Færsluflokkur: Dægurmál

Lilja sætir viðbjóðslegu heimilisofbeldi

Það þarf nú mikið til þess að ég skipti skapi en ég verð foxvondur í hvert einasta skipti sem það rifjast upp fyrir mér að Lilju Mósesdóttur skuli vera haldið fyrir utan ríkisstjórnina. Hér er á ferðinni glæsileg kona, falleg og aðlaðandi, stórgáfuð og hámenntuð, og hún gæti átt sæti í hvaða ríkisstjórn sem væri hvar sem er í heiminum og gegnt því embætti með sóma.

En öfundarliðið í vinstri flokkunum íslensku hefur gert samsæri um að halda henni utan stjórnar. Hvers vegna? Jú, það er vegna þess að hún ber af þessu pakki eins og gull af hundaskít og það þola ekki kommarnir. Það má enginn vera betri en hinir. Allir verða að kúldrast í sömu vinstri lágkúrunni.

Auðvitað er þessi uppástunga Lilju bráðsnjöll. En Steingrímur er strax kominn í gang með gömlu uppgjafarrulluna. Það eru engar líkur til þess að Bretar ljái máls á betri samningum, segir hann í sjónvarpinu.

Hvernig veit Steingrímur þetta? Við erum ekki einu sinni búnir að setja saman nýja samninganefnd. Við erum ekki búnir að ráða nýja sérfræðinga. Við erum ekki búnir að leiða liðsinnis erlendis eins og Eva Joly hefur margsinnis lagt til.

En Steingrímur er staðráðinn í því að steindrepa íslensku þjóðina. Fyrst hann klúðraði skal engum öðrum heppnast. Hve lengi mun Lilja sætta sig við þetta viðbjóðslega heimilisofbeldi í sínum eigin flokki?


mbl.is Vill þýskan sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti kosturinn heitir Þórólfur Þórlindsson

Vel gerir Bjarni að standa í ístaðinu gegn linnulausri sjálfseyðingarhvöt þeirra Gungu og Druslu, en mig langar til þess að benda á lang besta kostinn í stöðunni, og hann heitir Þórólfur Þórlindsson.

Það hefur þráfaldlega vakið undrun mína hve innantómir, klisjukenndir og gagnslitlir þeir eru, stjórnmálafræðingarnir sem öllum stundum eru kvaddir til þess að láta ljós sitt skína í fjölmiðlunum. Þar eru ævinlega á sjó dregnir sömu sótraftarnir og breytir engu þótt þeir geri sig seka hvað eftir annað um að fara með staðlausa stafi.

Það má minna á Gunnar Helga Kristinsson sem varð sér til ævarandi skammar þegar hann sagði ranglega fyrir um viðbrögð forseta Íslands. Röksemdir Gunnars - að forsetinn ætti svo fáa vini að hann myndi ekki vilja styggja þá sem eftir væru með því að hafna lögunum - voru ekki aðeins heimskulegar og kolrangar, þær voru líka svo ruddafengnar að þessum manni ætti ekki að tefla fram aftur sem álitsgjafa.

Í viðtali gærdagsins við Þórólf Þórlindsson kveður við algerlega nýjan tón. Þar er kominn fræðimaður sem hefur vitsmunalega dýpt og skilning langt um fram alla þá sem hingað til hafa verið til kvaddir, ég tala nú ekki um þegar sjónvarpið dustar rykið af varaþingmanni Samfylkingarinnar og kynnir hann sem hlutlausan fræðimann.

Þórólfur talar ekki aðeins sem fræðimaður - hann talar sem maður, vitur maður og góðgjarn. Hann talar fram hjá pólitískum víglínum og kemur þráðbeint að hjarta málsins og hjarta þjóðar okkar.

Hér má nálgast Þórólf Þórlindsson:

http://ruv.is/heim/ahugavert/nanar/store218/item320147/

 


mbl.is Bjarni: Eigum aðra kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landráð á landráð ofan

Allir færustu sérfræðingar heimsins leggjast nú á eina sveif og sanna með sprengjuheldum röksemdum að Íslendingum beri ekki skylda til að borga svo mikið sem eina krónu. Látum okkur þó ekki dreyma eitt andartak um að þeir geti sannfært þau leiðu skötuhjú Gungu og Druslu.

Upp er komin mjög alvarleg staða. Framtíð Íslands er undir því komin að við komumst bærilega frá þessum vanda, en Gunga og Drusla hafa ekki löngun til að leysa hann. Betri samningur myndi nefnilega sýna alþjóð, jafnvel hörðustu fylgismönnum stjórnarinnar, að Svavars-samningurinn er klúður frá upphafi til enda. Þegar sú staðreynd rennur upp í leiftrandi ljóma er pólitísku lífi þeirra Gungu og Druslu endanlega lokið.

Bloggverjar hafa velt því fyrir sér hvort landráðastimpillinn eigi rétt á sér þegar Druslan og hennar gengi vill keyra okkur inn í Evrópusambandið hvað sem það kostar. Þetta er álitamál. En það er ekki álitamál að það eru landráð á landráð ofan að neyta ekki ýtrustu ráða til þess að vinda ofan af Icesave-klúðrinu.

Ég vil taka það skýrt fram, til þess að berja nú strax beittustu vígtennurnar úr Birni Birgisson, Karli K., Benax, Hilmari Jónssyni og öðrum grimmlyndum fulltrúum ríkisstjórnarinnar hér á Moggabloggi, að ég hef nákvæmlega ekkert á móti því að vinstri flokkar sitji að völdum í 4 ár. En við verðum að sameinast um að taka Icesave málið úr höndum Gungu og Druslu og því fyrr því betra.

 


mbl.is Æ fleiri lýsa efa um að okkur beri að borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er hetjan mín

Eiginmaðurinn er að mínum dómi hetjan í þessu skemmtilega máli. Auðvitað var þetta reiðarslag þegar upp komst um klækina, en hann beit á jaxlinn eins og karlmanni sæmir. Í stað þess að fleygja kellingunni fram af svölunum eins og veiklundaðir menn hefðu gert, þá ræddi hann einslega við sína spúsu og saman ákváðu þau að endurreisa heimili sitt.

Konan sýndi merki djúprar iðrunar - og eiginlega of djúprar, því hún reyndi að taka sitt eigið líf í örvæntingu.

Ég held að hjónakorn um víða veröld geti lært mikið af okkur, íslenskum karlmönnum. Í flestum löndum ganga menn að eiga óspjallaðar meyjar en ekki standa okkur nú slíkar krásir til boða. Það er alltaf einhver búinn að vera þarna á undan okkur. Stundum heilu fótboltaliðin. Og svo fáum við auðvitað litlu krílin í heimanmund. Og við glottum að víkinga sið, vitandi vel að við erum bestir.

Mér finnst Peter Robinson, sem mun vera eins konar forsætisráðherra á Norður-Írlandi, hafa brugðist við eins og íslenskur karlmaður hefði gert. Við látum ekki smávegis glyðrulæti í frúnni eyðileggja langa og ástríka sambúð. Íslenskur karlmaður kann listina að fyrirgefa. Og hvað ætli þessir táningar geti boðið ástríðufullum kvenmanni sem við þessir sjötugu gerum ekki helmingi betur?

Peter Robinson er hetjan mín - næst á eftir Ólafi Ragnari að sjálfsögðu.

 


mbl.is 19 ára ástmaður 58 ára þingkonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný vígstaða - ný hernaðaráætlun

Það er ótrúlegt hve mörgum vinstri mönnum er fyrirmunað að skilja einfalda hluti. Fyrir áramót var vænlegasta leiðin fyrir Ísland að hafna Icesave-klúðrinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Synjun forseta Íslands hefur gerbreytt vígstöðunni. Nú blása allt aðrir vindar í fjölmiðlum erlendis. Bretar og Hollendingar sjá að þeir geta ekki leyst málið með ofríki, sem þó í fyrstu virtist vera einfaldasta leiðin fyrir þá.

Breytt vígstaða kallar á breytta hernaðaráætlun. Nú er vænlegast fyrir Ísland að sameinast um nýjan umræðugrundvöll, fá útlenda sérfræðinga til samstarfs og fara með málið á byrjunarreit. Snilldartilþrif Ólafs Ragnars hafa skapað okkur glæsileg sóknarfæri sem við verðum að nýta tafarlaust.

Það er athyglisvert að yngri flokksleiðtogarnir á Alþingi skilja þetta en gömlu brýnin virðast bæði blind og heyrnarlaus og þar að auki frekar seinþroska að hætti Þráins Bertelssonar.

Ný vígstaða - ný hernaðaráætlun. Er þetta of flókið fyrir suma?


mbl.is Sátt ekki í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er sómi Íslands, sverð og skjöldur

Mörgum afleikjum hefur þessi einkennilegi maður leikið á langri ævi og sumum frekar ljótum. Nú kemur hann ríðandi í hlað á hvítum hesti og er ótvíræður sigurvegari dagsins. Það er alveg sama hvað honum hefur orðið á til þessa, í dag er hann sómi Íslands, sverð og skjöldur.

Herra forseti Ólafur Ragnar Grímsson hafnaði ólögum vinstri meirihlutans á hárréttum tíma, með hárréttu orðfæri og færði heimsbyggðinni hárrétt skilaboð.

Hann flaug til Englands, mætti grimmasta vígahundi breska sjónvarpsins í beinni útsendingu og sneri hugum milljóna á augabragði.

Eftir misjafnt gengi á langri ævi hefur Ólafur Ragnar tekið endasprett sem lengi verður í minnum hafður.

Ólafur Ragnar hefur líka sýnt Íslendingum og öllum sem láta sig málefni Íslands varða, hvílíkt samansafn af vanmetakindum og undirmálsfiskum þrumir nú í stjórnarráðinu. Gervöll ríkisstjórnin er eins og kúkar í polli og mara þar í hálfu kafi, öðrum til aðhláturs og sjálfum sér til eilífrar skammar.

Hefðum við Íslendingar borið gæfu til þess að senda Ólaf Ragnar á vettvang fyrir ári síðan í stað Svavars Gestssonar, þá værum við núna á grænni grein.

Húrra fyrir forsetanum!

 


mbl.is Meiri skilningur í gær og dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur getur og Ólafur þorir

Gott viðtal svo langt sem það nær. Ágæt frammistaða hjá Ólafi. Þetta getur þó varla verið viðtalið allt. Trúlega fáum við að lesa hitt seinna.

Ég hef sagt það áður og segi það enn: við eigum að láta Ólaf Ragnar sjá um að semja við Breta og Hollendinga.

Við höfum fram að þessu sigað fram á vígvöllinn algeru fallbyssufóðri og var þó Svavar Gestsson manna lakastur  - "ég bara nennti ekki að hafa þetta hangandi yfir mér lengur".

Steingrímur og Jóhanna eru úrræðalausir hugleysingjar sem hafa enga burði til þess að annast hagsmuni okkar. Þau eru í raun okkar hættulegustu óvinir.

En Ólafur getur og Ólafur þorir. Margt má um þennan mann segja og ekki allt fallegt, en það má hann eiga að eistu hefur hann. Í guðanna bænum lokum aumingjana inni og felum Ólafi að sjá um þetta.


mbl.is Ólafur í kröppum dansi á BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liðleskjurnar missa hland

Auðvitað ber okkur engin skylda til að greiða þessar svimandi fjárhæðir sem okkar handónýta ríkisstjórn vill neyða okkur til að gera. Menntaðir útlendingar eru löngu búnir að átta sig á þessu. Sífellt fleiri hagfræðingar erlendis lýsa því yfir að okkur beri engin skylda til að borga.

Ivo Arnod, prófessor við háskólann í Nijenrod í Hollandi útskýrir ofstopann í Wouters Bos, hollenska slúbbertinum sem er þar fjármálaráðherra og hefur í frammi hótanir og stæla. Þetta er tekið af ruv.is

Það er mat Ivo Arnod, prófessors við Háskólann í Nijenrode í Hollandi, að Íslendingum beri ekki að greiða Icesave skuldina. Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, hafi ekki þurft að endurgreiða innistæðueigendum á Icesave reikningum, nema til að tryggja atkvæði þeirra í næstu kosningum. Það sé ekki næg ástæða til að neyða Íslendinga til að borga brúsann. Þetta sagði Arnod í viðtali við hollensku BNR fréttastöðina í dag.

Viti borið fólk úti í heimi stendur með okkur. Því miður er engin von til þess að Jóhanna og Steingrímur muni nokkurn tíma standa með okkur. Þetta kjarklausa, einskis nýta fólk er á hröðum flótta á öllum vígstöðvum og stórskaðar málstað okkar á hverjum degi. Þau missa hland þegar útlendir slúbbertar yggla sig.

Það er þjóðarólán að hafa svona liðleskjur í forystu.


mbl.is Eiga Íslendingar að greiða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gungan og Druslan verða að hverfa

Hrikaleg framganga Jóhönnu Sigurðardóttur er loksins búin að opna augu almennings fyrir þeirri staðreynd að hættulegustu óvinir Íslands eru hvorki Bretar eða Hollendingar, heldur hún sjálf og Steingrímur Sigfússon.

Aldrei í sögu mannkynsins hefur nokkur þjóð þurft að burðast með jafn fullkomlega óhæfan forsætisráðherra. Eftir glæsilega vörn forsetans hefði mátt búast við því Jóhanna tæki af skarið um baráttuvilja þjóðarinnar og upplýsa hvaða skref yrðu stigin til þess að tryggja hag okkar, en þess í stað gruflaði hún æ dýpra ofan í skjalabunkann, og hvarf þar ofan í svartagallstuldur, hrakspár og hótanir.

Við skulum horfa til þess sem Sweder van Wijnberg, virtur hagfræðiprófessor við Háskólann í Amsterdam segir í Mogganum í dag:

1. Íslandi verður ekki útskúfað frá fjármálamörkuðum vegna þessarar ákvörðunar.

2. Ísland getur ekki staðið undir skuldabyrði sem nemur mörg hundruð prósentum af þjóðarframleiðslu.

3. Lánardrottnar Íslands eiga að fella niður hluta af skuldunum.

4. Um leið og búið er að semja upp á nýtt mun erlent lánsfé flæða inn í landið.

Augu almennings hafa líka opnast fyrir þeirri staðreynd hvílíkt óláns úrræði það var að fela Svavari Gestsyni, afdönkuðum Rússadindli, að semja um þetta mál fyrir Íslands hönd. Og ég held að allir séu líka búnir að sjá að það gengur ekki að hafa kjarklausan úrtölumann eins og Gylfa Magnússon á ráðherrastóli.

Glæsileg frammistaða forsetans í vörninni fyrir Ísland skapar okkur stórkostleg sóknarfæri, en við munum ekki geta hafið sókn með handónýta liðsodda. Gungan og Druslan verða að hverfa eins og vondur draumur og það strax. Þau eru ofurseld kjarkleysi, úrræðaleysi og aumingjaskap.

Vinstri flokkarnir eiga á að skipa hæfum forystumönnum, til dæmis Lilju Mósesdóttur og Ögmundi Jónassyni. Nú verða þau að taka við stjórntaumum í VG, en Samfylkingin verður að fara úr ríkisstjórn Íslands nú þegar.


mbl.is Mikil reiði í stjórnarliðinu vegna ákvörðunar og framkomu forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta hin nýja ríkisstjórn Íslands?

Er ekki hægt að gera þessa átta menn að nýrri ríkisstjórn? Ég hef á engan hátt verið viðriðinn InDefence að öðru leyti en því að ég hef skrifað undir listann þeirra, en ég hef tekið eftir því að allt sem frá þessum mönnum kemur er svo málefnalegt, svo rökrænt, skýrt og auðskilið. Þeir fara aldrei með fleipur. Þeir rökstyðja hverja fullyrðingu. Þeir eru svo prúðir, vandaðir, vel menntaðir og heiðarlegir. Þeir eru aldrei að sleikja sig upp við almenning heldur láta þeir stýrast af góðum vilja og löngun til að vinna Íslandi gagn.

Hvers vegna sér maður ekki svona fólk í stjórnmálunum? Skemmast menn af því að vinna í stjórnmálaflokki - eða fara skemmdir menn í stjórnmálin?

Þegar ég horfði á þá standa þarna á tröppunum í skærum ljóma vetrarins, þá fannst mér eitt andartak að þarna stæði hin nýja ríkisstjórn Íslands.


mbl.is 4 stjórnarþingmenn skrifuðu undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband