin fór hún að vísu að verða dálítið strembin og þá lagði ég hana einfaldlega frá mér og fór að horfa á gamla þætti með inspector Morse.
Hér er greinin: http://viewer.zmags.com/showmag.php?mid=wsdhhw#/page0/
Flett ofan af íslensku aðferðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.12.2009 | 13:42
Hún er vitlausasta kona landsins
Þá er það opinberlega staðfest: kommakerlingin Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er vitlausasta kona Íslands. Það er ekki vitað með vissu hvort hún sé vitlausasta kona Íslandssögunnar en hún er alla vega í baráttusæti.
Orðið djók er gefið upp í Íslensku orðabókinni, sem annar kommúnisti tók saman - Mörður Árnason. Þar stendur á þessa leið:
djók -s, - HK, djókur -s, - ar, KK. ?? brandari, skrýtla, gamanhrekkur.
Einnig eru gefin upp orðin djóka og djókari.
Þessi orð eru er vitaskuld slanguryrði en þótt þau séu ekki beinlínis frýnileg er engin ástæða til að amast við þeim. Þau munu smám saman hverfa úr notkun og myndu gleymast ef Mörður Árnason hefði ekki veitt þeim formlegan þegnrétt í tungumálinu.
Ásta Ragnheiður hefur áður tekið að sér hlutverki íslenskukennara á Alþingi, en það er með það hlutverk eins og önnur sem þessi kvensnift tekur að sér: hún verður sér alls staðar til skammar.
Viðvörun til Ástu: ef Tryggvi Þór Herbertsson kemur einn daginn í pontu og notar orðið shit, þá er það vítalaust. Orðið shit er nefnilega líka gefið upp í orðabók kommúnistans Marðar Árnasonur.
Bannað að segja djók á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 27.12.2009 kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (98)
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar