Færsluflokkur: Dægurmál

Nú er skarð fyrir skildi

Það er eftirsjá að Þessu framboði og sérstaklega er eftirsjá að Bjarna Harðarsyni. Hann hafði til að bera alveg sérstakan litblæ sem enginn annar þingmaður hafði. Honum urðu á þau mistök að ganga úr þingsæti eftir meinlausan hrekk við Valgerði Sverrisdóttur. Síðan gerði hann þau mistök að ganga úr Framsóknarflokknum. Hinn sérstaki talandi Bjarna ásamt  lúðalegu fasi, ágætum vitsmunum, miklum fróðleik og hlýlegu viðmóti skópu honum lýðhylli hvar sem hann kom. Nú er skarð fyrir skildi.
mbl.is Hættir við þingframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna er óvinur æskunnar númer eitt

10 000 námsmenn án vinnu í sumar og verklausa bráðabirgðastjórnin situr og rífst um eitthvert hentistefnufrumvarp sem engum tilgangi þjónar öðrum en þeim að kæta saurpokalýðinn og grjótkastarana. Þessari stjórn var komið á til þess eins að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Hvar er sú skjaldborg? Allur vinnutími Jóhönnu fer í einelti og populisma. Í sumar verður æskan látin eigra um göturnar og svelta. Það er algerlega óásættanlegt að lemja niður þetta unga fólk eins og Jóhanna er að gera með sínu pólitíska kökukefli. Hún er óvinur æskunnar númer eitt.


mbl.is Sumarnám kostar milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustum á æskuna

Enn er á lífi þessi snjalla hugmynd sem tveir ungir hagfræðingar slógu fram á liðnu hausti. Henni var fálega tekið af gömlum skólamönnum, þeim Gylfa Zoega og Jóni Daníelssyni. Mér líst stórvel á þessa hugmynd. Krónan er komin á leiðarenda. Hún þjónaði okkur lengi og vel en nú eru dagar hennir taldir. Mér finnst líka athyglisverð sú hugmynd að taka upp breska pundið. Sumir segja þó að jafnvel breska pundið sé ekki nógu öflugur gjaldmiðill lengur. Það er mikill sköpunarmáttur í SUS-urum. Þaðan hafa margar góðar ályktanir borist í áranna rás - og margar frekar vondar. Nú fer þessi æska að taka við arfinum sem við eftirlátum þeim. Er ekki ómaksins vert að hlusta á skoðanir þeirra?
mbl.is SUS: Vilja Bandaríkjadal á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáfiskar sprikla og það er gott

Það er gaman að skoða hræringar á fylgi smáflokkanna. Bjarni Harðarson með sinn Fullveldisflokk er með 1,5 % og hann þarf að herða róðurinn á síðustu metrunum. Vonandi kemur þessi flokkur að manni og þá helst Bjarna sjálfum. Upp til hópa er þetta gott fólk og Bjarni er auðvitað himnasending í pólitíkina, rammíslenskur dreifbýlisdurgur, stórfróður og rífandi skemmtilegur.

Borgarahreyfingin er í frjálsu falli og verður víst fáum harmdauði. Þar er saman komið múrsteinafólkið og saurpokalýðurinn en þeirra tími er sem betur fer löngu liðinn.

Frjálslyndir eru líka á útleið og er það vel. Flokkurinn var stofnaður kringum heift og hefndarþorsta Sverris Hermannssonar og ekki skánaði bæjarbragurinn þegar Guðjón varð húsbóndi og fyllti öll herbergi af frákasti úr öðrum flokkum.

Er gagn að smáflokkum eða eru þeir bara til trafala? Ég er þeirrar skoðunar að það sé hollt og gott að hafa umræðuna fjölbreytta og því koma smáflokkar gjarnan til leiðar. Best væri að fá einn eða tvo nýja flokka á þing vegna þess að því fer fjarri að núverandi flokkar fullnægi pólitískri eftirspurn Íslendinga.


Holl könnun fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Brekka fram undan hjá okkur Sjálfstæðismönnum. Við skulum ekki gráta það. Það skiptir ekki meginmáli hvort við fáum 25% eða 30%, við verðum í stjórnarandstöðu hvort eð er. Bjarni formaður og áhöfn hans þarf að einbeita sér að framtíðarstarfinu og treysta grunninn. Það hafa allir gott af mótlæti. Það hvetur okkur til þess að leita nýrra markmiða og nýrra baráttuaðferða. Þetta er kannski ekki góð könnun fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hún er okkur holl.
mbl.is Samfylking áfram stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttu mennirnir sóttu ekki um

Þarna þyrftum við að hafa mann sem er þaulreyndur í fjármálum þjóðarinnar og gerþekkir hreyfikrafta stjórnmálanna. Við eigum tvo slíka menn á Íslandi. Það eru þeir Geir Haarde og Halldór Ásgrímsson. Hvorugur þeirra sækir um. Við sitjum þá væntanlega uppi með einhverja skólastráka sem aldrei hafa dýft hendi í kalt vatn, né í saltan mar migið.
mbl.is Fimmtán sóttu um stöðu seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Galvaskir menn í stafni

Sennilega er skynsamlegast að fresta þessu bólufrumvarpi til haustsins. Bráðabirgðastjórnin ætti aðm einhenda sér að því sem máli skiptir, það er ástand heimila og atvinnulífs. Steingrímur og Össur eru á harðahlaupum eftir populismanum og Jóhanna skrifar um á vitleysuna.

Ég er ánægður með þessa æskumenn í Sjálfstæðisflokknum sem standa uppi í hárinu á ofureflismönnunum. Framtíð Íslands er björt með þessa galvösku menn í stafni.


mbl.is Vilja vísa stjórnarskrármáli frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listræn gagnrýni í þingsölum

Þarna fékk Árni listræna gagnrýni sem mun reynast honum þung í skauti. Brekkusöngurinn gengur ekki í þingsölunum. Nú geta menn iðrast þess að hafa ekki kosið Guðbjörn tenór í prófkjörinu í Suðurkjördæmi.
mbl.is „Hættið þessu helvítis væli"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn tuðar Siv í draugaskipinu

Þessi málflutningur Sivjar er henni til skammar. Hún talar eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver smáflokkur sem ekki sé mark á takandi. Halló! Sjálfstæðisflokkurinn er með 37% atkvæða, hann er langstærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi, langstærsti flokkurinn á þingi með meir en þriðjung þingmanna! Svo talar þessi stelpa eins og hægt sé að hunsa Sjálfstæðisflokkinn bara af því að hann er einn á báti en hinir fjórir saman í draugaskipinu . Við skulum ekki gleyma þessari skyrslettu stelpunnar á mótorhjólinu.
mbl.is Vilja taka önnur mál framfyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgir ætti að hunsa sólgleraugun og skeggið

Meir en þriðjungur þingmanna vill faglega meðferð á málinu eins og Alþingi ber skylda til en óðagotið á vinstri flokkunum tekur út yfir allan þjófabálk. Ég er sérstaklega ánægður með frammistöðu Birgis Ármannssonar. Þar er kominn vaskur fulltrúi þeirrar æsku sem tekið hefur við stjórnvöl í Sjálfstæðisflokknum og mun einnig taka við stjórn Íslands þegar fram líða stundir.

Birgir er vel menntaður piltur, ágætlega máli farinn, undirbýr sig alltaf af stakri alúð og það er áberandi hvað hann skarar alltaf fram úr í allri umræðu sem hann tekur þátt í. Hann er dálítið gamall í fasi og minnir mig á höfðingja fyrri daga, Ólaf Jóhannesson, Ólaf Björnsson og fleiri slíka þungaviktarmenn.

Sumir eru að fjargviðrast yfir því hve settlegur hann er og óneitanlega hafa þeir dálítið til síns máls. Hann gæti rigsað um með sólgleraugu að hætti Helga Hjörvars, látið skeggið vaxa að hætti Össurar, steytt hnefa og barið fólk að hætti Steingríms - allt væri þetta til þess fallið að breyta ímynd hans og vekja athygli almennings, en ég legg samt til að Birgir haldi sínu striki: haldi áfram að vera fyrirmynd annarra þingmanna um virðulega og málefnalega umræðu, vönduð vinnubrögð og skynsamlegar ályktanir. Birgir á eftir að ná langt á því sem hann þegar er. Einn góðan veðurdag mun hann vakna sem forsætisráðherra Íslands. Hann ætti að hunsa sólgleraugun og skeggið.


mbl.is Skylda að koma í veg fyrir vanhugsaðar breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 340882

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband