Maður kemur í manns stað

Illugi hefur alltaf verið drengur góður og það er hörmulegt að jafn vel gerður maður skuli hafa flækst í jafn banvænt mál og raun ber vitni. Hann gerir rétt í því að víkja af þingi og hann á að gera betur: hann á að segja af sér þingmennsku. Maður kemur í manns stað.

Menn bera ýmiskonar hug til Sjálfstæðisflokksins en hitt er óhagganleg staðreynd sem allir sanngjarnir menn viðurkenna, að aldrei nokkurn tíma hefur ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins verið þjóðinni til nokkurs gagns, og flest sem gott er í stjórnkerfinu er undan hans rifjum runnið.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að gyrða sig í brók og taka ótrauður við forstjórn yfir Íslandi, en fyrst þarf hann að brenna gömlu brækurnar sínar og efna í vaðmál fyrir nýjar.

Sjálfstæðisflokkurinn á tugþúsundir ungra manna og kvenna um land allt, sem eru þess albúin að vinna fyrir flokkinn og leiða Ísland til nýrrar hagsældar.

Illugi þarf að finna kröftum sínum nýjan farveg og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins þurfa einnig að rýma sæti sín fyrir nýju fólki. Nefna má án umhugsunar: Þorgerður Katrín, Erla Ósk, Tryggvi Þór Herbertsson, Guðlaugur Þór, Bjarni Benediktsson, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir.

Maður kemur í manns stað.


mbl.is Illugi fer í leyfi frá þingstörfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Flækst í ? Kom hann sér ekki sjálfur í pyttinn ? Annars..Dittó..

Mikið helvíti líst mér vel á þig þessa daganna..

hilmar jónsson, 16.4.2010 kl. 13:46

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, ekki gera mér þetta. Það er lægð, vindáttin að breytast, þá verða menn sljóir - hreyttu snöggvast í mig hressandi ónotum eins og góðum kommúnista sæmir.

Baldur Hermannsson, 16.4.2010 kl. 13:49

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Ókey. Þú ert laumukommúnisti og líður illa með það. Reynir síðan að brynja þig með harneskju náhyggjunnar. hafðu það...

hilmar jónsson, 16.4.2010 kl. 13:54

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Innst inni viðkvæm og titrandi félagshyggjusál....

hilmar jónsson, 16.4.2010 kl. 13:55

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe nú þekki ég minn mann......

Baldur Hermannsson, 16.4.2010 kl. 13:57

6 Smámynd: Björn Birgisson

Vá, 9 af 16! Er þetta svona vesælt lið?

Björn Birgisson, 16.4.2010 kl. 14:08

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi, þetta lið er hreint ekki vesælt, öðru nær, en þú veist manna best að þegar þú þarft að sippa yfir sandglompu notarðu annað hvort sand wedge eða approach wedge en hvorki 3-tré eða dræver.

Baldur Hermannsson, 16.4.2010 kl. 14:17

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ferlegt að missa mann eins og Illuga ferlegt alveg

Jón Snæbjörnsson, 16.4.2010 kl. 14:19

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, ég er 120% sammála þér, hann er einn af okkar allra bestu mönnum. Hann á að hætta alveg og þá heldur mæta til leiks síðar - ef menn vilja fá hann.

Baldur Hermannsson, 16.4.2010 kl. 14:22

10 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, takk fyrir þetta! Nú veit ég af hverju ég lendi alltaf í sandglompunum!

Björn Birgisson, 16.4.2010 kl. 14:31

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gleymum ekki þeirri staðreynd að efnahagskerfi landsins hrundi vegna afætanna innanfrá. Engin mannlegur máttur gat staðist þessa gaura. Sjáið bara ungu konuna sem stýrði FL um tíma. Þegar hún ætlaði að tilkynna glæpina til lögreglu, var henni bara mútað og hún þegir enn. Við vitum öll hverjir voru í fararbroddi mútumanna. Þeir ganga allir lausir. Vera má að Illugi hafi eitthvað gert af sér. Það mál er í rannsókn og geldur hann þá fyrir ef sekt sannast. Þorgerður Katrín hefur logið að þjóðinni og verpur því að fara. Bjarni Ben. hefur það til saka unnið að fæðast ríkur og þiggja tvær flugferðir fyrir hönd N1. Ekki miklar sakir það. Þeir sem héldu Samfylkingu uppi og launuðu stuðninginn við fót fyrir fjölmiðlalögin ganga lausir. Reka fjölmiðla sem aldrei fyrr og enginn þorir að taka á. Sekt þeirra hrópar.

Því fyrr sem þjóðin snýr sér að aðalatriðum mál, því betra. Hættum að atast í löggæslumönnum fjárglæframannanna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.4.2010 kl. 14:31

12 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hann missteig sig  - en fjandakornið ég er enn meira hreikinn af honum nú en oft áður - óska honum alls hins besta, já vonandi leitar hann til baka síðar

Jón Snæbjörnsson, 16.4.2010 kl. 14:34

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Kannski er það sorglega, að það fólk sem sagt hefur af sér og það fólk sem væntanlega á eftir að fara ( af eigið frumkvæði eða með hjáp ) á eftir á einn eða annan hátt að síast hægt og hljóðlega aftur inn á þingið., og ballið heldur þannig áfram..

þið vitið: Gleymskan fræga...

hilmar jónsson, 16.4.2010 kl. 14:49

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, ég veit ekki við hvað Þú starfar en ég hef alltaf séð þig fyrir mér sem framkvæmdastjóra í meðalstóru fyrirtæki. Nú hefur einn vinnumanna þinna lent í framhjáhaldi, kellingin fer í fýlu og skilur við hann, hann  leggst í víndrykkju sér til hugarhægðar. Þú rekur vinnumanninn. Eftir 5 ár kemur hann til þín, kominn með nýja konu upp á arminn og steinhættur að drekka. Þú ræður hann umsvifalaust aftur til starfa.

Baldur Hermannsson, 16.4.2010 kl. 14:54

15 Smámynd: Björn Birgisson

Ég held að allir þeir þingmenn sem hér hafa verið nefndir kæmust auðveldlega í gegn um prófkjör hjá flokkunum, hefðu þeir áhuga á þingsetu á annað borð.

Björn Birgisson, 16.4.2010 kl. 14:56

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þingmenn eiga sínar kosningavélar, því verður ekki neitað. Ég held þó að fæstir eða engir eigi afturkvæmt.  Ég sé til dæmis ekki fyrir mér að Ingi Björn Albertsson gæti komið inn aftur núna, hvað þá Hreggviður Jónsson. Maður kemur í manns stað.

Þú manst hvað Mao Tse Tung sagði um dauðarefsingu: hún er óheppileg vegna þess að hún er óafturkræf.

Baldur Hermannsson, 16.4.2010 kl. 15:01

17 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki er ég nú framkvæmdarstjóri Baldur, heldur vesæll opinber starfsmaður eins og þú.

En látum það liggja milli hluta. Athyglisverð samlíking.

Alkóhólismi er að einhverju leyti viðráðanlegur sjúkdómur, alla vega hægt að halda honum niðri.

Eðlislæg græðgi og síkópatískt inngróið siðleysi tel ég hins vegar vera illviðráðanlegt og ólæknandi mein.

hilmar jónsson, 16.4.2010 kl. 15:11

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já, það verður að vera endurnýjun í stjórnmálum. Það er til kappnóg af góðu fólki. Það er ástæðulaust að dubba upp fallistana. Opnum dyr og glugga, hleypum inn fersku lofti og nýju fólki.

Baldur Hermannsson, 16.4.2010 kl. 15:18

19 identicon

"Menn bera ýmiskonar hug til Sjálfstæðisflokksins en hitt er óhagganleg staðreynd sem allir sanngjarnir menn viðurkenna, að aldrei nokkurn tíma hefur ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins verið þjóðinni til nokkurs gagns, og flest sem gott er í stjórnkerfinu er undan hans rifjum runnið."

Og svo hrundi kerfið og þjóðin situr eftir sár og börnin svöng! Ertu að meina þetta BH ? eða er þetta ef til vill rétt hjá Hilmari Jónssyni, þú ert leyni vinstri sosíaldemókrati og allar þínar færslur um annað er fágæt kímnigáfa? Ég hallast að því að svo sé.  

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 20:38

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æ mér er nú margt betur gefið en blessuð kímnigáfan. Nei, Heyr minn himnasmiður, ég læt yngri menn og mér hæfari um gamansemina. æEg kýs að halda mig stíft við staðreyndir lífsins, það hæfir mér og mínum líkum allra best. Þakka þér samt fyrir að skrifa. Það fylgir þér alltaf ferskur andblær og veitir ekki af á vorum dögum þegar andrúmsloftið fyllist af brennisteinsgufum og eitursalla.

Baldur Hermannsson, 16.4.2010 kl. 20:43

21 identicon

Er þetta allt saman ef til vill tímaskekkja BH? öll þessi trú okkar á stjórnvöld og eitthvað yfirvald, hefur manngæska og náungakærleikur ef til vill gleymst? eða er það ef til vill þannig að þeir sem slíkt hafa boðað hafa flestir ýmsit verið krossfestir, brenndir, hengdir eða skotnir? ja hérna að hugsa sér, ekki væri nú gaman að vera hengdur upp á Austurvelli bara fyrir að elska náungann!! Nei, þá er nú betra að vera Framsóknarmaður, maður lifandi!!

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 20:57

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já það held ég að sé nú varla spurning. Steinöldin býr í brjóstum okkar og lifir þar góðu lífi.

Baldur Hermannsson, 16.4.2010 kl. 21:24

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

H.m. himnasmiður: "..............ekki væri nú gaman að vera hengdur upp á Austurvelli bara fyrir að elska náungann!"

Já, er hann farinn að hóta þér þessum örlögum karlpungurinn?

En, er ekki konan bara svo falleg að þetta sé áhættunnar virði?

Árni Gunnarsson, 17.4.2010 kl. 06:55

24 identicon

 Jóhanna er með gölluð gen.

 Grísinn síkkópati .

 Rúinn trausti Bjarni Ben.

Balur orðinn krati

seagull (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 08:25

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ohohoho...hnegg...hneggg...en sá kveðskapur og það í býtið.....

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 10:39

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Og áfram heldur morgunflissið...hnegg hneggg...gamli kvennabósinn Árni hefur engu gleymt og ekkert lært...:)

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 340362

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband