Ég vorkenni kommakvikindinu

Ég er nú svo aumingjagóður maður að ég vorkenni veslings kommakvikindinu. Það er ekki gott fyrir fákunnandi, reynslulausan og gjálífan háskólastúdent að vera skyndilega settur yfir heilt ráðuneyti. Björgvin hafði enga burði til þess að vera ráðherra.

Vera má að fjölskylduvensl hafi gert hann enn tortryggilegri í embætti bankamálaráðherra en ella hefði verið. Það hefur ekki verið upplýst opinberlega og ég veit aðeins það sem mér hefur verið sagt svona manna á milli.

Hinn aumkunarverði ferill Björgvins ætti að kenna öllum stjórnmálaflokkum þá lexíu, að þingflokkur verður að hafa á að skipa dugmiklu, reyndu og vel menntuðu fólki, sem er þess umkomið að gegna ráðherrastörfum. Því fer víðs fjarri að þessa skilyrðis hafi verið gætt til þessa.

Samfylkingin og Vinstri grænir eru óheyrilega illa mannaðir flokkar, þar situr hver druslan á knjám annarrar,  og þeir geta ekki með neinu móti skipað ríkisstjórn án utanaðkomandi liðveislu. Aðeins tveir ráðherrar hafa burði til að sinna ráðherraskyldum og hvorugur situr á þingi.


mbl.is Björgvin víkur af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þínir breiðu og burðugu menn eru nú á leið bak við lás og slá? Virðist vera einn af fáum Sjálfstæðismönnum sem heldur hrokanum hreinum og ómenguðum, þrátt fyrir skýrsluna. Til lukku með það!

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.4.2010 kl. 18:44

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Baldur er orðvar og lítillátur, ljúfur og kátur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.4.2010 kl. 19:00

3 Smámynd: Björn Birgisson

"Það hefur ekki verið upplýst opinberlega og ég veit aðeins það sem mér hefur verið sagt svona manna á milli."

Ert þú slúðurberi, Baldur minn?

Sammála þér um ágæti Rögnu og Gylfa. Nefndu mér þau sex ráðherraefni sem þú vilt sjá í stjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Ég skora á þig!

Björn Birgisson, 15.4.2010 kl. 19:07

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, nei ég er ekki slúðurberi. Þvert á móti - þær upplýsingar sem ég hef fengið laga málstað Björgvins verulega. Vil samt ekki birta þær fyrr en ég hef fengið þær staðfestar.

Baldur Hermannsson, 15.4.2010 kl. 19:11

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég get tekið undir Heimi :) Svo sannarlega er Baldur orðvar, lítillátur, ljúfur og kátur :)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.4.2010 kl. 19:21

6 Smámynd: hilmar  jónsson

SF og VG óheyrilega illa mannaðir ?

Fer ekki að verða fátt um fína hjá hrunflokknum Baldur minn ? Bjarni fer, Þorgerður fer. Davíð fúinn og flúinn.Hvað er eftir ? Pétur Blöndal ? Hannes H ?

Það er magnað hve siðleysi og misferli ætla að loða lengi við flokkinn þinn Baldur.

Árni Johnsen, Árni Matt. Davíð, Geir, Þorgerður, Tryggvi. Bjarni B. og þetta er aðeins lítið brot.

Og þú talar um slæma mönnun hjá VG og SF.

hilmar jónsson, 15.4.2010 kl. 19:22

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi, ég var kallaður frá tölvunni til að snæða matarmikla súpu, en er nú kominn aftur. Það er alveg klárt að rannsóknarnefndin gerði stórkostleg mistök að krefja ekki Sollu um skýringar á því stórundarlega atferli að halda Björgvin bankamálaráðherra fyrir utan bankamálin. Ein skýring er sú að Björgin studdi Össur gegn Sollu, enda hefur Össur verið ötull að úthúða kerlingunni að undanförnu og bera blak af samherja sínum.

En það er ekki óhugsandi að Solla hafi talið sig hafa aðrar ástæður og gildari til þess að einangra Björgvin. Þótt Solla sé engin gæfukona í pólitík frýja fáir henni vits og hún hefur áreiðanlega tekið þessa örlagaríku ákvörðun að vandlega athuguðu máli.

Baldur Hermannsson, 15.4.2010 kl. 19:31

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnlaugur hugræktarkjaftaskur og Hilmar heiðumhári, Sjálfstæðisflokkurinn hefur á að skipa dugmiklum og vel menntuðum þingmönnum sem hæglega gætu skipað heila ríkisstjórn án hjálpar annarra flokka. En það er ekki nóg að menn sé vel menntaðir, reyndir og duglegir. Fleira þarf til í þessu efni. Ég hef margsagt hér á blogginu að Sjálfstæðisflokkurinn neyðist til þess að lóðsa út nær helmingi þingliðsins ef vel á að vera. Vonandi tekur sá mokstur ekki of langan tíma. En fyrr ætti flokkurinn ekki að taka þátt í stjórnarmyndun.

Baldur Hermannsson, 15.4.2010 kl. 19:35

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, það er rétt að orðvar er ég og lítillátur, stundum ljúfur og alltaf kátur. Ef einhver hér ímyndar sér að hann sé kátari en ég, þá er það helber misskilingur sem hér með leiðréttist.

Baldur Hermannsson, 15.4.2010 kl. 19:38

10 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að losa sig við Þorgerði eins og Þráinn Sigfússon losaði sig við Þórhildi skáldkonu hér um árið. Hann vissi að hún kunni sig ekki og losaði sig við hana á réttum tímapunkti. Þetta ætti Bjarni að hafa í huga. Þegar hún er farin held ég að við séum að horfa upp á einn best mannaða flokk í sögu Sjálfstæðisflokksins.

Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 19:50

11 Smámynd: Björn Birgisson

............. og ráðherraefni Bláhersins eru? Vandalítið að nefna sex þegar mannvalið er nánast óendanlegt!

Björn Birgisson, 15.4.2010 kl. 19:57

12 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég ætlaði að segja undir MEÐ..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.4.2010 kl. 20:00

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Árni Johnsen er eins og kórdrengur við hlið hrunparsins. Liggur ekki beint við að hann taki við forystunni ?

hilmar jónsson, 15.4.2010 kl. 20:03

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Svo er auðvitað hann þarna útgerðarmaðurinn sem greiddi sér arð af tapi. Hvað heitir hann aftur .Ásbjörn ?

hilmar jónsson, 15.4.2010 kl. 20:08

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þorgerður Katrín

Illugi

Erla Óska

Tryggvi Þór Herbertsson

Guðlaugur Þór

Bjarni Benediktsson

Árni Johnsen

Ásbjörn Óttarsson

Allt þetta fólk þarf að hverfa af þingi. Það verður talsverð eftirsjá að Bjarna og Illugi en Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki leitt Ísland inn í framtíðina undir forystu þeirra. Síðan verður Ragnheiður Ríkharðsdóttir líka að fara vegna þess að hún er vitgrönn, leiðinleg og vinstri sinnuð.

Baldur Hermannsson, 15.4.2010 kl. 20:16

16 Smámynd: hilmar  jónsson

Now we are talking..

hilmar jónsson, 15.4.2010 kl. 20:18

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

.....og svo þurfum við auðvitað Davíð aftur.

Baldur Hermannsson, 15.4.2010 kl. 20:20

18 Smámynd: Björn Birgisson

Nú ferðu í svarta kladdann í Valhöll, Baldur minn!

Björn Birgisson, 15.4.2010 kl. 20:20

19 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

noh .... ekkert eftir nema vindlaus tuðran Baldur - hann bítur vel hjá þér hnífurinn í kvöld ég viðurkenni fúslega að þú hefur margt til þíns máls sem svo oft

Jón Snæbjörnsson, 15.4.2010 kl. 20:21

20 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Davíð hann dugar fínt

Jón Snæbjörnsson, 15.4.2010 kl. 20:22

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já hann dugar fínt, væri alveg til í að skipta, fá hann inn og alla hina út. Það yrði lítill flokkur en geysilega flottur.

Baldur Hermannsson, 15.4.2010 kl. 20:28

22 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Geysilega, ég er í læri eins og þú veist!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.4.2010 kl. 20:32

23 identicon

Ég býð þig Baldur velkominn í hóp meirihluta Íslendinga sem fyrirlítur Sjálfstæðisflokkinn.

Þú ert greinilega háðskur maður sem kannt að gagnrýna með paródíuna að vopni. Hvernig þú lýstir Sjálfstæðismönnum í hárbeittri ádeilunni "Þjóð í hlekkjum hugarfarsins" Þar sem sjá mátti þöggun, kúgunartilburði og nauðgun Sjálfstæðismanna á óbreyttum Íslendingum var aðdáunarverð. Ég treysti því að þú haldir áfram þínu góða starfi í að upplýsa þjóðina á þinn hárbeitta hátt, hvernig ákveðinn hópur siðleysingja getur haldið einni þjóð í heljarfjötrum

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 23:16

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnar, ég fyrirlít alls ekki Sjálfstæðisflokkinn og þegar ég skoða hug minn finn ég aðeins fyrirlitningu gagnvart einum flokki, Framsóknarflokknum. Það er þó alls ekki vegna þeirra sem sitja á þingi fyrir hann núna, heldur hrikalegrar fortíðar hans. Það þurfa allir flokkar að taka til hendinni og moka út skítnum, þar er enginn flokkur undan skilinn. Sjálfstæðisflokkurinn er að því leyti betur settur en sumir hinna að það er nokkuð ljóst hverjir verða að fara. Ég reikna með að það geti orðið þrautin þyngri að finna nýja menn en stundum verðum við að gera fleira en gott þykir.

Baldur Hermannsson, 15.4.2010 kl. 23:20

25 identicon

Gott svar.

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 23:25

26 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur Hermannsson er dæmigerður jafnaðarmaður, sem hefur villst af leið.

Björn Birgisson, 15.4.2010 kl. 23:30

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég bjó nokkur ár í Svíþjóð og sá þar með eigin augum hvers konar þjóðfélag verður til upp úr því sem þú kallar jafnaðarmennsku. Áður hafði ég búið í Noregi og studdi þá Verkamannaflokkinn en get þó ekki sagt að ég hafi sett mig verulega inn í pólitíkina. Ég verð um aldur og ævi þakklátur Svíum fyrir að hafa sýnt mér hið sanna innræti jafnaðarmennskunnar og hvers konar viðbjóðs samfélag hún elur af sér.

Baldur Hermannsson, 15.4.2010 kl. 23:47

28 identicon

Jafnaðarmennskan á Norðurlöndum er það fremsta sem þjóðfélög síðari tíma hafa boðið uppá. Fólk getur lifað góðu fjölskyldulífi, heilsugæslan og menntakerfið þjónar öllu samfélaginu. Vissulega hamlar þessi jafnaðarmennska fólki að græða viðbjóðslega mikinn pening á ógeðslega stuttum tíma og setur það vissulega svartan blett á jafnaðarmennskuna. Þar er ég þér sammála Baldur. Ég bjó í Svíaríki um árið og græddi lítið og leiddist mikið. Sennilega er meira fjör í samfélagi ójafnaðar, þar ríða leiðindin ekki einteyming.

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 00:17

29 identicon

Baldur.

Ég  ,,datt"  inn á þessa síðu og finnst þú gera þig að svo litlum kjána !

Annars datt mér í hug hvaðan þín menntun sé komin ?

Ekki ertu með menntun frá aulum úr ainhverjum menntaskóla sem vita ekkert um ´sislenskt þjóðfélag ?

Eða ertu ef til vil með menntun úr háskóla sem er fjármagnaður úr spilakassa, vegna þess að þeir sem þóttust  ( og auðvitað voru skráðir í glæpamannasamtökin sjálfstæðsiflokkinn) sögðust ætla að gefa fjármagn í peningagreinar skólans  ? 

JR (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 01:15

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnar, það er af og frá að jafnaðarmennskan á Norðurlöndum sé það fremsta sem þjóðfélög síðari tíma hafi boðið upp á. Þar sem ríkið tekur að sér stýringu mannlífsins fellur allt í fjötra tilfinningaleysis og leiðinda. Það gekk margoft fram af mér að sjá þann ískulda sem ríkti í mannlegum samskiptum . Þetta sá ég með eigin augum þegar ég bjó í Svíþjóð.

Eldra fólk var svo afskipt og einangrað að pólskir flóttamenn af gyðingaættum voru ráðnir til þess að heimsækja það og tala við það, afkomendur þess skeyttu ekki um það, ekki einu sinni á jólunum. Hið opinbera átti að sjá um gamla fólkið. Ég vorkenndi þessu gamla, óhamingjusama fólki en þegar ég eignaðist sjálfur son og sá samskipti foreldra og barna á leikskólanum, þá skildi ég orsakasamhengið. Sænskir foreldrar eru ískaldir og eiga enga ást aflögu til handa börnum sínum. Hið opinbera átti að sjá um börnin.

Framtak einstaklinga var barið niður með hóflausri skattheimtu. Ég vann á kvöldvöktum á póstinum, þar voru oftlega alþýðumenn sem unnu fulla vinnu á daginn og tóku kvöldvaktir til þess að drýgja tekjurnar - en þessi umframvinna var skattlögð langt fram úr öllu hófi. Fyrirlitningin á vinnu var alger. Stálheilbrigt fólk hunsaði störf sem í boði voru og lét aðra vinna fyrir sér - fékk rausnarlegar atvinnuleysisbætur og afþakkaði öll atvinnutilboð.

Ofbeldisvæðing samfélagsins var skuggaleg. Ólétt, íslensk kunningjakona mín fór út í verslun um hábjartan dag. Nokkrir piltar veittust að henni, slógu hana niður og spörkuðu í hana liggjandi og drápu í henni fóstrið. Það var ekkert gert í málinu. Löggan talaði að vísu við piltana og fór þess á leit að þeir dræpu ekki fleiri fóstur. Þessi kona býr nú á Íslandi og ég efast um að hún hugsi til Svíþjóðar með hlýhug.

Svíar eru 8 milljón manna þjóð og gera vitaskuld margt ágætlega, enda vel menntuð þjóð og hefur burði til margra verka. En það er af og frá að þar sé allt betra en annars staðar. Margt er til dæmis miklu betra hér á Íslandi - þjónusta heilsugæslustöðvanna er ágætt dæmi, að ég tali nú ekki um mannleg samskipti almennt.

Jafnaðarmennska er óheilbrigt fyrirbæri, andstætt náttúrunni. Eintsaklingshyggja og frjálshyggja er heilbrigð og í samræmi við náttúru mannkynsins. Jafnaðarmennsku ber að uppræta hvar sem til hennar sést.

Baldur Hermannsson, 16.4.2010 kl. 09:01

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

JR, ég er út af fyrir sig ágætlega sáttur við að vera svolítill kjáni, en ég veit svo sem ekki hvað þú leggur til grundvallar mati þínu, né heldur átta ég mig á spurningum þínum. Ég skal með ánægju svara erindi þínu ef þú vilt vera svo vænn að skýra það nánar.

Baldur Hermannsson, 16.4.2010 kl. 09:04

32 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Er þá frelsi,jafnrétti og bræðralag einskis virði í þínum huga, Baldur?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 16.4.2010 kl. 09:49

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvers lags spurning er þetta eiginlega? Eru mannréttindi þá einskis virði í þínum huga, Benax? Ætlarðu ekki að hætta að berja konuna þína?

Bræðralag þurrkast út í ríkjum jafnaðarmennskunnar. Sovétríkin er þekkt dæmi, en Svíþjóð er líka gott dæmi. Bræðralag manna í Svíþjóð er eins og örþunnur ís. Konan mín bjó bæði í Svíþjóð og Bandaríkjunum og staðfestir að bræðralag sé miklu innilegra í Bandaríkjunum. Þegar þau fluttu í hverfið komu nágrannarnir til að bjóða þau velkomin og bjóða þeim aðstoð. Í Svíþjóð heilsast ekki einu sinni menn sem hafa búið hlið við hlið í 30 ár. Sér er nú hvert bræðralagið.

Þar sem ríkið á að sjá um allt og stjórna öllu, þar upprætist allt bræðralag en við taka eigingirni og einangrun - og taumlaus leiðindi. Það er engin tilviljun að Svíar toppa allar leiðindakannanir sem gerðar eru í heiminum.

Baldur Hermannsson, 16.4.2010 kl. 10:56

34 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég var ekkert að tala um Svíþjóð. Frelsi, jafnrétti og bræðralag eru einkunnarorð jafnaðarmanna eins og þú veist. Hvernig þeim tekst að umgangast þessi ágætu hugtök er svo annað mál. Um barsmíðar á konum get ég sagt þér það að ég er giftur konu sem hótaði að berja mig ef ég gerði það ekki. Og vil ég hér með biðja þig vinsamlegast að blanda henni ekki meira í okkar mál.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 16.4.2010 kl. 11:06

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jafnaðarmennskan er ekki "okkar" mál. Hún er kannski þitt mál, en ekki mitt. Svona klisjur eins og frelsi, jafnrétti, bræðralag eru einskis virði ef menn reyna ekki að framfylgja þeim. Ég sé engin ummerki þess að stjórnmálaflokkar séu heppilegustu farvegir þess sem að baki liggur þessum hugtökum.

Baldur Hermannsson, 16.4.2010 kl. 11:08

36 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Eftirtektarverð færsla í nr. 33..hef heyrt af svipuðum dæmum eins og þú nefnir.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.4.2010 kl. 11:15

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég bjó þarna í mörg ár og einangrun og einmanaleiki fólkins var slík að manni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Gamla konan sem einkasonurinn heimsótti aldrei, hringdi í hana á jólunum en nennti ekki til hennar. "Hann hefur svo mikið að gera" sagði hún við pólsku gyðingstúlkuna sem þá var ástkona mín og vann við að heimsækja gamalt, einmana fólk.  Það var allt á sömu bókina lært. Svo var þetta gamla fólk að gefa upp öndina og fannst vikum síðar. Á ferjunni til Danmerkur sátu sænskir ellilífeyrisþegar og þömbuðu bjór - þeir fóru í þessar ferðir því bjórinn var svo ódýr um borð -  en aldrei nema einn maður við hvert borð og tuldraði ofan í bjórglasið. Það flögraði ekki að neinum að gefa sig á tal við næsta mann og efna til skemmtunar. Ríkið átti að sjá fyrir öllu. Lífsgleði einstaklingsins vængstýfð í fæðingu. Jafnaðarmennskan í reynd. Hið fullkomna ógeð.

Baldur Hermannsson, 16.4.2010 kl. 12:00

38 Smámynd: hilmar  jónsson

Já þá er nú skárra lífið í blökkumanna gettóunum í USA. eða á redneck svæðunum..

hilmar jónsson, 16.4.2010 kl. 12:42

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er öðruvísi líf býst ég við, en ekki þar með sagt að mönnum líði illa.

Baldur Hermannsson, 16.4.2010 kl. 12:49

40 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Baldur, værir þú ekki til í að hjálpa Davíð við stjórn landsins? Hann kemst ekki yfir þetta einn. Ég skal laga kaffið og sendast niður í þing.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.4.2010 kl. 14:10

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heimir, við gamlingjarnir erum öflugir á hliðarlínunni og þar eigum við að halda okkur, það hefur Þráinn lært af ægilegri reynslu. Nú vantar okkur stabba af duglegu fólki öðru hvoru megin við fertugt.

Baldur Hermannsson, 16.4.2010 kl. 14:20

42 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Alltaf gleðilegt að svona grátbrosleg kennileyti eins og þú tjáir sig um tiltrög bankahrunsins.Sér í lagi hve heimskulegar skýringar þínar eru og sjálfum þér til háborinnar skammar og einnig að athlægi.  Það minnir mig svo rækilega á hve heimska íhaldsins var á geigvænlegu stigi og hvað þá ákvarðannatökur voru illa úr garði gerðar. Reyndar er það rétt hjá þér varðandi vanhæfi Björgvins. Hann hefði átt að standa upp í hárinu á mannfíflum eins og Davíði Oddssyni og Dýravinafíflinu. Það sem verra er við þig helvítis mannfýlan þín- að hroki þinn kemst ekki í saman burð við þitt brenglaða sjálfsmat og dómgreindarskort. 

Ég vona að guð fyrir þér fyrir að vera svona mikill grátbölvaður erkibjáni- því ekki ætla ég að gera það. En lifðu í þinni afneitun. Íhaldið er búið að vera og verður aldrei annað en minnisvarði um sorglega heimsku hrokagikka sem höfðu ekki meiri yfirsýn en svo að þeir sigldu skipinu í strand áður en þeir komu því út úr höfninni. 

Brynjar Jóhannsson, 17.4.2010 kl. 00:05

43 Smámynd: Jens Guð

  Skömmu fyrir bankahrunið í október 2008 fór svokallaður "talnaspekingur" mikinn.  Hann rýndi í tölur ýmissa stjórnmálamanna.  Þar á meðal Björgvins.  Úr þeirri talnasúpu las kappinn að Björgvin væri að taka við forystu Samfylkingarinnar.  Og að mig minnir á leið í embætti forsætisráðherra landsins. 

  Einhver reikningsskekkja virðist hafa verið í talnasúpunni.  Eða hvað?  Ljúga tölurnar?  Eða...?

Jens Guð, 17.4.2010 kl. 00:29

44 Smámynd: Dingli

Tölur ljúga ekki. Forsætis og utanríkisráðherrar+seðlabankastjóri, sögðu Bjögga hinsvegar aldrei tölurnar! Þar að auki, þá var það litla sem hann fékk að vita yfirleitt lygi.

Dingli, 17.4.2010 kl. 01:50

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jens, ég man eftir þessum talnaspekingi sem fjölmiðlar kölluðu til og þótti víst ekki verri vísindamaður en hver annar. Minnir á Himmler og þá kappa sem studdust við stjörnuspádóma og ámóta hindurvitni til þess að sjá fyrir endalok heimsstyrjaldarinnar. Kannski munu menn síðar taka þennan speking til dæmis um það hve þjóðin var í raun hrokkin upp af standinum.

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 05:03

46 Smámynd: Baldur Hermannsson

Dingli, það voru mistök hjá rannsóknarnefndinni að fara ekki ítarlegar í mál Björgvins og hún hefði mátt upplýsa HVERS VEGNA Ingibjörg ákvað að halda honum utan við þessa fundi sem þú vísar til. Á móti kemur að Björgvin hafði að sjálfsögðu aðgang að gögnum Fjármálaeftirlitsins og Samfylkingin átti bæði mann í stjórn Seðlabankans og formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins - hefði Björgvin ekki verið jafn herfilega vanhæfur þá hefði málið horft allt öðruvísi við. En ég er sammála þér - þetta er einkennilegt og óþægilegt mál sem nefndin hefði átt að upplýsa til fulls.

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 05:07

47 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það skemmtilega við skrif þín, Brynjar Jóhannsson, er auðvitað sú stðareynd, að þótt þú sért öldungis ófær um að fjalla um málefni dagsins þá veitir þú lesendum þínum sífellt gleggri innsýn í hugarheim þinn og sálarástand og sýnir hvernig iðjuleysið stórskemmir einstaklinginn. Haltu bara áfram. Þetta er fróðlegt.

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 05:11

48 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Niðurlag bloggsins er skynsamlegt. Tveir ráðherrar utan stjórnmálaflokka sýna ábyrga starfshætti sem er til fyrirmyndar. Utanþingsstjórn væri afar góður kostur á meðan á endurskoðun stjórnarskrár stendur.

Það breytir því ekki að sjálfstæðisflokkurinn er og var óstarfhæfur vegna innri mótsagna og spillingar. Ég hef hlustað á sjálfstæðismenn, kjósendur flokksins en ekki handbendi eru ævareiðir. Það getur ekki verið að þeir fyrirgefi núverandi spillingarforystu og veiti henni áfram óskorað brautargengi. Það óraði engan að spillingin væri svona "ógeðsleg". Ég sé fyrir mér að flokkurinn klofnar.

Gísli Ingvarsson, 17.4.2010 kl. 13:57

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gísli, ég heyri sífellt fleiri tala á þessum nótum. Hvenær borgar sig að tjasla upp á kofann og hvenær borgar sig að smíða nýjan? Ég er mest hissa á því að ungir, kraftmiklir menn skuli ekki vera búnir að þessu. Kannski voru þeir skemmdir af dekri í uppeldinu og vantar frumkvæðið.

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 340287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband