Færsluflokkur: Dægurmál
3.4.2009 | 18:31
Nú er skarð fyrir skildi
![]() |
Hættir við þingframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
3.4.2009 | 14:21
Jóhanna er óvinur æskunnar númer eitt
10 000 námsmenn án vinnu í sumar og verklausa bráðabirgðastjórnin situr og rífst um eitthvert hentistefnufrumvarp sem engum tilgangi þjónar öðrum en þeim að kæta saurpokalýðinn og grjótkastarana. Þessari stjórn var komið á til þess eins að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Hvar er sú skjaldborg? Allur vinnutími Jóhönnu fer í einelti og populisma. Í sumar verður æskan látin eigra um göturnar og svelta. Það er algerlega óásættanlegt að lemja niður þetta unga fólk eins og Jóhanna er að gera með sínu pólitíska kökukefli. Hún er óvinur æskunnar númer eitt.
![]() |
Sumarnám kostar milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2009 | 14:09
Hlustum á æskuna
![]() |
SUS: Vilja Bandaríkjadal á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2009 | 19:05
Smáfiskar sprikla og það er gott
Það er gaman að skoða hræringar á fylgi smáflokkanna. Bjarni Harðarson með sinn Fullveldisflokk er með 1,5 % og hann þarf að herða róðurinn á síðustu metrunum. Vonandi kemur þessi flokkur að manni og þá helst Bjarna sjálfum. Upp til hópa er þetta gott fólk og Bjarni er auðvitað himnasending í pólitíkina, rammíslenskur dreifbýlisdurgur, stórfróður og rífandi skemmtilegur.
Borgarahreyfingin er í frjálsu falli og verður víst fáum harmdauði. Þar er saman komið múrsteinafólkið og saurpokalýðurinn en þeirra tími er sem betur fer löngu liðinn.
Frjálslyndir eru líka á útleið og er það vel. Flokkurinn var stofnaður kringum heift og hefndarþorsta Sverris Hermannssonar og ekki skánaði bæjarbragurinn þegar Guðjón varð húsbóndi og fyllti öll herbergi af frákasti úr öðrum flokkum.
Er gagn að smáflokkum eða eru þeir bara til trafala? Ég er þeirrar skoðunar að það sé hollt og gott að hafa umræðuna fjölbreytta og því koma smáflokkar gjarnan til leiðar. Best væri að fá einn eða tvo nýja flokka á þing vegna þess að því fer fjarri að núverandi flokkar fullnægi pólitískri eftirspurn Íslendinga.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
2.4.2009 | 18:14
Holl könnun fyrir Sjálfstæðisflokkinn
![]() |
Samfylking áfram stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2009 | 16:22
Réttu mennirnir sóttu ekki um
![]() |
Fimmtán sóttu um stöðu seðlabankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.4.2009 | 15:53
Galvaskir menn í stafni
Sennilega er skynsamlegast að fresta þessu bólufrumvarpi til haustsins. Bráðabirgðastjórnin ætti aðm einhenda sér að því sem máli skiptir, það er ástand heimila og atvinnulífs. Steingrímur og Össur eru á harðahlaupum eftir populismanum og Jóhanna skrifar um á vitleysuna.
Ég er ánægður með þessa æskumenn í Sjálfstæðisflokknum sem standa uppi í hárinu á ofureflismönnunum. Framtíð Íslands er björt með þessa galvösku menn í stafni.
![]() |
Vilja vísa stjórnarskrármáli frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2009 | 15:30
Listræn gagnrýni í þingsölum
![]() |
Hættið þessu helvítis væli" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2009 | 12:25
Enn tuðar Siv í draugaskipinu
![]() |
Vilja taka önnur mál framfyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2009 | 11:49
Birgir ætti að hunsa sólgleraugun og skeggið
Meir en þriðjungur þingmanna vill faglega meðferð á málinu eins og Alþingi ber skylda til en óðagotið á vinstri flokkunum tekur út yfir allan þjófabálk. Ég er sérstaklega ánægður með frammistöðu Birgis Ármannssonar. Þar er kominn vaskur fulltrúi þeirrar æsku sem tekið hefur við stjórnvöl í Sjálfstæðisflokknum og mun einnig taka við stjórn Íslands þegar fram líða stundir.
Birgir er vel menntaður piltur, ágætlega máli farinn, undirbýr sig alltaf af stakri alúð og það er áberandi hvað hann skarar alltaf fram úr í allri umræðu sem hann tekur þátt í. Hann er dálítið gamall í fasi og minnir mig á höfðingja fyrri daga, Ólaf Jóhannesson, Ólaf Björnsson og fleiri slíka þungaviktarmenn.
Sumir eru að fjargviðrast yfir því hve settlegur hann er og óneitanlega hafa þeir dálítið til síns máls. Hann gæti rigsað um með sólgleraugu að hætti Helga Hjörvars, látið skeggið vaxa að hætti Össurar, steytt hnefa og barið fólk að hætti Steingríms - allt væri þetta til þess fallið að breyta ímynd hans og vekja athygli almennings, en ég legg samt til að Birgir haldi sínu striki: haldi áfram að vera fyrirmynd annarra þingmanna um virðulega og málefnalega umræðu, vönduð vinnubrögð og skynsamlegar ályktanir. Birgir á eftir að ná langt á því sem hann þegar er. Einn góðan veðurdag mun hann vakna sem forsætisráðherra Íslands. Hann ætti að hunsa sólgleraugun og skeggið.
![]() |
Skylda að koma í veg fyrir vanhugsaðar breytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
-
kleppari
-
odinnth
-
viggojorgens
-
joiragnars
-
pallvil
-
kristinn-karl
-
halldorjonsson
-
bassinn
-
blaskjar
-
skari60
-
snjolfur
-
altice
-
andres
-
svarthamar
-
axelthor
-
hlf
-
gthg
-
noldrarinn
-
maeglika
-
finni
-
gustaf
-
ragnhildurkolka
-
bjornbondi99
-
gp
-
jokris
-
andrigeir
-
reykur
-
skagstrendingur
-
jonvalurjensson
-
offari
-
fun
-
bf
-
arikuld
-
lehamzdr
-
ziggi
-
skulablogg
-
rafng
-
juliusbearsson
-
jari
-
islandsfengur
-
stormsker
-
haddih
-
agbjarn
-
katagunn
-
brylli
-
esgesg
-
siggith
-
gorgeir
-
gleymmerei
-
holmarinn
-
holmgeir
-
jonmagnusson
-
kreppan
-
kristjan9
-
rannveigh
-
pjeturstefans
-
umrenningur
-
tilveran-i-esb
-
valdimarg
-
sisi
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
joelsson
-
gunz
-
mosi
-
ollana
-
allt
-
kebblari
-
thorarinn
-
muggi69
-
ihg
-
helgigunnars
-
what
-
nautabaninn
-
jonsnae
-
thjalfi
-
bjargfruin
-
stebbifr
-
170341
-
jakobk
-
lm
-
steffy
-
egillthord
-
alyfat
-
estheranna
-
re
-
olafurthorsteins
-
huldumenn
-
sigurdurkari
-
sjonsson
-
marinogn
-
arnthor
-
mullis
-
vogin
-
ace
-
axelpetur
-
jonkarijonsson
-
jaherna
-
gummi-p
-
borkurgunnarsson
-
snorrima
-
landfari
-
eyjann
-
gbe
-
carlgranz
-
heimssyn
-
gattin
-
gmc
-
kerubi
-
fullvalda
-
tourguide
-
omarragnarsson
-
morgunbladid
-
bjarnihardar
-
morgunblogg
-
krist
-
smjerjarmur
-
predikarinn
-
vinaminni
-
gagnrynandi
-
magnusthor
-
snorribetel
-
eeelle
-
veravakandi
-
nonniblogg
-
hjaltisig
-
benediktae
-
athena
-
hallarut
-
ksh
-
joninaottesen
-
thjodarheidur
-
harring
-
gamli
-
prakkarinn
-
zeriaph
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
vidhorf
-
yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 340882
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar