Opin hjónabönd eru framtíðin

Ég las þessa frétt eldsnemma í morgun og var þá sammála Angelinu. Ég renndi aftur yfir fréttina núna og er enn sammála. Fólk er fjölbreytt. Það er ekki til nein formúla sem hentar öllum. Í gamla daga töldu menn mikilvægt að brúðurinn væri óspjölluð. Tengdamamma hnusaði af lakinu og leitaði að blóðdropum. Ef ekkert blóð fannst var stúlkunni skilað. Múslimar framfylgja enn af einurð gamla boðorðinu: ekkert meyjarhaft, ekkert hjónaband. Þeirra á meðal starfa fróðar konur sem rannsaka konuefnið og ganga úr skugga um að ekki hafi óprúttinn karlmaður hnuplað gerseminni í óleyfi.

Það eru mikil hlunnindi að lifa á tímum þegar þessar fornu bábiljur eru grafnar og næstum gleymdar. Á Vesturlöndum getur fólk hagað samböndum sínum að vild. Þeir sem vilja einn maka hafa einn maka. Þeir sem vilja opnari sambönd hafa opnari sambönd og enginn skiptir sér af því. Það er áreiðanlega rétt hjá Angelinu að öllu skiptir að hjónin séu sammála um mörkin. Múslimar hafa um aldaraðir haft þann háttinn að hver karlmaður má eiga fjórar eiginkonur og ótaldar hjákonur. Þetta hefur gengið vel hjá þeim og allir eru ánægðir. Í þessum löndum má segja að hjónabandið sé opið í annan endann en ekki báða. Við skulum ekki setja okkur á háan hest og ímynda okkur að siðir Vesturlanda séu endilega bestu siðir í heimi.

Opin hjónabönd geta lukkast ef báðir aðilar eru á eitt sáttir. Ég yrði ekki hissa þótt opin hjónabönd verði algengasta sambúðarformið í framtíðinni.

 


mbl.is Jolie: Tryggð skiptir ekki öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Nú verð ég þá að taka skírlífsbrókina af frúni?

Offari, 23.12.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það borgar sig að fara hægt í alla hluti. Byrjaðu á því að fara úr henni sjálfur og sjáðu hvernig gengur.

Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 22:42

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta kom of seint fyrir mig .  Ég hélt þessu alltaf fram en "sumir" vildu ekki hlusta. 

Jóhann Elíasson, 23.12.2009 kl. 22:45

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jóhann, það er aldrei of seint. Skilaðu því til frúarinnar frá okkur Angelinu.

Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 22:47

5 Smámynd: Eygló

Í sumum múslímalöndum þekkist að "lýtalæknar" rimpi hnappagötin aðeins ef hætta er á að talan passi illa. Kannski helst í "frjálslegri" arabaríkjum, allavega í Líbanon.
Svo er nú margra alda hefð að redda lakhnusinu með hænsnablóði (kannski svína- líka)

Eygló, 23.12.2009 kl. 23:30

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eygló, ég hef lesið um svona trix. Þessir delar átta sig ekki á því hve heppilegt það er að hafa konuna vel þjálfaða.

Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 23:32

7 Smámynd: Eygló

Tilkeyrða.

Eygló, 23.12.2009 kl. 23:35

8 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ha ..tilkeyrða? HVA er nú það?

En gleðileg jól, vinur Baldur.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.12.2009 kl. 00:02

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gleðileg jól Silla mín! Hvað verður í matinn hjá þér um jólin?

Baldur Hermannsson, 24.12.2009 kl. 00:04

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Einhver ezkimóinn orðaði dona znilldarlega þegar hann var inntur af þeirri molinþæðin hanz um karlafar hanz konudýrz...

"Kona mín er ekki einz & 'zába', hún eyðizt ekkert við notkun..."

Steingrímur Helgason, 24.12.2009 kl. 00:24

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta var vitur eskimói.

Baldur Hermannsson, 24.12.2009 kl. 00:27

12 identicon

Gleðileg jól.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 15:57

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gleðileg jól Sveinn.

Baldur Hermannsson, 24.12.2009 kl. 16:24

14 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Gleðileg jólin Baldur.

Ég gat ekki svarað í umræðunni um "Seðlabankinn gerði skyldu sína" og set það því hér.

Ég skrifaði "Ég vildi gjarnan sjá þær reglur EB sem kveða á um það að það beri að henda 375 milljörðum af almannafé í banka sem menn vita að eiga skammt ófarið í stórkostlegt þrot og setja þar með Seðlabankann á hausinn. Það vissi Davíð þ.e. hvert stefndi með bankana og hafði lengi vitað og varaði bæði mann og annan við að eigin sögn..."

Og þú spyrð "Jón, ég vildi líka gjarnan sjá þær reglur. Hvar hefurðu heyrt um þetta?"

Ég hef ekki heyrt um þetta annars staðar en hjá þér sem segir að Seðlabankinn hafi farið í einu og öllu eftir reglum EB og "þó heldur þrengra" þannig að þetta hlýtur þá að standa í EB-reglum ef Davíð hefur þá ekki fundið þetta í þessu "heldur þrengra"?

Jón Bragi Sigurðsson, 24.12.2009 kl. 23:07

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jón Bragi. Umræddur Davíð fékk boð um þetta úr andaglasi sem þeir Hannes Hólmsteinn hafa oft sér til vísbendingar og hætta ekki fyrr en þeir ná sambandi við Adam Smith.

Árni Gunnarsson, 25.12.2009 kl. 00:21

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mikill er nú máttur Davíðs orðinn ef hann stefnir til sín öndum og ekki ómerkari en Adam Smith, þeim er fann upp auðfræðina forðum daga. En þær upplýsingar sem þú vísar til, Jón Bragi, eru fengnar úr erindi Ingimundar Seðlabankastjóra og getur að líta á vef Seðlabankans. Þótt Davíð hafi varað við ógöngum bankanna, meðal annars á fundi Viðskiptaráðs sem greint var frá í öllum fjölmiðlum allnokkru fyrir hrunið, þá efast ég um að hann eða nokkur annar hafi séð með fullri vissu fyrir um atburðarásina. Bæði hann og stjórnendur bankanna reru að því öllum árum að koma málum þeirra í betra horf. Kannski hefur svikalognið 2007 dregið svolítið úr ákefðinni.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 01:11

17 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Mig dreymdi merkilegan draum áðan. Ég var staddur á blaðamannafundi með Davíð Oddssyni. Þar var m.a. fréttakona frá RUV sem spurði Davíð hverju það sætti að þegar hún hefði spurst fyrir um neytendamál á Morgunblaðinu hefði hún fengið hálftíma fyrirlestur um sálarlíf íslensku kýrinnar. Við þetta ærðust aðrir frétta- og blaðamenn og flæmdu konuna á braut. Þá settist Davíð fyrir framan mig, horfði á mig nokkra stund og talaði síðan svo vel um þessa fréttakonu að ég fór að hágráta. Gaman væri ef einhver gæti ráðið þennan draum. Mig minnir að Davíð hafi kallað konuna Borghildi.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 25.12.2009 kl. 10:24

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér hefur tjáð ekki ringari maður en Alli gullfótur að Davíð Oddsson hafi snemma haft einstakt lag á því að umgangast smælingja og hélt jafnan hlífiskildi yfir þeim þegar aðrir sóttu að þeim. Þetta var þegar báðir voru í bæjarvinnunni, ungir sveinar. En kona þessi sem gisti draum þinn er Fjallkonan íslenska, sem enginn aktar lengur og hrakmenni flæma á braut með skætingi. En þá er þú tárfelldir, Benax minn góður, þá er það vegna þess að þú ert góður og þjóðhollur maður og nú rennur þér til rifja umkomuleysi Fjallkonunnar.

Þú munt vera þeirrar hyggju að Íslendingum væri hollara að hyggja að sínum eigin þjóðararfi en gapa upp í útlenda sölustráka sem hér fara nú um sveitir og bjóðast til að kaupa landið með evrum og innlima svo í útlend risabandalög.

Þessi er merking draumsins.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 10:34

19 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Svo við snúum okkur aftur að upphaflegri færslu og leyfum Davíð að et sitt hangikjöt í friði. Mér finnst þú ansi brattur, Baldur að telja að Vesturlandabúar standi öðrum framar hvað frjálslyndi í samböndum varðar. Ertu búin að gleyma fárinu sem gekk hér yfir vegna kvennamála Tigers Wood. Ferill fremsta golfara heims er í rúst og eiginkona jafnt sem auglýsendur skilja hann eftir á skeri. Hræsnin ríður ekki við einteyming hér frekar en annar staðar. Samkvæmt fréttum úr slúðurheimum hefur Angelina Joli ekki látið rennilás í friði frá því að hún varð mannbær. Áttaðu þig á, Baldur, að hún boðar sína trú í femínískum heimi. Frelsið er ekki fyrir alla. 

Það má velta fyrir sér hvers vegna hún velur að boða sína trú á þeim tíma árs þegar fjöldinn fagnar meyfæðingunni.  

Ragnhildur Kolka, 25.12.2009 kl. 11:45

20 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Jæja, ég er búinn að þrælast í gegnum varnarræðu annars af þeim bankastjórum sem hrökkluðust úr gjaldþrota Seðlabankanum þ.e. Ingimundar Friðrikssonar. Sé enga skýringu á því hvers vegna þeir brutu á móti lögum um Seðlabankann og köstuðu tæpum 400 milljörðum í gjaldþrota banka gegn ónýtum veðum.

Jón Bragi Sigurðsson, 25.12.2009 kl. 13:43

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón Bragi, ég er ekki búinn að lesa þetta erindi sjálfur og mun ekki gera það á næstu dögum og sennilega aldrei. Ég verð bara að hafa þig sem heimild í þessu efni og taka þín orð trúanleg. Strangt tekið er það nú varla í mínum verkahring að halda uppi vörnum fyrir Seðlabankann en ég geri eina tilraun enn:

Krabbameinslæknir fær inn 10 sjúklinga. Hann tekur þá til meðferðar. Að tveim árum liðnum hafa tveir hlotið bata, 4 eru enn á lífi, fjórir eru látnir. Stjórn spítalans lýkur lofsorði á störf hans. Enginn álasar honum fyrir að hafa reynt að bjarga þessum fjóru sem þó létust. Hann kostaði miklu til en krabbameinið varð lækningunni yfirsterkara.

Þetta er mín sýn á málið. 2006 varð mönnum ljóst að bankarnir voru komnir í veruleg vandræði. Allir lögðust á eitt að koma rekstri þeirra í lag. Svo kom 2007 sem var hálfgert svikalogn því allt í einu varð mikið framboð á lánsfé og svo virtist sem öll vandræðu væru úr sögunni. Svo kom 2008 og lánalínur lokuðust út um allan heim. Íslensku bankarnir voru eins og krabbamein, algerlega ofvaxnir þjóðarbúinu sem átti að standa undir þeim - 10 til 20 sinnum of stórir, og þeim varð ekki bjargað.

Ég er ekki að ímynda mér að þessi sýn sé sú eina rétta. En hún hefur orðið til eftir lestur Umsátursins. Kannski breytist hún eftir 1. febrúar næstkomandi.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 14:40

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ragnhildur, jú við erum tíu sinnum frjálslyndari en múslimarnir, svo mikið er víst. Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan kvennabósi í Arabaríkjunum var dæmdur til hýðingar fyrir kvennafarið. Eins gott að Tiger spili ekki golf á þeim slóðum á næstunni.

Ef ég dreg saman reynslu einnar mannsævi lítur málið svona út frá mínum bæjardyrum séð: mannkynið er gölluð dýrategund. Það eru í okkur andstæðar tilhneigingar. Við hneigjumst til fjöllyndis en viljum jafnfram eiga gott heimili með trygglyndum maka. Dýrafræðingar segja fullum fetum að mannkynið sé - eins og aðrir primatar - fjölkvænistegund. Eðlilegt sé að karldýrið leitist við að hafa mörg kvendýr. Ég á grein í bók um þetta mál eftir lærða líffræðinga sem þér býðst að fá lánaða ef þér hentar og þegar þér hentar.

Ég er á því núna í lok dagsins að börn verði að hafa vissan forgang í kerfinu. Skilnaðir fara illa með börn, það vita allir. Er ekki vænlegra að afskrifa gömlu gildin, samþykkja fjölkvæni eða opin sambönd með það í huga að skilnaðir verði færri og börn missi ekki feður sína eins og nú er háttað?

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 14:47

23 identicon

Voru það ekki konur í  breska sjálfstæðisflokknum sem lögðu til að þær konur er höfðu haldið saman hjónabandinu lengi ,að þær fengju hreystis og þolinmæðisverðlaun...................amk 900 pund,sem eingreiðslu.

Ég tek undir það og vil fá 900.000 amk fyrir hvert barn sem við höfum alið sæmilega upp ! 

Margrét (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 15:22

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Margrét, þú færð frjálshyggjuverðlaun ársins 2009 fyrir þessa snjöllu hugmynd! En þarf ekki líka að taka mið af því hve erfiðir feðurnir eru - eða auðveldir? Mér sýnist nú á skrifum sumra karlmanna á þessari vefsíðu að eiginkonurnar ættu að fá tvöfalt og kannski meira. Þá er ég ekkert sérstaklega að hugsa um Björn Birgisson.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 15:41

25 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Má vera Baldur en mér finnst samt að menn hafi tekið of stóra áhættu miðað við allt sem þeir vissu, kunnu og gátu að eigin sögn (DO og kó). Krabbameinslæknirinn hefur væntanlega fullt umboð og leyfi til þess að gera það sem hann getur en hvort Seðlabankinn hafði leyfi til þess að gera það sem hann gerði er annað mál.

Jón Bragi Sigurðsson, 25.12.2009 kl. 16:46

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón Bragi, ég hef ekki nógu mikla kunnáttu í þessum fræðum til að draga orð þín í efa. Það verður spennandi að sjá hvort eitthvað nýtt kemur í ljós varðandi þetta atriði 1. febrúar. Sú hugmynd hefur komið fram - eftir á, því miður - að árið 2006 og í síðasta lagi 2007, hefði átt að kalla saman stjórnendur einkabankanna á einhverju sveitahóteli, halda þeim þar í viku og fela þeim í sameiningu að finna færa leið út úr vandanum. Sumir telja þó að strax árið 2006 hafi verið of seint að bjarga bönkunum. Allir eru vitrir eftir á, jafnvel ég.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 340361

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband