Færsluflokkur: Dægurmál
18.4.2010 | 12:04
Náhirð Jóhönnu lætur svínin grafa annars staðar
Náhirð Jóhönnu titrar en hefur þó rænu á því að skilgreina verkefnið á þann veg að versta misferlið í fortíð flokksins verði ekki dregið fram í dagsljósið. Þegar Jón Ásgeir hóf stríð sitt við réttvísina voru allir fjölmiðlar Baugsveldisins virkjaðir í einu allsherjar, samstilltu einelti gegn Davíð Oddssyni. Tugþúsundir einstaklinga og fyrirtækja sæta skattrannsókn en rannsóknin á umsvifum Jóns Ásgeirs var undantekningarlaust túlkuð sem afsprengi Davíðs og skipti þá engu máli þótt allir vissu að viðskiptaaðili Jóns, búsettur í Bandaríkjunum, hafði borið á hann þungar sakir og saksóknari var beinlínis skyldugur að hefja rannsókn.
Illu heillu lagðist Samfylkingin af öllum þunga á sveif með Jóni Ásgeiri og um árabil einkenndust íslensk stjórnmál af glórulausu einelti gegn fremsta stjórnmálamanni landsins. Samfylkingin gerðist gólftuska útrásarvíkinga og botninum náði niðurlæging hennar þegar hún kom í veg fyrir að nauðsynleg lög um eignarhald á fjölmiðlum næðu fram að ganga.
Fortíð Samfylkingarinnar er einn risastór sorphaugur en náhirð Jóhönnu sér til þess að svínin róti annars staðar.
Samfylkingin skipar umbótanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
17.4.2010 | 16:39
Hún brást öllum nema Baugi
Solla brást og Solla hefur alltaf brugðist. Verst brást hún sem borgarstjóri. Hún tók við auðugasta búi á byggðu bóli, sveitarfélaginu Reykjavík sem Davíð Oddsson hafði stýrt af fágætum myndarskap og þar draup smjör af hverju strái.
Solla skildi við Reykjavík á nástrái, miðborgin gjörónýt, húsin niðurgrotnuð, rónalýður í skuggasundum, dópistar og hrakmenni berjandi og nauðgandi, skuldirnar búnar að kæfa allt frumkvæði, helför Orkuveitunnar í algleymingi - og það er ekki séð fyrir endann á þeim allsherjar ófarnaði sem þessi brigðula kona kallaði yfir höfuðborg Íslendinga.
Hún brást þjóðinni þegar hún lét tengsl sín við Baug ráða því að Samfylkingin stóð gegn lífsnauðsynlegum fjölmiðlalögum. Hún einangraði bankamálaráðherrann og brást þar með honum, sínum eigin flokki og hagsmunum þjóðarinnar.
Hins vegar hefur hún aldrei brugðist vinum sínum bröskurunum. Baugsveldið og Bónusfeðgar áttu tryggan vin þar sem hún var og henni öðrum fremur geta þeir þakkað þá staðreynd að þrátt fyrir að hafa keyrt landið á hausinn hafa þeir enn þá tögl og hagldir.
Ingibjörg Sólrún brást öllum nema Baugi.
Mér finnst ég hafa brugðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (59)
17.4.2010 | 12:59
Hundahreinsunin rétt að byrja
478 milljónir króna er feikna fjárhæð en það er ekki glæpsamlegt að skulda peninga - ef svo væri þyrfti að stinga nálega allri þjóðinni í fangelsi á næstu dögum.
Óli Björn hefur staðið í rekstri og þá er ekki hægt að komast hjá því að taka lán. Óli Björn má ekki þiggja sæti Þorgerðar nema hann hafi allt sitt á tandurhreinu.
Ég fyrir mitt leyti vonast til þess að nú láti kraftmikið, vel menntað og heiðarlegt fólk kringum fertugt að sér kveða og taki völdin í sínar hendar. Árafjöldinn skiptir þó ekki öllu máli. Ég minni Árna Sigfússon, þar er vænn drengur og farsæll.
En hundahreinsun Sjálfstæðisflokksins er ekki lokið. Hún er rétt að byrja. Og endurnýjun er ekki alltaf auðveld, samanber AC/DC:
If you wanna be a star of stage and screen
Look out it's rough and mean
It's a long way to the top
If you wanna rock 'n' roll
Óli Björn tekur sæti Þorgerðar á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.4.2010 | 11:32
Hann bjargar lífi Sjálfstæðisflokksins
Bjarni hefur bjargað lífi Sjálfstæðisflokksins með þessum aðgerðum og þessari ræðu. Þetta er fantagóð ræða og felur í sér nauðsynlegt uppgjör. Hann boðar til landsfundar og gefur grasrótinni tækifæri til þess að móta stefnu til framtíðar.
Hefur Bjarni jafnframt bjargað sínu eigin pólitíska lífi? Framvindan sker úr því. En hann gerir rétt í því að sitja um sinn, hvað sem síðar verður. Flokkurinn er apparat sem þarf að skipuleggja og reka frá degi til dags og einhver verður að stjórna þeirri vinnu.
Hvers verður hinn boðaði landsfundur megnugur? Vert er að minna á að síðasti landsfundur samanstóð af vitgrönnum, móðursjúkum kerlingum sem létu það viðgangast að Þorgerður Katrín gréti sig inn í varaformannsembættið, þótt allir vissu hvers vænta mátti af hennar málum. Og landsfundur valdi á sínum tíma lélegasta formann mannkynssögunnar, Þorstein Pálsson, þótt í boði væri annar maður sem er annálaður fyrir auðnu í starfi og hefur aldrei mistekist neitt sem hann tekst á hendur.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur stundum tekið farsælar ákvarðanir en hann hefur líka hagað sér eins og heilaskaddaður hálfviti. Það er ekki á vísan að róa.
En Bjarni Benediktsson hefur enn og aftur sýnt með drengilegri framgöngu hvílíkt valmenni hann er og hvernig sem framtíð hans verður hefur hann skráð nafn sitt með gullnu letri í sögu flokksins.
Bjarni: Allt of hart gengið að Þorgerði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2010 | 13:42
Maður kemur í manns stað
Illugi hefur alltaf verið drengur góður og það er hörmulegt að jafn vel gerður maður skuli hafa flækst í jafn banvænt mál og raun ber vitni. Hann gerir rétt í því að víkja af þingi og hann á að gera betur: hann á að segja af sér þingmennsku. Maður kemur í manns stað.
Menn bera ýmiskonar hug til Sjálfstæðisflokksins en hitt er óhagganleg staðreynd sem allir sanngjarnir menn viðurkenna, að aldrei nokkurn tíma hefur ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins verið þjóðinni til nokkurs gagns, og flest sem gott er í stjórnkerfinu er undan hans rifjum runnið.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að gyrða sig í brók og taka ótrauður við forstjórn yfir Íslandi, en fyrst þarf hann að brenna gömlu brækurnar sínar og efna í vaðmál fyrir nýjar.
Sjálfstæðisflokkurinn á tugþúsundir ungra manna og kvenna um land allt, sem eru þess albúin að vinna fyrir flokkinn og leiða Ísland til nýrrar hagsældar.
Illugi þarf að finna kröftum sínum nýjan farveg og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins þurfa einnig að rýma sæti sín fyrir nýju fólki. Nefna má án umhugsunar: Þorgerður Katrín, Erla Ósk, Tryggvi Þór Herbertsson, Guðlaugur Þór, Bjarni Benediktsson, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Maður kemur í manns stað.
Illugi fer í leyfi frá þingstörfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2010 | 18:35
Ég vorkenni kommakvikindinu
Ég er nú svo aumingjagóður maður að ég vorkenni veslings kommakvikindinu. Það er ekki gott fyrir fákunnandi, reynslulausan og gjálífan háskólastúdent að vera skyndilega settur yfir heilt ráðuneyti. Björgvin hafði enga burði til þess að vera ráðherra.
Vera má að fjölskylduvensl hafi gert hann enn tortryggilegri í embætti bankamálaráðherra en ella hefði verið. Það hefur ekki verið upplýst opinberlega og ég veit aðeins það sem mér hefur verið sagt svona manna á milli.
Hinn aumkunarverði ferill Björgvins ætti að kenna öllum stjórnmálaflokkum þá lexíu, að þingflokkur verður að hafa á að skipa dugmiklu, reyndu og vel menntuðu fólki, sem er þess umkomið að gegna ráðherrastörfum. Því fer víðs fjarri að þessa skilyrðis hafi verið gætt til þessa.
Samfylkingin og Vinstri grænir eru óheyrilega illa mannaðir flokkar, þar situr hver druslan á knjám annarrar, og þeir geta ekki með neinu móti skipað ríkisstjórn án utanaðkomandi liðveislu. Aðeins tveir ráðherrar hafa burði til að sinna ráðherraskyldum og hvorugur situr á þingi.
Björgvin víkur af þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2010 | 13:41
Trunturnar frýsa, ausa og prjóna
Það gengur fram af manni að sjá hvernig kommatruntur landsins bregðast við útskýringum forsetans. Kommatrunturnar komu honum á Bessastaði með harðfylgi á sínum tíma og það var ekki lítið afrek, því Ólafur Ragnar var ár eftir ár kosinn óvinsælasti stjórnmálamaður landsins. Nú frýsa, ausa og prjóna þessar sömu truntur eins og hryssur í látum vitandi af gröðum fola í banastuði handan við næstu girðingu.
Álfheiði væri nær að fjargviðrast yfir eigin ódæðisverkum, ofbeldi og árásum á á láglaunaða lögregluþjóna, ofsóknum og áminningum á hendur grandvörum embættismönnum, en láta forsetann í friði.
Til að forðast misskilning tek ég fram að aldrei kaus ég Ólaf, þótt mér hafi að vísu aldrei á ævinni liðið jafn illa í kjörklefa og daginn sem ég krossaði við Pétur Hafstein. Annars er Margrét Þórhildur mín drottning, ég er stoltur af henni og er skítsama hvaða gikk menn kjósa á Bessastaði.
Ofbauð viðbrögð forseta Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2010 | 14:48
Þessir menn mega ekki ganga lausir
Þessum mönnum verður að refsa harðlega. Menn sem ráðast á vinnandi fólk, bíta í fótleggi þess, berja það og limlesta, eiga alls ekki að ganga lausir. Þetta eru stórhættulegir menn sem notuðu öngþveiti hrunsins til þess að svala sínum eigin ofbeldishvötum.
Ofbeldismennirnir eiga sér málsvara sem krefjast þess að málið verði fellt niður. Þessa málsvara mætti spyrja: er þá ekki rétt að hætta líka við málssókn gegn þeim sem misnotuðu bankana og steyptu þjóðinni fram af hengifluginu? Og er þá ekki rétt að fella niður málssóknir gegn öllum þeim sem berja konur og níðast á börnum?
Það gerir hlut ofbeldismannanna verri en ekki skárri að þeir höfðu í hyggju að hindra framgang löggjafarvaldsins. Þessir menn eiga einfaldlega ekki að ganga lausir. Og það breytir engu um mína afstöðu þótt einn þeirra hafi haft í frammi við mig grímulausa hótun á facebook.
Mikill viðbúnaður vegna réttarhalds | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
14.4.2010 | 11:07
Leyfum honum að vera í friði
Hégómagirnd og athyglissýki Ólafs Ragnars er við brugðið og það var ekkert annað ern hryðjuverk gagnvart þjóðinni að hafna fjölmiðlalögunum á sínum tíma. Auðmenn, braskarar og útrásarvíkingar höfðu náð tangarhaldi á öllum helstu fjölmiðlum landsins og höfðu í hendi sér að sveigja og beygja almenningsálitið að vild. Auðfúsir þrælar á fjölmiðlunum unnu með glöðu geði öll þau skítverk sem braskarapakkið þurfti á að halda - og þetta hefur ekkert breyst. Jón Ásgeir drottnar enn yfir Baugsmiðlunum og þar eru undirlægjur hans á fullu að fegra hlut hans í bankahruninu.
Ólafur Ragnar hefur tvennt sér til afbötunar. Hann hefur beðist formlega afsökunar á framferði sínu. Og hann hefur staðið sig með sóma í Icesave-málinu og skarað fram úr í vörn sinni fyrir Ísland í erlendum fjölmiðlum.
Síðasta kjörtímabil Ólafs er senn á enda og við eigum að leyfa honum að vera í friði það sem eftir er af því.
Hvatti forsetann til að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.4.2010 | 15:39
Ýlduþefur í stjórnarráðinu
Ótrúlega vel gefinn maður, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, skarpur í hugsun, frumlegur og fallega máli farinn. Það er eins og hann hafi alltaf eitthvað áhugavert að segja. Gagnrýni hans á forherðingu Samfylkingarinnar eru orð í tíma töluð og Sigmundur er maður að mínu skapi.
Staðreyndin er einfaldlega sú að bæði Össur og Jóhanna eru steindauð þótt þau viti ekki af því. Það er ýlduþefur í stjórnarráðinu og það vantar skelegga menn til að bera út hræin. En náhirð Jóhönnu situr sem fastast með drottninguna steindauða og stallarann rotnaðan.
Hrunskýrslan dregur upp skýra teikningu af samfélaginu. Það er ljóst hvað þarf að gera. Erfið verk bíða Sjálfstæðisflokksins, því hann þarf að hreinsa til í hrútakofanum svo um munar. Og Samfylkingin þarf að ryðja burt hræjum sínum og kalla á nýtt fólk til starfa fyrir nýja Ísland.
En náhirðin situr undir borðum og hreytir ónotum í alla sem lífsandann draga og meðan náhirðin rorrar þarna í rökkvuðum sölum á Ísland sér engrar viðreisnar von.
Enginn flokkur stóð jafn dyggilega við útrásina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (67)
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar